Lögberg-Heimskringla - 19.09.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.09.1963, Blaðsíða 1
Högbera - J)etmskrmgla Stofnað 14. ]an.. 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1963 NÚMBER 35 DR. RICHARD BECK: Ættjörðin og fósturlandið (Ávarp flutt á íslendingadeginum í Blaine, Washington, 28. júlí, 1963) Hér, þar sem tilkomumikil fjallasýnin og víðsýnið á haf út taka höndum saman um að mynda óvenjulega svipmikið umhverfi, hér er tilvalinn staður fyrir Islendingadag. Þess vegna er mér það sérstakt ánægjuefni að geta einu sinni enn tekið þátt í þessu árlega hátíðarhaldi ykkar landa minna á þessum slóðum, þar sem við komum saman til þess að endurnýja gömul kynni, minnast sameiginlega uppruna, ættlandsins fagra á norðurvegum og dýr- mætra menningarerfða. Aftur er það einnig hið góða hlutskifti mitt að flytja ykkur innilegar kveðjur Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi og núverandi forseta þess, séra Philips M. Péturssonar, ennfremur þakkir félagsins fyrir ágæta þjóðæknisstarfsemi ykkar með þessu hátíðarhaldi, og hugheilar blessunaróskir. Ykkur öll í hópi samkomugesta hér í dag, sem nýkomin eruð úr ferð til ættjarðarstranda, býð eg velkomin heiman-heim. Eiga þeir, sem hlut áttu að þeirri sögulegu ferð, miklar þakkir skilið fyrir það framtak sitt. Af blaðafréttum, frásögnum ykkar og ekki sízt af eigin reynd mörgum sinnum, veit eg vel, hversu hjartahlýjum, höfðinglegum og íiramúrskarandi ámægjulegum viðtökum þið hafið átt að fagna í heimferðinni. Heiður og þökk >é þeim öllum, sem með þeim hætti stuðla drengilega að viðhaldi brúar ættar- og menningartengsla milli íslendinga yfir hið breiða haf. Eg veit ennfremur, að þið hin mörgu, sem heim um hat fóruð á þessu sumri, hafið borið því ágætt vitni, hve vel hinn íslenzki ættstofn og íslenzkur manndómur þróast vestan hafsins, og jafnframt verið lifandi sönnun þess, að íslenzk tunga lifir enn á vörum fjölda fólks þeim megin hafsins, er fjarri því að vera í dauðateygjunum, og því ótímabært að hefja upp útfararsöng hennar. Hitt er mannsæmara að taka sem fastast höndum saman um framhaldandi varðveizlu íslenzkrar tungu og ávöxtum annars hins dýrmætasta í íslenzkum menningararfi í Vestur- heimi. “Höldum vörð um Helgilundinn”, sagði Davíð Stefánsson í snjöllum Háskólaljóðum sínum. Þau orð hins árvaka skálds megum við vel á minni leggja. . Heimför ykkar, sem til íslands fóruð í sumar, og nærvera ykkar hér, hafa lagt mér upp í hendurnar efni þessa ávarps míns: “Ættjörðin og fósturlandið”. óþarft er að fjölyrða um það, að við íslendingar í Vestur- heimi eigum vitanlega landinu, sem við búum í, einu saman þegnskuld að gjalda, hvort sem það er Canada eða Bandaríkin. Hitt ætti að vera jafn augljóst, að við eigum ættjörðinni bæði ætternislega og menningarlega skuld að gjalda. Þar liggja rætur okkar djúpt í mold. Það veit eg, að ykkur, sem heim til Islands fóruð í fyrsta sinni, hefir orðið ljósara heldur en áður. Þið hafið áreiðanlega fundið sterkar til skylduleikans við land og þjóð. Eg er þess fullviss, að náin tengslin við ættarmoldina hafa orkað sérstaklega djúpt á huga ykkar, þegar þið komuð á fæð- ingarstað ykkar eða á feðra- og mæðraslóðir, hvar sem það var á landinu. Á slíkum stundum verða hinar alkunnu ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar bæði lifandi veruleiki og eggjandi til dáða: Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð. Satt að segja erum við Vestur-lslendingar í rauninni meiri gæfunnar börn, en við gerum okkur stundum fulla grein fyrir, í þeim skilningi, að við erum hluthafar í nútíðurmenningu og menningararfi tveggja landa, ættjarðar-nnar og fósturlandsins hvort sem við búum Canada megin eða P.andarfkja megin landa- mæranna. Á þetta benti Gúttormur J. Guttormsson fagurlega og kröftuglega i kvæði sínu “Landa milli”, sem hann flutti á fslend- ingadegi að Hnausum í Nýja fslandi fyrir mörgum árum síðan: Það er seimur, sem er hnoss svona í geimi þöndum, blessað heima-athvarf oss eiga í tveimur löndum. Awarded a Fellowship The Parliament of Iceland passed an act in 1942 autþori::- ing the Department of Educ,a- tion to offer a fellowship to a student of Icelandic extrac- tion in Canada or the United States, who would wish to take a postgraduate course in Icelandic at the University of Iceland. Miss Elin Josephson The Icelandic National Lea- gue was requested to an- nounce this fellowship annually and to recommend a qualified candidate. It is re- grettable that up till now only few students have taken ad- vantage of this generous offer, which now amounts to 24,- 500.00 Icel. kronur annually (See L-H May 2, 1963). We are happy to announce that this fellowship has now been awarded to Miss Elin Josephson. She is an excellent student, won an Isbister schol- arship when she graduated from high school in Glenboro; the Gudrun Norman scholar- ship on finishing her second year in the Manitoba Univer- sity; the Canada Iceland Foundation scholarship in 1962 and again in 1963 when she she was graduated with a Bachelor of Arts degree from the University of Manitoba. Throughout her course at the University, she studied Ice- landic with Prof. Haraldur Bessason, head of the Ice- landic Department. The Iceland Canada Foun- dation sponsored a luncheon at Charterhouse on Saturday, Sept. 14th to honour Elin for her scholastic achievements and to give her a pleasant “send-off”. Guests included her parents Mr. and Mrs. Arni Josephson, her uncle, Dr. Try- ggvi J. Oleson and Mrs. Ole- Hann heldur áfram, og hvort sem við erum Canada íslend- ingar eða Bandaríkja íslendingar, getum við tekið heilum huga undir þessi orð hans: Okkur gæðum miðla mild, mörgum þræði í sögur, líkt og mæður, löndin skyld, lofsverð, bæði fögur. Oss í villum aldrei sást yfir snilli beggja. Skal því hylli, skyldi og ást skipt á milli tveggja. Hér er okkar þjóðræknislega trúarjátning túlkuð réttilega og eftirminnilega, og sú túlkun skáldsins innibindur bæði hina sjálfsögðu þegnskyldu við landið, sem við búum í, og ræktar- og þakkarskuldina við ættjörðina. Áður hafði Guttirmur í kvæðinu “Islendingafljót” túlkað á snilldarlegan og skáldlegan hátt samband Islendinga austan hafs og vestan. bjarkirnar sitt hvorum megin við fljótið eru honum tááknmynd þess bróðurlega handtaks, sem hann og aðrir þjóð- ræknir menn vestan hafs og austan vilja, að Ibrúi hafið milli þjóð- arbrotsins vestan hafs og stofnþjóðarinnar heima fyrir. í kvæðis- lok ber skáldið fram þessa faguryrtu ósk: Bakka sína bjarkir þessaa prýði, bol þeirra enginn telgi í nýja smíði, enginn særi rót né raski grunni, renni að þeim vatn úr lífsins brunni. Andi þeirra ilmi loftið blandi, áfram renni fljót, en bakkar standi, sterkar greinar haldist fast í hendur, handabandi saman tengi strendur. Höldum áfram að láta þá ósk skáldsins rætast í verki á sem fegurstan og varanlegastan hátt, með sameiginlegu handtaki okkar Islendinga yfir hafið! Með þeirri viðleitni vöxum við að manndómi, og hún er öllum hlutaðeigendum til gagns og góðs. Heilum huga biðjum við ættjörðinni og fósturlandinu ríkulegrar blessunar. son and some of her fellow students. Judge W. J. Lindal, president of Iceland Canada Foundation and other mem- bers of that organization con- gratulated Elin and wished her well, as did Dr. J. M. Robinson, t h e University Awards Officer'. On behalf of the Foundation, the treasurer, Mr. Aleck Thorarinson gave Elin an envelope containing a bursary to be used to defray her travelling expenses.. Elin thanked all concerned very warmly for the honour and goodwill thus shown her. Rognvaldur Sigurjonsson Honored Mr. Sigurjonsson did not arrive in Winnipeg till late Sunday night, both the air planes he travelled on—Loft- leidir and TCA being late, due to engine trouble. He therefore missed some social affairs on his schedule. On Monday he paid a courtesy call on Mayor Juba at the City Hall and the Mayor presented him with an Honorary Citizenship Scroll in honour of his visit. Following the recital, on Wednesday evening, the Con- sul of Iceland and Mrs. G. L. Johannson entertained at a coffee party. Mr. and Mrs. O. G. Bjornson entertained in his honour, Mr. Bjomson be- ing an uncle of the visitor. Mr. and Mrs. H. F. Danielson also arranged an affair in the pianist’s honour. On Thursday (today) the executive committee of the Icelandic National League tendered Mr. Sigurjonsson a luncheon at Rae & Jerry’s prior to his departure. Mr. Sigurjonsson will ap- pear as a guest in the series, “Recital in Miniature” to be aired S u n d a y, September 22nd 12:30 to 1:00 over CBW radio. Consul G. L. Johannson was chairman of the committee in charge of arrangements for the artist. Attention! Residenls of Vancouver and Viciniiy Rognvaldur Sigurjonsson’s Recital will be held in the newest and best concert hall in Vancouver, the Queen Eli- zabeth Playhouse on Monday, Sept. 23rd, 1963. Tickets $2.50 —on sale now — Vancouver Ticket Centre, in Q.E. Theatre and Eaton’s Ticket Centres, Phone 683-3255. Do noi miss ihis ouisianding m u s i c a 1 evenil

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.