Lögberg-Heimskringla - 26.11.1964, Page 2

Lögberg-Heimskringla - 26.11.1964, Page 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1964 President John F. Kennedy (On hearing ihe news of his assassinalion) No need to eat — nought soothes our empty pain; No need to drink — for wine and water sour; No need so speak — all words fall barren, vain; No need to work — this freedom’s bleakest hour. Now we must turn from self and selfishness; Turn from this world to show our face to God; And trade, for folly, simple sobemess, As proof that man with nobler wings is shod. For he who bled, has called us to a cause, And named a freedom wider than we know, Where man himself rules wiser than the laws, And riches hand in hand with virtue grow. For this, poor mankind’s need, come weep Iike He, Who felt our weakness at Gethsemane PAUL A. SIGURDSON, Morden, Maniioba. Vladimír Sólókhín: Þrekraun Myrkfælnin á sennilega rætur að rekja til þess tíma, er forfeður okkar húktu kring- um elda í hellum sínum og villidýrin lágu í leyni úti fyr- ir, viðbúin að hremma hvern aula, sem ranglaði frá félög- um sínum. Þá var nóttin ægi- leg og maðurinn varnarlaus í myrkrinu. Frumstæðar kenndir, sem þegnar eru arfi aftan úr grárri forneskju, koma berast fram hjá börnum. Þetta á ekki hvað sízt við um myrkfælnina. Þú ferð til dæmis inn í dimmt herbergi, og þér finnst eitthvað koma við bakið á þér. Sé svo í raun og veru, að ein- hver snerti þig, þegar svo stendur á, þá er eins líklegt, að þú verðir örvita af skelf- ingu. Einkum er það ógn- þrungið augnablik, þegar þú fálmar eftir hurðarhúninum í myrkrinu og ert í þann veg- inn að sleppa út. Eigir þú aftur á móti leið gegnum skóg um það bil, er myrkrið er að færast yfir, get- ur þér sýnzt hver trjágrein líkjast birni eða úlfi eða draugi. 1 daufri tunglskins- glætu getur undinn trjábolur h'kzt sitjandi manni. Það er alls staðar grunnt á hjátrúnni. Bömin eru ekki ein um það. Ég man það frá æsku minni, að auðvelt var að gera stóra stráka dauðhrædda. Einu sinni steypti elzta systir mín yfir sig laki, kveikti á þremur kertum og settist snöktandi á Ieiði í kirkjugarði, sem hún vissi, að piltarnir áttu leið um. Sumir þeirra hlupu heim í slíku ofboði, að þeir köstuðu sér inn um glugg- ana í stað þess að fara inn um dymar. Faðir minn var svo hæg- látur og aðgætinn, að það nálgaðist löst. Hann sagði við mig: „Ef þú sérð einhvern tíma eitthvað, sem skýtur þér skelk í bringu, þá skaltu ganga rak- leitt að því, og þú munt kom- ast að raun, að þetta er tré eða runni eða eitthvað við- líka meinlaust. Gerir þú þetta, og gerir þú það ekki einu sinni, heldur tvisvar, þá mun þér aukast kjarkur, svo að þú verður aldrei hræddur." Ég leitaðist við að fara að ráðum föður míns. Þetta heppnaðist ágætlega tvisvar eða þrisvar sinnum, og það orð komst á mig meðal jafn- aldra minna, að ég væri sér- lega hugaður. Einu sinni sýndi ég kjark minn með því að fara upp í klukknaport kirkjunn- ar eftir dagsetu. Stiginn var þá traustur, og það var engin hætta á, að rim bilaði, svo ég fótbryti mig. Yfirleitt var mér ekki búin nein hætta af slíku tagi. Ég verð að játa, að ég var samt hræddur fyrst í stað. Verst var, þegar ég heyrði einhvert þrusk fyrir ofan mig, nálægt klukkunum. Ég lagði við hlustirnar og uppgötvaði þá, að hinir drengirnir voru að kasta inn snjóboltum til að hræða mig. Þá hvarf mér öll hræðsla — þetta var mér sem leikur. Brátt var ég kominn alla leið upp, og ég sló fáein högg á litlu klukkuna eins og tilskilið hafði verið, að ég gerði. Þá voru enn klukkur í turninum. Mér óx kjarkur við hverja raun. Faðir minn hafði verið mér hollráður, - þegar hann sagði mér að „ganga rakleitt að því“. Stundum gekk ég feti framar. Það kom fyrir, að ég vék af götu minni til þess að forvitnast um það, sem kom mér undarlega fyrir sjónir, og setti jafnvel ekki fyrir mig, þó að ég yrði að ganga hálfan kílómetra að þarflausu. Þessi árátta varð samt til þess, að ég kallaði yfir mig hina mestu skelfingu, sem nokkurn tíma hefur gripið mig. Á seinni árum hefur að sönnu margt fyrir mig borið, og stundum hef ég komizt í bráðan lífsháska, en aldrei hef ég samt verið gagntekinn þvílíkri ógn. Það var þegar Vasilissa gamla, amma mín blessuð, dó. Hún var lögð til í fremsta herberginu hjá dýrlingunum og kveikt þar á kertum og íkónalampa. Það var dimmt og draugalegt þarna inni. All- ir urðu að hafast við í hinu herberginu. Af einhverri ástæðu, sem ég hef gleymt — kannski hef verið að sækja eitthvert leik- fang — fór ég fram í her- bergið, þar sem líkið lá á borði. Ég gekk fram hjá því og forðaðist að líta á það, en gat samt ekki komizt hjá að sjá hvítt lakið, sem breitt var yfir það frá hvirfli til ilja. Og sem ég gaut út undan mér augunum, sá ég krosslagðar hendur ömmu minnar bærast undir lakinu, líkt og hún væri að þreifa fyrir sér. Ég stóð magnþrota, lostinn ósegjanlegri skelfingu. Ég þorði ekki að halda áfram, og þó var enn óttalegra að snúa við. Ég átti einskis annars úr- kosti en fara að ráðum föður míns. Þó fylgdi ég þeim ekki svo nákvæmlega, að ég gengi að líkinu. En ég varð að minnsta kosti að horfa á það án þess að láta tryllast. Ég hleypti í mig kjarki, sem barnshugur minn megnaði, sneri andlitinu að líkinu og horfði. Engin hreyfing var sjáanleg — kyrrð og friður yfir öllu. Nú var mér ofur- auðvelt að ganga að borðinu og sannfæra mig um, að mér hefði missýnzt: Eitt, tvö, þrjú skref. Ég var kominn alveg að borðinu. Hvítt lakið var beint fyrir framan augum á mér í birtu þriggja kertaljósa. Það bungaði talsvert upp á brjósti ömmu minnar — þar voru hendur hennar kross- lagðar. Ég hafði sjálfur séð, þegar stirðnaðir limir hennar voru lagðir í réttar skorður. Hendur hennar gátu ekki hreyfzt. Ég gerði það til þess að prófa sjálfan mig að standa þarna og horfa á líkhjúpinn. En hvað var þetta? Gúllinn á brjósti ömmu minnar hreyfðist ofurhægt og mjak- aðist nær mér. Ég var kominn inn í skæra birtuna í bakherberginu, þeg- ar ég raknaði við mér. Móðir mín, systur mínar og bróðir minn voru að stumra yfir mér. Þau höfðu komið hlaupandi til mín, þegar þau heyrðu angistarópið, sem ég rak upp. Og nú er ekki annað eftir af sögunni en láta þess getið, að þrátt fyrir allt, varð þetta atvik, svo hastarlegt sem það var, til þess að renna enn traustari stoðum undir kenn- ingu föður míns. Ég hefði átt að vera dálítið djarfari. Ef ég hefði lyft lakinu, hefði ég séð, að þetta var guli kettlingur- inn okkar. Hann hafði skriðið undir lakið til þess að kveðja ömmu gömlu í síðasta sinn. Á meðan hún lifði hafði hann oft sofið á brjósti hennar, ein- mitt þar sem siður er að krossleggja hendur látinna manna. J. H. þýddi. Sunnudagsblað Tímans. Var presiur Sögð er þessi saga af Suð- urnesjum: Roskin kona, nokk- uð fljótfær, var á ferð á förn- um vegi á þeim tíma, sem menn enn notuðu fæturna til ferðalaga, mætti ókunnum manni og spurði hann að heiti. „Ég heiti Eiríkur", svaraði maðurinn. „Nú“, spurði sú aldraða, „er það þessi andskotans Eiríkur, sem bakar hráu brauðin í Kefla- vík?“ „Nei“, svaraði maður- inn góðlátlega, „ég er prestur kallaður á Útskálum". „Hefði ég verið herrann" Höskuldur bjó í Hlíð undir Eyjafjöllum, sonur ensks manns, Crumbecks að nafni, er settist að þar eystra. Höskuldur var kirkjuræk- inn mjög. Eitt sinn var það fyrsta sunnudag í föstu, að prestur las, eins og vera bar guðspjallið um freistni djöf- ulsins við Krist og þar með þessi orð: „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig“. Þá gall Höskuldur við, sár- gramur djöflinum fyrir hátta- lag hans: „Hefði ég verið herrann Kristur, þá skyldi ég hafa gefið honum á andskotans kjaftinn”. — Hvernig stendur á því að íbúum þessa bæjar fjölgar ekkert? — Það er ósköpeinfalt mál; í hvert skipti, sem barn fæð- ist hér, stingur ungur maður af. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. HOT IDEAI FOR A CH RISTMAS GIFTB GIVE HIM A WARM CAR TO GET INTO ON CHILLY MORNINGSI HAPPY CAR . . . HAPPY DRIVER tt's almost like glving him a heated garage, when you give him an interior electric car warmer. Just plug it in and, for only a few pennies a night, he'll have a warm, safe- to-drive car waiting for hlm each morning. You can buy one at your nearest service station, new car dealer, auto supply store, department store or shopping centre. You’ll never think of a warmer-hearted giftl INTERIOR ELECTRIC CAR WARMER • Finding something for mother is no problem either. She will love any one of the many other electrical appliances — from hair dryers to clothes dryers — that are available at the Winnipeg Hydro Showrooms. And because electrical appliances come in such a wide variety they make ideal Christmas gifts for everyone. mmoi YDRO SHOWROOMS: 405 Poriage Avenue

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.