Lögberg-Heimskringla - 02.12.1983, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 02.12.1983, Page 5
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983-5 Úr "Frá Víðidal til Vesturheims" I heimkynnum dæmdra Athugasemnd: Séra Valdimar Eylands ræddi oftsinnis við ritstjóra þessa blaðs um bók sína, ágætu áður en hann lést. Hann samþykkti alshugar að kaflar úr henni yrðu birtir í Lögbergi- Heimskringlu og að neðan er einn þeirra. Séra Valdimar hafði, þegar hér var komið sögu, tekið við söfnuðum í Winnipeg en starf hans var ekki aðeins fólgið i guðþjónustum eða öðrum algengum prestverkum, heldur og líka líknarstörfum, sem mörgum íslenskum presti eru framandi. Að neðan gefur að líta eitt slíkt dæmi. Ég hafði ekki dvalist lengi í Winnipeg, er ég komst í náin kynni við heimkynni fordæmdra — fangabúðir fylkisins — og þá, sem þar bíða þeirra örlaga, sem þeir sjálfir og samfélagið hefir búið þeim. Það atvikaðist þanning, að ung stúlka hafði horfið skyndilega, en fannst eftir nokkra leit myrt og falin í skógarrjóðri. Astmaður hennar, sem ég nefni aðeins N., var grunaður um morðið, tekinn fastur, dreginn fyrir rétt, fundinn sekur af kviðdómi efir likindasönnunum og dæmdur til hengingar samkvæmt þáverandi landslögum. Að útliti og háttalagi virtist hann maður vangefinn, en átti vanda fyrir ofsalegum æðisköstum, og var talið að hann hefði framið ódæðisverkið í bræði sinni. En það var ekki talin gild afsökun, — menn eiga að stjórna geði sínu og fjörðum. Aldrei játaði hann glæpinn, en öll bönd bárust að honum. Saksóknari ríkisins var reyndur og þaulæfður í starfi sinu og hann krafðist dauðadóms að lögum. Fanginn var umkomulítill og félaus maður, og þegar þannig stendur á, skipar dómarinn verjanda eftir sínu höfði. í þessu tilfelli var ungur og óreyndur lögfræðingur skipaður verjandi, en honum var tregt um tungutak, að sögn, er hann leitaðist við að svara röksemdum andstæðings síns fyrir réttinum og fann skjólstæðingi sínum fátt til málsbóta. Kviðdómurinn lýsti hinn ákærða sekan og dómarinn kvað strax upp dauðadóm, sem fullnægja skyldi 7. febrúar 1946 í fangahúsi fylkisins. Mér blöskraði ólán þessa aumingja manns, og einnig þekkti ég nokkra ættingja hans. Afréð ég því að kynna mér og athuga hvort nokkuð væri hægt að gera til að bjarga lífi hans. Hjálmar A. Bergmann, síðar dómari í hæstarétti fylkisins, var þá talinn einn af hæfustu lögmönnum í Kanada. Hann var meðlimur í söfnuði mínum. Með leyfi dómarans fékk ég málsskjölin að láni, til þess að ég mætti leggja þau fyrir lögfræðinginn í þeirri von, að hann kynni að finna þar tilefni til að áfrýja dómnum. Eftir nokkra daga kom ég inn í skrifstofu hans og hafði hann þá athugað skjölin öll. Svar hans var stutt og ákveðið eins og hans var venja. Hann ýtti skjölunum yfir borðið til mín og sagði: ,,Ég sé enga Séra Valdimar Eylands von í þessu.” Næsta skrefið var að biðja um náðun. Skrifaði ég því dómsmálaráðherra Kanada í Ottawa og bar fram öll þau rök, sem ég gat hugsað mér máli þessu til stuðnings. Hinn dæmdi maður hafði alist upp foreldralaus að mestu og á hrakningi. Hann virist aðeins ríkur að einu, en það voru óstjórnlegir skapsmunir. Hann hafði alist upp við þá skoðun, að hnefinn gæti skorið úr öllum málum. Það var ástæða til að ætla, að stúlkan myrta hafi verið ástmær hans og að hún hafi nokkru áður en þetta bar við ákveðið að slíta samvistum við hann. Ég reyndi ekki að réttlæta hann eða bera brigður á réttmæti dómsins að lögum, en bentj á aðstæður sem teljast mættu mildandi með tilliti til allrar forsögu hins dæmda og vitnaði til almennrar mannúðar. Dómsmálaráðherra svaraði með vingjarnlegu bréfi, sagðist mundi bera málið undir nefnd, sem fjallaði um slík mál, og láta mig vita um úrskurðinn í tæka tíð. Svarið kom svo nokkru síðar og var á þá leið að nefndin sæi sér ekki fært að taka fram fyrir hendur dómstólsins í þessu tilfelli. Það væri því aðeins eitt hlið opið úr þessu — hlið dauðans. A meðan á þessu stóð heimsótti ég fangann í hverri viku og stundum tvisvar í viku. Hann virtist hafa ánægju af heimsóknum mínum, en aldrei vildi hann opna hug sinn og segja mér alla söguna, en fór undan í flæmingi, er ég leiddi það í tal. Ég hygg að hann hafi gert sér von um náðum fram undir það síðasta. Ef til vill hefir hann ekki þorað að treysta mér, en haldið að ég væri sendur af yfirvöldunum til að veiða eitthvað upp úr sér. Hann var mjög var um sig. Ekki virtist hann hafa áhuga á að ræða um trúmál, en taldi allt slíkt sér óviðkomandi. Ég hafði ekki heimild til að segja honum að náðunarbeiðninni hefði verið hafnað, en gat aðeins bent honum á það, sem augljóst var, að hann stæði á takmörkum lífs og dauða. En allar mínar orðræður um dauðann og eilífðina virtust láta hann ósnortinn. Tíminn leið óðfluga og aftökudagurinn nálgaðist. I dagbók minni frá 8. febrúar 1939 er óvenjulega langur kafli, sem fjallar um lokaþátt þessarar harmsögu, en þar segir: Það er fimmtudagskvöld 7. febrúar kl. 8. Síminn hringir. Það er fangavörðurinn sem talar. „Náðunarbeiðninni er hafnað og hinum dæmda hefir verið tilkynnt það. Hann langar til að þú komir í kvöld. Aftakan fer fram kl. 1 eftir miðnætti, en þú skalt ekki segja honum það. Ef til vill geturðu verið hjá honum síðustu stundirnar." Skömmu síðar er ég kominn af stað einu sinni enn út í heimkynni fordæmdra. Það er fagurt vetrarkvöld. Máninn kastar líkblæjulit yfir snævi þakta jörðina. Það er allmikið frost og skafrenningur yfir brautina alla leið. Þegar ég kom upp að fangahúsunum var allt þar einkennilega hljótt, enginn maður á ferli. Ég fann pláss fyrir bílinn, eins og venjulega, og breiddi yfir hann, svo að hann kólnaði ekki um of. Nú á ég að dvelja hér lengur en venjulega. Fyrst eftir að ég tók að venja komur mínar hingað til að heimsækja fangann, var skipaður sérstakur varðmaður til að gæta mín og heimsóknartíminn takmarkaður við 10 til 15 mínútur. Líklega hafa þeir haldið að ég kynni að færa fanganum vopn og þess vegna haft auga á mér. En brátt hættu þeir að vakta mig og ég mátti koma þegar mér sýndist og vera eins lengi og ég vildl. Nú á ég að vera hjá fanganum í fjórar klukkustundir. Svona hátt er ég þá kominn í heiminum, mér er treyst í híbýlum fordæmdra. Ég hringi dyrabjöllu og út kemur einkennisbúinn maður með stóra lyklakippu við belti og opnar fyrir mér. Við göngum inn langan gang, en á báðar hliðar eru klefar í röðum. A fyrri ferðum mínum hafði verið fangi í hverjum þessara klefa, en í þetta sinn eru þeir allir mannlausir, fangarnir hafa verið fluttir á annan stað. Það er eitthvað mikið um að vera í kvöld. Alls staðar er dauðaþögn og kyrrð. Við enda þessa langa gangs eru dyr, en yfir þeim eru letruð orðin Condemned Cell (Klefi dauðadæmdra). Þessi yfirskrift minnir á fræg orð úr Guðlegri komedíu eftir Dante: ,,Hver sem gengur hér inn, skilur eftir alla von." En það sem á að gerast hér í kvöld er djöfulleg komedía. Mér er hleypt inn til fangans. Þung stálhurð skellur að stöfum, lykli er snúið. Fótatak varðarins á bakaleið sannar að hann stendur ekki á hleri. Ég er bókstaflega lokaður inni í klefa hinna dauðdæmdu. En ég er ekki einn. Fanginn húkir þar á stól og er klæddur í sparifötin sín. Ég heilsa honum glaðlega og segi: ,, Mér þykir þú vera fínn í kvöld." ,,Já, þeir sögðu mér að fara í sparifötin, af því að presturinn ætlaði að heimsækja mig." Ég sagði ekkert við þessu. Eins og fyrr segir, hafði ég heimsótt fangann oft og hann hafði aldrei verið í sparifötunum fyrr en nú. Líklega bjó eitt hvað annað undir. Hann er látinn halda sér til fyrir öðrum, sem síðar kemur. ,,Hefir nokkur heimsótt þig í dag?" spurði ég. ,,Já, fangavörðurinn kom." ,,Hvað hafði hann að segja?" ,,Hann sagði mér að náðunarbeiðninni hefði verið synjað og að ég yrði hengdur einhvern tíma á morgun. Og svo kvaddi hann mig brosandi." ,,Hann hefir aðeins verið að gera skyldu sína. Hann ræður engu um þetta." ,,Svo komu menn hingað inn og vigtuðu mig." „Vigtuðu þig? Til hvers?" ,,Það veit ég ekki. Þeir komu hingað inn og fóru að gaspra um það, hvað ég væri orðinn feitur. Það væri auðséð að hér væri nógur og góður matur. Annar sagði: ,,Ég er viss um að hann er búinn að bæta við sig tíu pundum, síðan hann kom á þetta hótel." En hinn sagði: ,,Ertu frá þér, hann hefir bætt við miklu meira en tíu pundum. Hverju viltu veðja?" Svo veðjuðu þeir tveimur dollurum, sem þeir lögðu þarna á borðið. Svo fór annar þeirra út og kom til baka með stóra vigt á hjólum og þeir sögðu mér að stíga á hana. Ég sá ekki, hvað vigtin sagði, en annar þessara náunga hrópaði: ,,Vissi ég ekki. Þú tapar." Svo tók hann peningana af borðinu og þeir fóru út." Ég hélt að fanginn væri að fara með rugl, en seinna komst ég að því að svo var ekki. Þetta átti að vera eins konar kænskubragð til að fá að vita þyngd Framh. á bls. 6 Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi FORSETI: JOHANN S. SIGURDSON Lundar, Manitoba ICELANDIC NATIONAL LEAGUE Support the League and its Chapters by joining: MEMBERSHIP: Individuals $3.00 Families $5.00 Mail your cheque to your local Chapter or Lilja Arnason, 1057 Dominion St., Winnipeg, Man. R3E 2P3

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.