Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 12.09.1963, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 12.09.1963, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HÉIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Þér ferst svo sem að gorta“, sagði Gunnvör. „Það hefði verið nær fyrir þig að segja, að þú hefðir átt að þekkja vaxtarlagið. Ertu þá ekki að þvælast með folann hans Tona litla. Mikið að þú sérð að hann er grennri en klárinn þinn. Miklir dauðans ræflar geta annars sumir karlmenn orðið, ef þeir fá sér i staupinu. Farðu svo að reyna að komast á bak og hafa þig heim. Það er áreiðanlega það heppilegasta, sem þú get- ur gert“. „Sagðir þú ekki að hún hefði farið þarna út tröðina? Eða sagðir þú það ekki? Náttúrlega hlýt ég að ná henni fljótlega, ég sem er skeiðríðandi, en hún gang- andi. Þá líklega kippir maður henni upp á hnakknefið fyrir framan sig. Það verður gam- an að sjá framan í Bensa skratta, ef við mætum hon- um. Hún er sú eina, sem ég þrái. Hún.er fallegust af öll- um, sem ég hef séð“, sagði Hrólfur. „Það segir þú víst satt. Það er engin eins lagleg og hún“, kallaði Gunnvör á eftir hon- um og flýtti sér svo heim að bænum. Sigga stóð í bæjardyrunum og hafði hlustað á allt sam- talið. „Nú varst þú svei mér ráðagóð, Gunnvör. Fyrir þetta skalt þú fá góðan kaffibolla í Bjarnabæ næst, þegar þú kemur í kaupstaðinn", sagði Sigga. „Vertu viss. Þeir verða lík- lega fleiri en einn kaffiboll- arnir, sem ég sníki hjá þér, þegar ég kem í nágrennið til þín“, sagði Gunnvör í lægri tón. Þetta var leyndarmál enn- þá, eða svo áleit hún. Gunnvör skemmti fólkinu í baðstofunni með frásögninni af því, hvernig hún hafði narrað Hrólf af stað. Guðni og Nunna heimasæta voru kom- in heim úr réttunum og tóku undir kæti hennar. Það var liðið talsvert á kvöldið, þegar barið var að dyrum. Allir bjuggust við, að þar væri Hrólfur kominn aftur. Guðni var því beðinn að fara til dyra, því að Hrólfur bar kalda lotningu fyrir honum, vegna þess að hann var skólageng- inn maður, og kallaði hann spjátrung. En þetta var þá ekki Hrólfur, sem kvaddi dyra, heldur Sveinki smali, sem stóð þarna úti fyrir dyr- unum og spurði eftir Hrólfi. Hesturinn hans var kominn heim á túnið á Litlu-Grund. En Hrólfur var hvergi sjáan- legur, enda sást ekkert í þessu areifandi myrkri. Flestum varð hvert við þesssar fréttir. En Gunnvör sletti bara í góm og sagði: „Alltaf heyrir maður eitt- hvað um þennan bölvaðan asna, skyldi hann hafa dottið af klárnum og hálsbrotið sig. Það væri ekki ólíkt honum“. Það var farið að leita að lugtum, látin olía á þær, ,svo var kveikt ljós á þeim. Það var farið af stað með ein þrjú ljós. Allir karlmennirnir voru sjálf sjálfsagðir að taka sátt í leitinni. Vermundur gamli hvað þá aðrir. Toni hlakkaði til ferðarinnar. Móðir hans ávítaði hann fyrir að láta þetta í ljós, því að lík- lega lægi Hrólfur einhvers staðar slasaður þar á milli bæjanna. „Það er ólíklegt að hann hafi slasað sig, þó að hann hafi hrotið af baki. Það er ekki svo grýtt hérna á milli bæjanna“, sagði Bjarni. Svo var haldið af stað. Leitarmennirnir höfðu ekki farið langt, þegar kallað var utan af veginum: „Hverjir eru þarna á ferð með ljós?“ Það var rödd Bensa. „Það erum við Stóru- Grundarmenn. Við erum að leita að Hrólfi sterka“, kallaði Toni. Hann hlýtur að vera hér einhvers staðar, það er svo stutt síðan hann fór frá okkur, en nú er hesturinn hans kom- inn heim á túnið á Litlu- Grund, en riddarann vantar“. „Hvað er að heyra þetta“, sagði Bensi. ,Hvað skyldi hafa lagzt fyrir kappann. Ég sé áð það er verið að leita þar um túnið með ljósi. Líklega er Herdís gamla að svipast um eftir honum í bæjarlæknum“. Sveinka gramdist keskni Bensa. „Þið látið eins og ykkur standi á sama, þó að Hrólfur væri dáinn“, sagði hann hálf snöktandi. „Hvernig hefði hann eigin- lega átt að fara að því að deyja?“ sagði Bensi. „Hafið þið reynt að kalla og hóa?“ Nei, það hafði þeim ekki dottið í hug. Svo var hóað og hrópað margraddað hvað eftir annað. Loks tók Hrólfur undir langt uppi í fjalli. „Datt mér ekki í hug, að skolli mundi anza“, sagði Bensi. „Hvað ertu að gera þarna?“ kallaði Bjarni. „Ertu eitt- hvað meiddur?“ „Hvernig hefði ég átt að meiða mig?“ kallaði Hrólfur á móti. Ég er að svipast um eftir klárnum mínum. Ég missti hann einhvers staðar frá mér. Þetta er nú meira þreifandi myrkrið“. „Klárinn er kominn heim að Litlu-Grund og karlinn og kerlingin eru farin að leita að þér í bæjarlæknum“, kallaði Bensi. „Ert þú þarna, helvízkur", kallaði Hrólfur nær en áður. „Ertu búinn að finna kær- ustuna. Ég gæti trúað að þér yrði kannske leit að henni“. „Hún er áreiðanlega á vísari stað en þú“, sagði Bensi. „Ætli það!“ hlakkaði í Hrólfi. „Hún slapp út í myrkrið, og hefur víst þotið hingað upp til fjalls“. „Hvað er nú að heyra i3etta“, sagði Bensi. „Ertu á kvennaveiðum uppi í fjalli og lætur piltana frá Stóru- Grund vera að leita að þér með logandi ljósi niðri á jafn- sléttu. Líklega hefur þú verið að elta eitthvert hrossanna þarna upp eftir. Að minnsta íosti hefur það ekki verið kærastan mín, sem er á ferð þarna úti í myrkrinu". Jens gamli sem lengi hafði setið í sveitastjórninni var níræður og var honum haldin vegleg veizla af sveitungun- um. Óli gamli sem var orðinn 89 ára var tekinn með við þetta tækifæri. Báðir voru þeir vinstrimenn í stjórnmál- um. Margar ræður voru flutt- ar og gamlingjarnir heiðraðir á ýmsan handa máta. Að lok- um stóð Jens gamli upp til að þakka fyrir hönd þeirra beggja. „Ég ætla um leið að láta ykkur vita að við Óli erum báðir orðnir kommúnistar. Þögn sló á veizlugestina, en Jens gamli hélt áfram: „Ja, það var nú bara af því, að við Óli förum báðir að hrökkva upp af, og við töldum betra að þið yrðuð að sjá á bak tveimur kommúnistum held- ur en tveim vinstrimönnum! Sveinn Hannesson frá Elivogum kom helsjúkur heim til sín úr ferð til Reykja- Why not visii ICELAND nów? ALL-WAYS Travel Bureau Ltd., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Manitoba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-2535 víkur og orti við konu sína eftirfarandi vísu, og er hún talin vera hans síðasta stef: Langa vegi haldið hef hindrun slegið frá mér. Til þín dregizt torveld skref til að deyja hjá þér. IT'S HERE! YWCA FALL SCHEDULE With complete program information about: • Adult Education Groups • Clubs • Creative Arts & Crafts • Keep Fit Classes • Lcadership Training • Swimming Adults . . . Teens . . . Juniors To receive your copy of the new fall schedule, call the YWCA Registror. Y W C A 447 Webb Place WH 2-2407 (Just 1 block north of the Boy) Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years-D subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla NAME ..................................... ADDRESS .................................. Hvað er á þessum bakka? Aðeins áfengir drykkir? En ef gesti þínum skyldi hætt við ofdrykkjur5 Eða yrði ef til vill áfengissjúklingur? Leiddu hann ekki í freistni hafðu þá einnig óáfenga drykki til boða MANITOBA COMMITTEE ON ALCOHOL EDUCATION 116 EDMONTON STREET WINNIPEG 1, MANITOBA

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.