Lögberg-Heimskringla - 06.07.1967, Qupperneq 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚLÍ 1967
Mánudagsferðalag.
Næsta morgun var ekkert,
sem hindrað gæti för Hjálm-
ars. Hann kvaddi foreldra sína
glaðlega og vatt sér fimlega í
hnakkinn og þeysti úr hlaði.
Hann teymdi jarp með nýjum
söðli, sem konuefnið átti að
sitja í heim á ættaróðalið. —
Gunnhildur horfði á eftir hon-
um, meðan hann var sjáanleg-
ur. Þá stundi hún mæðulega
og sneri heim að bæjardyrun-
um. Þar stóð þá maður hennar
og hafði auðsjáanlega verið að
fylgja þessum efnilega syni úr
hlaði með augunum eins og
hún.
„Nú, jæja, ætli þetta fari nú
ekki bráðum að taka enda fyr-
ir honum syni okkar, ég meina
þetta trúlofunarfargan?“
„Það er nú sjálfsagt ekki
gott að segja um það, ef eitt-
hvað er að marka það, sem
maður heyrir,“ sagði hún döp-
ur.
„Ef þú átt við þessa þvælu,
sem rann upp úr honum Gísla
í gærkvöldi, segi ég nú bara,
að það er varasamt að trúa
því,“ sagði hann. „Eða er það
kannske eitthvað ennþá
nýrra? Þið Valka fóruð til
kirkju í gær. Kannske hefur
það verið eitthvað, sem þar
hefur verið talað, sem gerir
þig hugsjúka?“
„Já, mér fannst það vera þó
nokkuð niðri fyrir hjá konun-
um þarna í þinghúsinu. Þær
sögðu nú bara, að Ásta væri
farin með drenginn austur að
Heiðargörðum, en Sigurfljóð
væri með trúlofunarhringinn.“
„Nei, þetta kalla ég nú svei
mér fréttir,“ sagði Þorgeir. —
„Sagðirðu honum þetta, áður
en hann fór?“
„Nei, ég vildi ekki gera
hann órólegan, kannske er
þetta líka einhver missögn.
Þær létu haest Fellsenda-
mæðgur. Ég hélt, að þær ætl-
uðu að gera mig að aumingja.
Ég bjóst við, að mér væri ó-
hætt að fara til kirkju, án
þess að fá eitthvað framan í
mig tilheyrandi þessu trúlof-
unarhneyksli, en svo var
ekki,“ sagði Gunnhildur. —
„Náttúrlega hef ég verið kvíð-
andi yfir því, hvernig honum
muni takast að losa sig við
Sigurfljóð, síðan ég kom að
vestan og heyrði allar hennar
ráðagerðir."
„Hvenær ert þú eiginlega
öðruvísi en kvíðandi og ráða-
laus “ sagði hann stuttlega. —
„Það væri nýstárlegt að sjá
þig öðruvísi. Það er vonandi,
að hann láti Sigurfljóð ekki
vera að skipta sér af sínum
högum hér eftir. Annars verð-
ur hann að hafa hana á stokkn-
um, en Ástu fyrir ofan sig í
hjónasænginni. Hvernig lízt
þér á það, Gunnhildur Hjálm-
arsdóttir?“ bætti hann við og
hló storkandi hlátri.
„Mikil ósköp eru að heyra,
hvernig þú talar, maður,“
sagði hún.
„Það eru ráð við öllu og
eins því — bara að sparka
henni fram úr. Það hefði hann
átt að gera þarna í hittiðfyrra.
Þá hefði hún farið þegjandi í
stað þess að hamast eins og
hún gerði.“
Þá hristi Gunnhildur höfuð-
ið og gekk inn. Nú var henni
helzt til mikið boðið.
Hjálmar lifði í huganum
upp næturferðalagið örlaga-
ríka, þegar hann reið vestur
Háubungurnar. Hann tók krók
á leið sína til að koma ekki á
staðinn, þar sem Sigurfljóð
hafði legið ósjálfbjarga. Hvað
skyldi hafa orðið henni til lífs,
ef hann hefði ekki hlýtt þessu
einkennilega kalli, sem hann
hafði þótzt heyra? Og það var
hann viss um, að það hafði
ekki verið misheyrn. Sigur-
fljóð hlaut að hafa sent hon-
um hugskeyti þá nótt. Þarna
var flesjan, sem Rauður hafði
verið að ráfa um með söðul-
inn snaraðan utan í hliðina.
Gott að þetta var liðið. Hann
fór af baki fyrir utan túngarð-
inn á Brúnum til að láta hest-
ana blása ofurlítið. Þetta var
svo kargaþýfður mói, að ó-
hugsandi var að nokkur maður
bæri ljá á hann, en hann gæti
orðið að góðu túni, ef hann
kæmist í kynni við plóg og
herfi. Hér mátti gera gott tún,
eins og á flestum öðrum kot-
bæjum, hugsaði búmannsefn-
ið og kveikti sér í pípu. Það
var ekki laust við, að hann
langaði til að fara heim að
bænum og fá sér kaffi hjá
þeirri fóthvötu og málgefnu
húsfreyju. Ekki hafði hann
setið lengi, þegar hann sá kon-
una koma út með fjárhundinn
á hælunum og fara að stugga
úr algrónu túninu. Hún kom í
áttina til hans, jafn léttfætt
og áður, þegar fundum þeirra
bar saman. Gat það átt sér
stað, að hestarnir mættu ekki
naga þennan kargaþýfða mó?
hugsaði hann og bjóst til að
standa á fætur og halda ferð-
inni áfram, en konan var kom-
in til hans, áður en hann
hreyfði sig.
„Góðan daginn,“ sagði hún.
„Má ekki bjóða ferðamannin-
um kaffi, sem er heitt á könn-
unni?“
Hann heilsaði henni með
nafni.
„Það er þó líklega ekki
Hjálmar frá Hraunhömrum?“
spurði hún.
„Sá er maðurinn,“ sagði
hann. „Ég þakka þér kærlega
fyrir greiðviknina síðast,“
bætti hann við, þó að honum
væri það allt annað en ljúft að
minnast á það.
„Það er nú lítið að þakka og
ekki þáðirðu kaffi þá hjá mér,
enda um annað að hugsa. —
Manstu morguninn þann? Oft
hef ég nú verið þreytt á hon-
um Fúsa mínum, en sjaldan
eins og þá. Hann komst hreint
ekkert áfram hjassinn sá,“
sagði hún.
„Hann gekk bara rösklega,“
sagði Hjálmar, „þó að hann
kæmist ekki í hálfkvisti við
þig. Það er áreiðanlega ekki á
allra færi.“
Konan roðnaði við hrósyrði
hans. „Þú gerir svo vel að
koma heim og þiggja kaffi —
þér veitir ekki af, það er svo
þreytandi hérna yfir Bungurn-
ar. En hvað hestarnir þínir
eru fallegir,“ sagði hún og
virti þá fyrir sér með aðdáun.
„Þú hefur gefið þeim vel í
vetur. Það segir alltaf til sín.“
„Ég á ekki þetta hól, heldur
faðir minn. Ég var í Noregi í
vetur, er kominn heim fyrir
nokkrum dögum.“
„Ó, því læt ég eins og arg-
asti asni, ég hef þó heyrt
minnzt á það nokkrum sinn-
um,“ sagði konan. „Það gleð-
ur mig, að allt sígur nú 1 sama
horfið fyrir ykkur Sigurfljóð
minni, blessuninni. Hún elsk-
ar þig svo mikið. Hún var hér
í þrjár vikur og borgaði það
áreiðanlega vel. Hefur saum-
að hverja flík fyrir mitt heim-
ili síðan. Reyndar var nú
strákanginn þar í fulla viku
um vorið, án þess að honum
væri borgað, og var þó ekki
sparað að þræla honum út eins
og öllu á því heimili. En það
er nú sama. Það fýkur ekki að
þeim, sem Sigurfljóð tekur
tryggðinni við.“ — Hjálmar
fylgdist með konunni heim.
Það var hvort sem var ekki
hægt að losna við hana, nema
að flýta sér á bak og ríða burt
og eins og einhver glópur. —
Skárra var þó að þiggja kaffið.
Konan hélt áfram að masa,
meðan þau gengu heim túnið:
„Það er nú svona með þessar
fallegu stúlkur, þær hafa
aldrei frið fyrir karlmönnun-
um. Það verður að dæma þær
vægt. En hún hefði átt að
skilja drenginn eftir, en það
hefur hún ekki getað heldur.
En Sigurfljóð hefur víst sakn-
að hans mikið, þykist ég vita.
Þvílík ósköp, sem hún hlóð
utan á barnið af fötum. Hann
er líka framúrskarandi fallegt
barn. Þú fyrirgefur nú, hvað
ég tala kunnuglega við þig,
en þetta máttu þeir hafa, forn-
mennirnir, að stúlkurnar
þeirra væru gefnar öðrum,
þegar þeir komu heim. En þá
var nú kannske að grípa til
vopnanna. Það er nú sem bet-
ur fer aflagt. Ég hef nú ekki
kennt eins mikið í brjósti um
neinn og Gunnlaug ormstungu
og aumingja Helgu. Gerðu nú
svo vel að ganga í bæinn, þó
að ekki sé eiginlega boðlegt
að bjóða sigldum manni.“
Hjálmar tók því boði fegin-
samlega. Vonandi væri ein-
hver inni, sem stöðvaði þenn-
an vaðal í konunni, sem hann
skildi lítið í, en hafði þó ó-
þægileg áhrif á hann. f bað-
stofunni var sama gamla kon-
an, sem hann hafði séð í þetta
eina skipti, er hann hafði
komið á þetta heimili.“
„Hér er ég nú kominn með
gestinn, mamma,“ sagði kon-
an. „Það er hann Hjálmar frá
Hraunhömrum, kærastinn
hennar Sigurfljóðar á Hálsi.“
„Ég ætti að kannast við það
nafn — ekki nefndi hún það
svo sjaldan þessar vikur, sem
hún var hérna,“ sagði gamla
konan hálfkuldalega. ,Ég gæti
hugsað, að hún væri ánægð
yfir því að eignast þig aftur.“
„En það er nú bara það, sem
ekki er rétt, að ég sé henni
bundinn að neinu leyti,“
þvingaði Hjálmar sig til að
segja. „Okkar trúlofun var
slitið fyrir meira en tveimur
árum.“
Það kom vandræðalegt hik
á mæðgurnar. „En voru ekki
einhverjir samningar milli
þeirra kvennanna, Ástu og
Sigurfljóðar, meina ég?“
sagði Oddný og horfði for-
vitnislega á gest sinn.
„Ekki svo að ég viti. Hún
átti að vera eins og skjólstæð-
ingur Sigurfljóðar, meðan ég
væri í burtu,“ sagði Hjálmar.
„Henni hefur víst ekki far-
izt neitt sérlega ómyndarlega
við hana eða barnið hennar,“
sagði gamla konan með köld-
um dómarasvip. „Svo verða
þetta þakkirnar, að hún strýk-
ur í burtu af heimilinu og tek-
ur krakkann með sér. Allt er
þetta svo kennt Jóa frá Litla-
Bakka, trúi ég. Hann setti hest
undir hana.“
„Þið segið mér fréttir, þyk-
ir mér,“ sagði Hjálmar.
„Þú gleymir að geta um það,
að hún kastaði í hringnum í
Sigurfljóð eða lét hann innan
í umslag og lét það liggja ein-
hvers staðar, þar sem hún
fann það, og nú stássar Sigur-
fljóð með hann, svo að líklega
verður það hún, sem verður
tengdadóttirin á þeim stóru
Hraunhömrum," sagði Oddný.
„En nú held ég, að sé komið
mál að fara að ná í kaffið
handa þér, blessaður,“ bætti
hún við og hvarf fram úr bað-
stofunni, en kom fljótlega aft-
ur með kaffi og brauð á bakka,
myndarlega framreitt. „Ekki
stendur nú lengi á kaffinu,“
sagði hún glaðlega.
Það stendur líklega ekki á
neinu hjá henni, þessari konu,
hvorki fréttum né öðru, hugs-
aði Hjálmar og fann, að hann
hafði ekki eins góða lyst á
kaffinu og hann hafði búizt
við. Hér var alveg nýtt vanda-
mál komið á stúfana, og það
hafði móðir hans sjálfsagt ver-
ið búin að heyra, þó að hún
hefði af sinni vanalegu var-
færni viljað hlífa honum við
að heyra það. Hún hafði að-
eins beðið hann að trúa engu,
fyrr en hann heyrði það og
sæi með eigin augum og eyr-
um. Það ætlaði hann líka að
gera. Þetta yrði í þriðja sinn,
sem hann legði leið sína að
Hálsi hálfnauðugur, en það
skyldi líka verða í síðasta sinn.
Hann þakkaði fyrir kaffið og
kvaddi gömlu konuna. Oddný
fylgdi honum til dyra, bað
hann að fyrirgefa þessar ó-
myndarlegu góðgerðir og allt
fréttaruglið — sér hefði nú
bara ekki dottið annað í hug
en að hann vissi þessa breyt-
ingu.
„En heldurðu nú, kona góð,
að þetta séu áreiðanlegar frétt
ir?“ sagði hann.
„Já, og þó er náttúrlega
vafasamt að rétt sé að full-
yrða nokkuð, en samt býst ég
við, að það sé því miður allt
satt og rétt,“ sagði hún.
Hann kvaddi hana hlýlega
og hraðaði sér út fyrir túnið,
þar sem hestarnir biðu hans.
Lengi hef ég þráð þig —
loksins ertu hér
Allt heimilisfólkið á Hálsi
var við móupptöku í mýrun-
um skammt fyrir neðan túnið,
að húsmóðurinni undanskil-
inni, sem var í bænum. —
Andrés og Jói voru niðri í
gröfinni. Húsbóndinn flutti
móinn frá í kerru upp á þurrk-
völlinn. Þar voru þær Helga
og Sigurfljóð og klufu hann
með rekum. Rósfríður hlóð
hnausum í kerruna með föður
sínum. Allt í einu stanzaði Jói
með hnausinn á miðri leið upp
á bakkann og glápti á ferða-
mann, sem bar hratt yfir utan
mýrarnar.
„Hver svo sem skyldi vera
þarna á ferð?“ sagði hann at-
hugull. Guð minn góður, þeir
hestar, sem hann er með. Það
yrði lítið úr Urðafolanum
mínum við hliðina á þeim.“
Það lifir lengst, sem hjúum
er leiðast.
GOING TO ICELAND?
Or perhaps you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhere? Where-
ever you wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write, call or telephone to-
day without any obligations to:
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremont Ave.,
Winnipeg 6, Man.
Tel.: GLobe 2-5446
WH 2-5949
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
BUILDING MATERIALS
696 Sargent Avenue
Winnipeg 3, Maniloba
• All types of Plywood
• Pre-finish doors and
windows
• Aluminum combination
doors
• Sashless Units
• Formica
• Arborite
• Tile Boards
• Hard Boards etc.
• Table Legs
Phones
SU 35-967 SU 34-322
FREE DELIVERY