Lögberg-Heimskringla - 05.06.1981, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 05.06.1981, Blaðsíða 2
2-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1981 Ur fréttaskeytum frá Islandi Stofnuð hafa verið í Reykjavík samtök um frjálsan útvarpsrekstur. * * * Mjög slæmt ástand er á leiguíbúðamarkaði í Reykjavík. Um 400 húsnæðislausir eru nú á skrá hjá leigjendasamtökunum og annað eins hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar. * * * Erfiðlega mun horfa með atvinnu- mál skólafólks á íslandi í sumar. * * * Um miðjan maímánuð útskrifaði Menntaskólinn á Egilsstöðum sína fyrstu stúdenta. * * * Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld hefur verið kjörinn formaður Bandalags íslenskra listamanna og tekur hann við af Thor Vil- hjálmssyni, rithöfundi. * * * Samkomulag hefur tekist milli Norðmanna og íslendinga í Norsk- Islensku fiskveiðinefndinni um að veidd verði 700 þúsund tonn af loðnu í sumar og vetur. Norðmenn fá 82.615 tonn en íslendingaj 617,385 tonn. * * * Sinfoníuhljómsveit íslands var síðari hluta maímánaðar í Austurríki og hélt þar nokkra tónleika. Fyrr í mánuðinum kom hún fram á listahátíð í Wiesbaden. * * * Þess er minnst um þessar mundir að fyrstu framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn hófust fyrir 125 árum. * * * Jón Gauti Jónsson, landfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs. * * * Sverrir Hermannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lét að því liggja í umræðu í Neðri deild um stjórnar- frumvarp til laga um raforkuver, að hann kynni að láta á það reyna með vantrauststillögu, hvort stefna Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra í orkumálum og Gunnar Ormslev látinn Gunnar Ormslev Nýlátinn er í Reykjavík þjóðkunn- ur hljómlistarmaður Gunnar Orm- slev rúmlega fimmtugur að aldri. Hann var frábærlega fjölhæfur á sínu sviði, viðurkenndur jazzleikari á íslandi og víðar og auk þess flyt- jandi sígildrar tónlistar sem meðlimur Sinfoníuhljómsveitar íslands. Gunnar Orlmslev varð vel kunn- ugur Manitóba Islendingum fyrir nokkrum árum þegar hann kom hingað með Lúðrasveit Reykjavíkur. Eignaðist hann hér þá marga kunng- ingja og vini. Lögberg-Heimskringla vottar ættingjum hans dýpstu samúð. stóriðjumálum nyti þingmeirihluta á Aiþingi. * * * Ríkisstjórnin hefur heimilað hækkun á húsaleigu allt að 44 prósentum fyrir tímabilið frá október s.I. fram í maí. Hafi húsaleiga t.d. verið hækkuð um 24 prósent á umræddu tímabili er óheimilt að hækka hana nú um meira en 20 prósent. Gullbrúðkaup Þau Guðrún og Gunnlaugur Martin áttu fímmtlu ára brúðkaupsafmæli þann 23. maí, s.l. Þau voru bæði fædd og uppalin í Nýja íslandi, áttu heima á Hnausum, í Winnipeg og fluttust þaðan til Gimli. Börn þeirra eru fjögur en bar- nabörnin fimmtán. L.H. óskar þeim hjónum til hamingju með afmælið. Viðskiptaráðherra upplýsti í eldhúsdagsumræðum að þjóðar- framleiðsla hefði vaxið um 2.5 pró- sent á s.l. ári. Þjóðartekjur um 1.2 prósent, en viðskiptakjörin gagnvart útlöndum hefðu hins vegar verið 12 prósentun lakari en árið 1978. * * * Tap á rekstri flugfélagsins Arn- arflugs s.l. ár nam 79 milljónum gamalla króna. Leskaflar í íslensku handa byrjendum XX The declension of the numeral fjórir (four) is as follows: Masc. Fem. Neuter Nom. fjórir fjórar fjögur Acc. fjóra fjórar fjögur fjórum fjögurra In this lesson we also include the conjugation of the verb líta (look, see) in the present and past tense indicative, as an example of strong verbs, which are characterized by a change of the stem vowel in different forms of the verb: Pres. Past Sing. ég lít þú lítur hann (hún, það) lítur Plur. við lítum þið lítið þeir (þær, þau) líta ég leit við litum þú leist þið lituð hann (hún, það) leit þeir (þær, þau litu) Translate into English: Tvisvar tveir eru fjórir. Gömlu hjónin eiga átta börn, fjóra syni og fjórar dætur. Ég kom heim með fjórum vinum mínum til fjögurra daga dvalar. Hann kaupir fjögur dagblöð. Ég lít á dagblaðið, en þú lítur á bókina. Við lítum út á sjóinn, en þið lítið í aðra átt. Þeir líta aldrei hingað. Hann leit upp í himininn, en þú leist niður á jörðina. Við litum á kýrnar, en þið lituð á hestana. Þau litu inn í bæinn. Vocabulary aðra, other aldrei, never á, at, here with acc. átt, fem., direction, acc. sing. átta, eight bókina, fem., the book, acc. sing of bók bæinn, masc., the farm, farm- house, acc. sing. of bær börn, neut., children, acc. plur. of barn daga, masc., days, gen. plur of dagur dagblaðið, neut., the daily news- paper, acc. sing. of dagblað dagblöð, dailies, acc. plur. of dagblað dvalar, fem., stay, sojourn, gen. sing af dvöl dætur, fem., daughters, acc. plur. of dóttir gömlu, neut., old, nom. plur. of gamall hestana, masc., the horses, acc. plur. of hestur himininn, masc., the sky, heaven, acc. sing. of himinn hingað, hither, here inn í, into jörðina, fem., the earth, ground, acc. sing. of jörð kaupir, buys, pres. md. of kaupa kýrnar, fem., the cows, acc. plur. of kýr niður á, down on sjóinn, masc., the sea, acc. sing. of sjór syni, masc., sons, acc. plur. of sonur til, for, with gen. tvisvar, twice upp í, up into, with acc. út á, out on, with acc. vinum, masc., friends, dat. plur. of vinur

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.