Lögberg-Heimskringla - 21.06.1985, Blaðsíða 7
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985-7
Egill Skallagrímsson í háskasjóum
Framah. úr síðasta blaði
Það gránaði fyrir morgni. Myrkrið
og ógnir næturinnar á undanhaldi og
mennirnir, sem staðið höfðu vörð í
brúnni, gluggalausri, í ágjöf, ofsaroki
og grimmdarfrosti, og aðrir, sem
sleitulaust höfðu ausið skipið,
vonuðu að brátt færi að draga úr
veðurofsanum. skíman smaug niður
um háglugga vélarrumsins og það,
sem í myrkrinu virðist næstum
óyfirstíganlegt, virðist kannske
viðráðanlegt, þegar birtir. Þess sáust
merki, að farið væro að lækka í
skipinu, og menn unnu sér engrar
hvíldar. Föturnar gengu eins og á
færibandi. Þær fullu upp og tómu
niður. En allt í einu varð koldimmt
í vélarrúminu. Mjög stór og
kraftmikill brotsjór hvolfdist yfir Egil
Skallagrímsson. Enn fyllti brúna, og
mennirnir áttu fullt í fangi neð að
halda sér. Sjórinn braut háglugga yfir
vél og fossaði þar niður, æddi inn um
efri hluta dyranna á yfirbyggingunni
aftanverðri og kom í fossfalli niður í
vélarrúmið. Mennirnir í ganginum
gripu í og héldu sér unz skipið lyfti
sér. Það lagðist flatt undan sjónum,
en rétti sig dálítið aftur. Eftir þetta
áfall var sjórinn í vélarrúmi og
kyndistöð eins mikill eða meiri en
áður en þeir byrjuðu að ausa. Uppi
hafði þessi brotsjór, sem kom þvert
á skipið, hrifið björgunarbátana fyrir
borð, matarkistuna, sem stóð
skorðuð á bátaþilfari, og svo
bátaþilfarið sjálft að undanteknum
þrem plönkum.
Mennirnir, sem nú höfðu staðið
alla nóttina í austri, tóku til þar sem
frá var horfið, og hjálparkokkurinn,
Þórður Halldórsson frá Dagverðará,
19 ára gamall, sagði í gamansömum
tón: ,,Nú held ég að bezt se .ð fara
að hita kaffi." En það var hvorki hægt
að hita kaffi né annað, og austurinn
var sóttur af meira kappi en nokkru
sinni fyrr. Aðrir gengu í að gera við
hágluggann og loka honum.
Káeta skipstjóra hafði fyllzt af sjó.
Þeir, sem voru í brúnni tóku nú til við
að ausa hana. Hvað eftir annað
hallaðist skipið það mikið, að flaut
inn að lúgum, og þeir næstum stóðu
á þilinu bakborðsmegin. Um
morguninn reyndu þeir að lóða, en
fundu ekki botn. Um svipað leyti
bættist ný hætta við. Bakborðs
trollhlerann að framan hafði tekið
fyrir borð og slóst við
skipsbyrðinginn af miklu afli. í
brúnni ræddu þeir um hvað hægt
væri að gera til þess að bægja
hættunni frá. Eina raðið virtist vera
að höggva á vírana, en aðstaoan til
þess var næsta vonlaus. Fótreipiæ
helt hleranum og þar sem það lá yfir
borðstokkinn var hann á kafi í sjó.
Þeir náðu í víröxi og bundu kaðli um
Elías Benediktsson, sem s-ðan lagði
til atlögu við vírinn. En hér var erfitt
um vik. Oldustokkurinn var hár, og
hann varð frá að hverfa tvisvar
sinnum. Loks í þriðja skiptið lánaðist
honum að höggva á vírinn, og þar
með var hlerinn laus oð framan. Elías
fór siðan aftur eftir ásamt Kristjáni
Guðmundssyni og hjó á vírinn, sem
hélt hleranum að aftan. Þar með bar
þessari hættu bægt frá í bili. Stuttu
eftir sau þeir úr brúnni, að sjórinn var
farinn að tæta ofan af aftari
lestarlúgunni, yfir miðlest og
afturlest. Hér varð að viðhafa snögg
handtök, því að ef sjórinn næði að
opna lúguna, mundi hann streyma
þar inn og skipið sökkva á skammri
stund. Þeir Elías og Kristján sættu lagi
og fóru fram þilfarið, fram undir
hvalbak. Frammí voru geymdar
húðir til hlífðar pokunum og
vörpunum. Þeir náðu líka í saum og
neð þetta héldu þeir aftur eftir. Þeir
voru báðir bundnir meðan viðgerðin
fór fram. Þeim lanaðist að koma
húðinni yfir lúguna og negla hana
síðan niður í þilfarið allt um kring.
Þeir hurfu iðulega . svelginn meðan
á þessu verki stóð, og frá
stjórnpallinum sást aðeins til þeirra
öðru hvoru.
í vélarrúminu stóðu mennirnir í
röð og jusu, en þrátt fyrir erfiði þeirra
virtist sjórinn lítið lækka í skipinu.
Þeirri hugsun laust niður, að skipið
bæri svo lekt, að ekki hefðist undan
að ausa, sjóinn mundi hækka unz yfir
lyki. Þessi hugsun olli því að við lá
að sumir misstu móðinn, en aðrir
kepptust við af því meira kappi.
Afram var haldið við austurinn, og
loks á sunnudag sáu þeir, að sjórinn
hafði lækkað verulega. En nú risu
holskeflurnar hærra en nokkru sinni
fyrr. Fjallháir hnútar geystust hjá.
Skipið veltist í særótinu, og þþtt ;ítoð
sæist út frá því fyrir byl, sorta og
særoki sáu þeir, sem voru á verði í
brúnni, brotsjói rísa og falla allt um
kring. Máltækið segir að ekki sé ein
báran stök. Eftir hádegi á sunnudag
féll enn brotsjór á skipið. Ekki eins
mikill og sá fyrsti, en svo stór, að
skipið lagðist og enn fossaði sjór
niður í það og fór í boðaföllum um
kyndistöð og vélarrúm. Mennirnir
létu engan bilbug á sér finna við
austurinn og síðdegis á sunnudag
þegar farið var að lækka í skipinu var
reynt að kveikja upp. Það kom í Ijós,
að loftventillinn sneri undan veðrinu
svo að ekki trekkti. ísinn hafði hlaðizt
á skipið þar sem sjórinn skalaðist
ekki stöðugt yfir, og það hafði orðið
mikla yfirvigt. Ristin á milli
loftventlanna var sívOl af ís, en þrátt
fyrir það tókst tveim hásetanna að
klífa þar upp — þeir fóru úr
stígvélunum og voru á
sokkaleistunum — og lánaðist að
berja ventilinn upp í. Þorgils og Gísli
Kristjánsson hásetar voru í
kyndistöðinni, og það logaði glatt í
stjórn borðseldholinu, sem var upp
úr, en í því hafði aldrei slokknað
alveg.
Brátt var einnig hægt að kveikja
upp í bakborðseldholinu, en það í
miðjunni var lægst og ennþá á kafi í
sjó. Þeir Gísli og Þorgils stóðu í sjó í
mitti og sjórinn hitnaði jafnt og
ketillinn. Þeir gátu ekki mokað
kolum, en tíndu upp stór kolastykki
og köstuðu þeim inn á eldana. Aska
og kolasalli flaut um allt, og þeir
héldust ekki við nema stundarkorn í
einu fyrir hitanum. Erlendur vélstjóri
kynti einnig, og brátt gat hann sett
ljósavélina í gang. Það birti og
glaðnaði yfir mannskapnum, þegar
ljósin kviknuðu aftur í vélarrúmi, en
ofan þilfars voru allar
rafmagnsleiðslur úr lagi gengnar og
einnig í brunni. Erlendur setti dælur
í gang og byrjaði að lensa sjónum
fyrir borð, en askan og kolasalli
stífluðu þær fljótlea.
En eins heitt og þeim var í
kyndistöðinni, þar sem snarpheitur
sjórinn fór með boöaföllum og
gufubólstrar þeyttust upp, þegar
skipið valt, þá var þeim kalt, sem
uppki voru. Brúin var opin, allar
rúður brotnar og bakborðshurð laus.
Frostharkan var mikil, særok og
ágjafir og mennirnir blautir. Þótt þeir
færu niður í vél og reyndu að fá úr
sér mesta hrollinn, kólnaði þeim
aftur að bragði, er upp kom. Herbergi
skipstjóra var einnig klakað og lítt
vistlegt. I káetunni hafðist Vilhjálmur
við, sárþjáður. Hann hafði kastazt
fram úr kojunni, er skipið fékk síðari
hnútinn, og leið vítiskvalir, þar sem
brotið var á sífelldri hreyfingu. Mjóg
hafði dregið úr veðrinu, en hann var
ennþá við norðaustrið og mikill sjór.
Nokkru eftir að búið var að rétta
skipið að mestu — það hafði nú
nokkra slagsíðu — fóru menn fram
þilfarið og fram í lúkar. Þar hafði
sjúki hásetinn verið einn allan
tímann. Ekki hafði hann gert sér
grein fyrir því, hve alvarlegt ástandið
var, en spurði dálítið sár, hvers vegna
sér hefði ekki verið færður matur.
Saga hans var annars á þá leið, að
ljósin slokknuðu nokkru eftir að
hásetarnir fóru aftur eftir. Mikill sjór
var í lúkarnum í fyrstu, en brátt tók
að sjatna, er sjórinn fann sér leið
niður í keðjukjallarann. I öðru hvoru
áfallinu hafði ýsa skolazt niður í lúkar
með sjónum. Hásetinn fór á stjá og
tókst að kveikja eld í ofninum. Hann
handsamaði ýsuna, festi ílát á ofninn
og sauð sér fisk. Það var dugnaði
hans að þakka þótt veikur væri, að
hásetarnir, sem verið höfðu uppi í
vosbúðinni meðan á hrakningunum
stóð, komu mú í sjóðheitan lúkarinn
og gátu farið úr blautum fötum.
Líklegt er, að það hafi bjargað lífi og
heilsu einhverra, sem verst voru
haldnir.
Afturí svipuðust Jón Ágúst
Einarsson matsveinn og Þórður
aðstoðarmaður hans um eftir
einhverju til að elda. Mennirnir
höfðu ekki bragðað vott né þurrt í
einn og hálfan sólarhring.
Matarkistan hafði farið fyrir borð í
siðara áfallinu og því um fátt að velja.
Saltfisk og dósamjólk fengu menn, en
um annan mat var ekki að ræða unz
komið yrði í höfn. I vélarrúminu
reyndu þeir að blása sjónum út með
jektor, en allt kom fyrir ekki. Að
okum reif Erlendur upp lensirörin,
sem voru úr blýi, gat náð
óhreinindum úr síum og beygt rörin
upp frá botninum þanning, að ekki
settist að ráði í síurnar. Eftir þetta var
farið að lensa skipið. Samt var ekki
hægt að þurrausa það, og enn stóðu
þeir í sjó við kyndinguna sem fyrr.
Þorgils, sem mest hafði mætt á í
kyndistöðinni síðan kyndingin hófst
að nýju, var orðinn þyrstur og heitur.
Hann bað Gísla að sækja mjólkurdós
aftur í eldhús. Það var heldur dauf
lýsing á fýrplássinu, og þegar Þorgils
svipaðist um eftir einhverju til þess
að opna dósina með, sýndist honum
nagli uppi á þilinu. Hann skellti
dósinni á naglann, — en þetta var þá
rafmagnsþráður, sem lampi hafði
slitnað af í ólátunum. Þorgils stóð í
sjónum og fékk mikið högg af
rafstraumnum. Hann féll þó ekki við,
en varð máttlaus og miður sín.
Gufuþrýstingurinn steig, og á
þriðjudagsmorgun tilkynnti
vélstjórinn skipstjóranum, að brátt
yrði hægt að keyra. Skipstjóri hringdi
mú á ferð, og eftir að hafa sprautað
smurningu á skriðla og legur eftir því
sem hægt var, hleypti Erlendur
gufuþrýstingi inn á yfir 30
klukkustundir, tók nú framskrið og
náðist brátt upp í vind og sjó.
í áfallinu höfðu allar lifrartunnur
sópazt fyrir borð, einnig þaer, sem
tómar voru. Uppi á bátaþilfari hafði
ein tunna skorðazt. Elías
Benediktsson var á leið aftur
ganginn, þegar hnútur skall yfir, hreif
tunnuna og kastaði henni á mann inn
aftanverðan og meiddi hann illa. Elías
komst samt á fætur og gat forðað sér
úr sjónum.
SkipstjórnarmOnnum var ekki
fyllilega ljóst, hve langt þá hafði rekið
í veðrinu, en vissu, að ofviðrið og
sæeórið hlutu að hafa hrakið skipið
mjög langt suðvestur eftir. SnægjOrn
skipstjóri lét því setja stefnu
suð-suðaustur.
Þegar Hilmar kom upp í
loftskeytaklefann, var þar talsverður
sjór. Klefinn hafði laskazt og liðazt,
en var lítið brotinn, og til mikillar
furðu allra, sem á skipinu voru, hafði
hann ekki tekið fyrir borð. Loftnetin
og loftnetstengur höfðu farið af í
einhverju áfallinu, hvenær vissu þeir
ekki.
The Eriksdale
Creamery
&
Locker Co.
(1984) Ltd.
First Grade butter —
Top quality meats.
Wholesale — Retail
We specialize in freezer
orders, meats, curing
and smoking.
Kent L. Björnsson
739-2104