Alþýðublaðið - 08.09.1961, Page 13
Stjórr.arskráin mæiir svo
fyrir, að dómendur fari með
dómsvaldið, en skipun þess
valds verði eigi ákveðin nema
með lögum.
Þessi ákvæði ásamt fleir-
um hafa þann tilgarg að
gera dómsvaidið óháð öðrum
þáttum ríkisvaldsins. Hlut-
verk þess er að skera úr á-
greiningsmálum, sem upp
kunna að rísa, og vernda
þannig borgarana gegn ólög
mætum aíhöfnum og athafna
leysi samborgaranna °g
stjórnvalda og jafnvel hins
almenna löggjafarvalds.
En þrátt fyrir hið mikil-
væga hlutverk dómstólanna
leiða reglur hins víðtæka
samningsfrelsis til þess, að
mönnum er heimilað að snið
ganga hina reglulegu og lög
skipuð'u dómendur og fela
öðrum að úlkljá deiiumál sín.
Þegar leikmönnum ér
þannig falið að veita bind-
andi úrlausn á ágreinings-
málum manna, er sagt, að
málið hafi verið lagt í gerð.
N’ðurstaðan heitir gerðar"
ctómur, en þeir menn, sem
segja dóminn, gerðarmenn-
Alll eru þetta 'þekkt hug-
tök hér á landi frá fyrstu tíð.
Víða í fornbókmenntur.um
er þess getið, að deilumál
hafi verið lögð í gerð valin
kunnra marna, og gafst sú
aðferð oft vel_
Orðið gerð er dregið af
sögninni að gera og hefur í
þessu sambandi þá merkingu
að gera út um eða leysa
þrælu.
Ef leggja á mál í gerðar-
dóm, þarf að vera fyrir hendi
sérstök heimild til að hafa
þann hátt á. í einstaka tilfell
um er gerðardómur lögákveð
inn um viss deilumál, sbr. lög
um iðnfræðslu og lög um vá
tryggingarfé'ög fyrir fiski-
skip.
Hitl er þó algengara, að
heimildarinnar sé að leita í
sérstökum samr.ingi aðil-
anna. Geta slíkir samningar
eðlilega verig með ýmsum
hætli Sum félög hafa þau á-
kvæði í iögum sínum eða
samþykktum. að ákveðin
deiluefri milli einstakra fé-
lagsmanna eða félagsmanns
og félagsins sjálfs verði af-
greidd af sérstökum gerðar
dómi linran fé^agains'. KJm
leið og menn hafa gerzt fé-
lagar í slíkum samtökum,
hafa þeir þar með samið um
gerðardómsfyrirkomulagið
eftir ákvæðum félagsiag-
anna
Mjög er tíðkað að í verk-
samningum séu höfð ákvæði
þess efnis, að ágreiningur,
sem risa kann út af slíkum
samningum, skuli leystur af
gerðardómi.
Þær heimildir, sem gera
ráð fyrir gerðardómum, eru
undantekningar frá því
venjulega, þ. e. almennu
dómstólaleiðinni, og verður
því að skýra þær þröngt. —
Þessar heimildir, hvort held-
ur þaer eiga sér stoð í lögum
eða samningum, verða þess
vegna að vera mjög skýrar,
þannig að ótvírætt sé. hve
langt dómsheimhd gerðar-
manna nær. Einnig er vafa-
samt, hvort mjög víðtækar
heimildir í þessum efnum
fái staðizt.
Um ge rða r s am ni n gi r. n
gilda venjulega samninga-
reglur, þ. m. t. ógildingar-
reglurnar. Slíkur samningur
fær því ekkert gildi, ef ann-
ar samningsaðhi hefur verið
haldinn hæfileika eða heim-
ildarskorti. Reglur einka-
málaréttarins um svik, kúg-
un, misbeytingu og misgán-
ing geta hér sem endranær
leitt til ógildingar samnings-
ins. Sama getur og átt sér
stað samkvæmt reglunum um
rangar og brostr.ar forsend-
ur.
Mismunandi aðferðir eru
notaðar við skipun gerðar-
manna, og fjöldi þeirra getur
verið hver sem er. Algengast
er þó, að í dómánum eigi sæti
sinn fulltrúinn frá hvorum
málsaðila, en oddamaður skip
aður af viðkomandi héraðs-
dómara. Stundum er skipun
oddamannsins samkomulags
atriði, anrað hvort aðilanna
eða fulltrúa þeirra í dómin-
um 'Vera má, að aðilar komi
sér saman um dómsformann-
inn, en honum sé falið að
velja samdómendur- Þekkzt
hafa ýmsar aðrar leiðir.
Eðlilega er engum skylt að
taka sæti í gerðardómi og
þarf því sá, sem hyggst skipa
ákveðinn mann í slíkan dóm,
að fullvissa sig um, að hann
sé reiðubúmn til starfars.
Ekki verður þess krafizt, að
gerðarmenn fu'inægi neinum
almernum eða sérstökum
skilyrðum til að eiga sæti í
gerðardómi.
Um málsmeðferð fyrir gerð-
ardómi fer fyrst og fremst
eflir gerðarsamningnum. Séu
þar engin ákvæði um þetta
atriði, verður hún að byggj-
ast á s’ðara samkomulagi að-
ila eða ákvörðun gerðar-
marna. Vafalaust ber þó að
hafa hliðsjón af almennum
regtum um meðferð einka-
mála. Þannig verður dómur
inn að gæta þess, að aðilar
hafi algert jafnræði tii
skýrslugjafa, gagnráðstöfunar
og málsútlistunar Veita yrði
og aðilum hæfilega fresti í
þeim tilgangi að upplýsa máls-
atvik.
í mikilvægum málum ann
ast málflutningsmenn sókn
og vörn fyrir gerðardómum
með venjulegum hætti. 1 öðr
um tilfellum er þessu ekki
svo farið, einkum ef aðilar
sjálfir hafa tilnefnt fulltrúa í
dóminn.
Gerðardómendur verða að
gæta þess skilyrðislaust að
fara í engu út fyrir mörk
gerðarsamningsins. Einnig
er,u þeir bundnir við kröfu-
gerð aðila, enda þótt gögn
málsins sýni ljóslega,- að
meiri réttur var fyrir hendi,
en krafa var gerð til.
Niðurstaða gerðarmanna,
dómurjlr.n, verður að Vera
svo skýr, að ótvírætt sé, hvað
dómfeilda er gert að gera
eða láta ógert. Ekki strangar
kröfur um forsendur fyrir
gerðardómi og fyrir venju-
legum dómi. E. t. v. getur
gerðardómur verið gildur án
nokkurra forsenda.
Þeir eru helztu kostir gerð
ardóma, að afgreiðsla máls
ins lekur skemmri líma. —
Málið verður ekki eir.s opin-
bert og ella, og niðurstaðan
verður fremur byggð á sann
girni en lögum. Kostnaðar-
hliðin getur hins vegar brugð
izt U1 beggja hliða. Opinber
réttargjöld þarf ekki að
greiða og ætla má, að mál-
flutningsíaun verði yfirleilt
lægri eða e. t. v. engin Þar á
móti kemur þóknur. til dóm-
endanna, sem þeir ákveða
sjálfir.
Gerðardómar hafa þá
ókosti, að dómurinn gelur
ekki eiðfest vitni eða mats-
menn. Einnig er hugsanlegt,
að þetta fyrirkomulag skapi
aðila réttindamissi, sérstak-
lega ef ill.a hefur tekizt til
um val gerðarmanna.
Þá ber til þess að líta, að
gerðardómurinn er ekki að"
fararhæfur. Ef hinn dóm
felidi irnir ekki skyldu sína
af hendi, á dómhafinn eigi
þ^ss kost að fá atbeina fógeta
til fullnægingar á dóminum.
Harn verður fyrst að stefna
ven.julegri dómstefnu til hér-
að^dóms og fá þar aðfarar-
hæfan dóm. Sé gerðarsamn-
ingurinn gildur og úrlausn
gerðarmanna formlega með
lögmætum hætti, fær stefnd-
ur í slíku máli engum vörr,-
um við komið og verður
dæmd.ur á grundvelli gerðar-
dómsins án efnislegrar máls-
rannsókr.ar héraðsdómara.
ÞINGKOSNINGARNAR í
Vestur-Þýzkalandi fara fram
þann 17. september n. k. og
harka er farin að færast í
kosningabaráttuna, sem er nú
í algleymingi. Jafnaðarmenn
beina einkum spjótum sínum
:að dr. Konrad Adenauer,
kanzlara, og gagnrýna utan-
ríksstefnu hans, og kanzlar-
inn hefur verið ómyrkur í
máli. Þótf vel virtist fara á
með þeim Willy Brandt og
Adenauer í Berlín hefur, Ad-
enauer farið niðrandi orðum
um Brandt og minní kjósend
ur á þá staðreynd, að hann
er óskilgetinn.
Jafnaðarmenn hafa til
þessa ekki haldið uppi cins
hörðum árásum á stjórnina
í innanlandsmálum 08' í utan-
ríkismálunum. Helzti for-
mælandi st’jórnarinnar í inn
anlandsmálum er Ludwig Er-
hard efnahagsmálaráðherra,
sem Bandaríkjamenn kalla
„Mr. Wirtschaftswunder“. —
Það hefur sýnt sig í kosninga
baráttunni, að hvorki Aden-
auer gamli né hinn ungi
Brandt njóta mcstra vin-
sælda. Sá, sem fólkió viil
helzt heyra í, cr feiti Erhard,
með vindilinn, Vindillinn er
helzta einkenni hans og alls
mun hann reykja 12—15
vindla á dag.
í augum Þjóðverja cr Er-
hard tákn hinnar efnahags
legu viðreisnar eftir styrjöld-
ina, cn vinsældir sínar þa!f:k-
ar Erhard þeirri staðreynd,
að hann er fæddur bjartsýn-
ismaöur. Síðan 6. ágúst befur
Erhard verið í kosningaleið-
angri og ferðast með einka
lest. í kosningaræðum hefur
hann ekki lofað öðru en því;
að stefna í efnahagsmálum
verði óbreytt svo að hægt
verði að auka þjóðartekjurn-
ar um 5% á ári. í öðru lagi
hefur hann varað við þjóð-
ernisstefnu og eiginhagsmuna
pólitík.
Þær raddir gerast nú æ
háværari í flokki Adenauers,
að hann verði að víkja eftir
kosningarnar, en „Der Alte“
— gamli — er því mótfa’linn.
Eins og menn muna hugðist
Adenauer, taka við forselaem
bættinu fyrir tveim árum, en
hann endurskoðaði afstöðu
sína allsnögglega þegar flokks
menn hans sameinuöust í
því, að hafna Etzel, eftirlæti
Adcnauers, og fylkja sér um
Erhard, sem eftirmauu hans
i kanzlaraembættinu.
Erhard hefur ekki átt auð-
vclt með að gleyma þvi hvern
ig Adenauer auðmýkti hann
opinberlega. Ekki cr langt sið
an Erhard þvcrneitaði að
myndir af honum og Adenau
er yrðu hafðar á sama kosn-
ingaspjaldinu. En í kosninga
áróðrinum að minnsta liosti
standa þeir hlið við hlið.
Vígorðið í kosningabarátt-
unni cr þetta: „Adenaucr,
Erliard og félagar". Adenau-
er reiðir sig á vinsældir Er-
hards, en hyggst ekki láta af
embætti', þótt slíkt sé ósk
margra. En ef hann færi frá
væri Erhard líklegasti eftir-
maðurinn.
Vinsælasti
andstæðingurinn
mmwwttwwtwwwwvwwwMwmvmwwwvw
Alþýðublaðið — 8. sépit. 1961