Alþýðublaðið - 08.09.1961, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.09.1961, Qupperneq 4
LENGI hefur verið deilt um sambandið milli rayk- inga og krabbameins í lung um. Á læknaþingi í New York 1957 voru þessi mál sem oftar á dagskrá og lagð- ar voru fram skýrslur um rannsóknir, sem gerðar höfðu verið um þetla mál og virtust ber.da til þess að sam band væri miili reykinga og krabbameins í lungum. Þótt líkurnar væru augljósar fyr ir því, að slíkt samband ætti sér stað, voru samt einstaka Jnenn sem vildu draga þær í efa. Frægur vísindamaður á þessu sviði, Dr- Wynder, sat þarna og hlustaði á rök mann anna gegn niðurstöðunum, sem hann hafði heyrt svo oft áður. Að síðustu spurði hann um þetta atriðh „Hvers krefjist þið, sem endanlegr- ar og gildrar sönnunar fyrir því, að samband sé þarna á milli?“ Hlé varð unz eir.n lækn- anna mælti; „Finnið hóp fó'ks, sem líkist að öllu leyti venjulegum borgurum Bandaríkjarna, nema hvað þeir reykja ekki Þegar slík- ur hópur er fundinn, gerið þá samanburð á fjölda til- fella af krabbameini í lung- um hjá þeim annars vegar og hins vegar hinum almennu borgurum. Þá skulum við sjá ■ihverjir fá lungnakrabba. og hverjir ekki.“ AÐVENTISTAR VALDIR. Nú var gerð nokkur leit -að slíkum hóp. Urðu aðvent- 'istar fyrir valinu. Þeir eru a’l fjölmennir, hafa eigið •sjúkrahús og læknaskóla, svo tiltölulega auðvelt var að -safna skýrslum um þá. Þeir neyta yfirleitt hvorki tóbaks né áfergis, en lifa annars að öllu eyli eins og aðrir borg- -arar í Bandaríkjunum, nema hvað þeir borða minna kjöt en almennt er, en neyta aft- ur á móti meiri mjólkur en þar tíðkast að jafnaði. Af hinum 300 þús aðventistum 'Bandaríkjanna búa um 30 þúsurd í og umhverfis Los Angeles, þar ,sem andrúms- loftið er frægt fyrir að vera -óhreint. Væri orsök lungna- krabba reykur eða óhrein- 'indi f ardrúmslofti, ætti 'hann því að vera jafnalgeng- ur hjá aðventistum Sem öðr um á þessu svæði. Aðventistar reka sem kurn mgt er mörg sjúkrahús, þar sem fleiri aðventistar leggj- ast inn, ®vo að aðventistar eru í minnihluta á sjúkrahús um þessum. ’Var farið í gegn um sjúkraskrár alira sjúkl- inga, sem höfðu verið lagðir inn með alls konar krabba- mein, hjartakölkun og blóð- tappa í hjarta á 5 sjúkrahús í Kaliforníu, eitt í Massa- chusetts, eitt í Illinois og eitt í höfuðborginni Washington. Upplýsingarnar voru settar upp í töflur af hópi lækna ur.dir yfirstjórn dr. Wynder og dr. Frank Lemon. Síðan var aftur farið yfir niðurstöð urnar af sérfæðingum frá þekktri rannsóknarstofnun, Sloan—Kettering Institut. NEYTA EKKI TÓBAKS EÐA ÁFENGIS. Á sama tíma rannsakaði annar hópur mataræði og lífs venjur aðventista á Los An- gelessvæðinu. Þar kom í Ijós að 70% karlmanna höfðu al- drei reykt og um 77% höfðu aldrei neytt áfengis, og eru þeir þá taldir með, sem ekki voru aðventistar frá fæð- ingu. Sjúkdómaskrárnar náðu yfir 8128 sjúklinga, sem ekki voru aðventistar og 564 að- vertista. Hlutfallið var því einn aðventisti á móti 11 mönnum, sem ekki voru að- ventislar. EITT TILFELLI í STAÐ ELLEFU. í hópi þeirra, sem ekki voru aðventistar fundust 118 tilfelli af krabba- meini í lurgum, og þess vegna mátti búast við því að 11 eða 12 tilfelli þess sjúk dóms fyndist : hópi aðvent- istanna. Þetta hlutfall einn á móti ellefu, hélzt um allar aðrar tegundir krabbameins t. d. í b'.öðruhálsi, brjósti, legi, ristli o. s. frv. En það óvænta skeði, að aðeir.s eitt tilfelli fannst af krabba- me:ni í lungum, en ekki 11 eins og búast hefði mátt við. Við ránari rannsókn á þessu t:lfelli, kom í ljós, að þessi maður hafði verið 61 árs o.g hafði reykt 20 vindlinga á dag í 25 ár áður en hann varð aðvent'sli. Hann hafði feng ið lungnakrabba 1954. Læknarnir bjuggust við að finna einr.ig um 11 tilfelli af krabbameini í munni og vélinda, en það er sett í sam band við tóbaks og áfergis- neyzlu, en fundu aðeins eitt. Hvað hjartasjúkdómum við kemur voru niðurstöðurnar er.n furðulegri. Sérfæðingar í hjartasjúkdómum hafa kom izt að því, að hjartaslag er algengara hjá körlum en kon ,um, þegar yngra fólk á í hlut, og kom það greinilega fram í skýrslum Wynders og4 Lemons yfir þá, sem ekki voru aðventistar. FÆRRI TILFELLI AF HJARTASLAGI. Um aðventistana gegndi hins vegar öðru máli; hjá þeim, voru hjartaslagstilfell in 40% færri en hjá öðrum borgurum. Hið eina, sem Wynder og Lemon vildu segja um hugsanlega skýr- ingu á þessu var, að þessar niðurstöður kæmu heim við rannsóknir, sem aðrir vísinda menn hafa gert og sýna, að reykingar fremur flýltu fyr ir birtirgu sjúkdóms, en væru hin eiginlega orsök hans. í lok skýrslu sinnar ræddi dr. Wynder um þá kenningu bandarískra tóbaksfram- leiðenda, að lungnakrabbi stafi af „neuro-hormor.öl um“ þætti, sem valdi því að sumt íó'k reykí mjög mikið. „Maður er þá neyddur til að gera ráð fyrir því, að þessi „neuro-hormonali“ þáttur geri fólk ekki aðeins veik ara fyrir lungnakrabba, held- ur hir.dri það fólk líka í að verða aðventistar, en þeirri skýringu verður alls ekki trúað“. TÓBAKSFRAM- LEIÐENDUR ÆFIR Wyndom-Lemon tilraun unurn var af skiljanlegum á-j stæðum illa tekið af banda- rískum tóbaksframleiðend- um, sem elska söluna fram yfir sannleikanr.. „Meira að segja leikmaður sér af þess- um rannsóknum, að aðvent- istar borða mir.na kjöt og drekka minna kaffi og wiskí, en meira af mjólk en aðrir og kann það að hafa óþekkt áhrif á krabbamein. (Þe'tta er þó líklega í fyrsta skipti, sem kjöt, og kaffi eru talin koma til gre:na sem meðvirkar or- sakir krabbameins). Þess vegna er ekki hægt að líta! fram hjá öllum þessum þátt- um má’sins“, sagð; einn tals maður þessa iðnaðar. Sörnunargildi skýrslunnar væri ekki sterkt, ef niður-; stöðurnar kæmu ekki ná, Framhald á 14 síðu JETTE RUSSEL, 19 ára dönsk stúlka, fór út á Bellavue á sunnudaginn og varð landskunn daginn eftir. Blaðaljós- rnyndarar eltu hana á röndum og árangurinn lét ekki á sér standa. Við birtum mynd af Jette í fyrradag og hér er, önnur. 4g 8. sept. 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.