Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Page 1
M I N J A
I 0
R E Y K J A V
I C E L A N 3
^ögberg-Hetmökringla
Slofnað 14. jan. 1888
Stofnað 9. sopt. 1886
85. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1971
NÚMER 7
Afmæliskveðja til dr. Valdimars
J. Eylands sjötugs
Dr. Valdimar J. Eylands
verður sjötugur þ. 3. marz í
ár. Leiðir okkar hafa legið
saman og félagsleg störf okk-
ar fléttast saman með mörg-
um hætti síðan við komum
vestur um haf um sama leyti
fyrir nærri 50 árum, ég haust-
ið 1921 og hann snemma í jan-
úar 1922. Þau nánu kynni
okkar og fjölþætt saimvinna
hafa verið þannig vaxin, að
ég hefði gjaman viljað hafa
tækifæri til þess, að þakka
honum hvort tveggja með
heitu handtaki á sjötugsaf-
mælinu, og flytja honum sam-
tímis hjartanlegar heillaóskir
frá Margréti konu minni og
mér.
En nú má með sanni segja,
að „vík sé milli vina“, þar
sem ég er nú búsettur vestur
á Vancouvereyju úti í Kyrra-
hafi, og hálft meginlamd álf-
unnar skilur okkur í tilbót,
því að hann á nú heima inni
í miðri álfunni í Rugby í
Norður-Dakota. Auk þess sem
hlýir hugir okkar hjónanna
munu til hans leita á þeim
merkisdegi ævi hans, sem hér
um ræðir, tek ég til þess ráðs,
að láta hið skrifaða orð færa
honum innilegar heillaóskir
okkar hjónanna.
Af sjónarhóli 70 ára getur
dr. Valdimar litið yfir at-
hafnaríkan og farsælan ævi-
veg. Eigi verður sá ferill þó
rakinn hér, þótt meir en verð-
ugt væri, en aðeins dregin at-
hygli að nokkrum meginþátt-
um hans, enda er það aðal
markmið þessa greinarkoms,
að flytja afmæliskveðjur og
þakkir gömlum og kærum
vini og ágætum samverka-
manni að sameiginlegum á-
hugamálum.
I útvarpserindi mínu „Trú-
rækni og þjóðrækni í sögu og
1 í f i Vestur-íslendinga“, er
flutt var í sambandi við
Prestastéfnuna á Islandi 1954,
komst ég svo að orði, að „trú-
rækni og þjóðrækni, í víð-
tækri merkingu þeirra orða,
hefði verið hinn vígði þáttur
í lífi og starfi margra hinna
ágætustu manna og kvenna
íslendinga vestan hafs frá
upphafi vega þeirra og fram
á þennan dag.“
Framhald á bls. 2.
Bréf fró séra Robert Jack
Tjörn, Vatnsnesi,
V.Hún., Iceland
Kæra Ingibjörg
og lesendur L.-H.
Það er alltaf, þegar ég setzt
niður til að skrifa ykkur að
einhvern veginn flytzt hugur
minn vestur. Ég sé ykkur í
anda, líf ykkar, störf ykkar
og gleði, baráttu og sorg. Það
er eðlilegt því að ég tók þátt
í þessu öllu hjá ykkur, að
minnsta kösti um tíma í Mani-
toba.
Ég er nú kominn heim frá
London og Glasgow. Ég hugs-
aði til Ingibjargar og ágætu
sagna hennar um London, sem
birtust í L.-H. Ég rak sömu
spor hennar þá fáu daga, sem
ég dvaldist þar hjá vini mín-
um, Peter Ball lækni, sem er
sérfræðingur í lyfjalækning-
um í hinu fræga lækna stræti,
Harley Street. Hann er einn-
ig Warden Astor College í
Charlotte St. og hefur deild
í Middlesex Hospital.
Milli þessa College og spít-
alans er neðanjarðargöng og
þessvegna gengur hann að
heiman frá sér á morgni
hverjum undir götur London
til Middlesex spítala.
Dr. Pétur kann íslenzku
ásamt skandinavísku málun-
um og kynntist ég honum fyr-
ir 22 árum, þegar hann kom
til mín í Grímsey. Hann var
þá í háskóla og dvaldi hann
hjá okkur í mánuð, að skoða
fuglalífið þar norður frá. Ég
skrifaði um hann í bók minni
„Arctic Living“. Hann hefur
komið tvisvar hingað á Tjörn,
síðast í fyrra ásamt fjórum
lækna sérfræðingum sem voru
hér á ferð.
Rétt fyrir utan herbergið
þar sem ég svaf á meðan ég
var í Astor Collcgc hjó lælcn-
inum og konu hans er Póst-
hústurninn frægi. Hann er
rúmlega 1000 fet að hæð og
efst uppi er matsöluhús sem
snýst.
Ég komst einnig snöggvast
í hinn fræga Travellers’ Club
á P a 11 M a 11 með einum
lávarði, sem ég þekkti og þáði
þar tesopa og góðar kökur.
Hann er Lávarður Tweeds-
muir og var faðir hans ríkis-
stjóri Breta í Canada, sem
heimsótti íslendinga byggðir
á sínum tíma og kunni vel að
lesa íslendinga sögur. Ég
þekkti hann betur en son
hans, núverandi lávarð. Faðir
Framhald á bls. 3.
Fréttir fré fslandi
Úr Morgunblaðinu, jan., 1971.
HELGI TÓMASSON ER
BEZTUR ÞEIRRA ALLRA
Eins og kurmugt er, kemur
hinn heimsfræt i íslenzki dans-
ari, Helgi Tómnsson til íslands
í byrjun febrúar og mun hann
dansa í Þjóðleikhúsinu í boði
þess ásamt franskri sóló dans-
mey, Elisabeth Carroll, en þau
hafa dansað saman í Hark-
nessballettinum í nokkur ár.
Síðastliðið s u m a r, réðst
Helgi til New York City ball-
ettsins, sem er einn bezti ball-
ett heimsins, og er það sam-
mála álit allra blaðagagnrýn-
anda að koma hans hafi verið
ein mesta lyftistöng sem New
York City ballettinum hefur
áskotnast. Félagi íslenzkra
listdansara hefur borizt í
hendur mjög svo lofsamleg
u m m æ 1 i blaðagagnrýnanda
um Helga þar sem frammi-
staða hans er rómuð mjög og
honum skipað á bekk meðal
beztu dansara heimsins. Einn-
ig hafa félaginu nýlega borizt
blaðaúrklippu* þar sem hinn
f r á b æ r i ballettmeistari og
stjórnandi Jerome Robbins
segir:
Helgi Tómasson er beztur
þeirra allra og verður örugg-
lega einn eftirsóttasti dansari
heimsins á komandi árum.
Hann er glæsilegri en hinn
rússneski Nureyev sem starf-
að hefur við Konunglega
brezka ballettinn undanfarin
ár. Helgi er sá sem hefur
hæfileikana, lipurð og mýkt
kattarins.
Félag íslenzkra listdansara
fagnar því að loks skuli gef-
ast tækifæri til að sjá Helga
Tómasson dansa hér heima á
íslandi.
fíknilyfjum og að kynna sér
leiðir til að koma í veg fyrir
útbreiðslu þeirra. Þess er að
vænta að samþykkt verði gerð
um áframhaldandi baráttu
gegn útbreiðslu fíknilyfja.
55 ÞÚS. KR. |
HAFA SAFNAZT
Fyrir stuttu höfðu safn^zt
alls 55 þúsund krónur til þess
að kosta heimför Ástralíufar-
Framhald á bls. 2.
RÁÐSTEFNA
UM FÍKNILYF
Samkoma verður í safnað-
arheimili Hallgrímskirkju um
fíknilyf og varnir gegn þeim
og stendur fyrir henni Bind-
indisráð kristinna safnaða.
Formaður er séra Árelíus
Níelsson. Sagði hann Mbl. að
á samkomuna hefði verið boð-
ið fulltrúum allra safnaða á
höfuðborgarsvæðinu, svo og
fulltrúum allra æskulýðssam-
taka.
Á ráðstefnunni flytur séra
Árelíus stutt ávarp en aðal-
ræðumenn verða þeir Kristj-
án Pétursson og Kristinn Ól-
afsson, sem fóru fyrir skömmu
í kynnisferð til útlanda að
fylgjast með starfsaðferðum
lögreglu- og yfirvalda í öðr-
um löndum til að hafa upp á
Ferðaáætlun gestanna
frá íslandi
Þessir kærkomnu gestir eru Andrés Björnsson útvarps-
stjóri og frú Margrét Vilhjálmsdóttir er komu í boði Þjóð-
ræknisfélagsins og íslenzkudeildar Manitobaháskólans.
Laugard. 20. febr. Flugu þau í boði Loftleiða frá íslandi til
New York og samdægurs með Air Canada um Toronto
til Winnipeg.
Sunnud. 21. febr. Hvíldardagur.
Mánud. 22. febr. Fóru bílleiðis til Grand Forks. Andrés
Björnsson útvarpsstjóri flutti fyrirlestur í boði Norður
Dakota háskólans og American Scandinavian Foundation
undir umsjón Dr. Arne Brekke.
Þriðjud. 23. febr. Komu aftur til Winnipeg.
Miðvikud. 24. febr. Fyrirlestur við Manitobaháskóla og kveld-
boð í tilefni 20 ára afmælis íslenzku deildarinnar við
háskólann.
Fimmtud. 25. febr. Kurteisis heimsókn til formanns Canadian
Broadcasting Corporation hér um slóðir — Mr. D. L.
Bennett.
Kl. 8 e.h. Samkoma Fróns, deildar Þjóðræknisfélagsins.
Föstud. 26. febr. Þingfundir hefjast kl. 10 f.h. og standa yfir
aðeins í tvo daga en ekki þrjá eins og í undanfama háKa
öld og verða í Parish Hall, 580 Victor str. Viðstaddir
verða heiðursgestimir frá íslandi og flytur Andrés,
útvarpsstjóri kveðjur að heiman. Kl. 8 um kveldið fer
fram skemmtun Icelandic Canadian Club.
Laugard. 27. febr. Kl. 8 — 52 árlega skemmtisamkoma Þjóð-
ræknisfélagsins. Aðalræðumaður verður Andrés Bjöms-
son útvarpsstjóri.
Sunnud. 28. febr. Gestirnir heimsækja Betel heimilin á
Gimli og í Selkirk.
Mánud. 1. marz. Heimsókn til Brandon. (Skýrt frá henni
annarsstaðar).
Þriðjud. 2. marz. Koma aftur til Winnipeg.
Miðvikud. 3. marz. Flogið til Calgary, Alberta. Fyrirlestur
við háskólann þar undir umsjón Próf. H. Cardinal.
Fimmiud. 4. marz. Flogið til Vancouver; fyrirlestur undir
umsjón Snorra Gunnarssonar, fulltrúa Þjóðræknis-
félagsins.
Föstud. 5. marz. Viðdvöi í Vancouver.
Laugard. 6. marz. Flogið til Victoria.
Sunnud. 7. marz. Gestir hjá Dr. og Mrs. Richard Beck.
Mánud. 8. marz. Flogið til Seattle, Wash. Thor Viking forseti
Íslendingafélagsins þar og Próf. Hans Bekker-Níelsen,
annast gestina og ráðstafa fyrirlestrinum.
Þriðjud. 9. marz. Viðdvöl í Seattle.
Miðvikud. 10. marz. Flogið til Edmonton, Alberta. Earl S.
Valgardson forseti Norðurljós, deildar Þjóðræknisfélags-
ins og Prófessor Christopher Hale og Assoc. Prof. Alison
Scott, annast gestina og ráðstafa fyrirlestrinum.
Fimmlud. 11. marz. Viðdvöl í Edmonton.
Fösiud. 12. marz. Flogið til Toronto og til New York. Dvöl
og ferðum þessara góðu gesta í New York og ferðinni
heim til íslands mun Sigurður Helgason, forseti Loftleiða
ráðstafa.