Lögberg-Heimskringla - 06.07.1967, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚLÍ 1967
7
ÓLAFUR ÞORVALDSSON:
Að hofi Geirs goða
ii.
Alþekkt er það hér á landi,
að margar jarðir, jafnvel flest-
ar, eiga frá fornu fari sína
álaga- eða átrúnaðarbletti. —
Álagabletti má ekki slá eða
hreyfa þar við neinu, þá skeð-
ur eitthvað, sem fáir vilja
kalla yfir sig, svo sem menn
eða skepnur farast voveiflega,
hús eða hey brenna, eða ann-
að gerist, sem ógn stendur af.
Svona er það með þerribletti
eð óþerri, svo sem bala eða
lautir o. fl. staði, séu þeir
slegnir, þá kemur þurkkur eða
óþurrkur, eftir því hvaða álög
eða trú á þeim hvíla. — I Út-
hlíð er það Hofið, og finnst
mér dálítið táknrænt, þar sem
helgi var mikil á þessu húsi,
á meðan var og hét, og er sem
hún sé ekki með öllu útdauð
enn.
Það var í sumar, að ég labb-
aði einn dag niður að „gamla
bæ“, þ. e. þar sem bærinn stóð
áður. Ég tyllti mér niður á
stein allstóran, sem stóð út
undan grjóthrúgu, sem borin
hafði verið þar saman, það
eru leifar frá gömlu bygging-
unum, sem nú er búið að slétta
út. Er þessi grjóthrúga hið
eina sýnilega úr hinum eldri
og yngri byggingum, sem þar
hafa staðið. Niður og suður
frá grjóthrúgunni, sem ég sat
undir, blasti við mér Hofið í
örskotsfjarlægð. — Meðan ég
horfði til Hofsins, reikaði hug-
ur minn til forna tíða. Ég fór
að hugsa um, hvernig hér hafi
verið umhorfs í tíð Geirs goða,
þegar hann var hér hofgoði,
og stjórnaði mannfagnaði og
blótveizlum. Mér varð hugs-
að til síðasta mannfagnaðar-
ins, sem fram fór í hofi þessu
í hinum forna sið. Mér varð
einnig hugsað til heimkomu
Geirs goða, þegar hann kom
af Alþingi við Öxará árið eitt
þúsund, Alþingi því, sem lög-
bauð kristna trú, og mælti svo
fyrir, að allir landsmenn
skyldu eina trú játa. — Mér
varð hugsað til hans, þegar
hann eftir heimkomuna gekk
í hof þetta og bar út eða
brenndi goð þau, sem hann og
hans fólk hafði áður leitað
ásjár hjá. Einkennilegt má
það vera, ef allir hafa á einni
stundu orðið svo hugfangnir
af hinum nýja sið, að sárs-
aukalaust hafi þeim verið að
ganga að því að brjóta niður
hof og hörga og varpa þannig
frá sér öllu því, sem þeir áð-
ur töldu sér mest um vert.
Upp úr þessum hugleiðing-
um sá ég fyrir innri augum
Hofið rísa úr rústum. Ég sá
fólk fara heim að Úthlíð, sá
það koma austan með hlíðum,
vestan með hlíðum, og sunnan
af sveit. Að síðustu sá ég flokk
manna ganga frá bænum og
stefna til Hofsins. Fyrir þeim
flokki gekk mikill maður og
höfðinglegur, og þóttist ég sjá,
að þar færi húsbóndinn og hof-
goðinn Geir. Hann gekk fyrst-
ur í Hofið og fólkið á eftir,
sem brátt fyllti hið stærra
húsið. Því næst gekk goðinn
að dyrum þeim, sem vissu að
hinu minna húsi, goðastúk-
unni, enginn íylgdi honum þar
inn. Goðinn gekk að stalla
þeim, sem fyrir goðunum var,
staðnæmdist og litaðist um.
Mun hann sakna einhvers?
Já, svo var, hlautbollinn var
ekki lengur á sínum stað, —
hann var horfinn úr Hofinu.
Ég sá goðann ganga fram til
fólksins, sem beið í hinu
stærra húsi. — Sýnin var horf-
in, hofrústirnar einar eftir,
rétt svo sem þær voru, þegar
ég settist á steininn framan
við grjóthrúguna.
Gamalt orðtak segir: „Sá
verður tvisvar feginn, sem á
steininn sezt.“ Svo varð fyrir
mér að þessu sinni. Ég stóð
upp af hinu harða sæti og leit
til þess, en hvað var nú þetta?
Steinn þessi var að allri lög-
un frábrugðinn öllum öðrum
steinum, sem ég koma auga á
þarna í hrúgunni, og bar þess
greinileg merki, að einhvern
tíma höfðu menn farið um
hann höndum nokkru meira
en aðra nafna hans, er þarna
voru. Hér skyldi þó ekki vera
það, sem goðinn saknaði?
Ég skyldi þó ekki hafa setið
á hlautbollanum? Gæti það
hugsazt, að steinn þessi hafi
verið hlautbolli í Hofinu, en
verið síðar fluttur upp til
bæjarins, og lagður þá í bæj-
arstétt, ef til vill sem varin-
hella, þ. e. hella framan við
bæjardyr. Stærðarinnar vegna
gat hann verið það, og þá not-
aður á hvolfi, því sá flötur er
sléttur. Hvað sem um þetta
er, þá kom steinn þessi upp úr
gamalli bæjarstétt. — Stærð
steinsins er sem næst þessu:
Þvermál hans eru um 25—26
þumlungar eða um 64—69
cm. og að mestu hringlagað-
ur, þykkt 6—7 þuml. eða 15—
18 cm. Niður í hann hefur
verið höggvin skál, 2—3 þuml.
að dýpt um miðjuna. Vídd
skálarinnar að ofan er sem
næst 21—22 þuml. eða 54—56
cm. Þetta er þá lausleg lýsing
á steini þeim, sem ég sat á
meðan hugur minn hvarf
rösklega níu og hálfa öld aftur
í tímann. Hver svo sem þessi
steinn er og til hvers sem hann
hefir verið notaður, hvort
heldur sem hlautbolli í Hof-
inu í Úthlíð — eða herzlu-
steinn í einhverri smiðju, þá
á hann gamla sögu, sem fróð-
legt væri að þekkja.
Um hof Geirs goða, að Út-
hlíð, vil ég að síðustu segja
þetta: Ég tel, að „Hofið“ eigi
ekki að jafnast við jörðu, þótt
til þess fengist leyfi. -— Mér
finnst, að Úthlíðin myndi
minnka eða rýrna við hvarf
þess, myndi missa nokkuð af
frægð og ljóma þeim, sem um
hana lék á fyrstu mannsöldr-
um íslandsbyggðar. — Hofið
minnir á, að þar hafi höfðings-
skapur og rausn skipað önd-
vegi á fyrri öldum, og svo
mun oft hafa verið síðar. Um
fólk það, sem þar býr nú, er
mér kunnugt, að þar eru eng-
ir eftirbátar á ferð í rausn og
höfðingsskap. Hofið í sinni ró,
með helgi sína greypta í for-
tíðina, á stöðugt að minna á
þessar fornu dygðir.
Bréf frá séra Roberl Jack
Framhald af bls. 1.
um, þegar munurinn var lítill
á kaupstaða- og sveitalífi
landsins og miklu færri kröf-
ur gerðar til lífsins. — En af-
skiptaleysi hefur sitt gildi og
oft er gott að vera út úr.
Flestar ær eru bornar og
gekk það erfiðlega vegna kuld-
ans, og var það eins gott að
maísmjöl og aðrar tegundir af
fóðurmat voru til, annars
hefði verið mikið tjón á lömb-
unum vegna mjólkurleysis í
ám.
Hópur Vestur-lslendinga er
kominn til landsins og var þess
getið í útvarpinu í gærkvöldi.
Ég vona, að geta hitt eitthvað
af þeim áður en langt um líð-
ur.
Seinna:
Skrapp til Reykjavíkur til
að vera á Prestastefnu íslands.
Því miður hitti ég engan úr
hópnum, sem kom um daginn
frá Seattle, og var mér sagt,
að margir væru farnir úr
Reykjavík til Norðurlands. Ég
rakst þó á einn mann frá
Markerville, Frederick Jons-
son að nafni, og var hann
furðulega seigur að bjarga sér
í íslenzku. Ég hitti einnig Árna
Jónsson, sem var milli tuttugu
og þrjátíu ár í Saskatshewan
og síðar í Árborg. Hann er
fæddur hér á Vatnsnesi, en er
nú á förum til Manitoba með
Brúarfossi.
Ekki er hlýtt í veðri ennþá
og grassprettan léleg. Það er
allt á eftir tímanum á þessu
sumri, að minnsta kosti hér
um slóðir.
Vigdís og ég ætlum að leggja
af stað eftir nokkra daga í ferð
til Austurlands og heimsækj-
um gamla kunningja í Breið-
dal, þar sem ég byrjaði prests-
skap minn fyrir 23 árum, en
þangað hef ég komið síðan ég
fór þaðan árið 1947 til Gríms-
eyjar.
Hin glæsilega þota Flugfé-
lags Islands, Boeing 727, kom
til Reykjavíkur á laugardag
frá Seattle. Ég var viðstaddur
móttökuathöfnina ásamt syni
mínum, Davíð, sem er Air-
craft Mechanicer hjá félaginu.
Hún fékk nafnið Gullfaxi. —
Það er sannarlega annar tími á
Islandi nú og þegar hesturinn
var „þarfasti þjónninn“! — En
það er spurning, hvort þjóðin,
með öll þessi þægindi, er
ánægðari í dag en hún var fyr-
ir 50 árum. Hitt er annað mál,
aö nú þarf enginn að hrökkl-
ast burt úr landinu vegna
vinnuleysis og getuleysis.
Ég vona, að ykkur öllum líði
sem bezt.
Beztu kveðjur frá Vigdísi og
börnunum til allra vina og
kunningja.
Ykkar einlægur,
Robert Jack.
* * *
P.S. Ég er nýbúinn að frétta
lát konu Árna Eggertson í
Winnipeg. Hún var góð kona,
og votta ég Árna innilega sam-
úð mína. Guð blessi hann og
allt hans fólk um alla fram-
tíð.
Úr blámóðu aldanna
Fraznhald af bls. 4.
ups ekki löngum sigri að
fagna. Skagfirðingar hefndu
rækilega lífláti hans og sona
hans, Björns og Ara, fengu
þar margir rauðan belg fyrir
gráan; og fyrir nokkurum ár-
um síðan var Jóni Arasyni
reistur veglegur minnisvarði
í kirkjugarðinum á Hólum. —
Er hann 24 fet á hæð, með
palli efst og tröppur upp að
ganga. Sést af þeim palli um
Hjaltadalinn. 1 kirkjunni á
Hólum voru tvær klukkur. —
Var stærri klukkan smíðuð úr
kopar og hét Líkaböng, með
háum og fögrum hljómi og sú
þjóðsaga var sögð, að þegar
lík þeirra feðga voru flutt að
Hólum til greftrunar, þá hafi
Líkaböng byrjað að hringja og
hringdi \þar til sprunga kom í
hana og hljómur hennar þagn-
aði og þjóðsagan heldur áfram
og segir, að hún hafi sprungið
af trega og söknuði.
Hið sanna mun vera, að
klukkunni var hringt svo lengi
að koparinn hitnaði og hljóm-
ur hennar dó út.
Þá var önnur klukka keypt,
einnig úr kopar, og er nú í
turni, sem fyrir æði mörgum
árum síðan var byggður við
suðurhlið kirkjunnar.
Á Hólum hefur verið land-
búnaðarskóli um tugi ára og
er enn starfræktur.
Fjallið fyrir ofan staðar-
byggingarnar heitir Rafta-
hlíð.
Fyrir ekki svo ýkja mörg-
um árum síðan kvaddi einn
skólapiltur að loknu námi stól
og stað með þessu erindi:
„Far vel, Hólar, fyrr og síð,
far vel, sprund og halur,
far vel, Rafta fögur hlíð,
far vel, Hjaltadalur.“
— A. M. A.
Ung kaupstaðarhjón eignuð-
ust barn á hverju ári og
stækkaði hópurinn ört.
Manninum hafði með ein-
hverju móti tekizt að festa
kaup á jeppa, og þegar hann
var nýbúinn að fá hann, hitti
hann grannkonu sína.
Hún spurði, hvað hann ætl-
aði að gera við þennan bíl.
„Heldurðu, að það sé ekki
munur að geta skroppið um
helgar úr bæjarrykinu með
konuna og krakkana?“ svar-
aði hann.
„Af hverju fékkstu þér þá
ekki heldur strætisvagn?“
spurði konan.
Icelandic Singers
Framhald af bls. 5.
cess was achieved during
a seven-week tour in 1960.
The conductor is the 39-year
old, Austrian-born Pall Pam-
pichler Palsson, for 10 years
principal trumpeter of the
Icelandic Symphony Orches-
tra and conductor of the
Reykjavik City Band since
1949. Obviously more interest-
ed in getting the best from
'iis disciplined ensemble of 40
male singers than in putting
on a personal show, Palsson
conducted with a quiet ele-
gance and conciseness.
Results were generally ex-
cellent and rarely monoton-
ous, despite the preponderance
of Icelandic music of folk ori-
gin. One remembers with
particular pleasure the gentle
animal songs, quatrains ar-
ranged by Jon Leifs, the lyric-
al singing of tenor Fridbjorn
G. Jonsson against the hum-
med chorus of Karl Runolfs-
son’s Lullaby; an old drinking
song that suggested the Ice-
landers are probably the
world’s quietest drinkers.
There were rare occasions
when the choir strived for
dramatic climaxes that forced
the tone and affected balance.
These flaws were rare in a
collection of 10 songs of Ice-
land, which ranged from the
lusty An Ode to Iceland by
Emil Thoroddsen to the joy-
fully swinging The Merry
Sveinki by Sigvaldi Kalda-
lons.
This section included superb
solo performances by tenor
Sigurdur Bjornsson, currently
a member of the Stuttgart
Opera. His clear, pure voice —
rather in the McCormack
tradition — was heard to
particularly good advantage
in a moving interpretation of
The Vagabond Rider by Run-
olfsson and, later, in Schu-
bert’s The Almighty.
Svala Nielsen, soprano, the
only female singer, made a
less agreeable contribution.
Her voice tends to be excessi-
vely reedy and pinched in the
upper register, which marred
her performances of both
Thordarson’s The Days Pass
On and Gershwin’s Summer-
time.
Palsson was also represehted
as composer of The Wedding
Gown, a bittersweet song that
explored wide tonal contrasts
by setting much of the piece
for high tenors.
He was obviously as pleased
by the enthusiastic reception
as the audience was pleased
with the rollicking perform-
ance of Danish composer Jo-
hann Lumbye’s Champagne
Gallop, which concluded the
program and resulted in the
choir’s being recalled for
three encores.
— Globe and Mail, June 26.