Lögberg-Heimskringla - 21.05.1982, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 21.05.1982, Blaðsíða 2
2-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1982 Hugsað til Stephans G. Stephanssonar Jón Þórðarson frá Borgarholti I Þú leitaðir ungur á landnemans mið um langveg af norrænni slóð, til Vesturheims óbyggða — ókunnur þegn frá örsnauðri, ráðvilltri þjóð. En ódáins frjómögn að erfðum þú hlauzt þeim útskaga kynstofni frá, þar djarfhugans eldur í barmi þér brann en bragsnilld á tungunni lá. Þín leitaði ilmþeyr úr lyngbrekku og mó — og lundin varð tregandi klökk Þá örlagastund, þegar „eylendan þín" í úthafsins blámóðu sökk. II Sú önn var þér kærust að erja þá jörð þar ósnortin frjómoldin lá, því gróandans seiður í sál þinni bjó og sáðmannsins draumur og þrá. Með sólina og regnið að vini þú vannst úr viðjum hin ónumdu lönd. — Við kornöxin hjalaði blíðróma blær og blessaði starffúsa hönd. III Þitt hjarta var glaðast, er hásumar dýrð lét hljóma sinn fagnaðaróð. Því snerti svo heillandi hrifnæman streng í hug þínum ,,skáldbarnsins" ljóð. Þú vaktir frá draumi hið lífsglaða ljóð, er leiðstu í hyldjúpri ró svo glaður og frjáls, undir gullroða kvelds, um grundir á sporléttum jó. En djúp var sú þrá, ef við dagsetur snart hið draumlynda náttúrubarn. Að svífa inn í heiðbjarta sólnætur dýrð yfir svimandi bláfjöll og hjarn. Því ísland var jafnan þín átthaga byggð, — þar unnir þú sérhverjum stað. í önn og í draumi var óskaland þitt ,,hver árhvammur, fjallströnd og vað". Og ættlandi fjarri þó ættir þín spor þess arfleifð í sál þinni bjó. — Þess örlaga saga, hvert ljóð þess og lag sem lífæð í brjósti þér sló. IV Þú hvarfst inn á sögunnar víðlenda val ef verkfá var stundin og hljóð. — Á horfinna kynslóða hugrúnar mál þú hlýddir og felldir í ljóð. Þá ortirðu um hetjunnar hreysti og dáð og hugdirfð í tvísýnni raun, um drenglund og tryggð og um hjálpandi hönd, sem hirti ekki um þakkir né laun. Þig batt engin ,,kenning" en gafst öllum gaum — svo glöggskyggn á kjarna hvers máls. Þú áttir svo margt það sem örfáum gefst og andi þinn sterkur og frjáls. Þó svefninn þér brygðist — það svikula hjú — og svartnættið lamaði þrótt, var vorborin hugsýn er leitaði ljóðs oft ljós þitt um andvökunótt. Þinn vekjandi óður, þín vizka, þín snilld hlaut vini á sérhverjum bæ. — Svo bálaðist neistinn, sem hjarta þitt hlaut frá huldu-þjóð norður í sæ. V Þú kynntist við ranglætið myndhverft og myrkt — Þess martröð á fólkinu lá, sem blekkt var til sátta við' böl sitt og harm. Hve beisk var sú hugraun að sjá hins ráðvillta fjölda í örbirgðar eymd á ævinnar þyrnóttri ieið, með þrældómsins ánauðar-okið um háls en umbunin sultur og neyð. Því arðinn af striti hins fátæka fólks hver fépúki í hít sína dró. — Þá grunaði ekki hve gæfulaust þing er gullið í ræningjans kló. En bókstafur laganna veitti þeim vernd. Hvern varðar um smælingjans kjör? — Þá hnipptirðu í almættið, okrarans magt, með eldhugans ljóðmál á vör. Og felmt varð þeim öllum við frjálshugans raust sem fundu í storkandi brag, að sjálfa þá húðstrýkti hendingin hver og hrelldi hvern einasta dag. Gegn rangsleitni, kúgun og harðstjórn um heim lézt hugdjarfur sverfa til stáls, er geiglaus mót stórvelda böðlunum brást þú brandi hins íslenzka máls. v1 Á ísland sló ljóma þín andríku ljóð, svo einörð og snjallyrt og þýð. — Sú glóð má ei fölskvast. Þar vaka skal vel á verði hin óborna tíð að kynna þinn arf, opna kynslóðum leið að kjarna þins litríka óðs. — Látum dýrmæta gjöf þessa djúpvitra manns verða Draupni hins íslenzka ljóðs. VII Sú Auður, sem veitti þér umhyggju og tryggð og ætíð við hlið þína stóð, var brúðurin — ungum, sem gæfan þér gaf. — Það gleymst hefur íslenzkri þjóð. Þjóðviljinn Leskaflar í íslensku handa byrjendum Now we shall consider the first conditional of vera (to be) which is mun- di vera (would be), and is conjugated as follows: Singular Plural ég mundi vera við mundum vera þú mundir vera þið munduð vera hann (hún, það) mundi vera þeir (þær, þau) mundu vera Translate into English: Ég mundi vera heima, ef þú kæmir á morgun. Ef þú værir ekki latur, mundir þú vera búinn að læra lexíur þínar. Hann mundi vera hér lengur, ef hann gæti. Ef veðrið væri betra, mundi hún vera úti að skemmta sér. Við mundum vera á íslandi allt sumarið, ef tíminn leyfði það. Ef það væri mögulegt, munduð þið gera það líka. Jón og Árni mundu báðir vera þar eins lengi, ef þeir þyrftu ekki að fara heim áður. Þær systurnar, Anna og Guðrún, mundu vera í Reykjavík í tvær vikur, ef þær færu til íslands. Þar eiga þær systkin, og þau myndu vera í borginni meðan þær væru þar. Vocabulary: allt, all, neut. sing of allur á morgun, tomorrow á íslandi, in Iceland áður, before betra, better, comparative neut. sing. of góður borginni, the city, dat. sing. of borgin búinn, ready, vera búinn, have done, finished eiga, have eins lengi, aslong fara, go færu, would go, subjunctive, 2nd person plur. of fara gera, do gæti, could, subjunctive, 3rd person sing. of geta I, in kæmir, came, would come, sub- junctive 2nd person sing. of koma latur, lazy lengur, longer, comparative of lengi lexíur, lessons, acc. plur. fem. of lexía leyfði, permitted, allowed, past 3rd pers. sing. of leyfa læra, learn meðan, while mögulegt, possible, neut. sing. of mögulegur skemmta sér, amuse herself sumarið, the summer systkin, sister and brother tíminn, time, def. sing. of tími til, to, with gen. til íslands, to Iceland vikur, weeks, plur. of vika væri, were, subjunctive 3rd person neut. sing. of vera værir, were, subjective 2nd person masc. sing. of vera væru, were, subjunctive 2nd per- son fem. plural of vera Þyrftu ekki, did have to, þyrftu, subjunctive 3rd person plur. masc. of þurfa þær systurnar, the sisters NOTICE Solskin June Tea and Bazaar will be held on Saturday, June 5th, 1982, 1:30 - 3:00 p.m. At the Icelandic Care Home 2020 Harrison Drive, Vancouver, B.C. ?n

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.