Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 23.09.1965, Qupperneq 8

Lögberg-Heimskringla - 23.09.1965, Qupperneq 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1965 Úr borg og byggð AFMÆLISBOÐ A BETEL í tilefni þess, að á þessu ári eru liðin fimmtíu ár síðan Betel heimilið var stofnað, efnir sljórnarnefnd Betels til kaffiboðs á heimilinu á Gimli, sunnudaginn 26. sepl, kl. 2 til 4.30 e. h. Þess er vænst að sem flest- ir vinir og velunnarar Betels, nær og fjær, þiggji boðið og heilsi upp á heimilisfólkið þennan dag og njóti með því afmælisfagnaðarins. * * * * Kveðjumótið á föstudaginn fyrir séra Benjam,ín Kristjáns- son og ferðafélaga hans Bjarna Sigurðsson var sem vænta mátti, vel sótt; var þétt setinn efri salurinn í Paddock matsöluhúsinu. Séra Philip M. Pétursson stýrði samsætinu, en þar sem flest allir vildu tala nokkur orð við séra Benjamín einslega, bæði á undan og á eftir borðhald- inu var stuttur tími til ræðu- halda — aðeins ein ræða — hin fagra og hugnæma ræða séra Benjamíns. — Þessir góðu gestir fóru héðan snemma á laugardagsmorg- uninn til Minneapolis og það- an til New York og flýgur séra Benjamín þaðan heim, en kona Bjama ætlaði að koma til móts við hann í New York og munu þau fara til Miami og dvelja þar nokkra daga. * * * Kvenfélag Fyrstu lútersku kirkju efnir til sölu á blóðmör og lifrapylsu í neðri sal kirkj- unnar á miðvikudaginn 29. sept. kl. 1.30 e.h. Kaffi verður á boðstólum. * * * Mrs. V. Valgardsson frá Moose Jaw, Sask. kom til borgarinnar í heimsókn til systur sinnar, Ingibjargar Jónsson, og annara skyld- menna og vina, hér í borg og fer væntanlega einnig til Gimli og Mikleyjar. * * * Mr. og Mrs. J. G. Henrick- son frá Edmonton, Alberta, eru stödd í Winnipeg um þessar mundir í heimsókn hjá vinum og vandamönnum. Bréf fró Lundar 19. sept. 1965. DÁNARFREGN: Mrs. Violet Mansell varð bráðkvödd að heimili sínu í Lundarbæ, 13. sept. 1965, nærri 78 ára að aldri. Hún var tvígift. Fyrri mann sinn missti hún eftir fárra ára sambúð; eignaðist með hon- um tvo drengi, sem dóu, ann- ar haustið 1956 og hinn vorið 1957. — Seinni mann sinn, David Mansell, missti hún 1937. Ein dóttir lifir af því hjónabandi, Mrs. Magnús Björnson (Kathleen) í Lauf- ási; bamabörnin eru sex og barna-barnabörnin fimm, sem syrgja nú sárt ástríka móður og ömmu. Jarðarförin fór fram frá lútersku kirkjunni 16. sept. Pastor R. Grout flutti kveðjuorðin og tjá skyldmennin honum, söng- flokknum, organista, útfarar- stjóra, líkmönnum og Dr. Paulson innilegt þakklæti; einnig öllum þeim sem gáfu blóm og veittu hjálp á marg- an hátt, hjartans þökk. * * * Fátt er í fréttum; tíðarfarið er erfitt, mikil rigning 15. og 16. sept., sem stanzaði heyskap og kornslátt; mjög fáir hér byrjaðir að þreskja. Mikið er um giftingar og margir hafa dáið, sem flest kemur í blöðunum. Þjóðræknisdeildin Lundar hafði skemmtikvöld 18. sept., spiluð íslenzk vist og trump- vist af miklu fjöri, og rabbað yfir kaffibollum, mikil furða hve margir voru þar, eins og brautirnar voru blautar; má segja að helmingur fólksins væri utan af landi. — Björg Björnsson í Laufási. Dánarfreqnir Jón (John) Sigurdson Lund- ar, Man. lézt 14. sept. 1965, 85 ára. Hann lifa kona hans Bogga; þrír synir John, Hall- dór og Thorsteinn, allir að Lundar; þrjár dætur Mrs. Roy Caldwell (Björg), Mrs. Robert Hallson (Helga) báðar að Lundar og Mrs. George W. Edward (Jórunn) í Winnipeg. * * * Mrs. Steinun Ásta Erickson lézt 28. ágúst. Hennar verður minnst í næsta blaði. * * * Mrs. Kristjana Ólafía Sig- urrós Carpenter, 368 Tweed Ave., Winnipeg, andaðist 20. ágúst, 73 ára að aldri. Hún var fædd í Reykjavík, flutti til Canada 1905 og átti heima í Winnipeg síðastliðin 50 ár. Auk manns hennar lifa hana tvær dætur, Margaret — Mrs. W. White og Olga — Mrs. L. Rogers; fimm synir, John George, Alfred, Thomas og William Johnson; 15 barna- börn og 5 barna-barnabörn. Dr. V. J. Eylands jarðsöng. * * * H. Oscar Olson, Ste. 12 Gaspe, Apts., Winnipeg and- aðist eftir langvarandi van- heilsu 16. sept. 1965, 67 ára. Hann var fæddur á íslandi, sonur Gúðmundar Eyjólfs- sonar, Guðmundssonar prests á Hólmum í Reyðarfirði og konu hans Þóru Thorleifs- dóttur frá Villingadal í Haukadal í Dalas. Kom með henni til Canada um alda- mótin; átti heima í Winnipeg sl. 50 ár. Hann var múrari að iðn. Var í Canadíska flug- hernum í fyrri styrjöldinni og ! félagi í R.C.A.F. Legion nr. Television in the Interlake Area By ERIC STEFANSON, Member For Selkirk MESSUBOÐ Fyrsla lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45. f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. 156 og einn af stofnendum og fyrrv. formaður R.C.A.F. Association, 500 Wing. Hann lifa, móðir hans, Thora; kona hans, Muriel, einn sonur, Donald H. í Winnipeg og dótt- ir, Lois — Mrs. R. Carphin í Vancouver; ein systir Mrs. J. Watson, Winnipeg. Dr. V. J. Eylands jarðsöng hann. The C.B.C’s application for a television rebroadcasting station at Fisher Branch, Manitoba, was considered at a Board of Broadcast Gover- nors hearing held in Ottawa on June 15th to 18th inclusive. In the announcement issued by the Board of Broadcast Governors dated July 5th, 1965, this application was recommended for approval. The Corporation is now awaiting a Letter of Authori- ty from the Department of Transport. This is required before the C.B.C. can proceed with the purchase of land and the calling of tenders and awarding the contract for the tower and technical equip- ment. This Letter of Authori- ty should be forthcoming soon. When it is received, the C.B.C. will be in a position to proceed. Under Department of Transport regulations, a successful applicant is al- lowed 12 months from the date of the Letter of Authority to put his station into oper- ation. The C.B.C. tries, of course, to keep the delay to a minimum. This project includes a building with a floor area of 360 square feet, built of concrete block, slab foun- dation,with bonded, reinforced roof. This will house the transmitter and associated equipment. The station will operate on Channel 10 with an effective radiated power of 27.4 Kw. average (video) 13.7 average (audio). The steel tower for the antenna will be 500 feet in height. The estimated cost of the entire project, including systems engineering, installation and contingency, is in the order of $310,000.00. It is estimated that good reception from this station may be expected from this station, that is, an estimated grade “A” and “B” service contours encompass a circular area about 90 miles in di- ameter, from Hecla Island on the east to Moosehorn Lakes in the west, and from the general area of Sandridge in the south to Lake St. Patrick in the north. The C.B.C. estimates a population of some 17,000 within the coverage area of the proposed station. Kæru landar vestan hafs * * * Hlaðgerður Krisljánsson lézt á þriðjudaginn 21. sept. Útför hennar verður gerð á föstudaginn kl. 2.15 frá Únítara kirkjunni á Banning St. Séra Philip M. Pétursson jarðsyngur hana. — Hennar verður minst síðar. * * * Oscar Sigurður Gillis, and- aðist snögglega á heimili syst- ur sinnar og tengdabróður Mr. og Mrs. Árni R. Gillis í Morden 30. ágúst síðastliðinn. Hann var fæddur 2, des. 1920 í Brown byggðinni, sonur þeirra heiðurshjóna Ragnars og Salome Gillis, sem lengi vel bjuggu þar rausnar búi, en eru nú til heimilis í Morden. Eftir burtför þeirra tóku þeir bræðurnir Oscar og Jón við búinu. Systkini Oscars eru tvær systur, Ólafía Rannveig (Mrs. Árni R. Gillis); Sigríður (Mrs. Charles Hildebrand); þrír bræður, — Ámi, Franklin Gísli, og Jón Sigfús. Yngsti bróðirinn Ragnar Valdimar féll frá 14. ágúst 1964. Oscar naut barna- og mið- skólamenntunar í sveit sinni. Honum þótti vænt um heimili sitt, og tók þátt í félagsmálum byggðarinnar, og átti marga vini. Hann var ókvæntur. L. G. Ég hafði þá ánægju að leita uppi ættingja nokkurra ykk- ar, sem hingað til íslands komuð á síðastliðnu vori. Og ef Guð gefur mér líf og heilsu, er ég reiðubúin að gera það. sama næsta vetur og vor, ef einhver óskar þess. En mig langar að minna ykkur á, að það er mjög þýð- ingarmikið atriði, að þær upplýsingar, sem sendar eru að vestan, séu eins greinileg- ar og mögulegt er. Sérstak- lega hafa ártöl mikla þýð- ingu, og það, hvaðan af ís- landi fólk hefir flutt. Þá vil ég benda á, að það eru ekki eingöngu kirkjubæk- urnar okkar, sem eru gagn- legar í leit að ættingjum ykk- ar, hinna íslenzku landnema- barna. Þær bækur er snerta sögu landnemanna vestra eru ekki síður dýrmætur vegvísir á þeim villugjörnu heiðum. — Ég hefi, í bókasafni, aðgang að Sögu íslendinga í Vestur- heimi, og Sögu íslendinga í Norður-Dakota. Og ég á tvö fyrri bindin af landnámssögu Nýja-íslands, “Brot af Land- námssögu Nýja-lslands”, Wpg. 1919, og „Frá austri til Vest- urs“, Wpg. 1921. Frændi minn, Mundi O. Goodmanson í Brentwood Bay (1890—1963 sendi mér þau nokkru fyrir andlát sitt. En þriðja bindið, „Framhald af Landnámssögu Nýja-íslands“, Wpg. 1923, vantar mig. Ennfremur hið mikla fróðleiksrit, Almanak Ólafs S. Thorgeirson’s, Wpg. 1895—1954. — Er hugsanlegt að nokkur myndi vilja selja mér þessar bækur? Heimilisfáng mitt er sem fyrr Laufásvegur 75, Reykja- vík. Með vinsemdarkveðju. Sólveig Guðmundsdóiiir. Civil Defence says: Copies of Civil Defence literature can help with your family emergency plans. — Phone or write for your copi- es TODAY. Meiro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12. — 888-2351. Það er ekki píka, sem ekki puntar sig. * * * Það er margt, sem faranda fylgir. DISTRIBUTOR WANTED No Competition. To service and set up new accounts in exclusive territory. Investment secured by fast moving in- ventory of amazing plastic coating used on all types of surfaces interior or exterior. Eliminates waxing when ap- plied to any type of floor. Eliminates all painting when applied to wood, metal or concrete surfaces. Minimum Investment-$500 Maximum Investment-$12,000 For details write or call: Phone: 314 AX-1-1500 PENGUIN PLASTICS CORP. 3411 North Lindbergh Blvd. St. Ann, Missouri 6-63074.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.