Lögberg-Heimskringla - 21.09.1984, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 21.09.1984, Blaðsíða 6
6 WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1984 Minning Matthías Adolf Thorfinnsson Matthías Adolf Thorfinnsson dó á elliheimili í grennd við Minneapolis mánudaginn, 16. júlí, tæpri viku eftir 91-árs afmælið. Jardarförin for fram í Hopkins fyrir vestan Minneapolis föstudaginn, 20. júlí, og létu aðstendendur minningargjafir ganga í styrktarsjóðinn handa nemendum og kennurum sem fara til Islanda eða koma þaðan til Minnesota Háskólans. Matthías unni öllu sem íslenzkt var, enda látinn heita í höfuðið á Matthíasi Jochumssyni og skírður af honum 1893 þegar þjóðskáldið heimsótti Norður Dakota í ferðinni til Chicago á heimssýninguna. Matthías var á Islandi í sex mánuði 1954 á vegum Foreign Operations Administration Bandaríkjastjórnar, heimsótti ungmennafélög um allt landið og flutti fyrirlestra víða um lífsstarf sitt, sandgræðslu, eða soil conservation. Kona hans, Olga Ross, fór með honum til íslands, hún dó 1969. Langlífi einkenndi sannarlega móðurætt Matthísar; Guðríður Guðmundsdóttir, moðir hans, fædd á Reykjavöllum í Skagafirði 1. maí, 1863, var 103 þegar hun dó á eilliheimilinu Borg í Mountain, Norður Dakota; systir hennar, Ingiríður, var líka 103 þegar hún dó í Winnipeg;.Sigrún, sem dó einnig í Winnipeg, var rétt komin yfir 100 ára aldursmarkið og eini bróðirinn, Barði G. Skúlason, kennari, lögfræðingur og þingmaður í Norður Dakota, varð hátt metinn lögmaður í Portland, Oregon, heiðursræðismaður Islands í mörg ár, og var 98 ára þegar hann dó. Guðríður giftist 1891 Þorláki Þorfinnssyni sem fór til Norður Dakota úr heimasveitinni 1882; hann var fæddur á Garðakoti í Hjaltadal, ekki langt frá Biskupssetrinu á Hólum. Móðir Láka, eins og hann var kallaður, var Elísabet Pétursdóttir, föðursystir Séra Friðriks Friðrikssonar, og þannig voru Matthías og KFUM leiðtoginn náskyldir. Láki bjó á fleiri bóndabæjum í Pembina héraði en lengst af á Mountain og þar dó hann 1944. Börn Þorláks og Guðríðar urðu fimm; Lawrence var elstur, og dó hann, tæplega 16 ára, 1908. Ekki er langt síðan Theodore Skúlason Þhorf- íinnsson dó í Lincoln, Nebraska, kennari, rithöfundur og leiðtogi í búnaðarmálum. Tveir bræður Matthíasar eru á lífi, Snorri Maurice og Hjalti Brynjólfur, oftastnær kallaður Mike. Matthías og bræður hans voru allir í sömu starfsgrein, allir útskrifaðir úr háskólum í búnaðarfræði og allir ráðunautar í þeirri grein, byrjandi sem ''county agents" í héruðum víðavegar, starf þeirra falið í því að fylgjast með öllum framförum í búrekstri og leiðbeina bændum í því. Snorri, 81, sem á heima núna í Red Lake Falls, Minnesota, þar sem Vaughn sonur hans er skólastjóri, varð sérfræðingur í hveitirækt og tók við forstöðu í þeim efnum hjá terðar samvinnufélagi, Farmers Union Grain Terminal Asso- ciation í Norður Dakota, þangað, til hann hætti störfum. Snorri varð vel þekktur sem skáld, orti á ensku og voru ljóðabækur eftir hann gefnar út. Hjalti, kallður Mike til þægðarauka, er 78 ára, sestur að í Wolverton, Minnesota, eftir margra ára starf sem raðunautur í búfræði. Matthías Adolf, elstur þeirra bræðra sem komust upp, var fæddur nálægt Hensel, Norður Dakota, 10. júlí, 1893, útskrifaðist 1917 með Bachelor of Science gráðu í jarðvegsfræði frá ríkisháskólanum í Grand Forks, stærðfræði sem héraðs- rádunautur níu ár í Montana, og 10 ár í Minnesota áður en hann varð kennari við búnðardeild Minnesota Háskólans í St. Paul 1936. Þar varð hann víðþekktur leiðtogi þangað til hann hætti störfum, hélt fyrirlestra um um allt Minnesotaríki um sitt fag og náði viðurkenningu víða um landið í "soil conservation” starfinu, ritari félags þeirra fagmanna í Minnesota og kosinn æfifélagi í National Conservation Association. Mattías og kona hans, Dora Ross, skilja eftir sig tvö börn, Doris Rozella, 65 ára, gift Arthur R. Hodgins, og eiga þau heima skammt fyrir vestan Minneapolis í Rogers, Minnesota, og Ross Lawrence, 64, lögfræðingur í Hopkins, Minnesota. Ross útstkrifaðist frá Minnesota Háskólanum sem lögfræðingur 1943, fór í aðrar starfsgreinar fyrst, hátt settur hjá Soo Line járnbrautinni og síðar National Car Rental félaginu. Hann og kona hans, Jane Skedgell, eiga fjögur börn: Ross Lawrence yngri, Victoria, Thomas og Scott Matthías. Thomas er lögfræðingur með föður sínum á skrifstofunni sem þeir reka í Hopkins og eru Scott, Ross og 'Vicki' eins og hún er kölluð, með stærðar mubluverzlun á 2808 West Broadway í Minneapolis, Thorðinnson Furniture Company. Matthías var vel undirbúinn í þýðingarmikið og afdrifaríkt lífsstarf og hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir leiðtoga hæfileika sína. Þrátt fyrir það að hann var lengst af fjarverandi íslendingum var hann sérstaklega þjóðrækinn, og átti sannarlega ekki langt að sækja það. Hann kunni mörg íslenzk ljóð og hafði ánægju af að fara með þau. Hlýr var hann í viðmóti, höfðinglegur í sjón og raun, óþreytandi í starfi sínu og munu áhrif hans til bóta og framfara vara lengi. Valdimar Björnsson Minning Albertina í. Isfeld Albertína Ingibjörg Albertsdóttir Guðmundssonar dó á spítala I Canby, Minnesota, laugardaginn, 14. júlí, 1984, og hefði hún orðið 88 ára 11. ágúst. Steingrímur Eiríkur Isfeld, maður hennar, varð 91: snemma í júlí, á heima að 213 Oscar Street í Canby eftir æfilangt starf sem bóndi og eru börn þeirra fimm, með 10 barnabörnum og 14 barnabarnabörnum. Albertína was alltaf kölluð ína og var hún dóttir Alberts Guðmunds- sonar sem var sonur Guðmundar stýrimanns Guðmundssonar á Ytra Nýpi í Vopnafirði. Voru þau fimm systkinin og er Carl sá eini sem lifir ínu, Stefán, Kristín og María öll látin. Una Þorkelsdóttir var móðir Inu, ættuð frá Snjóholti í Eiðaþinghá. ína og Steingrímur heimsóttu ísland fyrir fáeinum árum, tíminn of naumur að heimsækja ættarslóðir fyrir norðan og austan en Ina gat þá hitt náfrænda Guðmund Albertsson, látinn fyrir fáeinum árum eftir margra ára starf við fiskisölu á íslandi og í Amster- dam. Var móðir hans, Guðrún Guðmundsdóttir í Leiðarhöfn á Vopnafirði, systir Alberts föður Inu. Þau voru börn Guðmundar stýra eins og hann var oft kallaður frá þeirri tíð sem hann stjórnaði skipi í milli- landasiglingum- í 15 ár. Hann fór vestur með öðrum í fjölskyldunni, þá farinn talsvert að eldast, en bar lengst af merki styrkleika og skörungsskapar frá yngri árum. ína var fædd og uppalin í Austurbyggð íslendinga nálægt Minneota, Minnesota, en Steimgrímur í Vesturbyggð, sonur Guðjón Guðmundssonar ísfeld og Aðalbjargar Jónsdóttur konu hans, sem fluttu til Minnesota frá Grundarhóli á Hólsfjöllum 1879. Steingrímur var látinn heita Steingrímur Eiríkur í höfuð á prestshjónunum á frumbýlings- árunum, Séra Steingrími Þorlákssyni frá Stóru Tjörnum í Ljósavatnsskarði og Eriku Rynning frá Oslo, konu hans. Brúðkaup Steingríms og Inu var 20. september, 1916, og voru þau þannig í hjónabandi í nærri 68 ár. Fyrst kennari í sveitskólum í tvö ár, varð Ina leiðandi bóndafrú í Lincoln héraði fyrir suðvestan Minneota frá þeim tíma þangað til Eugene sonur þeirra hjóna tók við búinu nálægt Porter, Minnesota, fyrir fáeinum árum. Hann var eini sonur þeirra en dæturnar eru fjórar og má með sönnu segja að ísfeld hjónin áttu alveg sérstætt barnalán — dæturnar við kennslu og hjúkrunarstörf; tvær giftar, Eunice. Kona David Forbes nálægt Marshall, 13 mílur frá Minneota, og Arloine, kona Walter Wrolson, og eiga þau heima við Warren, Minnesota, rétt fyrir sunnan Kanada landamærin. Ruth og Joyce, ógiftar, eiga nú heima í Canby, 18 mílur fyrir vestan Minneota, hættar sínum störfum við kennslu og hjúkrun í St. Paul. Jarðarförin fór fram frá Our Saviour's Lutheran Church í Canby mánudaginn, 16. júlí. Barnabörn báru líkið og jarðað var í Islenzku lútherska kirkjugarðinum fyrir suðvestan Minneota. Það má hiklaust fullyrða að Ina var al-íslenzkust allra samlanda í Minnesota á þessum tíma. Hún talaði málið lýtalaust, með ekta hreim og mikinn orðaforða, skrifaði bréf á góðri íslenzku og mat allt sem íslenzkt var. Hún var fjörug, glaðlynd, skemmtileg í viðræðum og allra manna hugljúfi. Hún ól upp sérstaklega myndarleg börn, stundaði mann sinn í veikindum er lézt eftir langa og erfiða lasleika og fleiri skurð-aðgerdir. Hennar verður lengi minnst, ekki eingöngu af stóru skylduliði heldur líka ótal aðdáandi vinum. Valdimar Björnsson w IN THE _ BARDAL FAMILY TRADITION Every Neil Bardal funeral service is performed with honesty, dignity and respect — a long-standing tradition from two previous generations. Now with a modern interpretation to suit today’s family needs. FAMILYIFUNERAL COUNSELLORS 984 Portage at Aubrey Street Winnipeg, Manitoba R3G 0R6 24-Hour Telephone Service 786-4716 Winnipeg’s only Bardal family-owned Funeral Service. Open 9 to 5 Monday thru Saturday. Ask for a free brochure.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.