Lögberg-Heimskringla - 03.09.1964, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 03.09.1964, Side 1
Siofnað 14. jan., 1888 Hetmskringla Slofnuð 9. sept., 1886 78. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1964 NÚMER 34 Elisabet Sigríður Ottósdóttir íslenzkur kennari í Nigeria Þetta var í áttunda sinn, sem að Islendingar söfnuðust saman til þess að fagna komu Miss Iceland til Long Beach, í þetta skifti í Veteran’s Club House á 28. stræti stuttan spöl frá Signal Hill sem að mun vafalaust vera sagnríkur Elisabet Sigríður Ottósdóttir staður, en þar á næstu grös- um eru hinar frægu olíulindir Long Beach, en pumpur vinna þar nótt sem dag við að draga ölíu úr iðrum jarðar. Þá var gengið inn í hinn glæsta sal með röðum af dekkuðum borðum. Mrs. Olive Swanson sat þar með hina gullfögru Miss Iceland við hlið sér. Fljótt barst í tal um ættir hennar; faðir henn- ar er Ottó Jónsson bruna- vörður frá Akureyri en móðir hennar er dóttir Kristinns Arndal frá Hafnarfirði. Faðir hans Finnbogi Jóhannsson Arndal skáld og rithöfundur er sunnlenskur að ætt þrátt fyrir Arndals nafnið. 1 10 ár var hann lögregluþjónn í Hafn- arfirði og í nær 20 ár var hann fulltrúi Magnúsar Jóns- sonar sýslumanns og bæjar- fógeta í firðinum. Elisabet á því til góðs fólks að sækja, hið margbrotna, sem að prýð- ir fas hennar og framkomu. Guðrún Bjarnadóttir, sem vann International Beauty Queen titilinn í fyrra, leysti allar skyldur sínar vel af hendi í sambandi við afsölun kórónunnar. Hún var spurð um, hvað hún hafi gjört við 10 þúsund dalinna sem hún fékk í verðlaun. Hún svaraði: — þeir eru á bezta stað sem að ég veit um — bankanum. Pétur Ronson flutti ræðu bæði á ensku sem íslenzku og einnig Páll Júlíusson. Olive Swanson afhenti Elisabet fagran „Oscar“ frá íslendingum og talaði um daginn og veginn í sambandi við fegurðarsamkeppnina nú og á liðnum árum. Elisabet þakkaði fyrir sig á ensku sem íslenzku og sagði að síðan hún var barn hafi sig langað til Ameríku og nú væri sá draumur kominn fram. Frá Islandi var frú Þuríður Helgadóttir. Hún er ekkja Sigurðar Jónssonar fyrrum skólastjóra á Seltjarnarnesi; hér er hún í margra mánuði hjá dóttur sinni og tengda- syni Þorbirni Karlssyni verk- fræðingi í Los Angeles, og eiga þau 3 dætur. Frá íslandi voru Borghildur Jónsdóttir og Guðrún Pétursdóttir. Frá Selkirk, Manitoba var Clara Johnson með dóttur sinni Eleanor Novak, hér bú- settri, o.m.fl. Klara og Kjartan Karlsson dvelja nú á íslandi. Þá er ný- komin úr Danmörku- og ís- landsför Axel Axelsson; móð- urbróðir hans er Kristján O. Björnsson læknir í Aalborg, sem að hefur verið útvörð- ur íslands í Danaveldi í nær Forsætisráðherra íslands dr. Bjarni Benediktsson og fjöl- skyldu var haldið veglegt samkvæmi af Islendingum í Edmonton í Scandinavian Ceiitre að kvöldi þess 7. ágúst. Walter Maxson frá Innisfail keyrði upp eftir, og með hon- um fóru Myrtle, Einar og Bill Stephenson og ég, öll frá Red Deer og fengum því að njóta þessa skemmtilega kvölds. Laust fyrir hádegi á laugar- dag 8. ágúst, óku 5—6 bílar af fólki frá Edmonton til Capri Motorhotel, Red Deer, með forsætisráðherra Benedikts- I son og fjölskyldu hans. En bæjarráð og Chamber of Com- merce Red Deer borgar buðu heiðursgestum og fleirum til hádegisverðar. Sökum veik- inda gat bæjarstjóri Newman ei verið viðstaddur, en Deputy Mayor Barrett tók hans pláss. 1 hinum fagra borðsal var há- borð, sem var sett fyrir 25, þar á meðal voru bæjarráðs- menn og frú, Mrs. Taylor þessi eina kona sem situr í bæjarráði, Consul Grettir Johannson og frú Lalah frá Winnipeg, og ýmsir fleiri. Undir borðum voru skemmti- legar samræður á milli dr. Bjarna og bæjarráðsmanna, og fýsti þá að fræðast um ís- land. Kynnti þá Barrett dr. Bjarna og flutti hann erindi sitt sem var bæði fróðlegt og 60 ár. Axel dvaldi í 3 vikur á íslandi og naut þess að von- um vel. Framúrskarandi góður mat- ur var borin fram og Ame- ríku fólk skemmti með söng, „The Best of Broadway“. Margir úrvals íslenzkir söngv- ar voru sungnir. En um 7—8 um kvöldið fór fólk að hugsa til heimferðar eftir mjög á- nægjuríkan dag. Hér var nýlega á ferð frú Guðlaug Narfadóttir frá Bala í Hafnarfirði, én hér var hún í nokkrar vikur hjá syni sín- um Ólafi Backman raffræð- ingi. Guðlaug er móðir 6 sona og einnar dóttur. En þrátt fyrir það hefir hún unnið mikið að velferðarmál- um Islands t.d. er hún í stjórn í Áfengisráði Ríkisins og formaður Áfenginsvarna- nefndar frá byrjun. Guðlaug er mjög vel pennafær og hefir oft flutt fyrirlestra um áhugamál sín. Frú Guðlaug er mjög heilsteypt kona í sjón sem reynd. Þökk fyrir komuna Guðlaug. Skúli G. Bjarnason. skemmtilegt og mun það vera minnisstætt þeim sem á hlýddu. Einar Stephenson þakkaði ræðumanni og Red Deer borg gestrisnina. Að máltíðinni lokinni var haldið á stað til MarRerville, og var ekið rakleiðis út til gamla Stephanson heimilis- ins. Þar beið hópur af fólki komu gestanna. Skoðuðu gest- irnir gamla bæinn og um- hverfið og skrifuðu nafn sitt 1 gestabókina. Sömuleiðis fóru þau á meðal fólks til að kynnast sem flestum. Var svo haldið á stað fram hjá Hóla- skóla, yfir ána Huld og eins og faðir minn mælti, „Stutt er yfir í garðinn.“ Var stað- næmst í ættar grafreitnum og lagði ráðherrann blómsveig á vörðuna, sem er við legstað föður míns. Sveigurinn var listaverk, íslenzki fáninn gerður úr blómum og var það gjört af blómahúsi í Red Deer. Var það áhrifa mikill viðburður. Eftir þá athöfn var haldið enn á stað, og staðnæmst við vörðuna nálægt Markerville, sem „Historical Sites and Monuments of Can.“ lét reisa 1950. Var hún skoðuð og svo haldið áfram til þorpsins. Næst var farið í gamla sam- komuhúsið Fensala og þar biðu ísl. Kvennfélags konurn- Framhald á bl*. 3 Mr. Olafur Allan Olson sem hefir verið skólastjóri í Neepawa Collegiate síðastlið- inn þrjú ár og þar áður við Lynn Lake og St. James Col- legiate hefir nú tekið að sér kennaraembætti við mið- skóla í Kaduna, Nigeria í Afríku. Kona hans, Phyllis og börn þeirra, Jóna Eliza- beth fjöggra ára og David Allan tveggja ára fara með honum og lagði fjölskyldan á stað á föstudaginn til Mont- real og þaðan flugu þau 1. sept. til Nigeria. Þessir skólar eru kostaðir af Commonwealth Aid Plan og stjórninni í Nigeria. Þrjá- tíu og átta kennarar frá Manitoba sóttu um stöður í Nigeria en aðeins sex voru valdir. Síðan Mr. Olson var tilkynnt í vor að hann væri ráðinn þar til tveggja ára, hafa þau hjónin verið önn- um kafin að afla sér upplýs- inga um landið og þjóðina og búa sig undir þetta ævintýri. Tala íbúa landsins er 45 milljónir og meðal þeirra eru 450 manns frá Canada, og fær hver fjölskylda tvo þjóna. Nigeria var eitt af hinum mörgu Afríku löndum, í brezka veldinu sem nýlega öðlaðist sjálfstæði. Landið er staðsett á vesturströndinni í hitabeltinu. Regnfall er því mikið, sumstaðar um 9 fet ár- lega, en Mr. Olson var svo lánsamur að vera ráðinn til Kaduna, sem er hálendi og hitinn þar ekki eins mikill og annars staðar í landinu. í skóla hans eru 230 nem- endur og helmingur þeirra Mohammed trúar. Skólastjór- inn er innlendur, en kennara- liðið frá ýmsum þjóðum: þrír frá Canada; þrír frá Banda- ríkjunum (Peace Corps) og svo brezkir og innlendir kennarar. Skólaárinu er hag- að samkvæmt veðráttunni; skólinn ekki rekinn þegar heitast er og fara þá kennar- arnir oftast í lystitúr til Evrópu. Væntum við þess að blaðið fái frekari fréttir síðar meir af Olson fjölskyldunni. For- eldrar Mr. Olsons skólastjóra, búsett hér í borg, eru Ólafur H. Olson sonur Arnljótar Olson, er gaf íslenzku deild- inni við Manitoba háskólann sitt mikla og góða bókasafn, og kona hans, Elínborg dóttir Sigurðar Baldwinssonar, er oft skrifaði greinar fyrir ís- lenzku vikublöðin. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Elna íslenxka vikublaðlð í NorSur Ameríku StyrklS það, KaupiS það Leslð það Frá Markerville og Red Deer

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.