Alþýðublaðið - 06.04.1961, Qupperneq 13
„Eg er ekkert
andskotans séní"
l
Ég segi það satt; ,ég er ekkert
andskotans séní,
grátt í framan af geðvonsku
og hroka.
Ég er að vísu dálítið fölur
qg viðreisnin leikur skóna
mína grátt
en þetta stendur allt'til bóta;
Sólin elskar mig.
Þannig hefst ,,kvæðaflokk-
ur“ eftir Dag SigurÖarson í
síðasta hefti Tímarits Máls og
menningar. Og hann heldur
áfram.
III.
Enda þótt ég sé ekkert séní
er mér margt til lista lagt.
Ég er afbragðs hljoðfæraleik-
ari
spila á striga sem ég' er
leikinn í að strekkja.
Svo get ég líka málað á
strigann.
Ég er hagmæltur vel
kemst oft hnyttilega að orði.
Ég á skeyti á lagar frátekin
fyrir Húnvetninga, Skagfirð-
inga
og aðra skepnuníðinga
ráðherra, okrara og aðra
barnamorðingja.
&******
Hvernig lýst ykkur á skáld-
skapinn, góðir íslendingar. Og
það á að heita bókmenntatíma
rit, sem ber þetta á borð ;fyrir
íslenzka þjóð. Þvi miðtir er
ekki hægt hér rúmsins vegna
að birta allan ,,skáidskapinn“,
sem tekur fjórar siður í tíma-
ritinu en vissulega væri helzt
hægt að ímynda sér. að hann
væri settur saman af sj úklingi
á órólegu deildinni-. á Kleppi
; — og einum af mestu aumingj
unum, því oft hefur það sýnt
sig' að sjúklingar á Kleppi geta
. verið listrænir að eðlisfari, en
hér er engu listrænu til að
dreifa. engri hagmælsku, eng-
um þrótti eða orðkynngi, eng
um skáldlegum iíkingum. Áð-
ur þótti það aðal skáldskapar,
að þar færi saman andriki, mál
sni'lld og rökrétt hugsun, en
það, sem virðist vaka fyrir T
MM með slíkri ,,skáldskapar“
kynnir.gu er að eyðileggja
smekk þjóðarinnar fyrir fögr-
um skáldskap og ást á honum
og gera orðið skáld að skamm-
aryrði. Með þessu siðasta hefti
íritsins er mselirinn að, visu
fullur, en undanfarin ár hsfur
„Ijóðlistin11 í þessu riti verið
yfirleitt þannig valin, áð fyrir
nokkrum áratug'um hefði
sæmilega menntaður ritstjóri
fleygt hávaðanum af henni
með fyrirlitningu í ruslakörf-
una. Ef TMM heppnast við-
leitni sín að slæva bókmennta
smekk og ljóðrænt eyra lands-
ins barna er vá fyrir dyrum.
og ekki er undarlegt, þótt
skáld eins og Guðmundur
Böðvarsson horfi með ugg til
þess tíma „er skáld jarðar af-
hendir frumburðarrétt sinn
þeim. sem einir eru verkefn-
inu vaxnir; skáldum „frá Marz
og Venus“.
Kommúnistar þykjast vera
ættjarðarvinir og fjargviðrast
yfir þeirr málspillingu, sem
setuliðið ameríska komi af
stað og því tónabreimi, sem
óneitanlega flæðir yfir þjóð-
ina frá útvarpinu í Keflavík.
Uin þetta væri ekkert nema
gott að segja, ef þeir meintu
nokkuð með þessu, En því mið
ur er það bitur sannleikur, að
,,skáld“ kommúnista róa að
því öllum árum að veita er-
lendum úrkynjunarstefnum í
bókmenntum yfir þjóðina og
sitja færis að ríía niður allt
þjóðlegt hjá löndum sínum.
Engir misþyrma eins íslenzkri
tungu með amerískum orð-
skrípum og bögumælum í leir
burði sínum.
Kefavíkurútvarpið nær,
sem betur fer, ekki nema til
takmarkaðra svæða á landi
hér. en kommúnistar dreifa ó-
menningu sinni og úrkynjun-
arstefnum til yztu annesja
þ essa lands. Máli og menn-
ingu íslendinga stafar miklu
meiri hætta af skrifum þeirra,
menningaráhrifum og hugsun
arhætti en því erlenda setu-
liði, sem hér er. og útvarpi
þess. Ljóðagerð hefur verið
okkar þjóðlega íþrótt um alda
raðir og málið sjálft með
sveiganleik sinum, orðgnótt og
ljóðrænu hefur veitt sæmi-
lega hagmæltum og hug-
myndaríkum íslendingi þá
möguleika til listrænnar sköp
unar, sem ýms önnur tungu-
mál, t. d. enskan, gat ekki
veitt sínum börnum. En nú
er svo komið, að þeir, sem
kommúnistar setja á oddinn
sem skáld, hafna ekki aðeins
fornum bragreglum þjóðarinn
ar margir hverjir, sökum getu
leysis, heldur láta þeir frá sér
fara samsetning, sem minnir
helzt á hugsunarferil vitfirr-
ings. Þaissi úrkýnjunarstefna,
sem verið er að þvinga upp á
fslenzka þjóð, er að miklu
leyti búin að ganga sér
til húðar erlendis. — í við-
tali við Stefán Einars-
son prófessor í desemberhefti
Eimreiðarinnar síðastliðið ár
segir hann, að í enska heim-
inum stefni sum yngri skáldin
einmitt að því að yrkja undir
stuðlum, svo að maður gæti
jafnvel álitið að þau hefðu
fundið fyrirmyndir í gömlu
íslenzku Eddukvæðunum —
og þetta væri ein nýjungin í
þeirra skáldskap.
í þeirri andlegu fæðu Dags
Sigurðarsonar, sem TMM ber
á borð fyrir ísléndinga, stend-
ur þetta meðal amiars:
Þótt undarlegt kunni að
virðast
er ég samansaumaður skyn-
semisdýrkandi
og menningarpostuli.
Sumir halda að menning
sé mönnum tiltölulega óvið-
komandi,
að menning sé bara nokkrar
rykfallnar
skræður eða tveir kallskrögg-
ar úti í heimi
Pund og Eljótur
sem rembast við að hæla hvor
öðrum
uppí hástert.
Þarna hitti hann naglanna á
höfuðið! Úrkynjunarpostularn
ir virðast hafa tekið téða
menn sér til fyrirmyndar, eða
éinhverja slika „úti í heimi“.
Þessi ókvæðaskáld íslenzku
þjóðarinnar hefja leirburð
hvers annars til skýjanna í
löngum blaðagreinum og þýða
jafnvel eða fá þýdda fram-
leiðslu sína á erlend tungumál
til þess að sýna hvernig ort sé
á íslandi. Og næsta broslegt
er að sjá hvernig stórskáld
eins og Jóhannes úr Kötlu'm
skrifar um suma þessara
manna, ef hann veit að þeir
fylgja ,,línunni“.Þaðer eins og
verið sé áð skrifa um gamla
j,klassíkara“, nema hvað
smjað-ið og fleðuhátturinn
tekur ö!lu öðru fram. Og þess-
um greinum sínum tekst hon
um að smeygja inn á hinum
ólíklegustu stöðum.
Það er illt til þess að vita.
þegar. tímarit, sem kennt er
við mál og menningu þjóðar
vor ar bregzt skyldu sinni við
íslendinga á jafn átakanlegan
Framh. á 12. síðu.
BANANAR
BANANAR eru vinsælustu
ávextirnir sem koma frá hita-
beltinu, hvort sem þeir eru
borðaðir hráir eins og algeng
ast er eða þurrkaðir, steiktir
eða með sykri. Alþjóðaverzl-
un er mest á börnunum allra á
vaxtategunda. Á síðasta ári
voru flutt 4 milljón tonna af
þeim með skipum. Bananajurt
in er ekki tré, heldur risastór
jurt, eins og sjá má af því að
ekki finnast í henni viðarvef-
ir. Hún er talin vera upprunn
inn einhvers staðar í Suðaust
ur-Asíu. Hún mun snemma
hafa flutzt til Indlands og Mal-
aja þar sem hún var ræktuð
og var ef til vill fyrsta jurtin
sem menn ræktuðu. í elztu
söguljóðum og trúarritum Ind
verja er hennar getið. Til er
skemmtileg þjóðsaga um það
að spekingum þeirra hafi þótt
sérlega gott að hvíla í skugga
jurtarinnar og .þessvegna hafi
jurtin hlotið hið latr.eska nafn
sitt „musa sapientum1*, sem
þýðir ávöxur vitringanna.
Kínverjar töldu að sérstak-
ur lækningamáttui byggi í
banönum, þeir örvuðu blóð-
rásina og styrktu merg bein
anna. Hráir voru þeir taldir
sérstaklega góðir fyrir lungun.
Kínverskir útílytjer.dur fluttu
ávöxtinn með sér til Suður
hafseyja. Frá Indónesíu barst
ávöxturinn s\ro til Afríku með
innflytjendum einhvern tíma
fyrir Krists burð. Þar fékk
þessi gómsæti ávöxtur á sig
nafnið banani sem hann ber
nú \nðast hvar. í Afríku er
hann borðaður og framborinn
á margvislegan hátt, bæði
þurrkaður, soðinn og blandað
ur öðrum ávöxtum og mjög
vinsæll alls staðar. Sums stað
ar er hann látinn gerja og bú
inn til úr honum bjór.
Fyrst er minnst á 'banana
við Miðjarðarhafið árið 956 af
Araba nokkrum sem lofaði
mjög sælgæti nokkuð sem bú-
ið var til úr möndlum hunangi
og bönunum og var mjög vin
sælt um það leyti í Mikla-
garði, Damascus og Kaíró. Það
voru svo Portúgalar sem
fluttu ávaxtajurtina til Kan-
aríeyja og þaðan flutti spáns^t
ur prestur rætur yfir til Spáh
ar árið 1516. Þaðan barst hún
svo til nýja heimsins og dafn
aði þar svo vel að nú kemur
um 70% alls bananaútflutn-
ings heimsins þaðar.. íi'
Sigga Vigga
„Auðvitað eftir blessunina liann Svein Valfells“.
AJþýðublaðið — 6. apríl 1961