Lögberg-Heimskringla - 10.09.1977, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1977, Page 5
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, LAUGARDAGINN 10. SEPTEMBER 1977 5 an um að tvennt væri nauð- synlegt, til að viðhalda þessu dýrmæta erfðafje. Annað var að Islendingar mynduðu nýlendu útaf fyrir sig en hitt að lijer í Ameríku væri gef- ið út túnarit á íslensku. — Þetta tvennt stendur í svo nánu sambandi hvað við ann að, að varla var hugsandi að annað gæti án hins þrifist”. Auk ávarpsins voru lög Prentfélagsins birt í fyrsta blaðinu. Prentsmiðjan var sett að Lundi við Islendinga- fljót, þar sem síðar heitir Riverton. Liggur sú byggð nyrst í nýlendunni, og mimu ýmsir hafa kosið að stöðvar prentsmiðju og blaðs hefðu verið að Gimli nær syðst í nýlendunni, þar sem þá var þegar einskonar miðsöð að rísa upp. En vafalítið hefir hér mestu ráðið, að bæði Sig tryggur og Jóhann Briem voru búsettir við Islendinga- fljót. Enginn ritstjóri er til- nefndur að 8 fyrstu blöðum Framfara, en fullvíst er, að Sigtryggur var ritstjóri þeirra, enda ritaði hann löng um mikið í blaðið. Með 9. tölublaði tekur Halldór Briem, frændi Jóhanns við ■ritstjórninni og hafði hana á hendi eftir það. Halldór var guðfræðingur að mennt, og hafði haft á hendi prests- þjónustu um skeið meðal Vestur-lslendinga. Hann var seinna kennari við Möðru- vallaskóla og fyrstu ár hans á Akureyri en síðar lengi bókavörður í Landsbóka- safni. Frágangur blaðsins má góð ur kallast, eftir því sem þá gerðist og stendur fyllilega jafnfætis blöðunum heima á Islandi, enda þótt leturskort ur hindraði nokkuð, en papp ír var lélegur, og hefir það ef til vill átt þátt i því, hve sjaldgæft blaðið er nú, varla meira en 4—5 heil eintök. — Upplagið var lítið, og kaup- endatala var mest um 600, þar af langmestur hlutinn í Ameríku. Neyðin meðal Islendinga í Canada, og svo mætti lengi telja. Þá er annáll eða tíð- indi frá nýlendunni í flest- um blöðum. Er þar rakin saga landnámsmanna frá degi til dags að kalla má. — Einnig eru fréttabréf úr öðr um nýlendum Islendinga hvarvetna í Vesturheimi, all ar götur suður til Brazilíu. Þá gleymir blaðið ekki að geta um hitt og annað, sem gerðist heima á gamla Fróni, almennar fréttir eru frá Canada, Bandaríkjunum og Norðurálfu. Viða er að finna leiðbeiningar og holl ráð til landnemanna um hitt og annað, er gæti komið þeim að liði í lífsbaráttunni. Fjallað er um ýmis málefni Islendinga austan hafs, grein ar um bókmenntir, kvæði, sögur, marglitt smælki og auglýsingar, sumar hinar Inga Goodrich og Gordon Glslason, g-jaldkeri, og vlnstra megin sést húsfreyjan, Marjorle, sem bar fundarmönnum kaffl og meölætl. — Paö hefur árelöanlega ekkl farlS svona vel um frumherjana, er þelr héldu fundi sfna fyrir 100 árum, enda mlkiB vatn runnlö tll sjávar frá þelm tíma. Af Framfara komu út tveir árgangar. Fyrri árgang urinn, 10. september 1877 til 7. september 1878, var 37 blöð ásamt titilblaði og efnis yfirliti, hvert blað 4 síður, eða alls 146 blaðsíður. Síð- asta blað árgangsins kallast aukablað við nr. 36. Annar árgangur hófst 5. október 1878, og kom síðasta blað hans út 30. janúar 1880. — Hann varð alls 38 blöð einn- ig með efnisskrá og titilblaði eða 152 blaðsíður. Þannig eru báðir árgangarnir sam- tals 298 blaðsíður. Framfari kom að jafnaði út þrisvar í mánuði. — Prentarar voru tveir Jónas Jónasson bróðir Sigtryggs og Bergvin Jóns- son. Auk hinna 75 tölublaöa Framfara gaf svo Sigtrygg- ur Jónasson út eitt blað 10. apríl 1880. Bar það sama nafn og var prentað á sama stað. Ekki taldi Sigtryggur það þó heyra til hinum eigin leea Framfara, þvi að hann fari var liættur að koma út, og kallaði þetta blað, sem var jafngildi af 1 númeri af “Frf” sama nafni en setti enga tölu á blaðið. — Þetta blað telst því i rauninni alls ekki með “Frf” proper”. En hvert var nú efni þess- ara sjötíu og fimm tölublaða Framfara? Það leikur ekki á tveim tungum, að það er býsna fjölbreytt, þegar hin- ar fátæklegu aðstæður, sem það bjó við eru hafðar í huga, en ljóst er, að sífellt var keppt að því að koma sem mestu efni fyrir í hverju blaði. Fyrst ber að nefna margar mjög merkileg ar greinar, flestar eftir rit- stjórana, um framfara- og menningarmál nýlendunnar. við Winnipegvatn. Þar má geta t.d.: Þegar Nýja Island “gerðist sjálfstætt ríki. — Búnaðarskýrslur Nýja-ls- lands. — Hvað næst liggur. — Vatnaleiðin kringum Is- lendingabyggð. — Islenskt þjóðemi og Nýja-ísland. — Hér sltja þetr ( hunsrum Amason og Binar Arnason. segir svo i bréfi til Eggerts Jóhannssonar í Winnipeg 20. des. 1889, sem svar við fyr- irspurn. „Framfari hætti þegar 2. árg. var á enda, og ekkert kom út af hinum þriðja. Jeg gaf sjálfur út á minn kostn- að eitt blað eptir að Fram- Ágrip af sögu Norðvestur landsins, en svo hét, sá hluti Canada, sem nýlendan heyrði til. — Leiðbeiningar fyi'ir Vesturfara. — Eru Is- lendingar bornir til ævar- andi hungurs og harm- kvæla? — Ýmislegt um II m 4-1 , , I „ l\T t r, I rt 1 rt m rtft nessar myndir voru teknar nýlega á fundt útfráfustjómar Lögbergs- Heimskrlng-Iu. Fundurlnn var haldinn hjá formannl stjórnarinnar á WIIIow Island við Glmli, og mun þaö vera f fyrsta skiptl f mörg ár, sem stjómarfundur er haldlnn í Nýja Islandl, hafl þaö þá nokkum tíma veriö gert tU þmi hægri er Iiljm Amason. skemmtilegustu. — Mest af þessu er á íslensku, en þó er í flestum tölublöðum efnis- ágrip þess á ensku og land- nemar hvattir til að læra tungumál þarlendra manna og semja sig að siðum þeirra og háttum. Ótalinn er þó þáttur sem fyllir mikið rúm, en það eru deilumál sem upp komu með al Vestur-lslendinga og sér- staklega snerta trú- og kirkjumál, en harðar deilur um þau efni komu snemma upp og voru háðar of ofur- kappi á báða bóga. Ollu þær miklum flokkadráttum og klofningi meðal manna, og gréri þar seint um heilt. — Deilugreinar þessar fylla mikið rúm i blaðinu, svo að stundum voru þær meira en helmingur af lesmáli þess, þótt með smáu letri væru settar. Teljá sumir að greið- ur aðgangur deiluaðila að prentuðu blaði hafi jafnvel aukið á biturleikann og flokkadrættina. Þegar öllu er á botninn hvolft er efni blaðsins hið merkasta, bæði i sér sjálfu og sem heimild um sögu og hugsunarhátt manna þar vestra. Við lestur þess verð- ur hver og einn drjúgum fróðari um, hvað gerðist í fyrstu nýlendu Islendinga i Vesturheimi, baráttu fólks- ins fyrir lífi sinu og tilveru, þrautseigju þess og dugnaði. Væri skarð fyrir skildi um þekkingu okkar á frumsögu landnámsins, ef Framfara hefði ekki notið við. Það er á enga lund ofmælt er Þor- steinn Þ. Þorsteinsson segir svo i Sögu Islendinga í Vest- urheimi III bindi: — “Þótt Framfara sé í sumu áfátt, er hann þó að ýmsu leyti með kjarnbeztu blöðum, sem út liafa komið á íslensku, og mun æ merkilegri þykja eftir því sem lengra líður. — Er hann eitt þarfasta og merk- asta happaverk íslenskrar þjóðrækni, er landar hafa unnið vestan hafs, sem aldr- ei verður of vel metið.” — Þessum dómi verður trauðla hnekkt. En Framfari varð skamm- lífur. Margt bar til að svo varð. Kaupendatala var lág, og áskriftargjöld greiddust seint, sumt aldrei, meira að segja sjálf, hlutafjárloforðin efndust illa, og sum voru aldrei goldin að fullu. Þeir sem lagt höfðu fram fé til stofnunar og reksturs blaðs- ins töpuðu á því og mest þeir, sem höfðinglegast höfðu af mörkum lagt, og voru það einkum stjórnar- menn Prentíélagsins. — Það var því engin furða þó að þeir gæfust upp. Guðlaugur Magnússon vestur-íslenskur fræðimaður, sem skráð hef- ur upphaf landnámssögu Is- lendinga í Nýja-Islandi, sem birtis í Almanaki Olafs. S. Thorgeirssonar 1899, kemst svo að orði um endalok Framfara: „Deilur og flokkadrættir í Nýja-íslajidi út af nýlendu- málum, trúmálum og nærri öllu mögulegu, steypfcu blað- inu eins og byggðinni að mestu leyti, en svo voru Is- lendingar líka of íámennir til að halda uppi blaði. Þann- ig leið hið fyrsta íslenska blað, sem stofnað var hjerna megin hafsins undir lok.” Það er raunar ekki i fyrsta sinn, sem flokkadrættir með al íslendinga hafa orðið nyt- semdarmálum að fjörtjóni. — En þó að saga Framfara yrði ekki löng, vann hann og útgefendur hans stór- merkilegt menningarstarf á mörgum sviðum. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson segir “að blaðið sé sómi minningu þeirra rnanna, er það stofn- uðu og máske óbrotgjarnasti bautasteinn landnámsins.” — Þau orð mega vel geymast. En mestan hróður á Fram- fari þó fyrir það, að hann bjargaði frá glötun frum- þáttum úr sögu íslensku landnemanna í Canada, og í þau spor mun seint fenna. Akureyri, 10. sept. 1977

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.