Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 12.09.1963, Qupperneq 5

Lögberg-Heimskringla - 12.09.1963, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1963 5 Síðbúin afmæliskveðja til Sfeindórs Jakobssonar Eg las í Lögberg-Heims- kringlu alveg nýlega, að Stein- dór Jakobsson væri í þann veg- inn að verða, ef ekki alveg orð- inn, sjötugur, og þetta las eg, eins og svo margt annað, einum of seint. En ekki tjóar að sakast itm orðinn hlut. Eg er með þeim ósköpum fæddur að geta ekki munað afmælisdaga eða aldur vina minna. Einhvem veginn iinnst mér og, að allir þeir, sem eg þekki að nokkru ráði, séu á svipuðu reki og eg sjálfur, enda Jrótt stundum skilji árin eitt og tvö. Gleymska á aldur manna er í mörgum tilvikum skiljanleg, ekki sízt þegar í hlut eiga menn eins og Steindór Jakobsson. Sá maður var, eins og flestir fæddur ungur, en honum hefir tekizt það, sem mörgum reyn- ist þyngri þrautin, að halda sjálfum sér ungum og varðveita upprunalega æsku í blóra við kirkjubækur og almanök. Frá- leitt er því að halda fram, að sjötugur sé Steindór byrjaður fang sitt við þá gömlu frúvu, sem að lokum fellir alla þá, sem hennar fundi ná. Um hann sjöt- ugan má aftur á móti segja, að hann hafi nú þegar marga hildi háð, en ekki látið koma á sig slíkum brögðum, að kæmi ei ön- nur hraustlegri í móti. Steindór Jakobsson er fæddur við Eyjafjörð austanverðan, kominn af kjarnafólki, sem bjó í þeirri sveit, þar sem meira var talað upp á t-ið, k-ið og p-ið en annars staðar á Islandi, nema ef vera skydli, að sú mállýzka hafi verið hreimmeiri í Skaga- firði austanverðum. 1 æsku komst Steindór í kynni við margvíslegan starfa við Eyja- fjörð, og á þeim árum var mik- il gróska þar í landi. Þá voru menn í grannsveitum Akureyrar að búa sig undir það að verða fyrirmyndarbændur, og þá var Kaupfélag Eyfirðinga, mesta gróðafyr.irtæki íslenzkt síðan bú- slóð Snorra Sturlusonar komst í hendur Danakóngi, að rísa af grunni. Einn af grunnmúrurum þess fyrirtækis var einmitt Steindór Jakobsson. Þar vann hann hörðum höndum og “distilleraði” hráefni í fæðu handa Akureyrum svo ágætlega, að haft er fyrir satt, að þá fyrst hafi meðalþungi heldri manna þar í bæ tekið að Jxikast upp á við. Var þar ekki slælega að ver- ið, því danskir selstöðukaup- menn höfðu um aldaraðir gætt Akureyringum á efnismiklum vínarbrauðum, þegar Steindór kom til skjalanna. Þeim, sem farið hefir um Eyjafjörð og nærsveitir og kom- ið hefir til Akureyrar í un- styttu rnilli stórrigninga, hlýtur jafnan að verða lilýtt til hérað- anna og sjálfs bæjarins, sem er bæja prýði, hreinlegur, svo að af ber, byggður ráðdeildarsömu íólki, sem ber virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum og er enn dálítið aristókratískt upp á danska vísu. Þannig liggur land- ið, og þannig er fólkið, sem þar býr og þaðan kemur. Fjöll við Eyjafjörð þykja fög- ur, og Suður-Þingeyingar og Ey- firðingar, sem þar eiga aðild, telja þau til fyrirmyndar öðrum fjöllum um feítu og karakter. f þeim landshluta eru Súlur með sínar átján mýs, sem séra Matt- hías kvað um í galsa. Þar er Kaldbakur, sem eignaðist ódauð legt vísubrot, og þar eru Karl- inn og Kerlinginn og önnur fjöll, sem Steindór Steindórsson sagði mér endur fyrir löngu, hvað hétu. Við Eyjafjörð leggja menn' mikinn þðkka á sín fjöll. Fólki verður ósjaldan litið í áttina til þeirra, og hér eru ekki vandræð in með áttina, því að fjöll eru í allar áttir. “Þarna eru þau” seg- ir lólkið, og þarna hafa þau ver- ið lengi, aldrei fjarri, stundum ef til vill helzt til nærri. Sumum er svo farið, að þeir Jx>la ekki fjöll það nærri sér, að þeir séu einlægt að gefa þeim olnboga- skot. Þessir menn vilja hafn fjöllin í örlítilli fjarlægð, og i þeim hópnum er Steindór Jak obsson. Það var einn morgun endur fyrir löngu heima á Akureyri, að Steindóri Jakobssyni Jjótti sem fjöllin væru nútekin að nál gast sig heldur um of úr öllun áttum. Brá hann því á ráð að flytjast til Winnipeg, þar sem lengra er til fjallanna. 1 A'T nipeg var enginn skortur á oln- bogarými, og J>ar í l>org gerðist Steindór athafnamaður; lagð á margt gjörva hönd, höndlaði í mörg ár, varð partur af bæn um, en þó auðkennilegur frá öðrum pörtum, svo að þar sem Steindór fór hlutu menn jafn an að bera nokkur kennsl manninn. Eg heíi ekl^i ennþá rekizt á þann vesturbæing í Win nipeg, sem ekki þekkir Steindór Sé slíkur maður til, ætla eg, að sljóleiki þess hins sama sé meira en góðu meðallagi. Jatn vel útlendingar segja: “You know Steini, of course,” og vita skuld þekka allir Steina Steini alla. Á þetta ekki sízt við um félagsskap Islendinga, en eg kann ekki að nefna }>au Is lendingafélög í Winnipeg, þar sem Steindór ltefir ekki oftsinn is gripið í ár og J>að stundum svo hraustlega, að mótræðara hafa mátt sin lítils, enda þótt þeir réru margir samtímis á móti einum. Steindór er enginn veifi skati, og ekki dettur mér í hug að draga í efa, að hann hefði komizt yfir Atlantshafið, frá Is landi til Ameriku, einn síns liðs á tvíæringi, ef því hefði verið að skipta. Hér má eg um dæm af nokkrum kunnugleika, því að eg hefi setið marga fundi Islendingadagsnefnd með Stein dóri, og J>egar hann sækir fund sem aldrei bregzt, er nærvera hans trygging fyrir því, að á þeim fundi muni ekki ríkja nein lognmolla, heldur gustur fjör, sem æ eru undanfari nokkurra athafna. Samstarfsmenn Steindórs Jak- obssonar í Islendingadagsnefnd myndu fúslega fallast á, að Steindór og Islendingadagurinn séu í rauninni eitt og hið sam- >ví að í fyrr greindri nefnd hef- ir Steindór starfað miklu lengur en nokkur annar maður og af miklu meiri einurð en títt er. Þá má næstum telja óvíst, að hinn árlega hátíð Vestur-lslend- nga á Gimli væri enn hátíðleg haldin, ef Steindórs Jakobsson- ar hefði ekki notið við, og full víst er, að án handarverka hans, væri hátíðarhaldið ekki með slíkum glæsibrag og það enn er. Islendingadagsnefnd má í rauninni líkja við margbbrotna vél með alls konar hjólum og ásum. Stundum er gangur }>ess- arar vélar allt að því jafnljúfur og í ný-brautskráðri bifreið frá Ford-verksmiðjunum. Stundum kveikja neistarnir aftur á móti hægt. Það ískrar í hjérlunum. Sum hjólin geta tekið upp á því að snúast hægara en önnur og >að er sem hrikti í öllu hafurta- skinu. En hér kann hinn mikli vélameistari, SteindtVr, vel til starfa. Alltaf skal hann koma vélinni af stað, á hverju sem gengur, og þegar- líður að Is- lendingadegi er ganghraði allra hjóla og vélarinnar í heild orð- inn með ólíkindum, og þá þykir Steindóri tími til þess kominn að fara að anda léttara. Steindór Jakobsson er skap brigðamaður eins og forfeður hans, víkingarnir. Séð hefi eg hann gerast harðstjóra á fund- um, ef honum þótti hægt miða rétta átt. Þegar Steindór er í þeim hamnum, væri fávíslegt að biðja hann miskunnar, “því að þá er engin miskunn hjá Magn- úsi”. Harðstjórn þessi varir }x> aldrei lengi, einfaldlega > vegna þess, að hún ber ævinlega til- ætlaðan árangur. Hér er um að ræða eitt J>eirra herbragða sent dugað hafa vel, bæði Steindóri sjálfum og þeim, sem við hann hafa átt nokkur skipti. Hefði S t e i n d ó r Jakobsson gerzt hershöfðingi yfir vaskri sveit, myndi margur hafa hug- leitt, hvort ekki myndi tími til korninn að fara að biðja fyrir óvinaliðinu. Þessi hugdetta er þó algjör fjarstæða að því leyti, að Steindóri hefði aldrei lærzt list að bera þau vopn að Our Ancient Island Mother By Gus Sigurdson We search throughout the fragments of our past Review our lives back to our very birth, And further back. Our vision now is cast Towards another land upon this earth— A land of free adventure-folk and strong Who’ve battled natures elements for long Centuries, a thousand years and more, . * And conquered every hardship at their door. I When Vikings first discovered Iceland’s shores Their bold sea-roving hearts beat with delight. Here was a land made for these men of wars— A challenge to themselves in natures might. Had not some great majestic masters hand Moulded and shaped this brooding lonesome land To shelter them against the winds of time— For them to write their sagas and their rhyme? On through the centuries these men of muscle Fought natures fury on both land and sea, Gaining a new-born strength in every tussle— Learning to love their islands majesty. While bathed in her mystic beauty beyond defying; Love overcame their wars, their hatreds dying, Until respect was theirs amongst the nations— Proving their worth in their world relations. su mönnum, sem skilja eftir sig sár og opnar undir, og óvini á hann enga og hefir aldrei átt, en marga vini, sem senda honui’ og hinni ágætu konu hans, frú Dóru, sonum og barnabörnum, árnaðaróskir í tilefni af sjötugs afmælinu, og skiptir þá væntan- lega ekki máli, þó að fáeinar óskir berist rétt eltir afmælið Haraldur Bessason LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina islenzka vikublaðið í Norður Ameríku Slyrkið það, Kaupið það Lesið það II Where rugged snow-tipped mountains touch the sky And glacier peaks shine in the midnight sun; Where golden waterfalls from far on high Roar down to join rivers cool that run Past boiling geysers, ancient lava fields, Through fertile meadows where the good earth yields, Twixt hamlets and homes towards the sea . . . Thus flows the viking blood in you and me. Through centuries of constant purifying In Iceland’s mighty natures paradise, This once barbaric blood has flowed undying Produced a nation peaceful proud and wise. We of this breed throughout the world wide, Though born to other lands where we reside And loving these; fail not respect the other Who cleansed our blood: Our Ancient Island Mother. III From ages past of Europes over-lording She gained at last her independence true. The lands who once had stripped her by their hoarding Of riches that were hers, and not their due, Now realize they slowed her in her pace, And why at times she lagged behind the race; For now she hums and thrives with new endurance— Her peaceful independence her insurance. Now in her northern waters proud she rules Herself alone. Her hardy sons of vision Building her churches, libraries and schools, Intensifying her literary tradition. The blood that once rove restless on the sea Runs now to build what Iceland is to be— What Iceland was, and is, and will become Adds peaceful coexistance to the sum. NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.