Lögberg-Heimskringla - 12.06.1975, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 12.06.1975, Page 6
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12- JÚNI 1975 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Published every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Có. LTD. 512-265 Portage Avenue, Winnipeg, Man. R3B 2B2 Edilor Emeritus: Ingibjörg Jonsson Edilor: Caroline Gunnarsson President, K. W. Johannson; Vice-President, Dr. L. Sigurdson; Secretary-Treasurer, Emily Benjaminson; Adv’t Manager, S. Aleck Thorarinson. Subscripiion $10.00 per year — payable in advance TELEPHONE 943-9931 “Second class mail registration number 1667” Printed by: GARDAR PRINTING LIMITED BETEL STOFNUNIN SEXTUG Nú eru liðin 60 ár síðan nokkrar íslenskar konur Fyrstu lúterska safnaðar í Winnipeg tóku sig fram um að búa öldr- uðum löndum sínum samastað í fremur fátæklegum húsa- kynnum í borginni. Þá höfðu 40 ár safnast í landnámssögu Islendinga á þessum slóðum og þeir, sem ungir gerðust brautryðjendur í framandi landi, flestir komnir á efri ár, en sumir orðnir örvasa einstæðingar, sem hvergi áttu var- anlegt athvarf- Lítil eða engin efni voru fyrir höndum og í mörg hom að líta. Það var á öðru ári fyrri heimsstyrjaldarinnar og enginn gat fyrir séð hvað framundan lá- Kröfur, sem stríð- inu fylgdu komu tilfinnanlega við efnahag einstaklinga, og mörg líknarstörf byggðust aðallega á frjálsum fjárframlög- um almennings. Synir og soparsynir landnemanna börðust á vígvöllum erlendis, en kvenfélög og einstáklingar lögðu sig mjög fram um að senda þeim matvæli og skjólflíkur til að létta lífskjör þeirra eftir megni. Stjórnarvöldin höfðu öðru að sinna en því að hlynna að hinum öldruðu, enda slíkum félagsmál lítill gaumur gefinn á þeim árum. Því var ekki annað að leita um fjárstyrk til þessarra framkvæmda en til íslendinga einna, og aldrei hafa þeir verið jafn samhuga um nokkurt menningarmál og um stofnun þessa heimilis fyrir aldraða í Manitoba. — ís- lensk félög og einstaklingar gáfu fé eftir efnum og stund- um um efni fram, og varla verður tölu komið á samkorurn- ar, sem Kvenfélag Fyrstu lútersku kirkju hefur frá fyrstu tíð haldið til arðs fyrir Betel heimilin. Nú eru komin upp tvö stór og glæsileg Betel heimili, ann að á Gimli en hitt í Selkirk, og einnig hefur verið komið upp notalegum íbúðum með öllum þægindum fyrir aldraða á vegum stofnunarinnar. Nokkur undanfarin ár hefur Betelstofnunin notið nokk urs stuðnings hins opinbera, eins og aðrar samskonar stofn- anir í fylkinu. Samt hafa íslendingar enn mestan veg og vanda af rekstri hennar og þróun, og ekki verður annað sagt en að miklu hafi verið áorkað þessi 60 ár- Enda hafa margir ágætir atorkumenn beitt sér fyrir málinu frá upphafi og enn er Betelnefndin skipuð úrvals mannskap. Síðastliðið ár hefur nefndin staðið í því að gangast fyrír stofnun Betel heimilis í Winnipeg. Við könnun málsins varð henni Ijóst að brýn þörf er á slíku heimili, og þar sem nú teljast um það bil 30.000 manns af íslenskum uppruna í borg inni, virtist nefndinni að ekkert ætti að vera því til fyrir stöðu. Tók hún því ákveðna stefnu í málinu og hefur gengið rösklega fram í því að koma hugmyndinni í framkvæmd. Nú stendur á því einu að heilsumáladeild Manitobafylkis stjórnar taki tillit til rökfærslu nefndarinnar, fallist á til lögur hennar og veiti leyfi til að hefjast handa um byggingu heimilisins. Málið hefur gengið tregt fram að þessu, að sögn dr. George Johnson, er lét af embætti sem formaður nefndar innar á síðasta ársfundi 4. maí sl. Hann skýrði frá fundum, sem Betel nefndin hefur átt með hinum ýmsu nefndum er heyra undir fylkisstjómina og fjalla um málið. Þótt ekki hafi orðið ágengt upp að þessu, álýtur dr. Johnson að ekki megi láta standa við svo búið, heldur fylgja málinu fast fram við heilsumálaráðherra fylkisins og knýja hann til ákveðins svars. Síðan fyrsta Betel heimilið yar stofnað árið 1915, hafa 60 ár bæst við landnámssögu Islendinga í Vestur Kanada, en í sögu þeirra hundrað ára, sem safnast hafa frá lndnámstíð, munu fáir kaflar bera manndómi Islendinga betur söguna en kaflinn, sem geymist í skýrslum og fundargerðum Betel stofnunarinnar. C.G. GAMAN AÐ KYNNAST SEM FLESTUM SKEPNUM SKAPARANS Oftast nær þykir manni víst vænt um flestar skepn- ur skaparans að sjálfum sér meðtöldum, annars er hætt við að manni tækist ekki að halda heilum sönsum. Auðvitað hefur mannskepn an haft það á vitundinni frá ómuna tíð að hún sé meist- araverk skaparans og þetta stígur henni svo til höfuðs, að hún leyfir sér að kalla .aðrar samvistarverur sínar á jörðinni skynlausar skepnur og virða þær ekki viðtals. — En svo kemur það fyrir að þessar svokölluðu skynlausu skepnur haga sér svo skyn- samlega, að þær gera mann- skepnunni skömm til. — Þá verður framferði þeirra að skemmtilegustu blaðafrétt- um, og ef þessar söguhetjur væru læsar, myndu þær komast að því að þær eru öðru vísi en önnur dýr en það gæti orðið þeim dýrt spaug ef samfélag dýranna líkist mannfélaginu.- Til daemis var einu sinni skoskur hjarðhundur í Mani toba, sem sveikst um verkin sín til að hafa ofan af fyrir andanmgum á meðan móðir in þurfti að bregða sér frá til að ná eoinhverju í gogg- inn á þeim en faðirinn sinnti með öðrum blikum út í tjörn eins og hann hefði engu öðru að sinna. Kýmar kom- ust á beit í hveiti akrinum, svínin rótuðu } kartöflugarð inum og allt var í reiðuleysi, en hundurinn kærði sig koll óttann og húsbóndinn varð að gera sér þetta að góðu. Svo var írskur “terrier” í Saskatchewan, hreinræktað- ur veiði'hundur, sem á ekki að hafa annað fyrir stafni en að drepa moldvörpur og rottur og mýs, og allt þeirra skyldulið. Ikominn er ná- frændi þeirra, — það vita mannskepnumar, sem ala írska veiðihunda eins og þennan Mike til að reyna að útrýma þessum vesalings smádýrum af jörðinni. En Mike var alinn upp hjá konu, sem helst vildi lofa öllu að lifa. Þégar hann kom á heimilið var hún búin að laða íkorna á gluggakistuna hjá sér og raðaði þar hnet- um, sem hann sótti á hverj- um morgni- Ikorninn hét Salómon og vildi hafa vitið fyrir sér í öllu, en Mike var hara unglings hvolpur, alveg cheLmsvanur og datt ekki annað í hug en að íkominn væri kominn til að verða leikbróðir hans. Hann otaði trýninu að Salómon, dingl- aði rófunni og urraði ástúð- lega,' en Salómon misskildi hann, flaug á fótunum upp í hæstu grein á einu trénu og lét þar öllum illum lát- um. Mike svaraði fullum hálsi, urraði og gelti glað- lega og dinglaði rófunni í gluggakistuna. — Eftir viku varð Mike leiður á þessu þófi og fór að leika sér að boRanum sínum. Svo var það einn morgun- inn, þegar Mike sat í sól- skininu í gluggakistunni og húsmóðirin strauk hann og kiassaði. að Salómon þoldi ekki mátið, smellti sér niður á gluggakistuna og réifst eins og hann var vanur, en Mike dinglaði rófuni af öllu afli, eyrun titruðu og hann freistaði þess að kyssa Saló- mon á miðian hrygginn. — Salómon tók ekki þessum ástaratlotum með mikilli bH'ðu, ögraði hvolpnum með hárbeittum tönnunum og honnaði burt með hnetu í hvoftinum. Loks fór þó svo að Mike vildi ekki matast annarstaðar en við tréð þar sem íkorninn átti heima- — Húsmóðirin lét hnetumar í dallinn hans, en hann ýtti þeim út úr dallinum svo þær lentu alltaf við nefið á Salo- mon og hann tíndi þær upp á meðan Mike sleikti dallinn Svo var einu sinni mynd í blöðunum af ketlingum í British Columbia. — Þeir ó- hlýðnuðust móður sinni, græddu sárin á mús, sem hún ætlaði þeim að myrða og gerðu hana að ástkærri fóstursystur. — Kisu fannst víst timi til kominn að ketl- ingarnir færu að læra að bjarga sér, svo hún fann sér mús, tannlék hana lítið eitt, fór svo með hana heim og ætlaði ungviðinu að ljúka við verkið. — En músin var ekki nógu dauð og ketling- arnir tóku henni öðru vísi en þeim var ætlað. Þeir beittu hvorki tömium né klóm, heldur sleiktu hana og dekr- uðu við hana þangað til hún náði fullri heilsu. Fjölskyld- an.neitaði að gera sér mat úr músartetrinu, en létu hana standa hjá sér við mjólkur- skálina svo hún fengi að lepja með þeim- Svona lagað getur haft alv ar'egar afleiðingar í félags- skipulagi manna, katta, músa. Kettir og mýs fjölga kyninu mjög ótt og nú skyldu kettirnir ala ketling- ana upp við miskunsemi við allar mýs, þessa minnimátt- ar aumingja, sem öllum er illa við. Og mús sem er alin upp með köttum, lærir að elska þá og virða, svo erfa afkvæmin þetta hugarfar verða frjáls og ósmeyk við allt og alla. Þetta gæti orðið til þess að mýsnar erfðu ríki mannanna á jörgðinni, og það er ekki tilhlökkunarefni að þurfa að auðmýkja sig fyrir mús. En sátt og samlyndi er víst undantekning í dýraríkinu- Yfirleitt er líklega samkomu lagið eitthvað líkt og hjá okkur mönnunum. — Þau verða aldrei samtaka um það að leita réttar síns á jörðinni öll á sömu stund- inni og lukkunni sé lof fyrir það. Eg var alveg komin að því að sleppa spjallinu, því það liggur svo illa á Kolfreyju yfir öllu þessu flutnings- stússi- Hún segir að sér sé illa við svona lagað fjandans vesin, henni finnist að við hefðum getað staðið við leng ur en eitt ár á Portage Av- enue, það hefði einu sinni þótt nógu flott að hafast við hérna í Avenue bygging- unni alveg í miðri borginni. “Það var nú í gamla daga, Kolfreyja mín,” segi ég rétt sisona, „þá ferðaðist fólkið í hestakerrum um Portage Avenue og hestunum leiðist ekki að standa stundinni lengur á strætinu, því þeir vour alltaf svo kærulausir og ekki mátti gera aðalstræti borgarinnar að flór. Nú eru allir á bílum — mörg þús- und bílum ,sem þeir þurfa að geta parkað alveg við dyrnar hjá manni, en hvergi pláss til að parka á þessu fína Portage Avenue.” „Ja fjandinn fjarri mér,” hreytti Kolfreyja út úr sér, — “fjandinn fjarri mér, og ég á þar við bílana, en mér verður líklega slengt upp í einhvern þeirra og skrölt með mig alla leið upp á St. Anne’s Road. Betra væri að fá að búa hjá henni nöfnu minni upp í háfjalli á Fá- skrúðsfirði en að vera á þessu eilífðar flakki úr ein- um stað í annan og möl- brotna kannski á leiðinni.” „Æ vertu ekki að þessum illindum,” sagði ég, — „við verðum nú um kyrrt lengi lengi héreftir og þú reynir að venjast þessum breyting- um, þó þú sért orðin eldgam alt og úrelt hró ” Eg sé hálfpartinn eftir þvi að tala svona við hana, kerl- ingar angann, þvi ég veit vel hvað það er sem amar að henni .Við söknum báðar há- vaðans í vélunum, sem prent arinn skarkar á allan guðs- langan daginn. Prentsmiðj- an flutti nefnilega fyrir viku síðan, en við höfum orðið að hýma héma í deifð og tóm- læti, og heilabylgjumar bær ast ekki ef allt þetta blesaað skrölt og gauragangur í prentverkinu er þaggað nið- ur eða fært alveg frá manni. Eg veit að það hefur minnt Kolfreyju mína á 9kriðumar í fjöllunum á Fáskrúðsfirði. Eg fyrir mitt leyti er bara dauðadofinn í kollinum síð- an þögnin skall á. Á fimmtu daginn komumst við aftur í hávaðann og þá lifnar yfir okkur Kolfreyju.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.