Lögberg-Heimskringla - 25.01.1980, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 25.01.1980, Blaðsíða 1
LÖGBERG Stofnað 14. iaaúar 1888 n ö 1 a 'oanki í o 1 and 3 öa 1 :-kri ■ oí’a ÍÍO,, úiV lánd Prescrves Heritage — Assures Fuíure íThpríT- - A, HEIMSKRINGLA Stofa^ð 9. aeptomber 1886 etmökríngla ■* L ‘ MnaMMMMMUfeKláCMBfcíMMÁúaaBAl 94. ARGANGUR Winnipeg, föstudagur 25. janúar, 1980 NUMER2 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON FLYTUR FYRIRLESTRA VIÐ MANITOBAHÁSKÓLA SLYS í SKAMMDEGINU Prófessor Sveinn Skorri Höskuldsson flutti tvo fyrir- lestra um íslenskar nútíma- bókmenntir við Manitóbahá- skóia þann 14. og 15. janúar sl. Fyrri fyrirlestur prófess- orsins fjallaði um íslenskar skáldsögur frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar en hinn síðari um Gunnar Gunnars- son og Þýskaland. ur hcr í W'nnipeg. — Hann dvaldict hér veturinn 19601 61 sem styrkþegi Canada Council. Vann hann þá aðailega að rannsóknum á œvi og störf- um Gests Páksonar, sem var einn af þekktari rithöfund- um íslenskum á 19. öld. Af- raksturinn af þeirri dvöl ’varð tveggja binda verk um Sveinn Skorri Höskuldsson Báðir fyrirlestrarnir voru frábærlega vandaðir og vel sóttir. Þótt snjóalög væru og janúarveður, lét fólk það ekki á sig fá, og komu sumir langar leiðir utan úr borg og byggð bæði kvöldin. — Ein- hvem veginn er meiri þrótt- ur nú í Islendingafélögunum í Manitoba en verið hefur lengi. Það er með ólíkindum hve margir leggja nú stund á íslenckunám, ekki endilega í formlegum skólum heldur einnig í helmahúsum. Hér í Winnlpeg eru ýmsir náms- flokkar. Fólk kemur saman, rifjar upp íslensku, les góða texta. Gaman var að fylgjast með áheyrendum prófessors Sveins Ckorr , sem svo marg ír oru -f íden kum ættum. Aðspurður kvað Sveinn Skorr’ þ ð h-'fa kornið sér skemmtilega á óvart hve vel lifði hér enn áh.ugi á íslensku og isíen'kurn bókmenntum. PrófessorxSveinn Skorri er hvork! ókunnugur né ókunn- Gest, ein nákvæmasta og vandaðasta rannsókn sem nokkru sinní hefur verið gerð á íslenskum höfundi. Skömmu eftlr Winnipeg- dvölina gerðist Sveinn Skorri lektor i íslensku við Uppsala- háskólann í Svíþjóð. Vann hann þar gagnmerkt starf, kenndi f jölda stúdenta, rann- sakaði og gaf út. Eftir sex ára dvöl í Sviþjóð gerðist hann lektor í nútímabók- menntum við Háskóla Is- lends. Varð síðar prófessor í greininni og um skeið forseti heimspekideildar háskólans. Þess var getið í kynningar orðum um hann við Mani- tóbaháskóla að hann væri einn þeirra manna sem dyggi legast hefði að því unnið hin síðari ár að flytja Háskóla Islands nær þjóðinni en áður var. Er það ekki ofmælt. — Oft er að því fundið að há- skólar verði eins konar fíla- beinstumar fjarri líðandi stund og hennar iðandi mann lífi. Sumir bókmenntaprófes- sorar fylgja til að mynda þeirri reglu að ræða ekki nema verk þeirra höfunda sem löngu eru horfnir af sjónarsviðinu. Öhlutlægt mat þarfnast fjarlægðar í tíma, segja menn. — Prófessor Sveinn SkoiTi hefur þó ekki fylgt þessari reglu. Fyrir- lestrar hans við Manitóba- háskóla fjölluðu um íslenska bókmenntaþróun hina síðari áratugi og gáfu einkar skýra mynd af andlegri heilsu þjóð arinnar eins og hún er nú í dag. Vestur-lslendingar eru trygglyndi sinum íslenska arfi. Hér má einlægt reiða sig á það að fyrirlesarar um íslensk efni verði ekki látnir tala yfir auðum bekkjum. — Heimsókn prófessors Sveins Skorra að Manitóbaháskóla bar þvi glöggt vitni að hér um slóðir þyrstir margan í fróðleik um íslensk efni. 1 Tímariti Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Vesturheimi má fá glöggt yfirlit um heim sóknir íslenskra mennta- manna til Vesturheims. Frá stofnun Þjóðræknisfélagsins 1919 voru heimboð af þessu tagi höfuðmarkmið. Var þá venjan að gestir flyttu fyrir- lestra viða inn byggðir. Um árabil áttu íslenskudeildin við Manitóbaháskóla og Þjóð ræknisfélagið samvinnu um heimboð og farnaðist vel. — Sumarið og haustið 1975 ber þó hæst í sögu þessara menn- ingarsamskipta. — Á þessu sviði höfum við víslega verk að vinna á komandi árum. 1 fréttum frá Islandi kennir bæði slæmra hluta og góðra. 1 skammdeginu urðu mörg slys. Eitt versta óhappið varð á Mosfellsheiði þar sem smáflugvél hrapaði til jarðar með fullfermi fólks. Svo var þó hamingjunni fyrir að þakka að allir lifðu af. Þyrla kom þegar á slysstað með tvo lækna innant>orðs. Var fólki þegar komið fyrir í þyrlunni, en eftir að hún hóf sig á loft hrapaði hún líka. Má furðu gegna að þau ósköp lifðu all- ir af. Höfðu flestir þá lent í tveim flugslysum á örskömm um tíma. Lx>ksins var hinum slösuðu ekið til Reykjavikur í sjúkrabílum og mun að- hlynning lækna hafa borið góðan árangur. ÚTGÁFA BÖKA Stjórnarkreppa hefur varað lengi í landinu, en andlegt lif virðist öflugt. Mikill sægur bóka kom út fyrir jólin. Er ekki rúm hér til að tíunda það allt. Útgáfa Hannesar Péturssonar um Jónas Hall- grímsson og útgáfa Kristj- áns Karlssonar á ljóöum Ein ars Benediktssonar lofa þó góðu úr f jarska vegna greind arlegra athugasemda við ljóð þessara tveggja skálda. Fyrsta bindið, sem eitt er út komið af ævisögu Stein- gríms heitins Steinþórssonar er gagnmerkt. Steingrímur tók virkan þátt í íslenskum stjórnmálum um áratugabil bæði sem ráðherra og þing- maður. Gerir hann i ævisögu sinni grein fyrir samstarfs- mönnum sínum og eru þær persónulýsingar hans mjög í ætt við Islendingasögur hin- ar fornu. Nokkrir fræðimenn gáfu út allstóra bók um Snorra Sturluson. Þar er m.a. rit- gerðin Hvernig var Snorri í sjón? Varla er þó við þvi að búast að við eignumst góða mynd af gamla manninum i bráð. — Þó eru til allgóðar myndir af öðrum Islending- um teknar á miðilsfundum og því ekki loku fyrir það skotið að nokkrir drættir í andliti Snorra eigi enn eftir að skýrast. Líklega hafa aldrei komið út jafn margar skáldsögur fyrir jól og nú og bar þar mest á hinum- ungu höfund- um, jafnt konum sem körl- um. ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR í SVÍÞJÓÐ Sænsk-íslenska félagið í Gautaborg hóf útvarpssend- ingar á íslensku þann 25. desember sl. 1 félaginu er hálft sjöunda hundrað með- lima og annast það útgáfu blaðsins Islands-Posten, sem hóf göngu sína í nóvember CALL BACK YESTERDAY by Hrund Skúlason See page 4 sl. Er ritið bæði á sænsku og íslensku. 1 fyrstu útvarps sendingunni voru leikin ís- lensk jólalög og flutt ávarp frá forseta Islands, herra Kristjáni Eldjárn, og að loknu ávarpi forsetan$ var þjóðsöngurinn sunginn. ENN DRAGA FLUGLEIÐIR SAMAN SEGLIN Mil ' breytingar hafa orð- ið á kstri Flugleiða. Frá og n^o 1. janúar og 1. apríl í ár mun félagið segjá upp 24 flugmönnum, 16 flugvél- stjórum, 52 flugfreyjum, 16 flugvirkjum og rúmlega 30 öðrum starfsmönnum. Islensk blöð kalla þennan mikla niðurskurð skelfileg tiðindi sem komið hafa á ó- vart þótt vitað væri að rekst- ur Flugleiða væri erfiður.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.