Lögberg-Heimskringla - 17.03.1995, Page 27
LögbergrHeimskringla • Föstudagur 17. mars 1995 • 27
Á Skíöum í hlíðum
Snæfellsjökuls:
kíðaíþróttin hefur notið vaxandi
vinsælda á Islandi og ferðamenn
sækja til íslands í skíðaferðir í
auknum mæli. Einn sá staður sem
heillar skíðamenn er Snæfells-
jökull. Snæfellsjökull er einn formfegursti
jökull landsins. Tíguleiki jökulsins er nægileg
ástæða til að margir fyllast undarlegum ken-
ndum gagnvart þessari náttúruperlu. Skíð-
amenn hafa litið þessa hvítu perlu hýru auga.
Marga hefur dreymt um að skíða niður hlíðar
Qallsins.
Tryggvi Konráðsson og foreldrar hans sjá
um ferðaðjónustuna Snjófell á Amarstapa. Þau
hafa verið með skipulagðar ferðir upp á
jökulinn í tvö ár og notað til þess níu snjósleða
og einn stóran snjótroðara, sem tekur ailt að
20 manns í hverri ferð, auk þess að reka veitin-
gasölu og gistiaðstöðu á Amarstapa. Þau hafa
fengið leyfi hjá sveitafélaginu til að setja upp
skíðalyftu á jöklinum.
Síðastliðið vor lagði hópur skíðaáhugaman-
na úr Reykjavík og frá Isafirði í hópferð á
jökulinn. Skíðakappamir ákváðu að notfæra
sér nútímatækni til að flytja sig upp á hæsta
tindinn og tók ferðin upp með þyrlu frá
Arnarstapa aðeins um fjórar mínótur.
Hópurinn fékk sannkallað draumaveður, logn
og heiðrílíju. Útsýnið af jöklinum var því eins
og best verður á kosið í allar áttir.
Barðaströndin og Breiðafjörðurinn skörtuðu
sínu fegursta í norðri og hinum megin við
Faxaflóann böðuðu Akrafjall og Skarðsheiðin
sig í sólsldninu. Útsynið var svo stórkostlegt að
skíðakapparnir áttu erfitt með að slíta sig frá
toppnum þó svo að fannhvítar brekkurnar
væru freistandi fyrir neðan þar sem menn gátu
rennt sér allt að 7 kílómetra langa leið í einni
bunu niður suðurhlíð jökulsins að Amarstapa.
Þeir sem tóku þátt í þessari ferð á jökulinn
voru allir sammála um ágæti hennar. “Þetta er
alveg meiriháttar. Þetta er toppurinn,” sögðu
skíðakapparnir og áttu varla orð til að lýsa
hrifningu sinni. Jökullinn er skíðaparadís sem
er engu öðm lík og bara að koma upp á hæsta
tind, sem er í 1.450 metra hæð gefur manni eit-
thvað sem erfitt er að lýsa. Kannski er það
krafturinn sem sagður er í jöklinum sem hefur
þessi áhrif. Þrír hæstu tindar jökulsins nefnast
þúfur og er sú í miðjunni hæst þeirra, Nokkrir
létu sig vaða fram að þverhnýptri þúfunni með
misjöfnum árangri. En allir komust klakklaust
niður jökulinn. Þetta er hrein paradís sem
íslendingar eiga enn eftir að uppgötva.
Skiing at Snæfells-jökull
Continued
tempting; where a 7 km run
down the south side of the
mountain awaited them. A
few hurled themselves off the
top of the glacier over a per-
pendicular mountain side
with various results, but all
came down the mountain
safely. Words failed the
champions when they tried
to describe this experience.
“This is maximum, this is
tops”, they said. It is certain
that this jewel of nature is
going to continue to attract
skiers. The glacier is a par-
adise for skiers unlike any
other.
Gurtnur Isfeld
Meö þaö fyrir augum aö efla gott samband og greiöa fyrir viöskiptum
milli íslands og Kanada og til pess aö gæta íslenskra hagsmuna þar skipa
ég hér meö
HR. NEIL 0. BARDAL
til þess aö vera kjörræöismaöur íslands meö aöalræðismannsstigi í
Winnipeg.
Eru þaö tilmæli mín, aö hlutaðeigandi stjórnvöíd veiti HR. NEIL 0.
BARDAL alla þá aðstoð, sem hann kann að þurfa á aö halda í ræöisstarfi
sínu, og aö þau láti hann veröa aönjótandi allra þeirra réttinda,
hlunninda og ívilnana, er ofangreindri stöðu fylgja og veitt eru
ræöismönnum annarra ríkja.
Gjört í Reykjavík, 14 febrúar 1995.
•Jjrrr^cjácfó^U'
'pn -
Vigdís Finnbogadóttir
Jón Baldvin Hannibalsson
SKIPUNARBRÉF
fyrir hr. Neil 0. Bardal
til þess að vera kjörræðismaður íslands meö aðalræöismannsstigi
í Winnipeg.
^Aoo/cw?ná:
that with a view to strengthening the existing good relations and to
facilitate commerce between Iceland and Canada and to safeguard
Icelandic interests, I hereby appoint
MR. NEIL 0. BARDAL
as Honorary Consul of Iceland having the rank of Consul General
in Winnipeg.
It is my request that the competent authorities furnish MR. NEIL 0.
BARDAL with all the assistance that he may require for his Consular
functions and that they extend to him all the rights, privileges and
concessions which are commensurate with his post and which are
granted to Consuls of other States.
Done in Reykjavík, 14 February 1995
•Jjrrr^ocjácfó'il^'
'í~7?c'LtUu-<~ '/
■l’ - i >‘i
Vigdís Finnbogadóttir
Jón Baldvin Hannibalsson
Letter of Appointment
for Mr. Neil 0. Bardal
to be Honorary Consul of Iceland having
rank of Consul General in Winnipeg.