Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Qupperneq 4
4
LcGBtRG-H£/IiyiS?~RINGLA. n IMMTUDAGINN 25. r c,BRÚAR 1971
Lögberg-Heimskríngla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Prinied by
WALLINGFORD PRESS LTD,
303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man.
« Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON
Piesident, Johonn T. Beck; Vice-President S. Alex Thorar imnn; Secretary,
Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson.
LDITORIAL BOARD
Winnipeg: Prof. Horoldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr.
Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip
M. Petursson. Minneopotis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard
Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack.
Subscriplion $6.00 per year — payable in advance.
TELEPHONE 943-9931
"Second close moil registration number 1667".
Vatnsleiðslur og lokræsi fyrir
byggðirnar milli vatnanna
í Manitoba
Ekki hefir verið rætt og ritað á síðustu árum meira um
nokkur mál en um mengun (pollution) vatns og umhverfis
í bæjum og byggðum landsins. Annað mál, sem einnig hefir
verið rætt mikið um, er flótti fólks úr sveitum landsins;
það flytur við fyrsta tækifæri inn í hávaða, þrengsli og
mengun, á steingötur stórborganna, þar sem varla sést grænn
blettur eða þá svo lítill grænn blettur við húsin að hann
veitir lítið sem ekkert svigrúm — að maður minnist ekki á
fjölbýlishúsin, sem manni finnst stundum vera eins og fang-
elsi, því um leið og út er gengið, er ekkert undir fæti nema
steingötur.
Vitaskuld verður skólafólk og fólk sem hefir atvinnu í
borgunum að flytja þangað, en furðulegt er, hve margir
flytja í borgirnar, sem eiga heimili út í guðsgrænni náttúrinni,
þar sem kyrrðin ríkir og loftið er hreint. Ekki er því við að
dreyfa að það fólk hafi ekki samband við umheiminn; það
hefir útvarp, sjónvarp og símasamband og flestir ef ekki
ailir hafa hraðfara bíla. Ef eitthvað er um að vera í borgun-
um, sem þeir vilja sjá eða hlýða á, geta þeir á stuttum tíma,
komið inn til borgarinnar; notið þess sem borgin hefir að
bjóða og sloppið síðan heim í sína friðsælu byggð. —
Eric Stefansson fyrrv. þingmaður í Ottawa en nú for-
maður Interlake Development Corporation Inc., nú búsett-
ur í Arborg. Hann er formaður nefndar, sem hefir það verk-
efni að reyna að byggja upp svæðin á milli vatnanna í
Manitoba, en á því svæði eru flestar frumbyggðir íslendinga.
Á síðastliðnu vori kom nefndinni saman um, að mest um
vert væri að koma inn vatnsverki í bæi og bændaheimili á
þessu svæði — vatnsleiðslur og lokræsi (sewers) — og leitað
yrði til Manitobastjórnar um styrk til að koma verkinu
í framkvæmd þannig að kostnaður fyrir skattgreiðendur
yrði þeim ekki um of.
Sérstök nefnd var kosin undir forustu Joe Sigurdson frá
Lundar, sem er varaforseti Interlake Development Corp. Inc.
og oddviti Coldwell sveitarinnar, og hefir hann nú lagt
málið fyrir Manitobastjórnina og alla sveitaskrifara á þessu
svæði, Arda og fleiri framkvæmdanefndir sambandsstjórn-
arinnar.
Þess er vænst að þetta mál verði reifað á næsta þingi
Manitobastjórnar. Þess skal getið að nágrannafylkin hafa á
stefnuskrá sinni, að veita styrk til að koma á stofn vatns-
rennslum og lokræsum í byggðum sínum og bæjum og
hafa þingmenn í Manitoba, sem nefndin hefir haft fundi
með tekið vel í þetta mál svo sem eðlilegt er.
Við spáum því, að þegar tímar líða og fólk út í lands-
byggðinni nýtur sömu þæginda á heimilum sínum og fólkið
í borgunum, að flóttinn í borgimar stöðvist, ekki sízt ef
stjórnarvöld og framkvæmdamenn, finna ráð til að koma
upQ verkstæðum sínum á nálægum stöðum. — I. J.
Þjórsórver
Þessi staður er kunnur flestum fuglafræðingum því
hann kvað vera eini varpstaður heiðagæsarinnar og hafa
fuglavinir víðsvegar farið fram á, að þessum stað verði ekki
sökkt í þágu rafmagnsframleiðslu. 1 þessari grein kemur
fram önnur hlið á þessu máli, sem einnig mælir gegn því
að þjórsárverum verði sökkt. — I. J.
um króna á ári. En Ingvi hef-
tegundir piantna, sern skepn-
Allar líkur benda til, að eig-
endur afréttarlanda í þjórsár-
verum kunni að gera stórkost-
legar bótakröfur, fari svo að
gróðurlendið þar verði kaf-
fært í vatni í sambandi við
virkjun Efri-Þjórsár, svo sem
áformað hefur verið. Sam-
kvæmt útreikningum Ingva
Þorsteinssonar magisters
nemur framleiðslugeta Þiórs-
árvera vestan Þjórsár milljón-
ur undanfarinn áratug unnið
að gróðurrannsóknum og
gróðurkortagerð af hálendinu,
m. a. Þjórsárverum, á vegum
Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins og er allra manna
fróðastur um þessi efni. Við
mæltumst til þess við Ingva
að hann segði okkur lítillega
af þessum rannsóknum, eink-
um hvað Þjórsárver snertir,
sem nú eru mjög á dagskrá,
en niðurstöður gróðurrann
sóknanna hafa legið alltof
mikið í láginni og komið fyr-
ir fárra sjónir. Varð hann
góðfúslega við tilmælum okk-
ar.
Til skilningsauka skal það
tekið fram, að Þjórsárver er
heildarnafn á svæðinu uppfrá
og meðfram Þjórsá að vestan-
verðu frá Fjórðungssandi inn
að Arnarfelli austan undir
Hofsjökli, en einnig Þúfuver
og Eyvindarkofaver austan ár-
innar. Stærð Þjórsárverar
mun vera um 100 ferkílómetr-
ar. Eigendur þessara afréttar-
landa eru Holtamenn austan
Þjórsár, en Gnúpverjar eða
Eystrihreppsmenn vestan ár-
innar.
Hér fer á eftir útdráttur úr
viðtalinu.
— Það var byrjað á þessum
gróðurrannsóknum árið 1960
og hefur verið imnið að þeim
síðan. Jafnframt hefur verið
unnið að kortlagningu gróð-
urlendisins og útgáfu gróður-
korta. Gróðurrannsóknum á
aðalhálendinu má nú heita
lokið og verður þá snúið sér
að byggðum landsins, en ætl-
unin er að kortleggja þannig
landið allt. Þegar hafa verið
gefin út 38 gróðurkort og 10
til viðbótar eru á leiðinni.
— Við kortlögðum Þjórsár-
ver 1964 og vorum við það
í hálfan mánuð. Þessi vinna
er fólgin í því að flokka gróð-
urlendið, skipta því niður í
gróðurhverfi e f t i r ríkjandi
plöntutegundum. 1 Þjórsár-
verum vestan Þjórsár komu
fram 37 mismunandi gróður-
hverfi á þurrlendi og vot-
lendi. Við útreikning á flatar-
máli þ e s s a r a gróðurlenda
vestan árinnar, sem er lang-
mestur hluti af Þjórsárverum,
kom í ljós, að þau skiptast
nokkurn veginn að jöfnu í
votlendi og þurrlendi, þegar á
heildina er litið.
— Jafnframt því að kort-
leggja gróðurlendin gerðum
við ýtarlegar mælingar á upp-
skerumagni hvers gróðurlend-
is. Þetta höfum við gert á
langmestum hluta af öllu há-
lendi Islands og höfum þess
vegna orðið mjög greinagóða
vitneskju um meðal uppskeru
helztu gróðurlenda á afrétt-
um landsins í meðalárferði.
Á þessu tvennu, flatarmáli
gróins lands og uppskeru-
magninu, sem gróðurhverfin
gefa af sér, byggjum við svo
útreikninga á beitarþoli. Frá
nýtanlegu uppskerumagni
drögum við hinsvegar þær
urnar bíta ekki á sumrin a
afréttum og sömuleiðis drög-
um við frá það magn gróðurs-
ins eða úppskerurnar sem
nauðsynlegt er að skilja eftir
að hausti, til þess að það sé
ekki um ofbeit. að ræða. Á
þessu byggjum við sem sagt
útreikningana á beitarþoli. Á
magni nýtanlegrar uppskeru
af hverju gróðurhverfi byggj-
um við svo aftur einkunna-
gjöf og beitargildi hvers gróð-
urlendis, metum við það í
mælikvarða frá 0—10, þar sem
graslendi hefur mest beitar-
gildi, en mosaþemba lægst.
— Það kemur fram af út-
reikningum vestan Þjórsár,
þar sem langmestur hluti
Þjórsárvera er, að um 70 fer-
kílómetrar eða um 7.000 hekt-
arar lands eru grónir. Aftur
á móti hef ég ekki við hend-
ina niðurstöður af mælingum
austan árinnar, þ. e. á Holta-
mannaafrétti, en ætla mætti
að það væru 5—10 ferkíló-
metrar af gróðurkortinu að
dæma. Eins og áður er sagt,
þá er helmingurinn af gróður-
lendinu mýrar og flóar, að
talsverðu leyti leifar af freð-
mýrum, sem þarna hafa ver-
ið, og mynda allar þessar
tjarnir, sem sjást á kortinu.
— Við höfum vissar for-
sendur fyrir útreikning á beit-
arþoli. Það er reiknað með að
hver ær gangi með 1.25 lömb-
um að meðaltali sem er lands-
meðaltal. Við gerum ráð fyr-
ir, að hvert lamb auki kjöt-
þunga sinn um 8 kg á afrétt-
inum í nálega 90 daga og það
svarar til þess, að eftir hverja
á verður kjötframleiðslan um
10 kg á þessu tímabili. Sam-
kvæmt okkar mælingum kem-
ur í ljós, að beitarþol Þjórs-
árvera vestan Þjórsár sé 2200
ær í 90 daga yfir sumarið með
1.25 lambi þá að meðaltali.
Þetta svarar til þess að hver
ær þurfi um 3.2 hektara af
grónu landi yfir sumartímann
til að framfleyta sér og liömb-
unum. Við reiknum sem sagt
með, að hver ær gefi af sér
10 kg yfir sumarið í kjöti. Þá
fáum við út, að Þjórsárver
vestan Þjórsár geti framleitt
um 22 þús. kg af kjöti án þess
að of nærri þeim sem sé geng-
ið. Heildar framleiðsluverð-
mætið getur svo hver reiknað
út sjálfur miðað við verðlaig
á hverjum tíma, en þarna eru
mikil verðmæti fólgin eins og
sjá má.
— Gróðurinn í Þjórsárver-
um er fyrst og fremst afleið-
ing af hagstæðum rakaskil-
yrðum sem þar eru, sömu-
leiðis skjóli af jöklinum og ef
til vill fleiri þáttum, en í
Þjórsárverum e r u einhver
fjölskrúðugustu og fallegustu
gróðurlendi á íslandi. En
þetta er einnig afleiðing af
því, að þama hefur verið um
mjög takmarkaða beit að ræða
í langan tíma, sauðfé hefur
ekki svo glatt farið inn yfir
Fjórðungssand. Þama koma
fram á k v e ð i n gróðurlendi,
sem ekki sjást í ofbitnu landi,
geysimikið blómstóð, hvann-
ir, blógresi og ýmLslegt fleira,
sem maður þekkir frá landi
sem ýmist er friðað af manna
eða náttúrunnar völdum. Það
er augljóst mál, að um leið
og sauðfé kemur, þá dregur
fljótlega úr þessum gróðri,
því að sauðkindin leggur sér
þessar plöntur til munns, enöa
sáum við einmitt meðan við
vorum í Þjórsárverum, hvem-
ig kindurnar sem voru þarna
lágu í hvannstóðinu og nög-
uðu hvannirnar niður í rót.
— Ekki veit ég hvað marg-
ar gæsir þarf til að éta á
móti einni kind, en áreiðan-
lega draga 20—30 þúsund gæs-
ir eða jafnvel meira talsvert
úr beitarþoli Þjórsárvera. Erf-
itt er að gizka á hverju það
nemur, meðfram af því, að
gæsirnar og sauðkindin éta
ekki sömu plöntutegundirnar
nema að noklcru leyti. Án þess
að við gerðum á því nákvæm-
ar athuganir, þá tókum við
eftir því, að vissar tegundir
af flóum v o r u gersamlega
klipptir eins og eftir sláttu-
vél, en sauðféð er ákaflega
lítið sólgið í gróður flóanna
og er mjög lítið í þeim, þann-
ig að samkeppnin er að lík-
indum ekki ýkja mikil milli
sauðfjársins og gæsanna. Hins-
vegar höfum við ekki í smá-
atriðum vitneskju um hvernig
plöntuvali gæsanna er háttað.
En megin uppistaðan í fæðu
sauðfjársins á sumrin er gras,
heilgrös, og á þeim stöðum þar
sem blómplöntur eru, þá eru
þær númer eitt í plöntuval-
inu.
— Mér sýnist ekkert benda
til þess að um ofbeit sé að
ræða í Þjórsárverum eða neitt
því líkt. Hins vegar er rétt að
hafa það í huga, þegar um
þessi mál er rætt, að Gnúp-
verjaafréttur sunnan Fjórð-
ungssands er allverulega of-
setinn af búfé og þar er um
landþröng að ræða, hvað af-
réttarlönd snertir.
— Þjórsárver eru einstætt
náttúrufyrirbrigði, ekki að-
eins vegna varpstöðva heiða-
gæsarinnar, heldur einnig og
ekki síður vegna gróðurlendis-
ins. Burtséð frá öllum útreikn-
ingum er það mín persónu-
lega skoðun, að Þjórsárver
ættu að vera friðland, sagði
Ingvi að lokum! — G.G.
Alþýðubl. 5. jan. 1971.
VIKING GIFT SHOP
698 SELKIRK AVENUE
WINNIPEG
Importers of Wooden
Shoes and Scandinavian
Articles
Business Hours Monday to
Thursday:
1 p.m. to 6 p.m.
Friday—1 p.m. to 9 p.m.
Saturday—9 a.m. to 6 p.m.