Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Blaðsíða 5
LöGBERG-HEIMSKEINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1971 5 Ávarp Gylfa Þ. Gíslasonar 6 sjötugsafmæli Tómasar Guðmundssonar í ,í Ljóðum um lítinn fugl segir Tómas Guðmundsson m. a.: „Það vorar fyrir alla þá, sem unna, og enginn getur sagt, að það sé lítið, sem vorið hefur færst í fang, og skrítið, hvað fljótt því tekst að safna í blóm og runna. Ég þekki líka lind við bláan vog, lítið og glaðvært skáld, sem daglangt syngur og yrkir sínum himni hugljúf kvæði. Og litlu neðar, einnig út við Sog, býr óðinshani, lítill heimspekingur, sem ég þarf helzt að hitta í góðu næði. Og megi gæfan blessa þína byggð og bömum þínum helga vatnið fríða, fugl eftir fugl og sumar eftir sumar.“ Svona hefur ekkert íslenzkt skáld ort nema Tómas Guð- mundsson. Við hlið Jónasar Hallgrímssonar er hann skáld fegurðarinnar í íslenzkum bókmenntum. Ég veit, að skáldum hefur verið fundið þdð til foráttu að tigna fegurð og túlka hana fyrst og fremst. Þau eigi að flytja kenningu, berjast gegn rangsleitni, krefjast réttlætis. Þegar önnur ljóðabók Tóm- asar Guðmundssonar, Fagra veröld, kom út, var ég í menntaskóla. Afleiðingar heimskreppu höfðu fært ís- lendingum fátækt og atvinnu- leysi, ekki síður en öðrum þjóðum, og skuggi ofstækis og einræðis, jafnvel hugsanlegr- ar styrjaldar, grúfði yfir álf- unni. Við, sem þá vorum ung, virtumst vera að halda út í hræðilegan heim. Var það kannske vegna þess, sem við tókum ljóðum Tómasar í Fögru veröld eins og fagnað- arboðskap, lásum þau og sungum og urðum bjartsýn á framtíðina? Við lokuðum ekki augunum fyrir því, sem okk- ur fannst rangt og ljótt. En við sáum, að það var til fög- ur veröld. Er þetta ekki líka að heyra boðskap? Eitt af því, sem sagt hefur verið um sögu Íslendinga á liðnum öldum, er, að skáld þeirra hafi yljað þeim í kulda og hjálpað þeim í baráttu gegn bjargarskorti, auk þess sem þau hafi brýnt þá til dáða í sókn til frelsis. Þetta er án efa rétt. Fátækri þjóð og ó- frjálsri er ómetanlegt að eiga auð, sem er ekki af þessum heimi. En hvert er þá erindi skálds við fólk, sem er frjálst og óháð og hefur yfrið að bíta og brenna? Hvert er hlutverk ljóðsins í heimi alls- nægtanna? Skoðun mín er sú, að hafi skáldskapur verið nauðsynleg- ur í veröld fátæktar, þá sé hann enn nauðsynlegri í sam- félagi velmegunar. Ber hér tvennt til. Annars vegar er s í f e 11 d hætta á, að gnægð neyzlugæða deyfi áhuga á andlegum verðmætum. Langt er síðan sagt var, að margur yrði af aurum api. Það er ennþá sannara nú en þá. Hins vegar hefur sú iðnþróun, sem fært hefur gnótt hvers konar veraldargæða, smám saman orðið að hálfgildings styrjöld við náttúru og fegurð um- hverfis. Nú er ég ekki í hópi þeirra, sem telja, að ekki sé unnt að samrýma iðnþróun og verndun fagurrar náttúru. En hvort tveggja er jafn mik- ilvægt: Að skilja nauðsyn þess að efla iðnað til þess að hagur okkar allra geti haldið áfram að batna og hitt að varðveita fegurðina í lífinu til þess að hagsbótin jafngildi ekki auknu hóglífi einu sam- an, heldur færi okkur sannan fögnuð. Nútímamanninum, sem er auðugri og voldugri en dæmi eru um áður í veraldarsög- unni, er fátt nauðsynlegra en að missa ekki sjónar á gildi fegurðar í mannlífi. Þetta á við um okkur Islendinga ekki síður en aðrar velmegunar- þjóðir. Mér þykir sérstök á- stæða til þess að leggja á- herzlu á þetta á sjötugasta afmælisdegi Tómasar Guð- mundssonar, þess núlifandi skálds íslenzkrar þjóðar, sem sungið hefur fegurð veraldar og fegurð mannlífs, ást og gleði, ljúfast lof og minnt okkur í kvæðum, sem munu lifa, meðan íslenzk tunga er töluð, á það að gleyma ekki blómi, fugli og helgu fljóti, — á gildi þess, sem gerist hvergi nema í hjörtum mann- anna. Með þessum orðum færi ég Tómasi Guðmundssyni sjötug- um hjartanlegar hamingju- óskir, íslendingar þakka hon- um gjafir, sem þeir munu á- vallt geyma við hjarta sitt. Alþýðubl., 9. jan. Jón í Skjalda-Bjarnarvík SUMARIÐ 1886 fór Þorvald- ur Thoroddsen um Strandir og kom í Skjalda-Bjarnarvík og setti tjald sitt í gerði austan- vert, við túnið. Um kvöldið, þegar fylgdarmaður hans sótti vatn í kaffið, m æ 11 i haim fjórum stúlkum, sem fóru í kvíar að mjalta ær. Þær bjuggu yfir einhverju, sem þær vildu segja, og ein sagði annarri: „seg þú það!“ Loks- ins komst fylgdarmaður að því, hvað þær áttu við. Þær vildu vara gestina við draug- um í gerðinu og sögðu sögu þá, sem hér fer á eftir. S n e m m a á 19. öld bjó í Skjalda-Bjarnarvík bóndi sá, sem Jón hét. Hann hafði lif- að allan aldur sinn á Strönd- um, var einrænn og forn í skapi. Eitt haust segir hann við sonu sína, sem þar bjuggu með honum: „Mig hefur órað fyrir því, að eg muni eiga skammt eftir, og mun eg deyja á þessum vetri. Og ef svo fer, þá jarðið þið líkama minn hérna í gerðinu, en flytjið mig ekki til kirkju. Eg hef ekki lifað í margmenninu um ævina og vil ekki vera í marg- menni dauður.“ Þegar kom fram um hátíðir um veturinn, lagðist Jón veikur, og dró sú sótt hann til bana. Var farið með hann eins og hann hafði óskað. Leið svo fram á sumar, að ekki gjörðist til tíðinda, f y r r en kirkjusunnudagur kom. Þá fóru þeir synir Jóns til kirkju, sögðu presti lát föður síns og hvernig farið hefði verið með jarðarför hans. Prestur kvað það óhæfu að jarða lík í óvígðri mold og skipaði þeim að flytja lík Jóns til kirkju hið fyrsta. Þeir þvertóku fyrir það og sÖgðu hann skyldi hvíla þar sem h a n n væri kominn. Skildu þeir við það í stytt- ingi. Bændur frá Dröngum voru við kirkju þennan sunnu- dag. Prestur bað þá að fara til S k j a 1 d a - Bjarnarvíkur, grafa upp lík Jóns og flytja það að Árnesi. Liðu svo nokk- urir dagar. Kvöld eitt þetta vor átti telpa að vaka yfir túni í Skj alda-Bj arnarvík. Þ e g a r hún hafði rekið fé frá tún- inu, settist hún í ás, þar sem hún hafði yfirsjón um túnið, og sá þá bát koma róandi ut- an víkina. Þegar hann hafði lent, fóru mennirnir heim til bæjar. Stúlkan sá, að tekinn var upp eldur, því að það fór að rjúka á bænum. Skildi hún, að mennimir myndi ætla að vera þar um nóttina, enda var farið að hvessa af suðri. En stúlkan sat fram yfir lágnætt- ið uppi í ásnum. Þegar reyk- urinn var horfinn og allt kom- ið í kyrrð, sér hún koma mann upp úr gerðinu. Geng- ur hann heim og fer inn í bæinn. Svo líður stundarkom, þangað til maðurinn kemur út aftur. Hann staðnæmist við skemmudyr og fer svo sömu leið í gerðið. Þá kemur þar upp moldarmökkur. Hann g e n g u r inn í mökkinn og hverfur síðan. Stúlkan verð- ur skelkuð og kemur ekki heim fyrr en um morguninn, að hún sér reykinn koma upp um strompinn. Er það þá jafnsnemma að komumenn hafa komið út á hlað og hafa þar mikla ráðagjörð. Voru þetta þeir Drangamenn, er prestur hafði sent eftir líki Jóns bónda. Vildu nú sumir grafa upp líkið og fara með það, en aðrir mæltu fastlega á móti, og réðu þeir. Fóru þeir svo erindisleysu á skipi sínu heim til Dranga. En svo hafði borið til, þegar þeir voru komnir til náða um kvöldið, að formanninum dreymir, að Jón kemur upp á loftið og er mjög illilegur. Tekur hann fyrir kverkar formanni og kveðst munu drepa hann, nema hann heiti því að láta lik sitt liggja kyrrt, þar sem það sé komið. Og jafnskjótt f i n n u r formaður kaldar krumlur um háls sér. Lofar hann þá öllu, sem Jón vildi vera láta. Sleppir þá draug- urinn takinu og gengur snúð- ugt fram, en þá er formaður- inn vaknaður. Þegar draug- urinn kemur fram á lofts- skörina, snýr hann sér við og segir: „Skoðið rekurnar.“ Um morguninn fundu þeir rekur sínar allar brotnar af skafti, og fór þeim þá að skiljast, að Jóni gamla væri full alvara. Síðan hefur Jón legið kyrr í gerðinu. En stúlkurnar sögðu fylgdarmanni, að ekki myndi koma að sök, þó að þeir þefði tjaldað við gröf Jóns, er eng- inn hávaður væri hafður, enda urðu þeir Þorvaldur hans»eigi varir. (Ritað eftir frásögn Ög- mundar skólastjóra Sigurðs- sonar, en hann var fylgdar- maður Þorvalds Thoroddsens á ferð hans um Strandir. — S. N.) Gráskinna hin meiri. SKRÝTLUR Á vélaöld. — Tveir hestar voru á beit í góðviðri og höfðu það náðugt. Allt í einu kom þriðji hesturinn á harðastökki og var mikið niðri fyrir. — Hvað gengur á? spurðu hestarnir, — hefur eitthvað komið fyrir? — Flýtið ykkur burt, flýtið ykkur burt, sagði hinn laf- móður. — Traktorinn er bil- aður. Móðirin: — öli, hefurðu nú enn einu sinni lent- í slags- málum, og misst tvær tennur? Óli: — Nei, ég hef ekki misst þær. Ég er með þær í buxna- vasianum. Warm Up In lceland This Winter ROUND-TRIP TO ICELAND! From New York Lowesl fares! New jei service! This year, ihere's a new low fare io Iceland for everyone — young, old, siudenls, groups! There's an Iceland for everyone loo. The beauliful Iceland you remember. The modern Iceland you never imagined. The ex- ciiing Iceland you've heard aboui from family and friends — and ihai you can iell aboul when you gei home. NEW FARES FROM NEW YORK — Only $110* round-irip in groups of 15 or more. Or for individuals, only $120* round- irip for visiis of from 1 io 21 days (you musi pre-purchase $70 of land arrangemenls in Iceland lo qualify for ihis fare). Only $130* round-irip for 29 io 45 days. Only $91* one way for siu- dents who go io school in Iceland for 6 monihs. Many oiher low fares lo meel your needs. *VIA JET-PROP. ADD FROM $10 TO $20 ROUND-TRIP FOR JET. LOWEST AIR FARES TO ICELAND, SWEDEN, NOR- WAY, DENMARK, ENGLAND, SCOTLAND AND LUXEMBOURG. ICELANDIC AIRLINES 630 Fifih Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 Souih Wabash Avenue, Chicago, 111. 60603; Phone (312) .372-4792 For full details folder, contact your iravel ageni or Ioelandic Airlines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.