Lögberg-Heimskringla - 09.11.1984, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 09.11.1984, Blaðsíða 2
2-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Icelandic Lessons Lesson 4 by Jonas Þór and Baldur Hafstað Adjectives (the strong declension) Á kaffihúsinu Dóra: Þetta er skemmtilegt kaffihús. Stólarnir og borðin eru úr fallegum viði. Og það eru góðar myndir á veggjunum. Anna: Já, þær eru eftir þekkta íslenska listamenn. Þjónn: Hvað má bjóða ykkur? Anna: Mig langar í kaffi og rjómapönnuköku. Dóra: Mig líka. — Nei annars. Áttu til vínartertu? Þjónn: Vínartertu? Nei, því miður. Dóra: Jæja, þá ætla ég að biðja um pönnuköku með rjóma. Þjónn: Kaffi og pönnukökur fyrir tvo. Nokkuð fleira? Anna: Nei takk. (Þjónninn kemur með kaffið) Þjónn: Gjörið þið svo vel. Anna og Dóra: Takk. * * * Dóra: Kaffið er sterkt og gott. Pönnukakan er ágæt líka. Anna: Bollarnir eru stórir. Og það er hægt að fá aftur í bollann. Það kostar ekkert aukalega. Dóra: Eru mörg kaffihús í Reykjavík? Anna: Já, það eru mörg kaffi- og veitingahús í miðbænum. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu árin. Fólk fer meira út að borða en áður. Dóra: Eg ætla einhvern tíma að bjóða þér út í mat. Anna: Jæja, það verður gaman. * * * Dóra: Hvenær byrja skólarnir, - í september? Anna: Já, þeir byrja flestir í kringum fyrsta september. Ég kenni í barnaskóla, og við byrjum þann fyrsta. Ég held að menntaskólarnir byrji líka þá. Þú skalt hringja í skólann þinn á morgun og spyrja um það. Dóra: Ég hlakka til að byrja í skólanum. Þá kynnist ég strákum og stelpum á mínum aldri. — Ég er viss um að þetta verður góður vetur. Anna: Ég vona það. Þú hefur gott herbergi hjá okkur. Og þú verður í fæði hjá okkur líka. Dóra: Ég er heppin að eiga frænku eins og þig. Anna: Ég held að þú sért ágæt frænka. Dóra: Hvað á ég að borga fyrir húsnæðið og fæðið? Anna: Við sjáum nú til. Kannski væri gott að fá svolitla húshjálp. Ef þú þværð gólfin einu sinni í viku og þværð upp á kvöldin, þá væri það ágæt borgun. Dóra: Það líst mér mjög vel á. Það er svo gott að vera inni á heimili. Ég er of ung til að leigja mér herbergi einhvers staðar úti í bæ, þar sem ég þekki engan. Anna: Það er satt. Það er líka gott fyrir okkur gömlu hjónin að hafa unga manneskju á heimilinu. Dóra: En þið eruð nú ekkert voðalega gömul. Amma og afi eru mikið eldri en þið. Anna: Já, það hlýtur nú að vera, því að ég er jafngömul mömmu þinni. Vocabulary (NB. The adjectives are given in m., f and n. sg.) skemmtilegur -leg -legt: adj. nice, pleasant stóll stóls stólar: m. chair borð -s —: n. table, desk fallegur -leg -legt: adj. beautiful, handsome góður góð gott: adj. good mynd -ar -ir: f. picture veggur -jar -ir: m. wall eftir: prep. (here) made by (& acc.) þekktur þekkt þekkt: adj. well known listamaður -manns -menn: m. artist mega: v. be allowed to, hvað má bjóða ykkur, what can I offer you mig langar í: I would like rjómapönnukaka - köku -kökur: pancake with (whipped) cream líka: also, too nei annars: perhaps not áttu = átt þú: áttu til of eiga: to have, to own vínarterta -u -ur: a typical Icelandic layer-cake því miður: (here) I am sorry jæja: well biðja um: ask for nokkuð fleira: anything else sterkur sterk sterkt: adj. strong ágætur ágæt ágætt: adj. (very) good bolli -a -ar: m. cup stór stór stórt: ajd. large það er hægt: it is possible aftur: again, fá aftur í bollann, get a refill ekkert: nothing aukalega: adv. extra margur mörg margt: (pl. margir margar mörg) many veitingahús -s -:n. restaurant þeim hefur fjölgað: they have in- creased in number mikið: adv. much síðustu árin: in recent years (ár n. -s --, year) meira: comp. more, meira . . . en, more than út: adv. out áður: adv. before einhvern tíma: some time bjóða: v. invite (& dat.) í mat: for lunch, dinner það verður gaman: that will be fun byrja: v. begin skóli -a -ar: m. school flestir: most (of them) m. pl. í kringum: around fyrsti: first (same declension as weak nouns) kenna: v. teach barnaskóli -a -ar: m. elementary school halda: v. think, believe að: conj. that menntaskóli: grammar school, high school byrji: (this is a subjunctive form, 3.p. pl. of byrja) þá: adv. then hringja: v. phone, hringja í (& acc.) á morgun: tomorrow spyrja: v. ask um það: about it ég hlakka til: I am looking forward to kynnast: v. learn to know (& dat.) strákur -s -ar: m. boy stelpa -u -ur: f. girl á mínum aldri: my age ég er viss um: I am sure vona: v. hope herbergi -s --: n. room hjá: prep. with (& dat.) í fæði: boarding heppinn heppin heppið: adj. lucky sért: (subjunctive, 2.p. sg. of vera, be) húsnæði -s (not in pl.): n. lodging fæði -s (not in pl.): n. board við sjáum nú til:we will see væri (subj. of vera): would be svolítill -lítil -lítið: little, a little húshjálp -ar (no pl.): f. househelp þvo: v. wash gólf -s --: n. floor einu sinni: once vika -u -ur: week þvo upp: wash the dishes á kvöldin: in the evening borgun -ar borganir: f. pay, payment mér líst vel á það: I find that agreeable mjög: very heimili -s --: n. home of: adv. too ungur ung ungt: adj. young leigja: v. rent einhvers staðar: somewhere þar sem: where þekkja: know enginn engin ekkert: pron. nobody það er satt: that is true gamall gömul gamalt: adj. old hjón (pl.): n. married couple manneskja -u -ur: f. person voðalega: adv. terribly eldri: comp. older, eldri en, older than hlýtur að vera: must be því að: because jafngamall - gömul -gamalt: as old as (& dat.) Hermann Hvalfjörð fundinn Kæri Jónas: Fyrir nokkru síðann varst þú að spyrjast fyrir um niðja Hermanns Hvalfjörð sem fluttist vestur með foreldrum sínum árið 1883. Það er mér ljúft að reyna að leysa úr þessu vandamáli. Það mun vera alveg rétt hjá þér að hann hlaut ménntum sína vestur í Mantana, en með hvaða mófi hann komst til Vestur-Ástralíu er enn óljóst. Sumir segja að hann hafi farið á hestbaki en ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Fyrst og fremst er að ættfæra hann heima á blessuðu gamla landinu. Faðir hans var Jón Jónsson, Jónssonar, Jónssonar, Jónssonar, Jónssonar, Ketilssonar, Jónssonar, Kormákssonar, Hreggviðssonar, Illugasonar, Dínussonar, Jónassonar sem fór í hvalinn forðum. En hvalnum varð bumbult af hinni óvæntu máltið og vildi losna við þennan ófögnuð, en allt kom fyrir ekki svo hann tók það ráð að stefna til Svíþjóðar og synti með soddan eldingshraða að hann rak hátt upp á land. Þar ældi hann Jónasi og síðan búa Svíar í Uppsölum. Nánari upplýsingar um hvalinn er að finna í heilagri ritningu en auðvitað kemur það Jóni ekkert við. Móðir Hermanns, kona Jóns, sem er áður getið, var Hrolllaug Holsuða Gorgeirsdóttir Gasgrímssonar, hin mesta sóma og atgerviskona og kallaði ekki allt ömmu sína. Gasgrímur mun ver kominn af hinni nafntoguðu Heljarþramarætt sem seinna bjó á Sköturoði í Misfellum við Fjölskrúðafjörð, hin meiri. Hrolllaug var talin fallegasta stúlka í sinni sveit og þó víðar væri leitað. Svo prýðilega var hún hagmælt að hún gat kveðið karl sinn í kútá augabragði ef því var að skipta. Jón og Hrolllaug felldu hugi saman og hófu búskap á Streitu í Brosfellssveit. Þau bjuggu þar blómabúi og eignuðust fjölda sauða. Hermann var þeirra yngstur. Ég geri þá tillögu Jónas að þú setjir þennan fróðleik til síðu þar til þú ert búinn að fá vottorð frá tíu til tólf heiðarlegum mönnum að hér sé rétt farið með því einsog þú veizt er ég ráðvandur unglingur og vil ekki vamm mitt vita í neinu. Mig hefur oft furðað á því að Dóri Guðjóns skuli ekki einusinni nefna þetta fólk á nafn í annálum sínum. Hann hlýtur þó að vera þessu öllu hundkunnugur frá blautu basssbeini. Jæja Jónas minn, það kemur þá upp úr kafinu að ég veit bara ekki nokkurn skapaðann hrærandi hlut um niðja Hermanns Hvalfjörð. Aðal ástæðan er sú að hann mun hafa dáið bæði ógiftur og barnlaus, sem hefur sjaldan eða aldrei reynst gott til frambúðar. svo mælir þinn vin, Brandur

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.