Lögberg-Heimskringla - 03.09.1964, Side 7

Lögberg-Heimskringla - 03.09.1964, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1964 7 Geðveiki er fyrsf og fremsf erfða- og efnasjúkdómur — segir dr. Jón Löve eflir liðlega árslangar rannsóknir hér — hann lelur ivö mismunandi gen valdi siúkdómnum en ekki umhverfið. Nú eftir helgina mun merk- ur, íslenzkur vísindamaður, dr. Jón Löve, prófessor við Kaliforníuháskóla, halda til Bandaríkjanna ásamt fjöl- skyldu sinni, en dr. Jón hef- ur dvalið hér í liðlega ár og unnið að rannsóknum á geð- veiki. Til rannsókna þessara hlaut Kaliforníuháskóli einn- ar milljón kr. styrk á ári í tvö ár frá National Institute of Health í Washington, en dr. Jón hefur síðan unnið að þess- um rannsóknum á vegum skólans, og mun halda áfram að vinna úr þeim gögnum, sem hann aflaði sér hér, er vestur um haf kemur. Dr. Jón hefur komizt að þeirri niðurstöðu eftir rann- sóknirnar hér, að geðveiki sé fyrst og fremst erfða- og efnasjúkdómur, en ekki skap- aður af umhverfinu, eins og áður hefur verið talið. Telur dr. Jón að tvö ólík gen valdi sjúkdómnum, þ.e.a.s. að bæði séu þau hættulaus sitt í hvoru lagi, en séu bæði til staðar í sama einstaklingnum, valdi þau geðveiki. Fréttamaður Mbl. gekk á fund dr. Jóns í síðustu viku og ræddi við hann um rannsóknir hans hér og niðurstöður, og fer spjallið hér á eftir. Eins og fyrr getur er dr. Jón prófessor í læknisfræði við Kaliforníuháskóla. Hann lauk doktorsprófi í erfðafræði frá sama skóla 1947, en settist síðan í læknadeild skólans í San Francisco, og lauk em- bættisprófi í læknisfræði 1952. Eftir það lagði hann stund á barnalækningar sem sérgrein. — Ég kom hingað fyrst og fremst sökum þess, hve að- staða til þessara rannsókna er óvenjulega góð hérlendis, segir dr. Jón. — Styrkurinn frá National Institute of Health var veittur Kaliforníu- háskóla til eins árs, en síðan sótti ég um framlengingu og fékk styrkveitingu í eitt ár til viðbótar, þannig að styrkur- inn gildir til 1. júní 1965. Verkinu hér er nú lokið, en þegar vestur kemur mun ég vinna frekar úr þeim gögn- um, sem ég hefi aflað mér hér, og ennfremur safna meira efni þar. — Bandaríkjamenn eru yfir- leitt mjög undrandi á því hve miklar upplýsingar hér er hægt að fá. Hér má rekja ættir langt aftur í tímann og með þeim ýmsa sjúkdóma, eins og geðveiki. Það má oft fá allnákvæmar upplýsingar um geðveikt fólk fyrr á ár- um, þótt lítið kunni að vera sagt um aðra sjúkdóma í heimildum. Umhverfi virðist litlu máli skipta — Starf mitt hér hefur einkum verið tvíþætt. 1 fyrsta lagi er þess að geta að geð- veiki virðist vera erfðasjúk- dómur. Um þetta er að sjálf- sögðu deilt, og til þessa hefur það verið álit manna, að það væri umhverfið, sem ylli geð- veiki. — Ég hefi tekið fyrir til at- hugunar vissa hópa hérlendis, og beint athygli minni að börnum, sem uppalin hafa verið í fóstri. Ég hefi síðan borið saman áhættuna á geð- veiki með ættingjum geð- veikra, sem alast upp í slíku fóstri. Við þessar athuganir hefur það komið ákveðið fram, að hættan á geðveiki virðist ekkert fara eftir því hvar viðkomandi einstakling- ur hefur alizt upp. Hættan á geðveiki með nánum ættingj- um geðveilra er allmikil, og hún virðist með öllu óbreytt enda þótt þeir kunni að alast upp annars staðar. — Þetta kemur nákvæm- lega heim við niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið í Þýzkalandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og víðar. Rannsóknir í þessum löndum hafa einkum beinzt að tví- burum. Allt sem fram hefur komið af þessum rannsókn- um bendir mjög til þess, að erfðir hafi mikið með geð- veiki að gera, og niðurstöður rannsókna minna hérlendis renna mjög eindregið stoðum undir það. Tveir eiginleikar — tvö gen — Nú, næsta spurning hlýt- ur að verða sú, hvernig geð- veiki erfist. Um þetta atriði hafa verið nokkuð margar kenningar, en engar þeirra hafa gjörsamlega samrýmzt niðurstöðum rannsókna. Mín- ar rannsóknir hér beindust fyrst og fremst að þessu atriði. — Ég kom hingað með á- kveðna kenningu, en hún er raunverulega kennd við Sví- ann Böök. Hún byggist á því, að geðveiki stafi af afbrigð- um á ríkjandi erfðum, sem eitt gen ylli. Ég komst fljót- lega að þeirri niðurstöðu að þetta gæti ekki verið svo, heldur væru það tvö aðskilin gen, sem þyrftu að mætast í sama einstaklingi til þess að valda sjúkdómnum. — Kenning mín gerir því ráð fyrir að hér sé um tvo eiginleika að ræða, sem hvor- ugur út af fyrir sig telst geð- veiki. Annar eiginleikanna, sem er ríkjandi, virðist hafa áhrif á hugsunarhátt manna. Hinn virðist e.t.v. hafa áhrif á tilfinningar, valda spennu o.s.frv. En þegar þessum tveimur eiginleikum lýstur saman í einstaklingnum, þol- ir líkaminn það ekki, og út- koman verður geðveiki. Þessi kenning kemur heim við allt, sem vitað er um þessi efni. Dr. Jón dregur nú fram kort, sem hann hefur gert um athuganir sínar á sex ættlið- um íslenzkrar fjölskyldu, af- komendum systkina geðveikr- ar konu, sem fædd var 1735. Sjötti ættliðurinn lifir hér í dag. 1 fjölskyldu þessari kemur fram geðveiki í á- kveðnum liðum, í öðrum lið- um hverfur hún. — Ég hefi einkum fylgzt með tveiipur fjölskyldum hér, segir dr. Jón síðan, — en ég er að vinna að athugunum á fleiri. Geðveiki virðist koma fram í annari hverri grein fjölskyldanna, og þetta virð- ist fylgja einhverjum ákveðn- um reglum. Það er raunar mjög merkilegt, að hægt skuli vera að vinna hér að þessum rannsóknum á þennan hátt. Það hefur t.d. komið sér mjög vel fyrir mig að hér eru prentaðar ættaskrár. Ég hefi stuðst við það grundvallar- starf, sem ættfræðingarnir hér hafa unnið. Breytingar á meðferð geðveikra Við spyrjum dr. Jón að því hvaða áhrif það muni hafa á meðferð geðveikisjúklinga, sé hér um erfðasjúkdóm að ræða. — Fólk hefur til þessa talið, að auðveldara væri að lækna geðveiki eða fyrirbyggja hana, ef það væri umhverfið sem ylli henni. Samt er ekki hægt að segja, að aðferðir, sem gert hafa ráð fyrir umhverf- inu sem bölvaldinu, hafi fengið miklu áorkað. Hins vegar teljum við nú, að sjúk- dómurinn sé erfðasjúkdómur, og þá um leið efnasjúkdóm- ur. Ef þessu næst er hægt að ákvarða hvaða efni eiga hér hlut að máli, þá standa mikl- ar vonir til þess, að árangur í geðlækningum verði meiri í framtíðinni. Ef hér er um efnasjúkdóm að ræða er ekki ólíklegt að svo fari með auk- inni þekkingu, að hægt verði að koma í veg fyrir þær efna- breytingar, sem valda sjúk- dómnum. — Um þessar mundir er verið að vinna talsvert að rannsóknum á efnabreyting- um, því margir læknar eru sannfærðir um að það séu þær, sem valdi sjúkdómnum. Ef hægt er að ákvarða á hvern hátt sjúkdómurinn erfist, þá gefur það meiri hugmynd um að hverju skuli leita. Ef tvö mismunandi gen standa í sambandi við þetta, er mjög sennilegt að tvær efnabreytingar séu raskaðar. íslendingar ætiu að leggja meira til málanna Við innum dr. Jón eftir áliti hans á meðferð geð- veikra á íslandi og ástandinu í þeim málum yfirleitt. — Mér skilst að aðferðir, sem hér eru notaðar, séu mjög svipaðar, sem notaðar eru í Bandaríkjunum. Ein að- al aðferðin byggist í lyfjum og þau eru notuð hér geysi mikið. — Mér finnst sjálfum, að ís- lenzkir læknar gætu lagt meira til málanna, ef þeir byggðu meira á því efni, sem hér er fyrir hendi, í stað þess að reiða sig á aðferðir, sem fluttar eru inn annars staðar frá, og byggðar eru á rann- sóknum og niðurstöðum, sem unnar eru út takmörkuðum upplýsingum. Einmitt á þessu sviði hafa íslendingar sér- stöðu; hér gætu íslendingar kennt mönnum eitthvað. Önnur lönd hafa ekki þessa fullkomnu ættfræði að styðj- ast við. — Eitt vil ég nefna, sem ég hefi áhuga á að rannsaka, en veit ekki hvort ég fæ tæki- færi til að fylgjast með. Það lítur svo út fyrir hér, að það ríkjandi gen, sem ég tel að valdi mestu um geðveiki og hefur áhrif á hugsun manna, kunni einmitt eitt sér að valda sérstökum gáfum og hæfileikum. Það er svo al- gengt hér að í ættum geð- veikra, oft með nánum ætt- ingjum þeirra, er framúrskar- andi gáfna og hæfileikafólk. Og þetta virðist hreinlega ekki vera tilviljun. Hér held ég að væri rannsóknarefni fyrir íslenzka lækna; hér gætu þeir lagt eitthvað til málanna. Þetta var atriði, sem mér kom á óvart, því yfirleitt er talið meðal lækna í Bandaríkjun- um að geðveiki komi fram hjá fólki af lægri stéttum. En þetta stafar vafalaust af því að sjúklingurinn sjálfur hef- ur færzt niður í lægri stéttir áður en hann kom í sjúkra- húsið og þá einmitt vegna sjúkdóms síns. Hér virðist myndin allt önnur og einmitt meðal ættingja geðveikra er oft mikið um hæfileikafólk. Loks spyrjum við dr. Jón hvernig honum og fjölskyldu hans hafi líkað dvölin á ís- landi. — Við höfum öll kunnað vel við okkur hér. Börnin hafa lært mikið í íslenzku, og voru hér í skóla í vetur. Þau hafa eighazt hér marga kunningja. Konan mín hefur einnig lært furðu mikið í málinu. Við erum sem sagt mjög ánægð, nema hvað krökkunum þótti snjórinn helzt til lítill hér í vetur. Við höfðum búizt við meiru. Dr. Jón Löve og fjölskylda hans halda vestur um haf á þriðjudag. Mgbl. 26. júlí. Hon. Errick F. Willis Framhald frá bls. 5. equally balanced in output between agriculture and manufacturing, with its 400- mile stretch of sea coastline on the Hudson’s Bay which qualifies us as a Maritime Province. With Manitoba you are well acquainted. Nor need I mention but briefly the Province of Saskatchewan which produces nearly two-thirds of the total wheat crop of Canada, and contains over one-third of our country’s total occupied agricultural land. Nor shall I dilate upon the great Province of Alberta with its tremendous pro- duction of oil and gas, its pipelines running to Superior, Wisconsin, and the State of Washington. Nor need I mention its great beauty, for Banff and Lake LouiSe are known to all who travel. Nor have I time to talk about the great Province of British Columbia, which is our closest approach to Cali- fornia, being mild in climate and is a Province where they can play golf every day of the year. It is also rich in natural beauty with mighty timber and mightier mountains. For today I desire to speak to you about Canada as a nation composed of all these provinces and having before it a future of which we can speak with some confidence. The geographical location of Canada is one for which we should be thankful, for our country is surrounded by three wide oceans with a friendly peace-loving nation to the south of us. Canada and the United States continue to be an example to all the nations of the world in that we have lived together in peace and harmony along an unguarded border for one hundred and fifty years. It is true that there were slight differences of opinion around the year 1812, but clever historians on both sides of the line have done a perfect job in public relationships, for we find on reading Canadian history books that Canada won all the battles of that period and, equally efficient, we find that in American history books they won all the battles in the same war. This has made both nations happy and entirely contented with the past and with the present. Continued. Það er þungur kross á Páli. Þeim gaf sem þurfti. Það, sem verður að vera, viljugur skal hver bera. Það skipast margt á skemri tíma.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.