Alþýðublaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsiö. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Milljarðaverksmiðja RÍKISSTJÓRNIN athugar nú líkur á því, að Svisslendingar fá.út til að reisa alúminíumverk- smiðju á íslandi fyrir hálfan annan milljarð króna, en jafnframt verði reist nýtt vatnsorkuver fyrir 'álíka upphæð. Hér er um að ræða stórbrotnustu .skref í uppbyggingu atvinnulífs á íslandi, ef af verður, og mun framleiðni þjóðarinnar aukast geysilega þar sem orka <!>g vélar vinna að mestu- Sú er leiðin til að tryggja aukln afköst á hvern ’íbúa, en þau eru einmitt lykillinn að bættum lífs- kjörum. Rætt er um, að orkuverið verði eign íslendinga sjálfra, en verksmiðjan eign hins svissneska fé- lags. Er því um að ræða fyrstu erlenda fjárfest- ingu í stórum stíl hér á landi, og verður alþingi að sjálfsögðu að fjalla um það mál. þegar tími til kemur. Þessa sömu braut hafa flestar aðrar þjóðir farið á gelgjuskeiði sínu, og er fordæmi Norð- manna nærtækast. Þetta mál og önnur slík verður að rannsaka rnjög vandlega. Alþýðublaðið er í meginatriðum hlynnt því, að íslendlngar hagnýti sér erlent fjár- :magn, en þó með hinum ströngustu skilyrðum, er tryggi rétt og hagsmuni Íslendinga og hindri, að hinir erlendu aðilar hljóti nokkur völd eða aðstöðu í landinu. Slíkur meðalvegur er vissulega fær. Að gleypa erlent fjármagn hrátt er óðs manns æði. Að berjast gegn því skilyrðislaust (eins og komm- únistar gera) er fávizka, sem byggist á annarlegum hvötum. í sambandl við hugsanlega stórverksmiðju til framleiðslu á alúminíum (sem þó er lítil á heims- mælikvarða), þurfa Íslendingar fyrst og fremst að semja um, að þeir eignist verksmiðjuna sjál'fir eftir tiltekinn árafjölda- Þeir verða að semja um rafmagnsverð til að tryggja hag hins nýja orku- vers. Þeir þurfa að semja um yinnu og vinnutaxta, skatta og gjöld, tolla, yfirfærslu peninga og rekst- ilr verksmiðjunnar. Sérstaklega verður að tryggja að slí'k verksmiðja verði ekki „toppstöð“, heldur verði starfrækt árið um kring og megi ekki stöðva reksturinn. Allt þetta og sitthvað fleira eru venju- leg samningsatriði í slíku máli. Þegar niðurstaðan liggur fyrir, verða íslendingar að taka sína ákvörð un um mállð. Fyrr er það ekki hægt. Hugsanlegt getur verið í sumum tilfelk>m, að Islendingar gætu fengið fé að láni til að reisa slík mannvirki sjálfir, þótt það sé mjög vafasamt um fyrirtæki eins og alúminíumverksmiðju. Hins veg ar er erlendu fjármagni ekki hleypt inn í landið ■e.'ngöngu til að fá féð, heldur ekki síður til að fá þekkingu erlendra aðila og aðstöðu þeirra á mark aði. Höfum við ekki nóg af Örfiriseyjarverksmiðj- *um og glerverksmiðjum? í TI1MI<" 1 - ...............""...... ' ........., 2 1. des. 1961 — Alþýðublaðið .... .’.V.VKV. wMvMw vX*X*Xw vlvlvlvl ►V*V*V*V*v , v. vavXw ♦ ♦♦♦♦♦♦%% 4*4 ♦ ♦♦•♦♦*♦♦%%* *♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦ *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* V»V»VéV,W, ---- ♦ ♦ ♦ ♦ JÍrr *V* ■ •v.v.v.w Xv.wX^ w. wX^ v.wlw %%%%%%% ♦♦♦♦♦♦♦ ••••••« •♦♦•♦♦• %♦♦%%♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦%%%%% ♦ ♦*♦% •♦•♦♦• ♦ »%♦♦ v.v.v w»v. OANNKAUP ♦ ♦* ♦• w.w !! »> *»:» '♦%%%♦ »:♦:♦: m m v» »:» %%%*, »» >:»« »:» .»» ♦»»: v»>:» v>»»; »»»» *:♦:♦:$:♦:♦:»:♦> Því fyrr því betra fyrir yður fyrir okkur Bara hringja svo kemur það ATI.I Wah Unnið Almenna bókafélagið hefur samið viið Sigurð I»órarinsson jarðfræð'ng- um útgáfu á bók um Öskju. Mun bókin að veru legu leyti fjalla um gosið og myndir af gosinu munu prýða bókiina. Ekki er enn v tað live- nær bókin mun koma út. Þetta kom fram á fundi er forstjóri Almenna bókafélags- ins, Baldvin Tryggvason átti með blaðamönnum í fyrradag. Á fundinum gaf forstjórinn blaðamönnunum m.a. eftirfar- andi upplýsingar um útgáfu- starf félagsins undanfarið: Félagið hefur á þsssu ári sent frá sér 8 bækur, og um næslu mánaðarmót koma 3 í viðbót, nóvemberbókin, desem berbókin og gjafabók, sem þe'r félagsmenn fá, sem keypt hafa hjá félaginu á ári 6 bæk ur eða meira. Auk þess koma út á árinu hjá félaginu tvö bindi af Skáldverkum Gunnars Gunnarssonar, 2. b'.ndi ritsafns ins, sem er komið fyrir nokkru og 3. bindið, sem kemur í des- ember. Bækur, sem út hafa konvið á árinu eru þessar: Janúarbók- in var Svo kvað Tómas, hin, merka samtalsbók þeirra Matt híasar Johannessens. Febrúar bókin var Á Ströndinni, skáld- saga Nevil Shute í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Fjallar sú bók um afleiðingar kjarn- orkustyrjaldar. Marzbvkin var Hafið eftir Unnstein Stefáns- son hin merkilega haffræð.bók sem vakið hefur mikla athygli Aprílbók: Leyndarmál Lúkas- ar, skáldsaga Ignaz'o Silone í þýðingu Jóns Óskars.Maíbók Fjúkandi lauf, ljóðabók Einars Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.