Lögberg-Heimskringla - 07.07.1989, Side 8
8-FOSTUDAGUR 7. JULI 1989
Pabbatíminn
Framhald úr síðasta blaði
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Það hefði legið beinast við að gráta
einsog barnið, þegar það var lagt hjá
henni í rúmið. Hugsa sér að vera
fjögurra daga gamall og gráta
munaðarlus heilu næturnar. Það va
engin leið að fá hann til að drekka.
Ljósmóðirin ætlaði að hjálpa til.
Miklu betra að sitja með barnið
þegar þú gefur því en að liggja svona
útaf.
Ég get ekki setið.
Ljósmóðirin horfði undarlega á
hana. Lilla vissi nákvæmlega hvað
hún var að hugsa um gjörómögulegar
og viðkvæmar sængurkonur.
Hann er aldeilis í uppnámi, sagði
ljósmóðirin.
Ekki beinlínis úthvíldur, sagði
Lilla. Ég heyrði í honum vælið í alla
nótt.
Barnið orgaði enn meira en áður og
hafði tútnað út, stækkað um nokkrar
vikur. Litarhátturinn var orðinn
dularfullt sambland af svörtu, rauðu
og fjólubláu. Ljósmóðirin varð samt
að þjóta á næstu stofu til að sinna
aðkallandi máli. Þá fyrst fór litli
umskiptingurinn að róast og saug
með tilþrifum. Allt var orðið gott í
bili, með þennan fallega strák næstan
sér. Eina barnið á staðnum sem
lýsingarorðið fallegur átti við um.
Sum voru nánast óféti, kolblá og
krumpuð, en þessi var bleikur og
sléttur engill.
Það besta við hann var nú samt að
hann lét ekki bera á faðerninu. Gæti
verið eingetinn þess vegna —eins og
ljósrit af móður sinni, með nokkrum
smávægilegum frávikum.
Meiraðsegja tærnar voru samskonar.
Það var ekki hægt að fullþakka
þessum einstaklingi hvað hann hafði
hafnað því gjörsamlega að vera
kominn í beinan karllegg af Jonna
föður sínum. Þar var amman
nákvæmlega á sama máli, enda hafði
hún aldrei þolað piltinn og verið þeirri
stund fegnust þegar hjónaleysin slitu
samvistum. Dóttir hennar var þá
komin átta mánuði á leið.
Og þó fyrr hefði verið, sagði hún
meðal annars. Ég hef aldrei skilið
hvað þú varst að gaufa með þennan
jólasvein upp á arminn, þótt hann
barnaði þig. Hvað er eitt barn milli
vina? Og svo er hann í vélskólanum.
Það var svikinn héri í hádegismat
þennan daginn. Lilla húkti skökk á
stólnum, lystarlaus og slöpp. Hún
reyndi að beina athyglinni frá eigin
ástandi að hinum sængurkonunum.
Það var skemmtilega misjafnt að sjá
hvernig þær settust. Sumar
ofurvarlega og rétt tylltu sér á
stólbrúnina. Aðrar settust án
fyrirvara, beinar í baki allan
matartímann eins og verðandi
nunnur.
Lilla var að þessu leyti verr á sig
komin en nokkur hinna. Sumar
héldu greinilega að hún væri að ýkja,
svona slæmt gæti þetta ekki verið.
Systa, stofufélagi Lillu, var ein þeirra,
sem þurfti ekki að gæta varúðar í
hreyfingum. Þetta var annað barnið
hennar, og hafði ekkert þurft að
sauma hana frekar en í fyrra skiptið.
Lilla hafði hins vegar verið klippt út
og suður, og rimpuð saman í hita
leiksins. Eins og hver önnur
rúllupylsa hlaut að vera, fyrst henni
var svona illt. Andskotinn gat þetta
verið. Hún rifjaði upp með hryllingi
nokkrar eftirfæðingarsögur.
Aðalkarakterinn Jónína kom of
seint í matinn. Örmjó og smávaxin
kona um fertugt, sem gat aldrei verið
til friðs. Hún bar þess engin merki
að vera nýorðin fimm barna móðir,
og stríddi hinum linnulaust á
umfangi þeirra.
Ertu búna eiga, sagði hún og potaði
í magann á þeim.
Þessari fyndni var misvel tekið,
enda litu þær flestar út einsog
kasóléttar manneskjur með stóra
kúlu á maganum.
Svo sátu þær og tíndu í sig svikinn
héra og skiptust á fæðingarsögum og
barnasögum og brjóstasögum,
þroskaðar konur á fertugsaldri sem
geisluðu af velsæld og lifðu
dásamlegu lífi í skjóli manna sinna.
Það var óvenju fámennt á deildinni
þessa daga og Lilla sú eina sem átti
ekki opinberan áþreifanlegan föður
að barni sínu.
Hún var strax farin að kvíða fyrir
kvöldinu. Pabbatímanum. Þegar þeir
komu þvegnir og greiddir, ljómandi
af umhyggju fyrir konunni, sem var
svo dásamlega frjósöm að hafa alið
þeim barn, sem ekkert vantaði á,
hvorki nef né tá né nokkuð það sem
til þarf. Svo sátu þeir út
heimsóknartímann í öðrum heimi, og
horfðu eins og feimnir
fermingardrengir á þetta splunkunýja
barn sem var vísast hundljótt og
líktist þeim. Og konurnar horfðu á
mennina aðdáunarfullar yfir að þeir
höfðu komið þessu heimsundri á
kreik.
Lillu hafði gengið illa að þrauka
fyrri pabbatímana á þessari stofu,
ekki síst af því að þetta voru
tilfinninganæmir feður og fundu sárt
til þess að á stofunni var ein kona
útundan. Eiginkonurnar voru ekki
síður meðvitaðar um málið og varla
skárra að vera einstæð móðir við
þessar kringumstæður en að láta
góma sig á koppnum í
heimsóknartíma.
Blessaðir kallarnir. Þeir höfðu báðir
verið viðstaddir fæðinguna,
meiraðsegja sköllótti heildsalinn
hennar Dísu rauðhærðu. Verði þeim
að góðu veslíngunum. Þeir þorðu
ekki annað, með almenningsálitið og
kellíngarnar á bakinu. Þótt ég hefði
átt þrjá menn hefðu þeir ekki fengið
að vera yfir mér. Fróðlegt að vita
hvort þeir hafa mikla lyst á frúnum
eftir þetta.
í gær og fyrrakvöld hafði hún þóst
sökkva sér niður í bók, en auðvitað
ekkert getað lesið. Hún hafði beðið
móður sína að líta inn í
pabbatímanum þetta kvöldið, svo
hún þyrfti ekki aftur að ganga í
gegnum þennan fjanda.
Þú getur dulbúist sem karlmaður,
sagði Lilla.
Svo hlógu þær eins og fífl. Mætti
halda þær væru fullar. Einsdæmi að
heyra fíflahlátra á þessum þrungna
stað ástarinnar, móðurástarinnar, já
og hjónaástarinnar. Hún gat svosem
blómstrað meðan börnin voru ný. En
það yrði tildæmis fróðlegt að vita
hvort Dísa rauðhærða og sköllótti
heildsalinn hennar ættu eftir að endast
lengi saman. Hann var svosem nógu
viðkunnanlegur greyið, en álíka
spennandi og útidyrahurð. Minnst tíu
árum eldri en hún. Þau voru
tiltölulega nýgift, og þetta var fyrsta
barnið. Hann gaf henni ekki einn
hring heldur tvo morguninn eftir að
hún átti barnið. Með demanti og
rúbín. Mátti ekki minna vera en
verðlauna þessa frábæru
frammistöðu.
En hvað sem því hjónabandi kynni
að líða eftir nokkra mánuði eða
nokkur ár, þá var hitt hjónabandið á
stofunni víst til að endat eilíflega.
Hún Systa sæta var nú öfundsverð af
þessari dýrð, öllu sem einn mann má
prýða. Hann ýar laglegur,
karlrfiannlegur, kurteis. Með einstakt
bros, blíðlegt og drengjalegt. Og
konan ágæt, hress og kát, hvað annað
átti hún að vera með þetta hnoss sér
við hlið í lífsbaráttunni. Gæti vel
hugsað mér einn svona.
Hagfræðingur. Hvað skyldu þeir hafa
fyrir stafni?
Og nú var hann kominn, búinn að
bjóða viðstöddum gott kvöld með
skýru röddinni sinni. Hryllilega
kysstust þau lengi. Örugglega gott að
kyssa hann. Jesús minn, ætlar fólkið
aldrei að hætta?
I miðjum kossi skundaði móðir
hennar úlpuklædd innum dyrnar,
eins og í takt við hergöngumars. Hún
settist á rúm Lillu, beint á
sköflunginn á henni, og hóf
samstundis könnun á
hagfræðingshjónunum án þess að
kasta kveðju.
Þú situr á fætinum á mér mamma,
hvíslaði Lilla.
Sit ég á fætinum á þér, hrópaði
amman með raust sem hefði verið
viðeigandi í tilkynningunni: Allir
fyrir borð!
Lilla bryddaði upp á einhverju
aumu umræðuefni, sennilega
verðbólgunni, og var svarað með
greinargóðri ræðu um meðhöndlun
nýfæddra í heimahúsum, fyrstu
dagana eftir að komið er heim af
fæðingardeild. I miðri ræðu steypti
hún sér eldsnöggt yfir Lillu og
hvíslaði: Ég hef séð myndir af honum
í blöðunum.
Núerþað? hvíslaði Lilla. Finnst þér
hann ekki sætur?
Guðdómlegur, sagði mamma
hennar. Verst hvað maður er orðinn
gamall og ólekker segðu. Svo hélt hún
áfram að skoða þessa dásemd
blygðunarlaust og ákveðið eins og
foringi í liðskönnun, og var einmitt
að því þegar ljósmóðirin kom inn.
Einnsjötíuogátta, beinastór, freknótt,
með rauðleitan lýjung á efri vör. Hún
mátti eiga að hún lækkaði
bassaröddina þegar hún tilkynnti
þeim mæðgum að
kvöldheimsóknartíminn væri
ætlaður feðrum eingöngu. Þetta
komst þó ekki framhjá neinum, og
öllu þessu næma fólki var mjög
brugðið. Lilla ákvað fyrst að láta líða
yfir sig, en hætti við það af forvitni
og vildi frekar sjá hvernig
hagfræðingurinn brygðist við. Mikið
rétt, hann hafði frosið í miðri
setningu og roðnaði meira en orð fá
lýst.
Hann roðnar Jesús minn það er
dásamlegt.
Hafgræðingurinn dýfði sér í kaf í
vöggu sonar síns og sneri baki í
mæðgurnar ólánsömu.
Framhald í næsta blaði.
Icelandic exercise
Mi/£RN/6 L\YVÉY vlJ/j'
$0GmÞ$6,KElQ5L-
UtMI, RÚNA7
(06 VELVOZ SVÖNA N
'bVAL'T Á coTúHV-
OM, VÆM/ YÉV
I wouldn't be surprised if it
were cold on occasion. Could
he worse.
V£174 IR 5AM7'
5TRþM6'
[ VO, VV/C/ST Bú
How do you like it at the trawl-
er service, Rúna? Could be
I suppose it's difficult some-
times though. Could be worse
WU BR YALLm ^ ^
V/5AJNAÍ?. VIÚN
ALLÁ
It's her old man. She compares every-
thing to him.