Lögberg-Heimskringla - 29.05.1992, Qupperneq 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 29. maí 1992
Þessi ferðasaga var skrifuð af Þorsteini
Steingrímssyni frá Hóli við Raufarhöfn um
útsýnisförþá erhann fórímeð frændum sínum,
þeim Sigurbimi og Mark Johnson, frá Seattle í
Bandaríkjunum, um Norður-Þingeyjarsýslu í
september árið 1977.
Framhald
Þorsteinn Steingrímsson
Ég nefni tvö ljóðin. Hið fyrra eftir
stórskáldið Guðmund Magnússon, sem
er fæddur að Rifi á Sléttu (Rif er næsti
bær austan við Blikalón). Guðmundur
tók sér skáldaheitið: Jón Trausti. Ljóðið
er svona:
1. Ég vil elska mitt land, ég vil auðga
mitt land,
ég vil efla þess dáð, ég vil styrkja
þess hag;
ég vil leita að þess þörf, ég vil létta
þess störf,
ég vil láta það sjá margan
hamingjudag.
2. Ég vil frelsi míns lands, ég vil farsæld
míns lands,
ég vil frægð þess og gnægð þess og
auð þess og völd;
ég vil heiðursins krans leggja að höfði
hvers manns,
sem vill hefja það fram móti batnandi
öld.
3. Þetta er játningin mín, kæra móðir
til þín,
ég get miklast af því, að ég sonur
þinn er.
Það er svipurinn þinn, er í sál mér ég
finn,
hann er samgróinn öllu því besta hjá
mér.
Hið annað ljóð, sem ég tilfæri hér, er
eftir Sigurð Jónsson skáld frá Amarvatni
í Mývatnssveit og bónda þar.
1. Fjalladrottning móðir mín, mér svo
kær og hjartabundin,
sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð
aldna fóstra mín,
hér á andinn óðul sín, öll sem verða
á jörðu fundin.
Fjalladrottning móðir mín, mér svo
kær og hjartabundin.
2. Blessuð sértu sveitin mín, sumar,
vetur ár og daga,
engið, fjöllin, áin þín, yndislega
sveitin mín,
heillar mig og heim til sín, huga
minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín, sumar,
vetur, ár og daga.
Um þessi eldheitu ástarljóð, til lands
og sveitar, læt ég nægja að segja, að
ómælanleg eru hin jákvæðu áhrif, sem
þau hafa haft og eiga eftir að hafa þar
sem íslensk tunga er töluð.
Áður en við fórum frá Sigtúni (þetta
er heitið á húsi Friðgeirs og á sér
hliðstæðu í Goðafræðinni. Var
bústaður Óðins, segir í Snorra-Eddu),
afhenti Friðgeir Sigurbirni frænda tólf
sönglaga-plötu, sem smáminningargjöf
frá okkur bræðrum.
Ljósmyndir teknar og stigið inn í
bílinngóðameð Garðarvið stýrið. Ekið
rólega um þorpið og litið á helstu
byggingar og mannvirki, þar á meðal
hafnarbryggju og löndunarbúnað síldar
og loðnu: ríkisverksmiðjur, þar sem
framleitt er prótein-mjöl og lýsi;
hraðfrystihúsið, par sem unnar eru
hinar dýrmætu fiskafurðir fyrir
Bandaríkjamarkað.
Þá litum við aðeins inn fyrir dyr í
Búðinni, húsi Obbu Köllu. Einnig gafst
okkur kostur á að sjá dóttur Obbu
Köllu, ÖnnuThore. Ókumsíðan norður
strönd Austur-Sléttunnar, með
Þistilfjarðarflóann á hægri hönd. Þar
eru aðal fiskimið smærri fiskibátanna
frá Raufarhöfn, einnig norðan við
Sléttuna, í daglegu tali kallað ,,út á
milli tanga“.
Við ökum fram hjá bæjum:
Höskuldamesi, Ásmundarstöðum og
Harðbak, sem er í eyði.
Nyrsti tangi íslands
Við fömm út úr bílnum á Hestamöl.
Við erum komnir að nyrsta tanga
íslands, Hraunhafnartanga og jafnframt
að Norður-heimsskautsbaug. Það er
gott veður, skýjað, en sér vel til sólar.
Úti á tanganum rís upp af
grágrýtisbreiðunni viti, stílhreinn og
sterklegur með ljósbúnað í toppi,
sæfarendum og öðmm til leiðbeiningar
á myrkum nóttum. Öldur Norður-
íshafsins brotna fyrir töngum. —
Myndavélarnar gangsettar að venju.
Áfram er haldið og nú í vestur, í átt
að Blikalóni. Ekið fram hjá Skinnalóni.
Norðar og vestar er Rif, sem er
fæðingarstaður Guðmundar
Magnússonar skálds. Bæði þessi býli í
eyði, því miður. Ég er að myndast við
að segja frá hinu og öðm, sem fyrir
augu ber og annað, sem mér finnst máli
skipta. Sigurbjöm frændi túlkar (þýðir)
fyrir Mark það helsta. Ég veiti því
athygli, hversu vel hann skilur mig, að
hann túlkar án þess að þurfa að spyrja
mig á ný. Viðræðumar verða því léttar.
Við emm komnir nálægt austurbrún
Blikalónsdals. Bærinn Blikalón sést nú
vel. Við stigum út úr bílnum við vörðu
hlaðna úr hellugrjóti. Ég nefni nokkur
ömefni svo sem: Blikalónseyju, Ytri-
Lón, Þúfutanga, Lónin (Innri-Lónin),
Æðarvarpshólmana og Stekkjames, allt
í röð frá sjó og inn til landsins. Inn af
Lónunum tekur við Blikalónsdalur er
teygir sig yfir 30 kílómetra til heiðar.
Þetta er sérkennileg 200-300 metra
breið landsigsspilda milli tveggja
misgengisjarðsprunga. Jarðsögulegt
tákn um landskjálfta á löngu liðnum
öldum.
Arnarbæli heita sérkennilegar
klettaaxlir í austur dalbrúninni, 2-3
kílómetmm innar en varðan, sem við
stöndum við. Lónin eru lognvær í
góðviðrinu. Það ríkirkyrrð oghreinleiki
yfir öllu.
í vestri bera við loft Leirhafnarfjöll.
Frá þeim norður rís Rauðinúpur, er
nær í sjó fram og myndar norðvestur
hom Sléttunnar. Þetta er stór stund,
sem hinir langt að komnu frændur mínir
munu lengi muna og myndavélamar
hjálpa til, enda vel notaðar.
Blikalón
Við ökum vestur yfir Dalinn. Við
stígum út úr bílnum og göngum upp
á klettahymu, norðan vegar, sem heitir
Dalkross. Neðan hennar streymir
fram úr jarðsprungum allmikið og
tært (ómengað) jarðvatn. Straumur
þessi iðar sig út með stekkjarnesinu,
sem skagar norður í Lónin. Hér eru
hrygningar- og uppeldisstöðvar hins
löngum rómaða Blikalónssilungs,
sem ætíð hefir verið veiddur í
Lónunum.
Blikalónsbærinn blasir nú við í
vestri, á aflíðandi tanga, sem gengur
austur í Lónin. Ég læt orð falla um, að
hér muni Sóphónías, faðir Sigurbjörns
frænda, hafa leikið sér sem barn og
Björn afi hans einnig og gengið um
margsinnis, sem fulltíða maður. Við
þessa athugasemd mína vaknaði
listamannseðlið og hugmyndaauðgi
frænda, og tók hann að leika - og gerði
málróm sinn ellilegan - bæði á íslensku
og ensku það, sem Mark mundi segja,
þegar hann væri orðinn gamall maður,
til dæmis ef hann ætti eftir að koma á
þennan stað aftur, eða skoða
myndirnar, sem að sjálfsögðu voru
teknar.
Við ökum hinn stutta spöl, sem eftir
er heim. Já heim. Mamma mín talaði
alltaf um að fara Heim, þegar för var
beint í Blikalón: þar var hún fædd og
uppalin. Eitt íslenskt máltæki hljóðar
svo: „Römm er sú taug, sem rekka
dregur föðurtúna til“.
Fyrir dyrum úti standa þær Obba
Kalla og Margrét ekkja Þorsteins
Magnússonar. Obba Kalla hafði ekið á
undan okkur og orðið fljótari, af því að
við stönsuðum á þrem stöðum frá
Raufarhöfn að Blikalóni. Magnús
Þorsteinsson bónda bar líka hér fljótt
að. MargrétEiríksdóttirerbúin að vera
húsmóðir í Blikalóni, með mikilli
sæmd, í um 40 ár. Hún fædd og uppalin
á Rifi.
Þegar Grímsey er frátalin, er Rif
nyrsta byggt ból, sem verið hefir á
íslandi.
Við göngum í bæinn, ágæta íbúð, en
látlausa að búnaði, sem er við hæfi í
sveitá íslandi. Við þiggjum rausnarlegar
veitingar. í stofunni hangir á vegg
mynd af gamla torfbænum. Fimm
burstir snúa fram: að baki þeim aðrar
húsaþyrpingar, þar á meðal, og fjærst á
myndinni, baðstofan - aðalverustaður
fólksins. Þarvarmatast, sofið ogunnið.
Þar var staður hinnar margrómuðu
íslensku sveitamenningar. Burstahúsin
voru, talið frá norðri til suðurs (vinstri
til hægri): Smíðaskemma, Bæjardyr,
Stofa, Búrskemma og Syðstaskemma.
Ég var þaulkunnugur þessum gamla
og virðulega bæ og lagði hönd að því,
þegar byrjað var að fella hann.
Framhald í næsta blaöi.
GENGISSKRÁNING
Nr. 090 14. maí 1982
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Smla Gangl
Dollari 57,89000 58,05000 59,44000
Sterlp. 105.36300 105,65400 105,23000
Kan. dollari • 48,13100 48,26400 49,64700
Dönsk kr. 9,30000 9,32570 9,26830
Norsk kr. 9,20420 9,22970 9,17990
Sœnsk kr. 9,97540 9,00290 9,92870
Finn. mark 13,21690 13,25340 13,18250
Fr. franki 10.69460 10,72420 10,62900
Belg. franki 1,74460 1,74940 1,74150
Sv. franki 39,04890 39,15680 38.97700
Holl. gyllini 31,91730 32,00550 31.84480
Þýskt mark 35,91530 36,01450 35,81910
ít. líra 0,04769 0,04782 0,04769
Austurr. sch. 5,09930 5,11340 5,09100
Port. escudo 0.43110 0,43220 0,42580
Sp. peseti 0,57420 0,57580 0,57160
Jap. jen 0,44522 0,44645 0,44620
Irskt pund 95,89200 96,15700 95,67800
SDR (Sérst.) 80,65180 80,87470 81,46250
ECU, evr.m 73,80690 74,01080 73.60460
Tollgengi fyrir mai er sölugengi 28. apríl Sjálfvirkur
símsvan gengisskráningar er 62 32 70.
ICELfiNÐIC EXERCISE
c7~. r
WKffi T(J Ú'fóLWM
A9 L\6á)A \ \
vcjö^/a/o.
A0Y1IH&)A
Q/zm uú ^
......... ....._
dÁV/ V/AVT W. MAYn VA* KftM/NN \ ÖLl
ItLOÚ. Á ZANÖ/NO ALIT N\QR\ WoMVAV/M'xÉLf\G\$)
1) Well, nowthe resultfrom the primaries should be out. I wonder how poor Gvendur did. — I predictthat he managed it.
He had become a member in all the Country's organizations, even the one for the Friends of Dogs.
2) There he
comes, girls! —
Oh, how hard
he slams the
door! —
How did it go
Gvendur?
3) Oh,oh!