Lögberg-Heimskringla - 22.03.1985, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 22.03.1985, Side 4
4-WINNIPEG, FOSTUDAGUR 22. MARZ 1985 Ritstj ór nargr ein Kanadískur á daginn-íslenskur á kvöldin? Nýlega sagði ítalskur prófessor við kanadískan háskóla í útvarpsviðtali að ítalskir-kanadamenn ættu að leggja meiri áherslu á ítalst mál og annað er viðkemur ítalskri menningu í Kanada. Taldi hann að margt væri ábótavant, einkum vildi hann að meiri áhersla yrði lögð á málið. Hann sagði ennfremur að ekkert væri því til fyrirstöðu að Italir í Kanada lifðu sem ítölsk þjóð á kvöldin og um helgar. Þetta þýddi þá að á daginn yrðu þeir kanadískir. Ekki greindi þessi ágæt maður frekar frá því hvernig landar hans í Kanada gætu bætt sig en lagði áherslu á að í landi eins og Kanada, þar sem lögð er rík áhersla á að hin ólíku þjóðarbrot er mynda kanadíska þjóð verndi tungu forfeðranna og menningu, væri ekkert eins auðvelt. Þetta leiðir auðvitað hugann að öðrum þjóðarbrotum í Kanada og eðlilega íslendingum. Sagnfræðingar geta þess oft að líklega megi telja Islendinga með allra bestu landnemum er settust að á kanadísku sléttunni. Er það m.a. vegna þess að þegar þeir loks sáu að nýlenda þeirra í Nýja Islandi yrði að opna og að samlögun einhvers konar yrði óhjákvæmileg þá voru þeir opnari og móttækilegri fyrir nýjungum en aðrir. Þetta þýddi ekki að íslensk menning hafi verið lögð á hilluna. Þvert á móti sýnir sagan okkur að ágætlega tókst til með varðveislu tungunnar. Út- gáfustarfsemi hefur ávallt verið blómleg og menningaviðburðir tíðir. Sá er þetta skrifar á bágt með að ímynda sér hvað hefði getað betur farið. Það skiptir reyndar ekki máli að þessu sinni og verður því ekki reifað frekar. Sá er fæðist og elst upp í Kanada hlýtur að bera hag þess lands meir fyrir brjósti er árin líða en hag íslands eða Italíu. Það skiptir hann meira máli hvernig uppfræðslu er hér háttað og hverjir atvinnumöguleikar eru. Allar líkur eru nefnilega á því að hann eða hún setjist hér að en flytjist ekki búferlum til lands afa og ömmu. Þess eru kannski dæmi en varla mörg. Og hverju er þá hægt að breyta? Einna helst mætta efla félagslíf í bæjum og borgum. Þar mætti halda fleiri fyrirlestra, hafa spilakvöld, dansleiki, kvikmyndasýningar leiksýningar o.s. frv. Meðal Islendinga hefur verið nokkur deyfð í slíkum efnum undanfarna áratugi en einhver fjörkippur hefur komið í . starfsemi margra félaga að undanförnu og því virðist rétt stefna hafa verið tekin. Hvað líður ítölum í Kanada skiptir íslendinga e.t.v. ekki miklu máli en ef þeim tekst eitthvað betur en okkur þá er sjálfsagt að leggja við hlustirnar. Margt má enn færa á betri veg. J.Þ. The Saga of Gísli — Útlaginn The Saga of Gísli, a short prose epic from the 13th century was filmed in Iceland two years ago. Entitled Útlaginn (The Outlaw) drew rave notices not only in Iceland but else- where in the World. We, here in Canada have not had the pleasure of seeing it and here is a task for Icelan- dic organizations. They should try to get recent films from Iceland, and who knows, a film festival of sorts could be organized. Until then we can only be content with photographs. Here are a few scenes from Útlaginn. Gísli's enemies look for him everywhere; here a group of armed men land in a rocky cove on an island in Breidafjördur Bay. For a long time, Gísli manages to elude his pursuers, aided by friends and his own endurance and cunning. The Saga of Gísli is characterized by passion and violence, and the film dramatizes the main events of the story. The killing of Vésteinn, the brother-in-law of saga hero Gísli Súrsson, touches off a fateful chain of events. According to heathen custom, the shoes of the deceased are tied for the long walk to Valhalla. Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG - HEIMSKRINGLA INCORPORATED 525 Kylemore Ave., Winnipeg, Manitoba R3L 1B5 Telephone 284-7688 New Office Hours: Monday through Friday 10:00 a.m. - 3 p.m. EDITOR: Jónas Þór BUSINESS MANAGER: Caroline Darragh MAILING: Florence Wagar REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson Umboðsmaður blaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $25.00 per year - PAYABLE IN ADVANCE $30.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — AII donations to Lögberg-Heimskringla Inc. are tax deductible under Canadian Laws.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.