Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 06.07.1967, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 06.07.1967, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚLÍ 1967 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Voncouver: Gudlaug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneapolis: Hon. Voldimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Dr. Richard og frú Margrét Beck hyllt af Þjóðræknisfélaginu Ekki viljum við nefna hið afar skemmtilega miðdegis- verðarboð, sem Þjóðræknisfélagið hélt til heiðurs Becks- hjónunum í Fort Garry hótelinu 17. júní síðastliðinn, kveðju- samsæti, því þar voru allir í veizluskapi. Við vorum eigin- lega að heimta þau heim til Canada, en þau fóru þá um helgina til Victoria B.C., og verður framtíðarheimili þeirra á þeirri yndislegu eyju. Þjóðræknisfélagið hafði boðið fulltrúum frá félögum ís- lendinga í borginni og nokkrum vinum þeirra hjóna til þessa samsætis, og voru þar saman komnir rúmlega 50 manns. Forseti félagsins, Philip M. Pétursson, stjórnaði hófinu og þakkaði Dr. Beck fyrir hans mikla starf fyrir félagið, en Dr. Beck hefir verið forseti þess tvisvar árum saman og hefir sennilega ávallt setið ársþing þess og unnið því allt það gagn, sem hann hefir megnað. Dr. Valdimar J. Eylands, sem lengi var forseti Þjóð- ræknisfélagsins, flutti aðalræðuna og rakti hinn merka feril Dr. Richards Becks sem námsmanns, fræðimanns, kennara og skálds og dáði mannkosti hans og drenglyndi og minntist frú Margrétar með fögrum orðum. Ræðumennirnir krydduðu tölur sínar með spaugsyrðum og gamansögum, svo að salurinn glumdi sí og æ af hlátrum gestanna, og þannig eiga vinamót að vera. Séra Philip afhenti Dr. Beck vandaðan fundarhamar með viðeigandi áletrun á gullplötu — tákn um margra ára þjón- ustu hans sem forseta Þjóðræknisfélagsins. — Þakkarræðan var einnig snjöll og í skemmtilegum dúr eins og hinna. — Sagði hann, að þau hjónin myndu ekki láta sig vanta á árs- þing félagsins í febrúar næstkomandi frekar en endranær, og fögnuðu gestir þeim orðum. Að því loknu notaði hann hamarinn í fyrsta sinn, sló honum í borðið og sagði fundi slitið. * * * Við þökkum Dr. Richard Beck fyrir þann bókmenntasvip, sem hann hefir gefið Lögbergi-Heimskringlu með sínum vönduðu ritgerðum og allan hans stuðning við blaðið, sem er ómetanlegur. Megi guð og gæfan fylgja þessum mætu hjónum í þeirra nýja heimkynni. — I. J. Dr. Richard Beck sjötugur Svo stórvirkur hefur dr. Richard Beck verið við há- skólakennslu og bókmennta- störf vestan hafs, að menn hafa naumast veitt því athygli að hann er einnig hið bezta ljóðskáld og yrkir ekki ein- ungis á íslenzka tungu, held- ur einnig á klassiskri ensku. Hafa þau Ijóð hans birzt í mörgum stórblöðum og merk- um bókmenntaritum vestra og jafnvel komizt í ýmis söfn úr- valsljóða bæði í New York og London. Þessi maður hefur naumast verið einhamur til andlegra starfa. Auk þess sem hann hefur árlega flutt erindi og fyrirlestra svo hundruðum skiptir, skrifað bækur og ritað ógrynnin öll í blöð og tíma- rit, hefur hann gegnt fjölda- mörgum ábyrgðarstörfum fyr- ir háskóla sinn og ýmis nor- ræn félög í Bandaríkj'unum. Hann hefur um áratugi, með sínu andlega fjöri og brenn- andi áhuga blásið lífi og þrótti í þjóðræknisstarf íslendinga í Vesturheimi, ekki aðeins þau ár sem hann var forseti Þjóð- ræknisfélagsins, heldur og með ritgerðum sínum í ís- lenzku blöðunum þar, allt frá því að hann steig fyrst fæti á landnámsstorð Leifs heppna. Nýlega barst mér í hendur ný og stækkuð útgáfa af hinni ensku ljóðabók hans: A Sheaf of Verses, sem fyrst kom út í Winnipeg 1945, síðan í há- skólaprentsmiðjunni í Grand Forks 1952 og er þetta því þriðja útgáfan. Ljóð þessi eru eins og hin íslenzku ljóð dr. Becks, falleg og fáguð, og hafa eins og áður er að vikið, vak- ið verulega athygli og hlotið viðurkenningu bókmennta- manna. Hér verður því ekki komið við að skrifa að neinu gagni um dr. Richard Beck. Til þess þyrfti að skrifa heila bók. En því minnist ég á þetta, að dr. Beck verður sjötugur þessa dagana. Hann er fæddur í Reyðarfirði austur 9. júní 1897. Höfðu hinir fjöldamörgu vinir hans vonazt til að geta tekið í hönd hans heima á ættjörðunni á þessum tíma- mótum. En með því að hann býst nú við að láta af há- skólakennslu og flytjast vest- ur á Kyrrahafsströnd á þessu ári, gat hann engan veginn komið því við að heimsækja ættjörðina að þessu sinni. En þó að svo heiti, að dr. Richard Beck ætli nú að fara að setjast í helgan stein, dett- ur engum það í hug, sem þekk- ir hann, að hann eigi ekki enn eftir, ef honum endist líf og heilsa, að vinna íslenzkri þjóð vestan hafs og austan marg- víslegt gagn og sóma með sín- Einn skagfirzkur hagyrðing- ur, Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum, orti fyrir nokkr- um árum síðan ljóðaflokk um Hóla í Hjaltadal. Fyrsta er- indið er þannig: „Þú forna, háa höfuðból, þér heilsar lands vors þjóð og saga. Þá frelsis glæst þér lýsti sól og enn er bjart við brúnir fjalla og bjarma slær á vígða stalla og enn mun hefja helgan söng til himinssala Líkaböng." Hólar í Hjaltadal eru eitt af söguríkustu höfuðbólum ís- lands og kemur Skálholt þar næst, með biskupsstól um 900 ár. Á Hólum stendur enn hin aldna kirkja, byggð úr rauð- um steini, sem tekinn er úr Hólabyrðu. Er þessi kirkja sennilega með þeim elztu í landinu, rúmlega 300 ára göm- ul, byggð eftir miðja 17. öld, 1664. Kirkjan á Hólum er þann dag í dag eins og hún var upp- haflega byggð, aðeins haldið við með málningu og þaki og öðru því, sem tímans tönn vinnur á. Biskupssetur var á Hólum frá því snemma á 10. öld til 1550. í þessari fáorðu grein verð- ur minnzt á þrjá menn, sem með lífi sínu og starfi gerðu garðinn frægan, og minning þeirra lifir, þó ár og aldir komi og fari. Jón Ögmundsson var biskup á Hólum 1106 til 1121. Hann var nefndur Jón helgi. Ævi- sögu hans skrifaði Gunnlaug- ur Leifáson. HelgSnafn sitt fékk Jón eins og hér segir. um ótrúlega dugnaði og fjöl- þættum gáfum og hæfileik- um. Dr. Richard Beck er líka miklu meira en óbugandi vinnuvíkingur. Hann er göf- ugur maður, drenglyndur og góðviljaður.Hinir fjöldamörgu vinir hans senda honum og hinni ágætu konu hans hug- heilar heillaóskir og óska þeim langra lífdaga, gæfu og gengis, jafnframt því sem þakkað er fyrir það ómetan- lega starf, sem hann hefur unnið sem útvörður íslenzkrar menningar í Vesturheimi. Þau hjónin búast nú við að setjast að í hinni undurfögru borg Victoria á Vancouver- eyju, þar sem frú Margrét er fædd. Hvergi í heiminum er fegurra en þarna vestur við Kyrrahafið. Megi þeim hjónum vegna sem bezt í þessari Paradís mikilla sanda og sæva, þar sem sólin hnígur eldrauð í haf- ið eins og á íslandi. Benjamín Kristjánsson. — Dagur. Eftir að hafa tekið vígslu í Danmörku, lá leið hans til Noregs og þaðan til Þránd- heims. Þá réði ríki Magnús konungur Ólafsson, sonarson- ur Haralds Sigurðssonar harð- ráða. Þetta ár voru margir ís- lendingar í Noregi. Þar á með- al Teitur ísleifsson biskups, vel gefinn og vel að sér, með afbrigðum mælskur á mann- fundum. Maður er nefndur Gisl. Hann hafði drepið mann, Gjafvald að nafni, sem var í miklum metum hjá Magnúsi konungi, en Gjafvaldur þessi hafði drepið Illuga, föður Gisls, sem þá var enn á unga aldri og hans eini sonur. Konungur dæmdi Gisl dauða verðan og átti að fullnægja dómi með hengingu. Islend- ingar buðu fébætur og það svo háar sem konungi líkaði og margir óskuðu eftir, að færa fram vörn í málinu, þeirra á meðal var Teitur. Þegar konungur spurði hver vildi tala og honum var sagt, áð það væri Teitur ísleifsson, var svar hans þetta: „Fyrir engan mun vil ég leyfa þér að tala, og væri mátulegt, að úr þér væri skor- in tungan.“ Þá bað Jón Ögmundsson leyfis að mega tala, og var það leyft. Að þeirri ræðu lokinni segir konungur: „Vel talar þú, en dómur minn stendur óhaggaður.“ Þá spurði Jón, hvort hann mætti leggja hempu sína yfir herðar Gisls og var leyft. Það var á mánudag, sem Gisl var festur upp, en næsta miðvikudag þar á eftir var hann tekinn niður til greftr- unar, og til undrunar og gleði allra, sem við voru, var hann lifandi, en svo stirður og þjak- aður, að það tók hann nokkra daga að ná sér, en vinir hans héldu tryggan vörð um hann, og hröðuðu ferð sinni til Is- lands, sem þótti allfræg og sköruleg. Jón Ögmundsson skildi eftir sinn dag ógleymanlegar minn- ingar. Hann kenndi ungum mönnum undir skóla um mörg ár og var sagður einhver sá ágætasti æskulýðsleiðtogi. — Hann var einn af þeim mönn- um, sem breytti öllu í kring- um sig til meiri fegurðar, gáf- aður og vel menntaður að þeirra tíma hætti, söngmaður svo að af bar. Það var í hans tíð, að orðtakið „Heim að Hólum“ kom í málið. í katólskri tíð var það nefnt að syngja messu. Messugjörð- in að mestu söngur — tón —. Svo þegar kunnugt varð um sönghæfileika þessa manns, fjölmennti fólkið til að hlusta á hans töfrandi fögru söng- rödd. * * * Fyrsta prentverk, sem kom til landsins, var flutt að Hól- um og þar var hinni helgu bók snúið á íslenzku af þáverandi biskupi, Guðbrandi Þorláks- syni. Var hún oft kennd við hann og nefnd Guðbrands- biblía. Þjóðskáldið séra Matt- hías Jochumsson orti erfiljóð um Guðbrand og helgar hon- um eitt erindið: „Eitt góðverk gafstu mér Guð af náð, að gjöra með kröftunum ungu. Nú geymir að eilífu Isaláð þitt orð á lifandi tungu.“ í Hólakirkju er altaristafla, einnig nefnd altarisbrík, sem táknar síðustu kvöldmáltíðina, af Jesús og lærisveinunum 12, 6 til hvorrar handar. Er mynd þessi í fullri líkamsstærð og höggvin úr eir af Albert Thor- valdsen. Hún er með vængja- hurð, sem lokuð er virka daga, en opnuð þegar messa fer fram. Altaristafla þessi er guðdómlegt listaverk og vek- ur lotningu og tilbeiðslu allra, sem líta hana augum, og sennilega á engin kirkja í víðri veröld annað eins meist- araverk. Albert bjó til skírnarfont og sendi til landsins með þessari áletrun: „Reist smíð þessa í Róm suður Albert Thorvalds- son fyrir 12 árum. Ættjörðu sinni ísafoldu gefandi hana af góðum hug.“ * * * Síðasti katólski biskupinn á Hólum í Hjaltadal — og jafn- framt á öllu Norðurlandi, Jón Arason, lét, eins og kunnugt er, líf sitt á höggstokknum ár- ið 1550. Var það eitt af þess- um ofbeldisverknaði, þegar lög og réttur er sniðgenginn, og menn taka málefnin í sínar eigin hendur. En- í þessu máli áttu óvildarmenn Jóns bisk- Framhald á bls. 7. Úr blámóðu aldanna HÓLAR í HJALTADAL

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.