Lögberg-Heimskringla - 15.04.1983, Side 8

Lögberg-Heimskringla - 15.04.1983, Side 8
8-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Bandalag jafnaðarmanna klofnar: Örvhentir fara í sérframboð ,,Það hefur lengi verið mikil óánægja í okkar hóp óg eftir áramótin gengum við í Bandalag jafnaðar- manna gegn því að fá efsta sætið á lista þeirra í Reykjavík, en nú hefur Vilmundur sagt að það sæti sé upp- tekið svo að við hugleiðum nú mjög að fara í sérframboð", sagði Örvar Hálfdánarson talsmaður nýstofnaðs Bandalags örvhentra (skammstafað BÖ) í samtali við Þjóðviljann nýlega. Örvar sagði að Vilmundur hefði gefið góð fyrirheit um áramótin og m.a. lofað að bera fram frumvarp til að koma fram málefnum örvhentra, en ekkert bólaði á því enn og því væru m.a. örvhentir í framboðs- hugleiðingum nú. Ekki væri þó ætlunin að segja sig úr Bandalagi jafnaðarmanna heldur merkja listann sama listabókstafnum t.d. VV eða eitthvað þvíumlíkt. — En hver eru þá helstu stefnu- mál Bandalags örvhentra? — Þau eru í stuttu máli þau að tekið verði tillit til sérþarfa örvhentra t.d. höldur á bollum hannaðar vinstra megin, dagblöð og bækur gefin út í sérútgáfum sem hægt væri að lesa frá hægri til vinstri en ekki öfugt eins og nú er og síðast en ekki síst að örvhentir og þar af leiðandi örvfættir og örveygðir fengju að aka vinstra megin á götunum. Raunar eru bar- áttumálin svo ótalmörg að ekki er hægt að telja þau upp í stuttri blaðagrein, en við munum bráðum gefa út stefnuskrá svo að almenningi gefist kostur á að kynna sér málflut- ning okkar. — Eigið þið von á að fá mikið fyigi? —Það á eftir að komá ljós, en með tilliti til þess hve margir örvhentir menn hafa náð langt þrátt fyrir það að allt þjóðfélagið er sniðið fyrir þarfir rétthentra, hlýtur fólk að skilja að með því að styðja baráttumál okkar munu leysast leyndir kraftar úr læðingi sem verða öllu mannkyni til góðs. Á þessu sviði geta Islendingar gefið gott fordæmi. — Og hverjir eru svo þessir örv- hentu menn sem hafa náð svo langt? — Ég get t.d. nefnt dæmi að báðir höfuðsnillingarnir Leonardo da Vinci og Michelangelo voru örvhent- ir, menn sem hafa haft áhrif allt til dagsins í dag — þó að þeir væru örv- hentir. Hverju hefðuþeir ekki áorkað ef þeir hefðu fengið að njóta sín til fullnustu? Nú, ég get nefnt marga fleiri svo sem Charlie Chaplin, Gerald Ford, Rex Harrison, Danny Kaye og Paul McCartney. — Eruð þið ekkert hræddir um að Kvennaframboðið muni taka frá ykkur, fylgi? — Ég vil taka það fram að fullkomið jafnrétti mun ríkja í röðum Bandalags örvhentra, enda eru jafn margar konur örvhentar og karlmenn. Þessi spurning er því alveg út í hött. — Hvað viltu segja að lokum? — Kjósið nýjan flokk, ferskan flokk og ný sjónarmið í vor. Kjósið BÖ! Örvar Hálfdánarson, talsmaður nýstofnaðs Bandalags örvhentra, skálar fyrir sérframboðinu á Hótel Loftleiðum. Icelandic Gontent Editorial Stories from the Interlake. Mr. Brandur Finnson writes a letter to the editor on his request. Brandur has contributed to Lögberg-Heimskringla over the years and today he tells us a féw stories which took place a few decades ago. A new political party in Iceland. Left handed people in Iceland have organized their own political party which will take part in the forth com- ing elections (April 23). An interview with Mr. Örvar Hálfdánarson, the chairman of the new party, taken by a reporter of the Þjóðviljinn was recently published and appears on page 8. The Reverend Valdimar Eylands passed away in Winnipeg on April 12, 1983. Rev. Eylands was 82 years old and ^grved the Icelandic com- munity of Manitoba for many years. "The Chapel founded by A.S. Bardal to provide warmth, understanding and personal service within the means of all." SINC.t IX BARDAl FUNERAL HOME AND CREMATORIUM 843 SHERBROOK STREET, WINNIPEG, MANITOBA 774-7474 Getting Together ATTEND THE FOUNDING MEETING OF THE MANITOBA INTERCULTURAL COUNCIL ON APRIL 22-24, 1983 AT THE NORTH STAR INN WINNIPEG The Manitoba Intercultural Council is being established to advise the Provincial Governraent on ethnocultural policies and programs. The founding meeting will elect members to the first Council. Participating groups must have been in existence at least one year prior to April 8, 1983, except for those which are the only representative of an ethnocultural population group. Other organizations which provide ser- vices to more than one group are also eligible to participate. Only registered groups may participate. For further information and registration call or write: MICHAEL GOERES, SECRETARY MAIN FLOOR 177 LOMBARD AVENUE WINNIPEG, MANITOBA R3B 0W5 944-4576 (Collect calls accepted) MANITIBA DEPARTMENT OF CULTURAL AFFAIRS AND HISTORICAL RESOURCES

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.