Alþýðublaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 15
ÞEGAR komið er til Öskju mætir augum mikil fengleg og ógleymanleg sjón. Bráðið, hvítglóandi hraun stendur í strókum fjögur til fimm hundruð metra upp úr aðalgígnum á gossvæðinu, sem er um það hil tvo kílómetra norður af Öskjuvatni í innanverðu Öskjuopi miðju. Við komum að Öskju í myrkri, og það sem fyrst bar fyrir augu var hvítglóand; liraunhafið, sem ædd; á móíi okkur út um Öskjuop. Hraun- hafíð fyllir alveg milli hlíða, sem eru fjórir kílómetrar. Allt er óbreytt v;'ð Öskjuvatn og Víti að bví er séð verður og , sömuleið/s goshverirnir sem fyrst mynduðust, 0g eru mitt á millf Öskjuvatns og gosstöðvanna. Við ókum fyi4;’r framan hraunið og nokkuð upp með fjöllunum austan við Öskju- vatn, gengum síðan á Öskj- una upp af gígunum, bangað sem vel sást niður í þá. Veð ur var bjart og gott, tungl á he.'ðum himní og norðurljósa flog, en engrar birtu var vant, þar sem eldsúlurnar og hvít glóandi hraun;ð lýsti upp Öskjjudahnn að verulegu leyti. Þegar við komum upp á öxl ina og sáum gosið, heyrðust geys/legar drunur og dynkir í hvert sinn sem hraunleðjan gaus upp úr gígunum, og jörð- 'i’n nötraði undir fótum okkar. Hraunið hefur breytt sér lá lítið. Kvíslin sem fyrst rann og stefndz að DyngjUvatni, SVONA gengu hraun- gusurnar upp úr Öskju í gærmorgun þegar Alþýðu blaðsmenn komu að henni í nótt. Þetta hraun gos er allt að fimm hundr uð metra hátt. /VWVWWWIWWMMWMWtW virðist nú hafa stöðvast að mestu leyti, en önnur kvísl, sem stefnir nokkru austar, eða á Vikrafell, virðist hafa mest framrennsli sem stendur. Fram rennslishraði’nn virti'st okkur vera áttatíu til hundrað metr ar á klukkustund, og hráun- röndin níu td tíu metrar á hæð. Aðalflaumur hrausins var hvítglóand; en jaðrarnir storknað/r að mestu leyti á yfirborðinu, Þegar við fórum hafði hraumð runnið tíu t;l tólf kílómetra veg í áttina að Vikrafelli. Jafnt og þétt hryn- ur úr hraunröndinni niður í ný fall/nn snjó, en gufumekkir gjósa upp, þegar snjóri'nn bráðnar. Hálfstorknuð hraun- björgin velta fram af brúnum hraunsins, sem bre/ðir úr sér eftir því sem lengra dregur. Næst gosstaðnum er hraunið þunnt eins og vatn og rennur þar fram með miklum hraða. Ekkert lát er á hraunrennsli’nu sem kemur aðalega úr stærsta gígnum, en nokkri’r smærri gíg ar eru þó á gossvæðinu. Alþýðublaðsmenn komu með þenjian stein úr Öskjubrauni. Öskjuvatn Framh. af 16. síðu 5000 feta háir en botninn í Öskju um 300 fet yfir sjávar mál. Eins og kunnugt cr, var það Tryggvi, sem fyrstur upp- götvað/, að einhverjar liræring ar voru byrjaðar í fjallinu, en það var 10. okt. að hann flaug þar yfir í fjárleit og sá þrjá gufustróka stíga til lofts úr hlíðum fjallsins. Þess má geta, að meðan á öllunj þessum látum hefur staðið, notaði Tryggvi smá stund t/1 að smella sér í það heilaga. Sú hamingjusama er Pctra Konráðsdóttir, ljósmóð- ur á sjúkrahúsinu á Akurcyri og hjónavígslan var á föstu- dagskvöld. Nokkur snjór er í hlíðum Öskjudalsins og fjöllunum í kri'ng, og sér ekki á honum lit fyrir ösku, og fylgir þó ekki miki/1 aska gosinu. Þegar við nálguðustum hraunröndina varð hiti'nn alveg gífurlegur, og eng/n leið að standa kyrr réít vi'ð jaðar hraunsins vegna hi’tans. Látlaus straumur ferðafólks cr að gosstöðvunum, sérstak- lega var mikil mannaferð þang að í gær. Þetta var fólk bæði úr Reykjavík og nærsveitun- um norðanlands, meðal ann- arra voru þarna jarðfræðing- ar við rannsóknir, eins og get i'ð hefur verið í fréttum. Yið mættum mörgu af þessu fólki, þcgar við vorum á niðurleið frá gosstöðvunum, en nokkrir voru þó komnir upp eftir þeg ar í fyrrinótt. Ekkert lát er á gosinu og var það raunar með mesta móti, þegar við vorum þarna. Engar líkur virðast vera fyrir því að hraunið renni í Öskjuvatn að svo stöddu, og þótt hraunið renni hratt austur eftir, þá er engin liætta á því að það valdi tjóni eða gosið yfirleitt, þar sem ckki er urn vikur eða ösku gos að ræða. Enginn gróður er þarna á stóru svæði, aðe'ins vikursandar og hraun frá fyrri eldgosum. Við höfðum ekki tíma til að stanza lengi á fjallinu og horfa á gosið. Við mUnUm hafa verið þar um hálftíma. Fyrir neðan okkur stigu og hnigu eldsúlurn ar til skiptis, en undirspilið voru hinir ferlcgustu dynkir frá iðrum jarðar, og þótt stund in vær/ ekki löng, sem við stóðum þarna, vcrður hún okk ur ógleymanleg. ^ Við fórum þarna upp eftir á „station“ jeppa. Bílstjóri vár 5 Ingvi Hjörleifsson frá Akur- eyri, sérsíaklcga ötull og úr- * ræðagóður bílstjóri, og var hann e/ndæma skjótur í ferð um. Með okkur í íerð/nni var Gunnar Steindórsson, frétta ritari Alþýðublaðsins á Akur eyri, hinn ágætasti fcrðafélagi. AKRANESI i gær: FIMM bátar af 15, sem eru á veiðum, komu með 1600 tunn ur síldar, til Akraness í gær. Síldin er um 33 mílur út a£ Jökli og stendur djúpt. Anna var hæst með 600 tunnur, Sig urfart' var með 500 tunnur, Sæ fari með 200, Sigurður 250 og Böðvar með 100 tunnur. í fyrrarjTg bárust 2500 tn. til Akrane^s úr 7 bátum. Har- aldur með 165 tn., Höfrungur II. með 153 tu.nnur, Anna 324 tn., Sæfari 366 tn.. Sigurgur 492 tn, Sigurfari 170 tn. og Skírnir með 845 tn. Síldin er öll fryst og söltuð. , 2 bátar með línu eru nýhætt- ir og trillurnar eru hættar, all ar nema þrjár. Allt snýst ura síldina og saltað er á fjórum stöðum. — H. Dan. Alþýðublaðið — 29. 0kt. 1961 ^5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.