Alþýðublaðið - 26.11.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 26.11.1961, Síða 2
lltKtjórar: Gisii J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rlt tijómar: tndriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Blmar: 14 900 — 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- taslð. — Prentsmlðja Alþýðublaðæns Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 i mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — F-amkvsemdastjórl Sverrir Kjartansson. Almenningut fordæmir þá VINNUBRÖGÐ Þjóðviljans og íslenzkra komm únista í sambandi við hina upplognu frétt um vestur-þýzkar herstöðvar hér á landi eru táknræn fyrir öll vinnubrögð þessara manna. Fyrst er Þjóð viljinn látinn prenta frétt um að Viestur-Þjóðverj ar sækist eftir herstÖðvum hér á landi. Síðan þykj ast foringjar kommúnista á alþingi ekkert vita um heimildir Þjóðviljans en heimta í staðinn yfirlýs íngar frá ríkisstjóminni um, að „tilgangslaust verði fyrir Vestur-Þýzkaland að fara fram á hern aðarlega aðstöðu á Islandi“. Og þegar ríkisstjórnin vill ekki gefa þau vottorð sem Einar Olgeirsson og hans kónar panta, þá er haldið áfram að lygja- Stendur ekki nær Einari Olgeirssyni að upplýsa hvaðan lygafrétt Þjóðviljans er runnin? Hvorki Einar né aðrir. ráðamenn Alþýðubandalagsins þurfa að ætla nokkrum manni að trúa því að slík stórfrétt sem Þjóðviljinn birti í fyrradag sé birt án vitundar og vilja leiðtoga ísienzkra kommún ista. Líklegra er að fréttin sé einmitt samin af Ein ari og félögum hans. En Einar var sakleysið sjálft jÍ umræðunum á alþingi í fyrradag og sagði, að „engum þætti vænna um það en sér, ef þessi fregn reyndist röng“- Já, sér er nú hver hræsnin. Og Lúðvík Jósepsson sagðist ekkert geta sagt um sann leik fréttarinnar. Þeir voru ragir við það foringjar íslenzkra kommúnista að segja fréttina rétta á al þingi í fyrradag. En ei að síður þótti þeim sjálf sagt að halda áfram að dylgja og láta Þjóðviljann lepja upp dylgjur og getsakir. Allur almenningur fordæmir framkomu komm únista í þessu máli. Þeir hafa sjaidan Iagzt eins lágt og muna menn þó ýmislegt, er kommúnistar hafa tekið sér fyrir hendur hin síðari ár. Ættu þeir, er látið hafa tilleiðast að greiða kommúnist um atkvæði undanfarin ár að hugsa sig um tvisv ar áður en þeir láta slíkt henda sig aftur. Flokkur sem ekki skirrist við að útbreiða lygasögur um sína eigin þjóð til þess að þjóna hagsmunum Rússa á ekki skilið nein íslenzk atkvæði. Gefjun - Iðunn au LÁGT VÖRUVERÐ - NÝ EFNI - NÝ SN!Ð> Dökk karlmannaföt Fermingarföt Terylenebuxur Stakir tweed-jakkar Poplinfrakkar Köfl. nylonfrakkar Tweedfrakkar kr. 2.091.00 — 1.558.00 — 665.00 — 1.247.00 — 1.086.00 — 1.370.00 — 1.495.00 FYLGIZT MEÐ VERÐLAGINU Atiiugið verðið áður en þér gerið kaup annars staðar. •. GEFJUN - IÐUNN STJÓRNAR KOSNING FramJi. af 1. síðu. Kommúnistár í Sjómannafé iagí Reykjavíkur eiga nú í sneiri erfiðleikum en nokkru sinni fyrr vegna þess kve.jjaenn . íordæma almennt framferði kommunista I aiþjóðamálum aindanfar'.ð. Margir, er fylgt fiiafa kommúnistum að málum tskammast sín fyrir að láta það i uppi nú eftir að Stalín átrún! ‘aðaflgoð iþeirra hefur verið stimplaður glæpamaður af Krústjov og fær ekki lengur að liggja kyrr í grafhýsi sínu. Og framkoma íslenzkra_komm únista nú undanfarið gagn v.art hræðraþjóð okkar Finn um hefur vakið fyrirlitningu almennings. Munu sjómenn á reiðanlega sýna það við stjórn arkjörið í sjómannafélaginu, að þeir kær.a sig ekk; um for sjá þeirra manna er ætíð eru reiðubúnir að verja hagsmuni hins alþjóðlega kommúnisma. Kosið er á skrifstofu Sjó- manúafélags Keykjavíkur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 3—6 daglega. Loftvarna byrgi Framhald af 16. síðu. kynnt sér þessa gömlu tillögu loftvamarnefndar. Má telja lík legt, að Holtermann beri fram tillögur um byggingu ein- hverra byrgja hér og verður fróðlegt að frétta hvernig hin- um norska sérfræðingi hefur Iitizt á tillöguna um byrgið í Arnarhólnum. Loftvarnanefnd Reykjavík- ur var skipuð í júní 1951 og voru þessir menn skipaðir í nefndina: Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, formaður, Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, Jón Sigurðsson, borgarlæknir, Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri, Valgeir Björns son hafnarstjóri, Jón A. Pé- tursson, nú bankastjóri og Tómas Jónsson, nú borgarlögm. Framkvæmdastjóri nefndar- innar var ráðinn Hjálmar Blöndal. Á tímabilinu 1951— 1956 (ársloka) hafði nefndin til ráðstöfunar 9 millj. kr. 1.5 millj. kr. að meðaltali á ári frá Reykjavíkurbæ og ríkissjóði. Af þessum fjármunum varði , nefndin rúmri milljón króna til eklvarna, 2.4 millj. kr. til hjúkrunar- og líknarmála, 239 þús. kr. tii loftvarnabyrgja og auk þess var varið fjármunum til þess að koma upp stjórn- stöðvum, aðvörunarkerfi, fjar- skiptakerfi, birgðageymslum, hjálparsveitum og ýmsu öðru. Nefndin keypti rafknúnar loftvarnarflautur ásamt öllum útbúnaði frá Danmörku og hafa leiðslur verið lagðar að þeim stöðum þar sem flauturn ar skal staðsetja og gerðar und irstöður fyrir þær. En sjálfar flauturnar hafa ekki verið sett ar upp nema ein á turni Landa- kotskirkju. Nefndin lét fara fram rann- BÆJARBÍÓ sýnir enn eina verðlaunamynd, Læknirinn frá Stalingrad. Við alþjóðlega kvikmyndahátíð í Frakklandi sókn á þörfum fyrir loftvarna- byrgi. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að hús væru hér að jafnaði traustbyggðari en víðast annars staðar. Taldi nefndin að hagnýta bæri þá sérstöðu og skipuleggja bæri byrgí sem víðast í kjöllurum. Komst nefndin að þeirri niður- stöðu, að unnt væri að full- nægja loftvarnarbyrgjaþörf- inni utan miðbæjarins á við- unandi hátt miðað við kröfur þær, sem gerðar væru í ná- grannalöndum okkar með því að semja við eigendur einstakra steinhúsa um afnot kjallara. '■ Nefndin gerði ennfremur ráð fyrir því að notast mætti við skýli í allmörgum kjöllurum í miðbænum cnda þótt Ijóst væri að þar mundi skórinn einkum kreppa að ef til loftárása kæmi. Taldi nefndin, að gera yrði ráð fyrir möguleikum til þess að hafa loftvarnarbyrgi í kjöllur- um stórhýsa, er reist kynnu að verða á hæðunum í miðbæn- um og næsta nágrenni. Benti ncfndin í því sambandi á fyrir- hugaða stjórnarráðsbyggingu, lögreglustöðina og fleira. En auk þess lagði nefndin til að gert yrði loftvarnabyrgi í Arnarhóli. Nefndin gerði sér far um að afla upplýsinga um ráðstafanir, sem ætlunin væri að gera ann ars staðar til varnar borgurun- um í kjarnorkustríði en það starf nefndarinnar var á byrj- unarstigi, er fjárframlög til hennar voru skorin niður. fékk myndin fyrstu verðlaun, sem bezta erlenda kvikmyndá in og tveir leikarar í mynd-< inni fengu fyrstu og önnun verðlaun sem beztu erlendij leikararnir. Myndin gerist að mestu i rússneskum fangabúðum, þar sem er mikill fjöldl þýzkra stríðsfanga, meðal þeirra er læknirinn Böhler, sem leikinn er af O. E. Hasse. Eva Barton leikur þarna rússneskan kvenlækni, sena er hörkutól hið mesta. Hún æ marga aðdáendur innan girð ingar fangabúðanna, þrátt fyrir hörku sína. Meðal þeirra er rússneskur liðsfor- ingi sem leikinn er ágæta vel af Hannes Messemer. Annar aðdáandi hennar er þýzkur læknir og nýtur hann um stund hylli hennar unz rúss- neski liðsforinginn drepur hann í afþrýðisemi þegar Þjóðverjinn kveður ástmey sína hinztu kveðju á leið heim til Þýzkalands með fleiri stríðsföngum. Dr. Böhler er verndarengill fanganna í búðunum og án hans væru þeir allir dauða- menn. Hann verður til að bjarga dauðvona syni yfir- manns fangabúðanna með skurðaðgerð og nær með því ýmsum mannréttindum fyrir fangana, að lokum hverfa all- ir heim, Dr. Böhler líka. Mynd þessi er mjög vel gerð og nær sterkum áhrifum með einföldum senum og sönnum leik. Einkum verður að geta hins frábæra leikara O. E. Hasse svo og Evu Baríok, sem sýnir mjög sterkan leik. H.E, ] 26. nóv. 1961 — Alþýðubla®ið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.