Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 14.04.1995, Qupperneq 7

Lögberg-Heimskringla - 14.04.1995, Qupperneq 7
Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 14. apríl 1995 • 7 Maður sem var dauður lifnaði aftur. Það er sagt hafa gerst fyrir nær tvö þúsund árum. Fremur ótrúleg saga. Og ekkert síður ótrúleg, þó að sami maður sé sagður hafa vakið fólk upp frá dauðum. Kanski finnast frásögur í öðrum heimildum fornum um dauða menn, sem Iifnuðu aftur. Fyrir utan allar þær mörgu sögur fornar og nýjar, sem skýra frá því, að látnir menn hafi gert vart við sig með einhverju móti, oftast raunar til þess að hrella þá, sem eftir lifðu. Og nú gerist það dögum oftar á sjúkrahúsum, að menn sem eftir ven- julegum merkjum má telja dauða, eru lífgaðir aftur. Þeir telja sig sumir hafa lifað andlát sitt. Það eru til nýjar bækur um reynslu manna, sem finnst þeir hafi komist yfir þau næri, sem skilja milli lífs og dauða. Ný undur eru áhrifameiri en gömul. Svo sem þau geimskip, sem eitt af öðru hafa farið á loft. Þegar flogið var til tunglsins í fyrsta sinn stóð allur heimur á öndinni. Þáverandi forseti Bandaríkjanna sagði, að þetta væri mesti viðburður veraldarsögunnar. Margir tóku undir það. Innblásnir rithöfundar sögðu að þessi opinberun mannlegs máttar væri stórum merkari en allt, sem trúarbrögðin hafa kennt og myndi hafa meiri áhrif til góðs en þeim mátti verða auðið. Það afrek að komast til tunglsins myndi svo sem ekkert annað opinbera einingu mannkynsins og vinna það kraftaverk, væntanlega, að nú yrði friður á jörð. Eg veit ekki, hvort mönnum hefur þótt sem eitthvað hafi verið ofmælt í vímunni út af fyrsta geimfluginu. Nokkuð er það, að svona hástemmd orð hafa ekki heyrst eða sést vegna flugafreka síðan, þó að mikið hafi verið flogið. Hvað verður eftir tvö þúsund ár? Verður þá haldin árleg hátíð um allan heim til þess að minnast þess, að menn flugu til tunglsins og komu lifandi aftur? Og til að fagna því, að Washington tókst að sanna það, að hún væri með sterkara lífi en Moskva? Hver veit. En mörgum hefur þótt meiri líltur á öðru en því, að keppnin og afrekin í geimflugi tákni upprisu til nýs lífs á þessum hnetti eða dragi úr yfirvofandi dauðaháska. Metin í kap- phlaupinu undan óttanum við dauðann sigra ekki þann ótta. Hann magnast undir niðri. Tilfinningin fyrir yfirburðum í bili í þeirri keppni er jafnframt skelfing þess hugboðs, að hinn glæsti öldufaldur steypist yfir sig. Allt líf er barátta við dauðann. Og sigur í þeirri baráttu er ekki í augsýn. Kannski verður þeim að trú sinni, sem B mm swa ■ Páskahugleiðing þessi er tekin úr bók dr. Sigurbjörns Einarssonar heiðursbiskups íslands. Bókin nefnist Haustdreifar og ergefin út af Skálholtsútgáfunni. láta djúpfrysta lík sín í þeirri von, að vísindin muni geta lífgað þau að nýju síðar meir. Það læt ég ósagt. Hitt er víst, að þeir sem hingað til voru lífgaðir aftur, hvort sem um er að ræða þá, sem Guðspjöll skýra frá og Jesús vakti af dauða, eða það fólk, sem læk- nar ná úr greipum dauðans, fengu aðeins nýjan frest, hlutu einhver ár í viðbót hér á jörð. Það var dýrmætt og þakkarvert. En aðeins gjaldfrestur. Dauðinn hlaut að heimta sitt og ganga að sínu innan skamms allt um það. Allt líf gefst u'pp fyrir dauðanum um síðir. En hver lífvera getur því aðeins lifað, að hún deyði. Líf nærist að lífi. Sumir sneiða hjá fæðu úr dýraríkinu. En jurtir eru líka lifandi. Að ég hef komist fram á þennan dag og lifi í dag, það er af því að lífi hefur verið fórnað fyrir mig í sífellu. Dauðinn í óteljandi myndum hefur verið látinn þjóna lífi mínu. Og á þeirri stundu, sem líf hættir að deyja fyrir mig er lífi mínu lokið. Frá þessu sjónarhorni séð á dauðinn sín rök og málsbætur, þó að hörð séu rökin og réttlætingin bitur. En þegar ég kem inn á spítala, þar sem fólk er að deyja, þegar ég geng um kirkjugarðinn og les nafn eftir nafn, kunn og ókunn, sum kær, elskuð með trega, hvaða rök eða málsbætur finn ég þá. Þá á ég erfitt með að skilja, að dauðinn þjóni lífinu. Jú, það er satt, að limið á meiði líf- sins getur ekki endurnýjast nema gamalt þoki fyrir ungu. En allt lim bíður síns hausts og vetrar. Blasir ekki við á bak við allt, sem augu sjá, eitt gapandi gin, sem gleypir og svelgir og engu skilar, sá hrammur sem heim- tar fórnir á fórnir ofan og lætur ekkert í staðinn, þjónar engu lífi, hefur engan finnanlegan tilgang? Dauðinn er staðreynd, sem engar slæður hjúpa ekkert rósamál lýgur sig frá. Allt hold gengur í greipar hans. En maðurinn er eina jarðneska líftegundin, sem veit fyrirfram, að daupinn hremmir hana. Banagrunur og dauðageigur getur sagt til sín hjá dýrum og öll flýja þau dauðann sjál- frátt og ósjálfrátt, verjast honum, skelfast hann og allt sem honum þjónar. En dýrið horfist ekki vakandi huga í augu við hin óhjákvæmilegu endalok. Og dýrinu er þyrmt við að skynja þjáninguna í kringum sig á sama hátt og maðurinn gerir. Sú sorg, sem fylgir dauðanum, leggst ekki með sama þunga á það og mennskan mann. Dýrið sér ekki mynd af sjálfu sér, þegar það horfir upp a helstríð eða sér hræ, það geri ég. Það gerir þú. Það er þyngra hlutskipti að vera maður en dýr. Meðal annars vegna þess að maðurinn veit, að hann er á leið til grafar, færist dauðanum nær Correction The address to contact for the Scandinavian Business and Professional Women in Canada (see L-H March 31) should have read: Eva Terp, 54 Lesgay Crescent, Willowdale, ON M2J 2J1, Fax (416) 495-9289, Tel. (416) 493-1594. með hverju fótmali. En nú hefur það verið almenn trú mannkyns um óralangan aldur, ef til vill frá upphafi mannlegrar hugsunar, að líf mannsins haldi áfram í einhverri mynd eftir dauðann. Hugmyndirnar um tilveruna eftir dauðann hafa ekki alltaf verið fagnaðarríkar. Því fer fjarri. En hin æðri trúarbrögð hafa 'hvert á sinn hátt gefið útsýn yfir mæri lífs og dauða, þar sem alvara dauðans fékk stóraukna. dypt í ljósi mikilla fyrirhei- ta. Svo virðist sem mörgum þyki það eitt sér ótvírætt fagnaðarerindi að líf sé að loknu þessu. Þeim finnst allt fengið ef þeir geta orðið vissir um framhaldslíf. Er það svo einsætt? Áður nefndi ég, að það eru til dæmi um fólk, sem var vakið upp til framhaldslífs í þessum heimi. En það var skammgóður sigur. Ein orrusta vannst. Stríðið var tgapað jafnt fyrir því. Væntanlega á allt fólk í vændum framhaldslíf í öðrum heimi. En hver er sá heimur? Gilda þar sömu lögmál og hér? Eða er lögmál dauðans aðeins í gildi hér á jörð? Hver veit það? Ég fæ að halda áfram að Iifa eftir að lífi mínu lykur hér. En er það annað en frestur? Liggur kannski Hræsvelgur f leyni hvar sem ég kann að fá vist innan vetrarbrauta eða utan efnisheimsins? Hér á jörð hefur dauðinn síðasta orðið. Hér á jörð byggist viðhald líf- sins a ómælanlegum fórnum á altari dauðans. En hann verður ekki mettur. Hann svelgir allt að lokum. Fyrirsjáanlegt, að jörðin hættir ein- hvern tíma að geta fætt af sér líf. Fyrirsjáanlegt að sólin kólnar og slokknar út. Og nú eru menn búnir að uppgötva þessi dularfullu göp í geim- num, sem synast vera hrikalegar ímyn- dir dauðans, sjálfrar Heljar, sem sogar allt til sín, inn í botnlaust, meiningar- laust myrkur. Hver segir mér með sanni, að tilveran handan grafar sé ekki undirorpin dauðanum, eins og tilveran hér, hin eina sem ég þekki? Sé svo er það ekkert gleðileg tilhug- sun í mínum augum að fá frest, verða framlengdur undir þeim hörðu, rimmu lögum, að dauðinn þurfi að vera til ef líf á að geta verið til. Sá dauði, sem lætur aldrei seðjast, þrátt fyrir allt, sem hann fær, og glottir síðast yfir dauðum jörðum og sólum og aldim- mum geimi. Ég skil þá Austurlandamenn, sem Join-- ^ Icelandic ,r Canadian Frón Send membership fee of $30.00 individual • $20.00 associate (includes membership in the Scandinavian Centre) to: lcelandic Canadian Frón 764 Erin St,, Winnipeg, MB R3G 2W4 Telephone: 774-8047 hefur hryllt við því að eiga í vændum endalaust framhaldslíf í alheimi, sem lýtur dauðum lögum og dauðans lögum. Þeir fundu útsmognar aðferðir til þess að deyða lífsviljann í sjálfum sér. Því þeir töldu að sá vilji væri leik- soppur í greipum þess dauða, sem er alltaf að gefa frest, sleppa bráð sinni til þess eins að hremma hana aftur. Hann getur gefið löng orlof inni á milli, unaðsvist á fögrum sólarströn- dum. En enginn er óhultur þar meðan lísviljinn er til þess að leggja á allar þær raunir og þrautir, sem vofa yfir lífinu á öllum stigum og sviðum. Framhaldslíf án Guðs, framlenging lífs í guðvana ástandi, það er glötun á kristnu máli. Kristnu máli já. Það mál varð til einn morgun, þegar maður sem var dáinn og grafinn, reis upp, varð lifandi aftur. Sagan um það er sem sagt ótrúleg. Hverju breytir hún? Nákvæmlega engu, ef.. Ef hún er aðeins ein sagan í viðbót við þær mörgu, sem eru til um skrýtin frávik frá venju og vekja þess vegna spurningar en svara engu. Ef hún er aðeins uppáfallandi undantekning á reglunni um veldi dauðans. Framhald í næsta blaði Súðavík Inngangur Franktin Johnson frá Odda Er vetrar harka og raunir rista, Rúnir djúpt í þjóðarberg; Þá mun lýður helsi afhrista, Og heimta kraft úr fornum merg. Frá dýpstu vogum veltur bára. Vermir klaka heitur hver. Besti læknir sviða sára, Er sál sem þjóðar velferð ber. Sem framandi gestur ég finn það svo glöggt, Að fornaldar blysin hér loga. Og hamfarir aldanna hafa ekki slökkt Þann hug til að duga og voga. Og fylkja þar liði til frænda í neyð, Og fallna upp reisa að nýju. Hjartsláttur kærleikans lýsir þeim leið, Með logandi alúðar hlýju. Náttúruhamfarir hefja sín völd, Sem holskeflur raddir þær drynja. Snjókyngi ábreiðan ísvafin köld, j ánauð þar vordísir stynja. Það er bara hending ef hrannar á byggð, En hreint ekki útkljáður rómur. Náttúran öll ersem teningskast tryggð, Og tilviljun ein er sá dómur. Frá næturhimni stafar geisla glóð, Þar glitrar stjarna skærum tryggðar Ijósum. Og glampar þessir gefa heilli þjóð, Á Guð sinn traust að hinstu ósum. Trú á lífið lýsir hverjum þeim, Sem lamað hefur tilverunnar dagur; Og þjóðarsálin signir þeirra geim Og sólargeislinn stafar vonaglaður. L-H has just learned that Franklin Johnson is at Vífilstaðir Hospital in Reykjavík. We wish him a speedy recovery!

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.