Alþýðublaðið - 08.09.1961, Side 2

Alþýðublaðið - 08.09.1961, Side 2
SStstJórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rlt- ctjómar: Indriði G. Þorsteinsson — Fréttastjóri: BJörgvin Guömundsson. — Mmar: 14 900 — 14 901 — 14 90í Aug'ýsingasími 14 906. — ASsetur: AljpýSu- | tasiB. — Prentsmiðja AlþýSubiaBsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald j tar. < i,00 á mánuBi. í lausasölu kr. 3,00 eint. Otgefandi AlþýBuílokkurinn. — Fra væmdastjóri Sverrir Kjartansson. Lækkun folla og skafta TOLLAR OG SKATTAR hafa verið til um- ræðu í blöðum og manna á meðal síðustu daga. iHafa komið fram í stjórnafherbúðum vonir um '.ækkun tolla og lækkun á sköttum félaga, en invort tveggja er gamalt umræðuefni, þar sem óskhyggja hefur jafnan átt erfitt uppdráttar gagn '^/art raunveruleikanum. I sam'bandi við kaupgjaldsmál hinna vinnandi .stétta hefur síðustu mánuði oft verið minnzt á J’ækkun tolla til að létta almenningi framfærslu kostnaðinn. Þetta hefur því miður ekki reynzt framkvæmanlegt, þar sem ríkissjóður hefur ekki getað misst tolltekjur, nema fá aðrar tekjur í íitaðinn. Hins vegar hefur verið talað um lækkun tolla ú þeim vörum, sem mest er smyglað inn í landið, og er það mjög takmarkað mál, óskylt almennri Gollalækkun. Er það skoðun margra, að með lækk *in á tollum á þeim vörutegundum, sem mest er myglað, mundi ríkið gera smyglið minni gróða veg, en fá fyrir sinn snúð meiri tolltekjur, þar sem föiuvert vörumagn yrði þá tollafgreitt, sem nú er umyglað. Slíka tilraun sem þessa virðist rétt að gera, en tryggja verður, 'að almenningur njóti .iægra verðs á vörunni en smyglarar hafa krafizt. Það er gömul staðrejmd hér á landi, að skattalög gjöf fyrirtækja er úrelt mjög. Er hún raunar fipannig, að fyrirtækin geta samkvæmt henni ekki byggt upp fjárhag sinn á eðlilegan hátt, og grun ur liggur á stórfelldum skattsvikum á þessu sviði, eins og Morgunblaðið hefur bent á. Núverandi íitjórnarflokkar hafa rætt um leiðréttingu á þessu íiviði og nefnd hefur unnið þar að endurskoðun, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um endan J.egt form slíkrar endurskoðunar. Varla er raunhæft að tala um breytingar á >: ..kattalögum fyrirtækja, nema þær leiði til veru 'rf.egrar lækkunar á sköttum fyrirtækjanna. Annað væri þeim lítill greiði. Hins vegar verður að at buga hverju sinni, hvort fjárhagur ríkisins leyfir ukattalækkanir, og ef svo er, hvaða aðilar með fpjóðinni hafa brýnasta þörf fyrir slíka umbun. !Hið breytilega efnahagsástand hlýtur að hafa sr farif á slíkt mat. Mál þessi eru í deiglunni og munu vafalaust koma fyrir alþingi, sem nú hefst eftir rösklega mánuð. Enn er ekki séð fyrir endann á þeim af teiðingum, sem kollsteypa efnahagslífsins í sumar j.nun hafa, en þeim málum verður að stýra svo, að jafnvægi efnahagsmálanna haldist og hlutur al . þýðunnar sé gerður eins góður og framast er unnt. SKÓUT Laugavegi 20. Seljum á mjög lágu verði ýmiskonar skófatnað, svo sem bomsur ■ inniskó — barnaskó — karlmannaskó og kvenskó. Ennfremur lítið magn af ódýrum nælonsokkum. Ófsalaíi siendur aðeins fáa daga ennþá. SKÓBÚÐ REYKJAVÍKUR Laugavegi 20. 1 5 V I I Framhald af 1. síðu. Tölur þessar eru niður stöður af upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflað sér. — Benda þær eindregið til þess, að hér séu starfandi stórvirkir smyglhringar, — því svo mikið smygl er ekki verk einstakra manna. Ætla má, að hálf milljón pör af sokkum séu með umbúðum 30—35 smálestir í innflutn- ingi. Samkvæmt skýrslum hef ur innflutningur silkisokka verið sem hér segir undan- farin fimm ár: Ef reiknað er með, að tylft af sokkum á innkaups verði tvö sterlingspund, — sem er lágt áætla'J, hefur fjöldi para fluttur inn þessi ár verið sem hér segir: 1956 1957 1958 1959 1960 354.000 pör 295.000 pör 253.000 pör 215.000 pör 142.000 pör Ár Tonn millj kr. 1956 20,8 6,7 1957 20,0 5,6 1958 17,3 4,5 1959 18,1 4,2 1960 13,7 2,7 Þetta eru sláandi tölur, sem sýna að innflutningur- in hefur minnkað um tæp- lega helming á þcssum stutta tíma, þótt fjölgun fólks hafi verið stöðug í landinu. Athyglisvert er, að verðmæti sokkanna hefur lækkað mun meira en magn ið. Ekki hefur verið um verð- hrun á sokkum á erlendum markaði að ræða, og verður því að álykta, að stöðugt hafi verið keyptir ódýrari og ódýrari sokkar — og þar með vafalaust lélegri og lé legri að gæðum, Gæú þetta verið tilraun löglegra inn- flytjenda til að keppa við • smyglhringana. Engar öruggar upplýsing- ar liggja fyrir um, hve mörg pör af nælonsokkum íslenzk ar konur nota árlega. Sam- kvæmt upplýsingum um notkun nælonsokka í Svi- þjð ætti notkunin hér að vera 500—650.000 pör. Eng- inn vafi er á, að hér eru slíkir sokkar notaðir meira en í Svíþjóð og má því gera ráð fyrr hærri tölunni. Ætla má, að 45—50.000 íslenzkar konur noti nælonsokka, og er þetta þá rúmlega eitt par á mánuði, sem er varla of hátt áætlað. Ef 600.000 pör af nælon sokkum væru löglega flutt til landsins, mundi ríkis- sjóður hafa af þeim um 22 milljónir i tolltekjur. Nú munu þær tekjur vera ná- lægt fjórðungi af þeirri upp hæð, og er því tap ríkisins ekki minna en 15 milljónir. Eins og Alþýðublaðið hef- ur áður skýrt frá, hafa sinyglmálin verið til um- ræðu í ríkisstjórninni í sum ar. Mun stjórnin hafa í hyggju að gera tilraun með lækkun á tollum á helzti* smyglvörum til að klckkja á smyglurunum og fá jafn framt í ríkissjóð meiri tekj ur. Virðist vera full þörf á slíkri tilraun. Af 500.000 pörum af næh onsokkum má gera ráð fyr« ir, að 50—100.000 pör komi með íslenzku ferðafólki, sem dvalizt hefur erlendis. Þá eru eftir 400.000 pör og er augljóst, að einstakit menn smygl ekki s'íku magni innan klæða eða meðj farangri í land. Hér hljóta að vera að verki stórvirkarl aðilar, sem koma heilum förmum á einn eða annan hátt til landsins. Sterkaij líkur benda þannig til þess, að það sé rétt sem almanna rómur hefur lengi sagt, a3 hér sé stundað stórfellt smygl og menn lifi lúxus« lífi á smyglgróða í landinu, SVÁR7 & HVÍTT ALÞJÓÐASAMTÖK kvenna efndu til móts á írlandi fyrir skemmstu, og er myndin þaðan. ís- Ienzki fulltrúinn — frú Sigríður Magnússon — ræðir við félagssystur sínar frá Nigeríu og Lí- beríu. jPfJóJK i 8. sepl. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.