Lögberg-Heimskringla - 15.02.1980, Side 4
4
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 15. febrúar 1980
Högberg- ijrtmakrmgla
Published every Frlday by
LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
* EDITOR: Haraldur Bessason
ASSISTANT EDITOR: Margrét Björgvinsdóttir
PRESIDENT: T.K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
Typesetting, Proof reading and printing Gardar Printing Limited
Subscription $15.00 per year PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
KVIKMYNDIR
Eins og getið er á öðrum stað í þessu þlaði verða þrjár
nýjar íslenskar kvikmyndir frumsýndar á íslandi í
vetur. Fór taka þeirra fram að mestu á síðastliðnu ári.
Ein kvikmyndanna er gerð eftir sögu Indriða G. Þor-
steinssonar, Land og synir, en hinar tvær samdar sem
‘ kvikmyndahandrit. Gerð þessara mynda er að öllu
leyti í höndum íslendinga.
Á síðastliðnu sumri voru einnig gerðar tvær sjón-
varpsmyndir á íslandi. Kvikmynduð var saga Halldórs
Laxness Paradísarheimt. Munu Norðurlönd og Þýzka-
land í sameiningu bera kostnað af því verki. Var hluti
þeirrar myndar tekinn í Utah og flestir leikarar ísiensk
ir. Ennfremur var gerð bresk sjónvarpsmynd í prem
þáttum eftir skáldsögu Desmond Bagley, Út í óvissuna
og fór taka þeirrar myndar að mestu fram á íslandi,
enda sögusviðið íslenskt. Margir íslenskir leikarar
komu fram í þessari mynd auk þeirra bresku, og eitt af
aðalhlutverkunum var fengið íslensku leikkonunni
Ragnheiði Steindórsdóttur. Sýningar á þessum sjón-
varpsþáttum standa nú yfir á íslandi. Má vera að fleiri
íslensk afrek hafi verið unnin á sviði kvikmyndagerð-
arlistar á sl. ári en fréttir af þeim ekki borist okkur
hér til eyrna.
Við íslendingar höfum alltaf talið okkur listelska
þjóð. Má sem dæmi um það benda á þær fjölmörgu
myndlistasýningar sem haldnar eru árlega á íslandi.
Bækurnar flæða á markaðinn, eru keyptar og lesnar.
Leikhúsin taka hvert verkið á fætur öðru til sýningar
og oftast fyrir fullu húsi. Haldnar eru listahátíðir og
þá heimsækja landið helstu listamenn heims. Og nú
stendur yfir kvikmyndahátíð á íslandi, sú önnur í röð-
inni, ef ég man rétt. Sú hin fyrsta var haldin fyrir
tveim árum. Vakti hún mikla athygli landsmanna og
ekki voru allir á eitt sáttir um val kvikmynda á þeirri
hátíð, en það er önnur saga.
Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir framleiðslu
þeirra kvikmynda, sem getið var um í upphafi þessa
máls, vegna þess að til skamms tíma hefur kvikmynda-
gerðarlist verið afskipt á íslandi. Menn og konur hafa
lagt á sig langt og kostnaðarsamt nám erlendis en við
heimkomu hafa verkefnin verið fá sem þeim hafa boð-
ist.
Kvikmyndataka er kostnaðarsöm og virtust ráða-
menn þjóðarinnar gefa henni lítinn gaum. En nú hefur
skilningur stjórnarvalda vaxið og má ætla að íslensk
kvikmyndagerð eigi eftir að þróast og dafna.
En fleiri hafa stundað kvikmyndatökur á Islandi
en Islendingar og samstarfsmenn þeirra erlendir. —
Komið hafa til landsins hópar kvikmyndatökumanna
víðsvegar að úr heiminum og notað íslenskt lanclslag í
myndir sínar. Þá vaknar sú spurning hvort íslendingar
eigi ekki einir að sitja að sínu landslagi. M.B.
FRÁ ÍSAFIRÐI TIL MINNEAPOLIS
— Guðrún Jörundsdótfir ræðir við Margréti Arnar —
Alltaf er eitthvað um að Islendingar flytji af landi burt og setjist
að erlendis, þó að ekki sé það neitt í líkingu við það sem gerðist
fyrir og um síðustu aldamót. Þau hjónin Örn og Margrét Arnar til-
heyra þeim hópi Islendinga sem setzt hafa að í Bandaríkjunum á
síðustu árum. Örn er Reykvíkingur að ætt og uppruna. Hann lauk
læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1959 og hélt strax utan til
framhaldsnáms í skurðlækningum. Margrét, kona hans, er aftur á
móti frá ísafirði. Hún lærði þar á píanó hjá Ragnari H. Ragnar sem
um skeið bjó í Winnipeg. Síðar stundaði Margrét frekara nám í
píanáleik' við Tónlistarskólann , Reykjavík. Þau hjón búa nú í Min-
neapolis þar sem Örn stundar hjartaskurðlækningar. Lífið í banda-
rískri stórborg hlýtur að vera talsvert frábrugðið því sem gerist í
vestfirsku sveitaþorpi og taldi ég því að gaman væri að hafa tal af
Margréti og spyrja um hagi hennar og hvernig hún hefði aðlagazt
nýjum lifnaðarháttum.
Dálítið erfitt í byrjun
„Ég hef alltaf kunnað vel við
mig hérna í Minneapolis”,
sagði Margrét, eða Maddý
eins og vinir hennar kalla
hana. „Fyrsta árið, sem ég
var héma, vann ég við
gluggaútstillingar í Dayton’s
sem er eitt stærsta vöruhús-
ið hérna. — Eg hafði lært
gluggaútstillingar í Kaup-
mannahöfn og unnið við það
m.a. í verslunarsamstæðunni
iCjörgarði í Reykjavik. Starf
ið hérna var talsvert öðru-
visi en ég hafði vanizt, en
það var skemmtilegt og ég
lærði mikið. Sérstaklega fór
mér fram að tala ensku. Eg
hætti svo að vinna þegar
Anna, elzta dóttir mín fædd-
ist. — Bertni og Rannveig
fylgdu svo fljótt á eftir; Lif-
ið var auðvitað mjög erfitt
og oft talsvert einmanalegt,
þar sem örn var í erfiðu
námi og oft að, heiman á
vöktum. Mér var mikil hjálp
í því, hve konur læknanna
héldu mikið saman. Við borð
.uðum alltaf hádegismat sam
an einu sinni í mánuði og
fengum oft ræðumann til
I þess að tala um eitthvert á-
kveðið efni. Svo var haldið
skemmtikvöld þrisvar í mán
uði, þar sem eiginmönnum
var boðið með.
Frá Minneapolis til
Húsavíkur
Við ætluðum alltaf að flytja
heim til íslands aftur. Þar
sem öm fór í enn frekara
sérnám í hjartaskurðlækn-
ingum dróst að við færum
heim þangað til í janúar ár-
ið 1970. Þá höfðum við ver-
ið hér í tíu ár. Á Islandi er
það í lögum, að læknum er
gert að vinna um skeið úti á
landsbyggðinni sem héraðs-
læknar, áður en þeim er veitt
endanlegt lækningaleyfi. Er
á þennan hátt reynt að leysa
úr skorti á héraðslæknum. —
örn hafði aldrei lokið hér-
aðsskyldunni og gerðist fyrst
héraðslæknir á Húsavík. Síð-
an fluttum við til Reykjavík-
ur og örn fór að vinna á
Landakotsspítala. Þá vorum
við komin með fjögur börn Children’s Health Centre. —
og mikið að gera. Þessi tími Við gerðum ýmislegt til þess
á Islandi var mjög skemmti- að afla péninga fyrir spital-
legur bæði fyrir mig og ann. M.a. héldum við basar
börnin. Þau lærðu að tala ís- einu sinni á ári og er það
lenzku, og þau eignuðust vini einn hinn stærsti basar sem
heima á Islandi, sem þau haldinn er í Bandarikjunum.
eiga enn. Við vorum á Is- Eg hef einnig verið meðlim-
landi í tvö og hálft ár. Þá á- ur í Hennepin County Medi-
kváðum við að flytjast aftur* cal Society. Einn helzti til-
til Bandaríkjanna. örn fékkjl gangur þess félags er fjár-
ekkert starf við sitt hæfi öflun til styrktar læknisfræði
heima þar sem opnar hjarta- legum málefnum. 1 fyrra tók
aðgerðir eru ekki gerðar á Um við t.d. á leigu Radison
Islandi. Eftir að hafa eytt hótelið hér í Minneapolis og
svona mörgum árum í þessa_ héldum þar tízkusýningu. —
sérgrein vildi hann helzt Við unnum að þessu á marga
vinna við hana. Við kunnum mánuði og ég hafði mjög
samt vel við okkur heima, en gaman af að taka þátt í
okkur hafði alltaf liðið vel þessu.
hérna líka. Börnin voru það
ung þegar við fluttum að Alltaf að kynna Island
þetta skipti ekki svo miklu Eg er eins og aðrar íslensk
máli fyrir þau. örn er hér í ar konur alltaí að kynna Is-
félagi með nokkrum öðrum land. Eg sýni skuggamyndir
hjartasérfræðingum og hon- og tala um Island i skóium
um likar vel starfsaðstaðan og i kirkjum. Eg hef líka tek
hérna. Fyrst framan af höfð- ið þátt í að setja upp sýning-
um við dálitla heimþrá. Þá artás um ísland á „The
Maddý — tónlistin I fyrirrúmi.
var líka talsvert af Islending
um hérna og við héldum mik
ið hópinn. En eftir því sem
árin líða finnst okkur við
eiga meira heima hér.
Meiri sjálfboðavinna hér en
heima á fslandi
Ég dáist mjög að þvi hve
margar konur hér leggja
mikið á sig til þess að styrkja
ýmis málefni sem þær hafa
áhuga á. Sérstaklega er mik-
ið um sjálfboðavinnu í sam-
bandi við spítala og skcla. —
Eg vann t.d. í þrjú ár við
Festival of Nations” og um
hver jól set ég upp íslenskt
jólaborð í „The Swedish
Institute”. Það háir okkur
við svona sýningar að hér i
Minneapolis er engin verzlun
meo ísienzka muni. Við verð-
um að íá a'iit ssnt frá íslundi
eoa sýna einungis rnuni og
fatnað, sem við eigum sjálf-
ar.
Eg er svo heppin að eiga
góöa vinkonu af norskum
ættum, Hildi Norman. Hún
er mjög góð söngkona og
stund^öi m.a. söngnám j.