Lögberg-Heimskringla - 22.02.1985, Blaðsíða 5
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985-5
Spiallað við Arna Biörnsson um þorra og þorrablót
ffÞorramatur þykir
mérf þjóðlegur og góður
4 /
— Nafniæð Þorri kem ur fyrst fyrir
í Snorra-Eddu og Staðarhólsbók
Grágásar frá 13. öld. Merking orðsins
er óljós en um hana eru ýmsar
tilgátur. Orðið þorrablót kemur fyrir
í Flateyjarbók og Orkneyingasögu en
skýringin á því þar er hæpin nema
fyrir þá, sem trúa á tröll.
Hinsvegar sýnir tilvist orðsins, að
eitthvert fyrirbrigði hefur verið til,
sem kallað var þorrablót. Ég fyrir nritt
leyti hef ákveðna skýringu á því og
hún er þessi: Aður en kristni var
lögtekin þá dýrkuðu menn ýmsar
vættir nriklu fremur en Óðin eða guði
Snorra-Eddu. Mitt álit er að þorri hafi
verið vetrarvættur eða veðurguð.
Menn hafi blótað hann til þess að
,,biðja um gott veður". Oft var þörf
á góðu veðri en þó aldrei meiri
nauðsyn en um háveturinn.
Ég býst nú við að flesta lesendur sé
farið að renna grum í að sá sem lét
ofangreind orð falla, sé enginn annar
en Arni Björnsson,
þjóðháttafræðingur. Okkur datt
nefnilega í hug að fá ofurlitla fræðslu
hjá honum um þorra og þorrablót og
var ekki til annars vænlegra að leita
í þessi efnum.
Kristnin kemur til sögunnar
En við erum ekki komnir langt
áleiðis enn og Árni heldur rnáli sínu
áfram:
—Þegar kristnin var svo lögtekin
þá var bannað að blóta heiðnar vættir
opinberlega. En til að byrja með
leyfðist mönnum að blóta á laun. Ég
álít, að menn hafi með einhverjum
hætti gert það í heimahúsum. Síðan
þróast það þannig áfram, að menn
halda upp á fyrsta þorradag, þótt
menn viti ekki lengur uppruna
Árni Björnsson, þjóðháttafræð-
ingur
siðarins, þetta er bara orðinn vani.
Um þetta höfum við merka heimild
þar sem er bréf sr. Jóns
Halldórssonar í Hítardal til Árna
Magnússonar, frá 1728. Sr.Jón segist
ekki vita hvort það sé gömul siðvenja
að bjóða þorra og góu eða nýlegt
uppátæki hjá einföldum almúga.
Hann kveðst ekki hafa vitað
skynsamara fólk leggja þann
hégómaskap í venju og segist
eiginlega fyrirverða sig að setja
svoddan fávisku á pappír til göfugra
persóna. Engu að síður skýrir hann
hana frá því merkilega sjónarmiði
,,að svo sem vetrartíð liggur hér í
landi oft þungt á fólki, að henni rnætti
því heldur lina eður aflétta, þá ættu
húsfreyjur að ganga út fyrir dyr
næsta kvöld fyrir þorrakomu og svo
sem öðrum góðum virðingargesti
innbjóða til sín með fögrum
tilmælum, að væri sér og sinurn léttur
og ekki skaðsamur. Góu ættu
bændur allir að innbjóða með
viðlikum hætti, yngismeyjar
Hótel Alexandra, Hafnarstræti 16, þar sem Fornleifafélagið hélt
þorrablót 1881.
einmánuði en yngismenn hörpu eður
fyrsta mánuði sumarsins".
Þorrablót á síðari öldum eru angi af
þessurn sið. Menn vildu líkja eftir
því, sem þeir töldu að forfeðurnir
hefðu gert á hörðum tímum.
Þegar þorrablótin voru hafin á 19.
öld virðist það hafa verið í tengslum
við rómantíkina og
sjálfstæðisbaráttuna. Menn drukku
ótæpilega allskonar minni en aldrei
minni konungsins.
Kvöldfélagið reið á vaðið
Fyrsta þorrablót á 19. öld, sem
ennþá hefur heyrst getið unr, var á
vegum Kvöldfélagsins í Reykjavík
1867. Raunar eru til þorrablótsvísur
eftir Matthías Jochumsson frá 1863,
en þá var hann í efsta bekk Lærða
skólans. Unr það blót hefur hinsvegar
ekkert fleira fundist. Þó hefði það
getað veri lreinra hjá Bjarna Jónssyni
rektor. Kvöldfélagið var einskonar
gáfumannaklúbbur, aðallega yngri
enrbættisnrenn og nrenntanrenn,
jafnvel skólapiltar.
Sá félagsskapur, senr næst hélt
þorrablót í Reykjavík, var Forn-
leifafélagið, árið 1880. Þá voru æðstu
enrbættisnrennirnir konrnir nreð í
leikinn því þeir voru allir í
Fornleifafélaginu. Blótið var haldið í
Hótel Alexöndru, Hafnarstræti 16.
Unr 50 nranns sátu blótið, þar á
meðai 6 konur. Salurinn var
skreyttur að fornunr sið og var vel
viðeigandi þar senr Fornleifafélagið
átti í hlut. Hann var tjaldaður fornunr
tjöldunr og skjaldarmerki á veggjunr,
öndvegissúlur fornar reistar þar og
langeldar á nriðju gólfi.
Fyrsta þorrablót á Akureyri hefur
líklega verið haldið 1874. Þau virðast
hafa verið reglubundnari þar en í
Reykjavík, kannski nreiri friður unr
þau. Og þarna var það einkunr ,,fína"
fólkið, senr sótti blótin. Þó nrun
skólapiltunr á Möðruvöllunr hafa
verið boðin þátttaka til að byrja nreð
en að því konr, að
Möðruvallastrákarnir þóttu ekki
nógu fínir fyrir svona sanrkvænri.
Það sýnir kvæði Möðruvellingsins
Guðnrundar á Sandi, senr hefst
svona:
Það var á eyrinni þorrablót,
er þrammaði norðan í garð
hinn aldni Þorri með þungan fót,
var þrungið klaka hans barð.
Það var á eyrinni þorrablót,
þar komu valdsmenni snjöll.
Halda skyldi þar höfðingjamót,
svo hissa yrði þjóðin öll.
Og ennfrenrur:
En Möðruvellingar þögðu þá,
þeim var sá bekkur of hár.
Franr að þessu höfðu þorrablót ekki
verið haldin til sveita, svo vitað sé
nreð vissu. En nú fara þau snrátt og
smátt að ná útbreiðslu þar, þótt
slitrótt væru og óregluleg. Elsta dænri
unr þorrablót í sveit nrun vera frá
Egilsstöðunr á Völlum 1896. Nú nrá
segja að þau séu orðin árviss við-
burður unr allt land.
Nýr fjörkippur
Segja nrá að nokkur fjörkippur hafi
konrið í þorrablót í Reykjavík á
stríðsárununr. Þá fjölgar
landsbyggðarfólki nrjög í Reykjavík
og það tekur að mynda átthagafélög.
Þau fara að halda sínar árshátíðir og
nefna gjarnan þorrablót. Hygg ég að
Eyfirðingafélagið hafi riðið á vaðið
nreð þetta 1942 eða '43.
Það eru svo ekki nenra 25 ár síðan
þorrablót urðu fastur liður í starfsenri
veitingahúsa í Reykjavík, Naustið
varð fyrst til þess en þá réði sr.
Halldór Gröndal þar ríkjunr. Líklega
hefur hann fundið upp orðið
þorranratur. Mér er a.nr.k. ekki
kunnugt unr að það hafi áður þekkst
í málinu. Ef athugaðar eru
auglýsingar unr þorrablót fyrir 1958
þá er ekki talað þar unr þorranrat
heldur „íslenskan nrat", „lrlaðborð"
eða eitthvað þvíunrlíkt.
En orðið þorranratur konrst svo inn
í bóknrenntirnar í vísu Helga
Sæmundssonar, en Naustið notaði
það svo lengi í auglýsingunr sínunr:
Framh. á bls. 6
Scholarship Offered
Icelandic-Canadian Frón, Winnipeg Chapter of the Icelan-
dic National League, is offering a scholarship of $250 to a
student of Icelandic (or part Icelandic) descent who com-
pleted Grade XII in Manitoba in the 1983-84 acadenric year
and is currently studying at a university or community
college.
Applications for this scholarship must be received no later
than April 1, 1985. Further information and application
fornrs nray be obtaine^ fronr:
Ástrós Martin
548 Ashburn St.
Winnipeg R3G 3C3
Phone 775-2094 evenings