Lögberg-Heimskringla - 02.10.1981, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 02.10.1981, Blaðsíða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981 Ritstj órnargrein Ritstj ór askipti Fyrir rúmri öld gáfu- íslenskir landnemar í Nýja íslandi út fyrsta vesturíslenka vikublaðið og kölluðu það Framfara. Nokkrum árum seinna hóf svo Leifur göngu sína í Winnipeg en hvorugt þessara blaða lifði lengi. Frímann Anderson, sá mikli athafnamaður, hélt uppi merki íslenskrar blaðaútgáfu í Winnipeg og stofnaði Heimskringlu árið 1886. Tveimur árum seínna var síðan fyrsta eintakið af Lögbergi gefið út og dugðu bæði vel. Eftir nokkurra ára erfiðleika sáu útgef- endur sér þann kost vænstan að sameina blöðin og var það gert árið 1959. Það gefur auga leið að margir hafa þeir verið ritstjórarnir í heila öld. Ýmist voru þeir fengnir frá íslandi eða valdir úr röðum Vestur Islend- inga. Þessum ritstjórum var vitaskuld tekið misjafnlega, sumir þeirra áttu erfitt uppdráttar, aðrir voru í miklum metum hafðir. Það er Öllum er kunnugt að á undanförnum áratugum höfum við byggt upp nýtt þjóðfélag. Við höfum endurnýjað skipastólinn. Við höfum vélvætt sveitirnar. Við höfum nánast endurnýjað allan húsakost landsmanna. Við höfum innleitt samfélag lífsgæða sem á fáa sína líka. Þetta og margt fleira höfum við gert á árunum frá stríðsbyrjun og til þessa dags. En við höfum einnig fórnað miklu fyrir þessa velmegun. Við urðum meðal annars að gjörbreyta þjóðfélaginu og flestum grunnein- ingum þess. Bændaþjóðfélagið leið endanlega undir lok. Stórfjölskyldan hvarf og kjarnafjölskyldan tók við. Stór hluti þjóðarinnar varð að tileinka sér nýja lífshætti. Unga fólkið tileinkaði sér • nýja hug- myndafræði og nýtt verðmætamat. Eldri kynslóðin missti hinsvegar þá rótfestu sem hún hafði haft um aldir. Það er þessi kynslóð sem fór ólíklegt að eftir nokkrum ritstjóra hafi verið beðið með eins mikilli eftirvæntingu og Gesti Pálssyni en hann varð ritstjóri Heimskringlu árið 1890. Gestur hafði, þegar hér var komið sögu, dvalið í Kaup- mannahöfn við nám, ritstýrt Þjóðólfi og Suðra í Reykjavík, skrifað sögur og ort ljóð. Heims- kringla hafði auglýst komu hans vel og þegar Gestur steig af lestinni l l'. júlí, 1890, var margt um manninn á brautarstöðinni. Jóhann Magnús Bjarnason, skáld, orti meira að segja til hans lofkvæði sem síðar var birt í Heimskringlu. Upphaf þess er svona: Þei! - Þar kemur eimreiðin yfir um Rauðar-á beljandi, blásandi brunandi, másandi ferðhraða eimlestin sem flytur vorn Gest. Með lest þessari var nokkuð stór hópur útflytjenda frá íslandi og biðu Hrafn Sæmundsson, Reykjavík. verst út úr öllu þessu umróti. Það er vegna þessarar eldri kynslóðar sem ég reyni að skírskota til samvisku okkar. Meðan við vorum að byggja upp því bæði ættingjar og vinir spenntir á brautarstöðinni í Winnipeg. í Lesbók Morgunblaðsins, 8 tbl. 1941 ritaði Gunnar M. Magnúss grein um Gest sem kölluð er Síðustu æviár Gests Pálssonar. Grein þessi er byggð á frásögn Ólafs ísleifssonar í Þjórsártúni. Ólafur segir svo frá. ''Já, það var margt um manninn á brautarstöðinni, - en ekki voru allir staddir þarna til að taka á móti ættingjum og vinum, margir voru einungis komnir til að sjá Gest Pálsson, og meðal þeirra var ég. Gestur var umtalaður maður, mikið orð fór af gáfum hans, það lék svalviðri um persónu hans og nafn, -og við Vestur íslendingar fögnuðum honum hjartanlega í okkar hóp. fcandar höfðu með nokkrum óróa í blóðinu beðið hans lengi." Sjálfur lýsti Gestur komu sinni á þessa leið: ''Svo rann loksins dagurinn upp, sem átti að sýna nýja þjóðfélagið okkar, gleymdum við eldri kynslóðinni. Þó átti hún ekki lítinn þátt í þessari nýsköpun. Þessi eldri kynslóð vann myrkranna á milli. Þessi eldri kynsióð tileinkaði sér ekki hina nýju peningahyggju. Hún hélt áfram að spara. Og hún kostaði að stærstum hluta menntun þeirra sem nú standa í blóma lífsins. Þakklætið fyrir þetta framlag var það að við rændum sparnaði þessa fólks. Við skyldum það eftir utangátta. Og nú ríkir neyðarástand meðal þessarar eldri kynslóðar. Þetta neyðarástand er orðið það gífurlegt að það verður ekki bætt nema til komi sameiginlegt átak allrar þjóðarinnar. Það er ekki lengur á færi einstakra sveitarfélaga að leysa þessi mál. Og málefni aldraðra eru orðin eitt mál allrar þjóðarinnar vegna þess að búferlaflutningar til þéttbýliskjarn- anna hafa gert þjóðina að einni fjölskyldu. Langflestir Islendingar eiga fleiri eða færri aldraða ættingja sem annað hvort búa enn á sjálfs sín vegum eða eru á stofnunum í kaupstöðum. Lesendur góðir: Ef við höfum einhverja sjálfsvirðingu, ef við viljum teljast heiðarlegir menn á einhverju siðferðislegu plani, þá eigum við að viðurkenna stað- reyndirnar um gamla fólkið. Það verður að vekja þjóðina í þessum efnum. Það verður að skapa þjóðarvakningu. Og við verðum að borga þessa stóru vanrækslusynd nú þegar. Hrafn Sæmundsson okkur Winnipeg: þá gekk mikið á. Stúlkurnar risu á fætur fyrir allar aldir, fóru að þvo sér og greiða, hafa fataskipti og klæða börnin í sunnu- dagabúning. Þær allra-''fínustu'' settu upp svarta hanzka, settust niður, horfðu í sífellu út um glugg- ann og biðu svo eins og brúðir eftir Winnipeg. Karlmennirnir fóru að taka saman rúmfötin, troða þeim ofan í poka og binda fyrir, til þess að allt skyldi vera til. Og svo styttu þeir sér seinustu stundina með því að . reyna til að borða upp það, sem eftir var af nestinu, til þess að koma saddir og í góðu skapi til höfuðstaðarins í Manitoba. Og svo rann járnbrautarlestin loksins hægt og varlega inn á Winnipeg-stöðina. Þar var fullt fyrir af íslendingum til að taka á móti ættingjum og vinum. Þar voru líka kærastar á strjáli, sem áttu konuefni í ferðinni, og þeyttust eins og flugur, karlflugur, innan um vagnana, til að leita að ''eign" sinni. Og nokkrir hinir helztu Heimskringlu-menn komu og tóku alúðlega á móti mér, og - ferðinni var lokið." Ritstjórnarferill Gests varð hins vegar mun styttri en efni stóðu til, og réði þar mest um slæmt heilsufar hans og harðar ritdeilur við Einar Hjörleisson, ritstjóra Lögbergs. Síðan Gestur Pálsson steig af lestinni þennan heita júlídag í Winnipeg og gerðist ritstjóri Heims- kringlu hefur útgáfa vesturíslensks blaðs tekið miklurn stakkaskiptum og ritstjóraskipti eiga sér nú stað með öðrum hætti. Það er t.d. nokkuð víst að ekkert skáld yrkir undirrituðum lofkvæði eins og Jóhann Magnús gerði forðum og Vestur Islendingar flykkjast ekki lengur niður á járnbrautarstöð til að fagna nýjum ritstjóra. Miklu frekar skoða þeir hann í Ijósi verka hans við blað þeirra, Lögberg- Heimskringlu. Sá sem hér heldur á penna hefur verið svo lánsamur að starfa nokkuð með fráfarandi ritstjórum, hjónunum Margréti Björgvinsdóttur og Haraldi Bessasyni. Hann þekkir því svolítið til verka við Lögberg- Heimskringlu og er því kannske eitt- hvað betur undir það búinn að taka við ritstjórn en Gestur Pálsson var 1890, hann sigldi á ókunn mið. Þeim hjónum verður seint þakkað það mikla starf sem þau hafa unnið hér á ritstjórnarskrifstofu Lögbergs- Heimskringlu. Blaðið hafa þau fært í nýjan búning, mótað stefnu blaðsins í þjóðernismálum og eflt samstarf við lesendur þess til muna. Undirritaður Vonast til að geta fylgt þeirra góða fordæmi og óskar eftir áframhaldandi samstarfi við félög Vestur Islendinga, hvort sem er í Kanada eða Bandaríkjunum. J.Þ. Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 EDITOR: Jónas Þór ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: Cecilia Ferguson REPRESENTA TIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson Umboðsmaður blaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $15.00 per year - PAYABLE IN ADVANCE $20.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — All donations to Lögberg-Heimskringla Inc. are tax deductible under Canadian laws. Um málefni aidraðra á íslandi

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.