Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 23.09.1965, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 23.09.1965, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. SEPtEMBER 1965 Lögberg-Heimskringla Published evety Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Board of Directors' Executive Committee President, Grettir L. Johannson; Vice-President, Grettir Eggertson; Secretary, S. Aleck Thorarinson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessason, Rev. Valdimar J. Eylands. Caroline Gunnarsson, Johann G. Johannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjansson, Rev. Philip M. Petursson. Voncouver: Dr. S. E. Bjornsson. Boulder, Col.: Askell Love. Minncopolis: Valdimar Bjornsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjovik: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindor Steindorsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized os second class mail by the Post Office Department, Ottawo, and for payment of Postage in cash. ÓLAFUR ÞORVALDSSON: Uppgrónir þjóðvegir Vegna tilmæla Birgis ráðuneytisstjóra Thorlacíus hefir fræðimaðurinn, Ólafur Þorvaldsson, sent Lögbergi-Heims- kringlu, af og til ritgerðir sínar, m.a. Manntalið mikla, Kaldar nætur, Krysvíkurkirkja, Spáfuglar og nú þessa, sem mun vekja viðkvæmar endurminningar, ekki sízt hjá eldri V.-íslendingum. — Allar eru riígerðir hans fróðlegar og skemmtilegar, skrifaðar á yndisfagurri íslenzku. — I. J. Eftir því sem nýir vegir hafa víðar kvíslazt um land- ið og stórvötn verið brúuð, hefir öll umferð breytzt að sama skapi. Við þessa miklu breytingu lögðust niður hinir gömlu ‘vegir eða götur, sem meira réttnefni var. Á fyrstu árum hinnar nýju vegagerðar voru þeir í daglegu tali oftast nefndir upphleyptir vegir. Var það til aðgreiningar frá hinum gömlu vegum, sem flestir voru meira eða minna nið- urgrafnir. Þannig voru vegir landsins í þúsund ár. Þessa vegi mynduðu fætur manna og dýra. Með árum og öldum gróf umferðin sig niður í jarðveginn á mislöngum tíma, eftir jarðlagi því, sem umferðin lá um. Hvergi var yfirborð landsins svo sterkt, þar sem alfaraleið var, að ekki léti nokk- uð á sjá, þótt mislangan tíma tæki. Þó voru þá hvorki járnaðar bifreiðar né járnbent kerruhjól, en hestfóturinn var oftast vel jámaður. í hörðustu brunahellur, blá- og grágrýtisklappir, smásurfu hinar pottuðu skeifur með sín- um pottuðu hestskónöglum för og götur á stöku stað, marg- ar hlið við hlið, svo djúpar, að á mörgum stöðum munu enn sjást, eftir margar aldir hér frá. Merki hinnar miklu umferðar má enn sjá um land all.t, þótt mismikil séu, og kemur þar til mismikil umferð, svo og hvert landið er, sem um var farið. — í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi má enn víða sjá með sjó fram móta fyrir hálfgrón- um götum, um tuttugu talsins, þar sem ég hefi flestar talið, liggjandi hlið við hlið, þó með nokkru millibili. — Drjúgan þátt í myndun þessara gatna munu eiga norðanmenn, Dala- menn, Borgfirðingar, Mýramenn og Hnappdælir, sem öldum saman sóttu skreið undir Jökul. Þessar götur grófust lítt niður, þar eð sandur er undir, og svo kom sandur frá sjónum og bar ofan í þær á milli. Þama hefi ég séð flestar götur saman komnar, þótt víða megi sjá þær margar. Nú grær óðum um þessar fornu götur, þar eð nú fer þær enginn lengur. Þar sem jörð var mjög moldarborin, grófust götur fljótt niður, bæði af umferð og vatnsrennsli. Þegar þessar götur voru orðnar svo djúpar, að klyfjar námu við bakka, voru aðrar myndaðar utan við. Menn, sem oft fóru um, voru vanafastir á götur, og hestar, sem reknir voru, ekki síður, og tók því oft nokkurn tíma myndun nýrra gatna. Þar sem mikil umferð lá um grýtt land, munu menn snemma á öldum hafa farið að taka steina úr götu. Til þess benda ruddar götur um ýmis brunahraun. Má í því sam- bandi minnast á göturnar yfir Berserkjahraun á norðan- verðu Snæfellsnesi og Ögmundarhraun milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Þjóðsögur eru til um ruðning beggja þessara hrauna, en verða ekki endursagðar hér. Hitt má fullyrða, að hér er um sýnileg mannaverk að ræða, og þau mjög gömul. Hvort heldur þar hafa verið að verki frjálsir menn eða þrælar fornmanna, þá hefir verið gengið þar vasklega að verki. Þessar götur þurfa mjög lítið viðhald, þar eð víðast hefir verið rutt niður á fastan jarðveg eða á eldri hraun, sem undir eru. — Þessi vegagerð fyrri alda hefir verið einhvers konar þegnskyldu- eða sjálfboðavinna. Árið 1831 var stofnað hið íslenzka fjallvegafélag. Höfuð- tilgangur þess mun hafa verið að ryðja og varða þá aðal- fjallvegi, sem fyrir voru, svo og Íeita nýrra vegastæða, einkum milli landsfjórðunga. Að ryðja vegi var það að kasta steinum úr götu eftir því sem járnkarl og pálar fengu við ráðið. Svo sem sjá má af reikn- ingi fjallvegafélagsins, sem birtur er í Sunnanpóstinum 1835, hefir vinna sú, sem fé- lagið lét framkvæma, verið borguð, og er reikningur þessi, þótt ekki sé margbrot- inn, allfróðlegur og sýnir nokkuð viðskipti manna þess tíma. Síðar kom til sögunnar fjallvegasjóður. Úr þeim sjóði var nokkuð veitt til ruðnings og viðhalds fjallvegum, lánuð til þess verkfæri og fleira. Virðist markmið þessara tveggja stofnana hafa verið sama eða mjög áþekkt. Við ruðning vega dýpkaði gatan við hverja yfirferð, en ruðningur óx að sama skapi beggja vegna. Þannig mynd- uðust hinir niðurgröfnu vegir gamla tímans, og er í beinni mótsetningu við hina upp- hlöðnu vegi nútímans. Þar er því um, hreina byltingu í vegagerð okkar að ræða. — Hve lítil vegabót hefir víðast verið á landinu í tíð hinna gömlu vega, get ég hér til gamans þess, sem maður bú- settur á Austurlandi á þeim tíma sagði: „Einu vegabætur þar eru brennivíriið“. Hvað hann nú meinti, skilja jafnvel einhverjir enn. Framhald í næsia blaði. Fréttir frá íslandi Prestsembættin í landinu 120 talsins Nýlega voru 7 prests- embætti auglýst laus. Af því tilefni spurðist Mbl. fyrir um það hjá biskupsritara, Ingólfi Ástmarssyni, hvort erfiðleik- ar væru á að fá presta í prestaköllin. Hann sagði að þama væri um eðlilegar til- færslur að ræða, þó þættu nú um stundarsakir tveir prest- ar á bezta aldri, sr. Erlendur Sigmundsson og sr. Páll Páls- son, og væri skaði að missa þá úr prestsskap. Aðrir væru að hætta vegna aldurs eða flutn- inga annað. Prestsembættin eru nú 120 á landinu og fer heldur fjölg- andi, en Reykjavíkurprestum hefur fjölgað mjög, enda þörf- in vaxandi fyrir presta. Víða vantar presta, sennilega mest af því að prestssetrin á þeim stöðum eru í slæmu ástandi. Sagði Ingólfur að erfitt væri að segja um hvort ekki fengj- ust þangað prestar ef upp á betri húsakynni væri að bjóða, því talsvert væri til af guðfræðingum, sem ekki stunda prestsskap. Þeir prestar, sem nú eru að hætta fyrir aldurssakir eru sr. Sigurður Lárusson í Stykkis- hólmi, sem er yfir 70 ára, og sr. Guðmundur Benediktsson á Barði, sem sömuleiðis er kominn á enda þjónustutím- ans. Presturinn í Ögurþingi hefur nýlega fengið Stóra Núpsprestakall og flyzt þang- að og bæði á Bíldudal og á Æsustöðum eru nú settir prestar, sem gera má ráð fyr- ir að sæki um brauðin og nái kosningu. Umsóknnir eru nú að byrja að berast um presta- köllin og vitað um ýmsa sem hug hafa á að sækja um þau. Mbl. 3. sept. * * * Ráðnir lil sjónvarpsins „Eftirgreindir menn hafa verið ráðnir til starfa við sjónvarpsdeild Ríkisútvarps- ins: Emil Björnsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar, Steindór Hjörleifsson deild- arstjóri lista- og skemmti- deildar. Jón D. Þorsteinsson deild- arverkfræðingur og Gísli Gestsson kvikmynda- tökumaður. — Menntamálaráðuneytið, 31. ágúst 1965“. Emil Bjömsson er fæddur 1915 á Felli í Breiðdal. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1939 og stundaði næstu tvö ár nám í viðskiptafræði og hagfræði við Háskóla íslands, en nam síðan guðfræði og varð guð- fræðikandidat árið 1946. Emil Björnsson hefur verið safnað- arprestur Óháða safnaðarins í Reykjavík frá árinu 1949 og jafnframt starfað í fréttastofu Ríkisútvarpsins frá 1944, nú síðast sem aðstoðarfrétta- stjóri. Emil Björnsson kynnir sér sjónvarpsrekstur í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Steindór Hjörleifsson er fæddur 1926 í Hnífsdal. Hann stundaði leiklistarnám við Leikskóla Lárusar Pálssonar á árunum 1946—49 og hefur síðan starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur og verið í stjórn félagsins í mörg ár. Hann er nú formaður Leikfélags Reykjavíkur. Steindór hefur auk þess verið deildarstjóri í Seðlabankanum sl. sjö ár. Jón D. Þorsteinsson er fæddur 1933 í Drangshlíðar- dal í Austur-Eyjafjallahreppi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1955 og lauk prófi í út- varpsverkfræði við Polytekn- isk Læreanstalt í Kaupmanna- höfn í janúar 1963 og hefur starfað síðan hjá Eltra-sjón- varpsverksmiðjunum í Kaup- mannahöfn. Gísli Gestsson er fæddur í Reykjavík 1941. Hann lauk verzlunarprófi frá Verzlunar- skóla íslands árið 1960 og starfaði sem blaðaljósmynd- ari í 3 ár. Hann hefur numið kvikmyndagerð í London School of Film Technique og starfað hjá sjónvarpi BBC og stjórnað sjálfur kvikmynda- töku fyrir ýmsa aðila, m.a. erlendar sjónvarpsstöðvar. Mbl. 1. sept. * * * Hugboð varð 7 ára dreng til lífs Akureyri, 3. september — Þorsteini Stefánssyni, hafnar verði tókst að bjarga 7 ára dreng frá durkknun í Akur- eyrarhöfn í gærkvöldi. Þor- steinn var staddur inni í toll- stöðinni, sem er á hafnar- bakkanum, og var þar á tali við yfirtollvörðinn, þegar hann stóð allt í einu upp og honum fannst hann verða að ganga út og austur fyrir hús- ið. Þegar þangað kemur er grátandi drengur, Guðbergur Karl, 6 ára, þar á fjórum fótum á hafnarbakkanum sunnarlega við skipakvína og kallar í ákafa: Haltu þér fast, haltu þér fast! Þorsteinn tek- ur til fótanna og sér, að 7 ára drengur, Hallur Ármann Ell- ertsson, Engimýri 1, er í sjón- um og heldur dauðahaldi með hægri hendinni í hjólbarða, sem hékk utan á hafnargarð- inum. Drengirnir, sem eru bræð- ur, höfðu verið að leika sér um borð í mótorbátnum Verði, en voru á leiðinni í land, þegar Hallur datt niður á milli skips og bryggju. Hon- um tókst að svamla að garð- inum og ná með báðum hönd- um í hjólbarðann, en þegar Þorstein bar að, var hann bú- inn að missa takið með vinstri hendinni, en hékk ennþá á þeirri hægri. Var hann alveg að gefast upp, þar serrv sjórinn náði honum upp að hálsi og hann orðinn mjög kaldur. Þorsteinn klifraði niður á hjólbarðann og náði taki á peysu drengsins. Reyndist hann of þungur til að hægt væri að vega hann upp á peysunni. Sagði Þorsteinn drengnum þá að vera rólegur, sleppa hjólbarðanum og grípa með hendinni í buxnaskálm sína. Um leið og hann gerði það, náði Þorsteinn taki á handleggnum á honum og kippti honum upp á bryggj- una. Engin mannaferð var um hafnargarðinn á meðan á þessu stóð og því engrar ann- arrar hjálpar að vænta, hefði Þorsteinn ekki fengið þetta hugboð um að ganga út. Hann fór með drenginn upp að Pósthúsinu, en þar hittu þeir Jóhann Guðmundsson, póst- fulltrúa, sem ók drengnum heim í bifreið sinni. Var hann settur í heitt bað og varð ekki meint af volkinu. Hann fór í skólann í morgun og fékk ekki einu sinni kvef. — Sv. P. Mbl. 4. sept.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.