Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Page 2

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Page 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1971 Dr. Valdimar J. Eylands Framhald aí bls. 1. Má það með sanni segja um dr. Valdimar. 1 lífi hans og starfi hafa trúræknin og þjóð- ræknin fallið í sama farveg mefW eftirminnilegum hætti. Þeim ummælum til staðfest- ingar nægir að minna á það, að Jiann skipaði í mörg ár forsetaembætti Hins Evangel- isk-lútherska kirkjufélags Is- lendinga í Vesturheimi, og einnig árum saman forsetasess Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, og bæði þau embætti með mikilli prýði. Um það er mér vel kunnugt af eigin reynd, því að um margt höfum við átt sam- vinnu í kirkjulegum málum á liðnum árum, en eðlilega hefir samstarf okkar í þjóð- ræknismálunum v e r i ð enn nánara, þar sem það samstarf okkar tekur yfir mörg ár inn- an stjórnarnefndar Þjóðrækn- isfélagsins, ennfremur svo árum skiptir á ársþingum þess, og með mörgum öðrum hætti. Á ég einungis ljúfax minningar frá þeim persónu- legu og menningarlegu sam- skiptum okkar bæði á sviði kirkjumála og þjóðræknis- mála. Með dr. Valdimar var ágætt að vinna að þeim mál- um, enda lítum við þau mjög sömu augum. Gríp ég nú tæki- færið til þess að votta honum innilega þökk mína fyrir öll þau ánægjulegu samskipti okkar, sem einnig hafa um margt verið mér andlega auðgandi, og rótfest þá vin- áttu okkar í milli, sem aldrei breytist, hvað sem líður hinni landfræðilegu fjarlægð, er skilur okkur. Þá vil ég einnig á þessum merkistímamótum í ævi dr. Valdimars votta honmn heil- huga þökk mína fyrir hinar fjölmörgu og ágætu ræður, sem ég hefi heyrt hann flytja eða lesið. En alkunnugt er, hve skörulegur prédikari bann er, og jafn snjall tæki- færisræðumaður, og nýtur rík kímnigáfa hans sín vel í slík- um ræðrnn hans. Vart þarf að bæta því við, að hann er jafnvígur á enska tungu sem íslenzka, hvort heldur er í ræðu eða riti. En hann er eigi aðeins ó- venjulega orðsnjall maður í ræðustóli, heldur einnig rit- fær að gama skapi, enda er ritstörfin snar þáttur og merkilegur í víðtæku ævi- starfi hans. Hann var um margra ára skeið ritstjóri Parish Messen- ger, hins enska málgagns lúth- erska kirkjufélagsins, og Sam- einingarinnar einnig í mörg ár. I þeim ritum, og öðrum blöðum og tímaritum hér vestan hafs, er fjöldi ritgerða eftir hann um kirkjuleg mál, þjóðræknismál, og önnur menningarmál, vor íslendinga í landi hér. Hefir hann, með- al annars, á undanfömum ár- um, lagt sérstaklega drjúgan skerf, athyglis- og þakkar- verðan, til lesmáls Lögbergs- Heimskringlu. Ræður og rit- gerðir eftir hann, sama efnis og fyrr var talið, hafa einnig komið í blöðiun og tímaritum á Islandi. Hefir hann með rit- störfum sínum átt mikinn þátt og merkan í hinni ættemis- legu og menningarlegu brú- arbyggingu milli íslendinga yfir hafið. Tvær bækur, og báðar hin- ar merkilegustu, hafa einnig komið út eftir dr Valdimar. Hin fyrri þeirra, Lutherans in Canada (Winnipeg, 1945), er efnismikið yfirlitsrit um lútherska menn og kirkjulega starfsemi þeirra í Kanada, vel samið og gagnfróðlegt í senn, enda fylgdi hinn mikilhæfi og víðfrægi kirkjuleiðtogi, dr. Franklin Clark Fry, Forseti lúthersku kirkjunnar í Amer- íku (Lutheran Church in Am- erica), riti þessu úr hlaði með prýðilegum inngangi. Síðari bók dr. Valdimars er Arfur og æviniýr, sem kom út á Akureyri 1961. Stóð fjöldi vina hans og velunnara, beggja megin hafsins, að út- gáfunni honum til heiðurs á sextugsafmæli hans, og í þakkarskyni fyrir „vel unnið starf í kirkju- og þjóðræknis- málum íslendinga,“ eins og það er heppilega orðað í til- einkiminni að hinni löngu skrá heillaóskenda, en þar koma við sögu bæði félags- heildir og einstaklingar. Ber það órækan vott vinsældum dr. Valdimars af hálfu safn- aðarfólks hans í Fyrstu lúth- ersku kirkju í Wiimipeg, að fjöldamargir þar eru á heilla- óskaskránni. Þetta vandaða afmæhsrit hefir annars inni að halda prýðisgott úrval úr ritgerðum og ræðum dr. Valdimars, ásamt miklum hluta hinnar fróðlegu og skemmtilegu ferðasögu hans „Ævintýri í átján löndum“, að ógleymd- um sjálfsævisöguþætti hans, „Umbrot æskumanns“, sem bregður björtu ljósi á æskuár höfundar og ótrauða og aðdá- unarverða námsbaráttu hans. En þar var ekki til einskis barizt, eins og ævisaga hans sýnir deginum ljósar, og þessi afmælisbók hans ber fagurt vitni. Margt fleira mætti segja um ritstörf dr. Valdimars, en að þessu sinni vil ég aðeins bæta við innilegri þökk til hans fyrir þann merkisþátt, sem þau eru í umfangsmiklu ævi- starfi hans. Veit ég, að fjölda- margir landar hans, ekki sízt hérna megin hafsins, taka heilum huga undir þau þakk- arorð mín fyrir ritstörf hans. Eins og að líkum lætur, hef- ir dr. Valdimar hlotið marg- víslegar heiðursviðurkenning- ar fyrir störf sín. Verða hér aðeins taldar nokkurar þeirra. United College í Winnipeg (nú University of Winnipeg) sæmdi hann fyrir mörgum ánun heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði (Honorary Doctor of Divinity). Langt er einnig síð- an Ríkisstjóm Islands sæmdi hann stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. Þjóð- ræknisfélag Islendinga í Vest- urheimi hefir, að sjálfsögðu, fyrir mörgum árum kjörið hann heiðursfélaga sinn. Og þegar hann haustið 1968, sam- kvæmt eigin ósk, lét af störf- um eftir 30 ár sem prestur Fyrsta lútherska safnaðar í Winnipeg, kaus söfnuðurinn hann „Heiðursprest“ sinn, og kvaddi þau prestshjónin með sérstaklega virðulegu og fjöl- sóttu samsæti, og leysti þau út með höfðinglegum gjöfum. En eins og að ofan er gef- ið í skyn, hefir dr. Valdimar eigi staðið einn í umsvifa- miklu og ábyrgðarríku starfi sínu, en átt sér við hlið hina ágætustu eiginkonu, þar sem frú Lilja Eylands er. Mundi honum einnig þykja saga sín illa sögð, og ekki nema hálf- sögð, ef frú Lilju og hennar miklu hlutdeildar í þeirra sæmdarsögu væri eigi að neinu getið. Þau hjónin hafa komið upp hópi^nyndarbama, og nú hafa jafn mannvænleg bamaböm bætst í hópinn, svo að þau prestshjónin eru nú umkringd traustum ættar- garði. Jafnframt því að við Marg- rét kona mín sendum okkar kæru góðvinum, dr. Valdimar og frú Lilju hjartanlegar heillaóskir í tilefni af sjötugs- afmæli hans, f 1 y t j u m við allri fjölskyldunni innilegustu kveðjur okkar og velfarnað- aróskir. Hér að framan hefir í stuttu máli verið dregin at- hygli að nokkrum megin- þáttum í ævi- og starfsferli dr. Vakiimars J. Eylands. Eng- inn skyldi þó ætla, að hann hafi setið auðum höndum síð- an hann lét af umsvifamiklu starfi sínu sem prestur Fyrstu lúthersku kirkju í Winnipeg. Þegar þau hjónin fluttu það- an til Rugby í Norður-Dakota, prédikaði hann um skeið og vann önnur prestsverk í ýms- um kirkjum á þeim slóðum. Því næst þjónaði hann um ársbil tveim lútherskum söfn- uðum í Saskatchewan. Þegar hann kom þaðan síðastliðið vor, bauðst honum starf sem aðstoðarprestur v i ð Fyrstu lúthersku kirkju í Rugby, eina aðal kirkjuna þar í bæ, og vinnur þar, af kirkjunnar hálfu, einkum að fræðslumál- um,. bæði meðal æskulýðs og fullorðinna, sem nema vilja einhverja grein kristinna fræða. Einnig vinnur hann að ritstörfum, eins og ritgerðir hans í ritum heima á íslandi og í vikublaði voru hér vestra, bera órækan vott. Hann hefir ávalt verið starfsins maður, og verður það meðan dagur er. En það er einlæg ósk hinna mörgu vina hans beggja megin hafsins, að sá dagur megi eiga sem lengst til nætur. Framhald af bls. 1. anna.. Höfðu borizt 47.300 kr. til Morgunblaðsins, 3.100 kr. til Alþýðublaðsins, 2.00 kr. til Þjóðviljans, 1.500 kr. til Tím- ans og 1.100 kr. til Vísis. Söfnunin hófst, eins og áð- ur hefur komið fram, 16. jan- úar sl. fyrir tilhlutan Jóhanns Hafstein, forsætisráðherra. EINN KALDASTI VETRARMORGUNN SÍÐAN 1918 Hefur nú skollið yfir íbúa á höfuðborgarsvæðinu, sam- kvæmt upplýsingum Veður- stofunnar. Á bænum' Hólmi við Suðurlandsveg, nokkru fyrir austan Selás komst kuld- inn eina nóttina niður í 25.6 stig, en á flugvellinum í Rvík. mældist hann 19.7 stig. Gadd- urinn kom illa við margan manninn, en þó bitnaði þó hvað harðast á bílaeigendum borgarinnar. Þannig vitum við til þess, að við fjölbýlis- hús eitt í Árbæ fór aðeins einn bíll í gang af 30-40 bíl- um, sem íbúar þess hafa yfir að ráða. Var gífurlegt ann- ríki hjá öllum sendibílastöðv- um, við að draga bíla í gang, og varð í mörgum tilvikum að kalla út aukastarfslið. BANDARÍSKIR NÁMSMENN í BOÐI LOFTLEIÐA Undanfarin ár hefur það verið á dagskrá Loftleiða að taka hér á móti bandarískum námsmönnum, sem hér hafa átt leið um en ætlað til Kaup- mannahafnar. Þessi stefna er liður í verkahring íslenzk- amerískrar samvinnu tun leið. Þ r i ð j a febrúar komu til Keflavíkur með flugvél Loft- leiða frá New York 243 náms- menn af 265 manna hópi (hin- ir eru þegar komnir til Kaup- mannahafnar), sem ætla að stunda nám á svonefndu vor- misseri í Danmörku. Höfðu þeir tveggja daga viðdvöl hérna. Á dagskránni voru m.a. kynnisferðir um Reykjavík og nágrenni, og eins út fyrir borgina, í Hveragerði. Þrír fulltrúar voru mættir hérna f r á Kaupmannahöfn, sem móttöku- og umsjónar- nefnd fyrir námsfólkið, frú Þá hugheilu ósk, frá okk- ur hjónum báðum, felli ég í eftirfarandi Ijóðlínur: Haf ég brúa og hálfa álfu heillaóskum, gamli vinur: Lengi enn í ljósi sólar laufgist ævi þinnar hlynur. Erna Rúbjerg deildarstjóri frá Loftleiðiun, frk. Hanne Mörch og Knud Helm-Ericksen frá alþjóða stúdentanefnd Dan- merkur. Komu þau til lands- ins á laugardag (31. jan.). Námsfólkið kom við í Há- skóla íslands, hvar rektor H.I., próf. Magnús Már Lárusson ávarpaði þá. Síðan flutti pró- fessor Þórir Kr. Þórðarson fyrirlestur um ágrip íslenzkr- ar sögu. Þegar því var lokið sáu íslenzkir stúdentar um bandarísku stúdentana. Því næst voru kynnisferðir farnar, og svo áttu íslenzku stúdentarnir gleðistund með þeim bandarísku að Hótel Loftleiðum. Stúdentarnir héldu síðan til Kaupmannahafnar með flug- vél Loftleiða og Flugfélagi Islands. i SVAVAR GUÐNASON. list- málari, sýnir fjögur málverk á hinni árlegu sýningu Grön- ningen í Charlottenborg í Kaupmannahöfn, s e m n ú stendur yfir. Hefur Svavar hlotið ákaflega góða dóma í dönsku blöðunum, og hafa tvær listastofnanir, Kunstfor- eningen og Statens Knusfond keypt tvær af þessum fjórum myndum á sýningunni. En auk þess seldi Svavar einka- aðilum tvær aðrar myndir í Höfn. Grönningen er yfir hálfrar a 1 d a r gamall félagsskapur listamanna og mjög þekktur og hefur Svavar verið í hon- um síðan 1961. Hefur hann oftast sýnt með Grönningen, en sú sýning er fastur liður á r 1 e g a í listasafni Kaup- mannahafnar. Hann hefur þó ekki sýnt þarna sl. þrjú ár og fögnuðu blöðin í Höfn mjög að fá hann aftur, sögðu að hainn hefði ekkert látið á sjá. Síður en svo. Var Svavar eínn af fáum, sem umsögn fær í ö 11 u m gagnrýnendadálkum, en 41 listamaður tók þátt í sýningunni. „Aldrei verið betri en nú með sinfóníuseríu í dök’kum og ljósum litum um veðrið og hafdýpið kringum hans dáða ísland,“ segir Möller Nielsen í Aktuelt. Og hann kemst einnig svo að orði að Svavar standi á sjálfu undir- stöðufjalli listarinnar. RICHARD BECéi. Fréttir frá íslandi

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.