Alþýðublaðið - 06.05.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.05.1962, Blaðsíða 15
um hann. Lew Smith og Don Robertson unnu sem staðgengjll Clarks og farðari. Don minntist þess að eitt sinn var Clark í mjög góðu skapi og þá ákvað hann að sýna þeim hvernig þeir litu út. Hann hermdi svo snilldar lega eftir þeim að allir veinuðu af hlátri. Þegar myndatökunni var lok ið fóru Gablehjónin til Palm Springs. Það var mjög rólegt á búgarðinum og enn á ný tók ég þá ákvörðun að hætta sem einka ritari Clarks og helga heimili mínu og ciginmanni krafta mína. Þetta var erfið ákvörðun því starf mitt var hluti af l'ífl mínu. Ég þurfti engar áhyggjuf að hafa af Clark. Hann hafði fjölskyldu sína, umboðsmann sinn og lög fræðing og allir voru fúsir til að aðstoða hann. Eftir að ég hafði rætt málið við Glark ákvað ég að halda stöðu minni þangað til að hann hefði fengið annan til að taka við af mér svo ég gæti kennt henni öll hin flóknu atriði starfs míns. Margir umsækjendur komu og fyrir valinu varð lagleg sænsk stúlka Margareta Gronkvist-Tveir mánuðir liðu áður en ég hafði sett hana inn í starf sitt og eftir það varð ég oft að ráðleggja henni og aðstoða hana. Paramount réði Clark til að leika í gamanleiknum „Það hófst í Naples“ sem Melville Shavel son átti að stjórna og taka mynd arinnar átti að ske á Ítalíu. Gable hjónin fóru frá New York seinni hluta júnímánaðar árið 1959. Bunker og Joan voru með og þau settust að í húsi utan við Róm meðan Clark vann að myndinni sem Sophia Loren og Yittorio de Sica léku einnig í. Clark lék lögfræðing frá Phila delphiu sem kemur til Ítalíu til að sjá um eignir látins bróður síns og kynnist þar Sophiu og barni hennar. Jo barnastúlka Gable hjón- anna fór heim með börnin í sept ember tii að unnt væri að láta Þau ganga í skólann en Gable hjónin komii ekki heim fyrr en í nóvember. Snemma ársins 1960 komu Strickling hjónin í heimsókn til Clarks og Kay og þá var Clark að leika golf með það fyrir aug um að léttast áður en hann léki í kvikmyndinni „Utangarðsfólk" sem taka átti um sumarið. „Ég verð að halda mér við“, sagði Clark. „Ef ég á að leika grannan kúreka verð ég að losa mig við fimmtán kíló“. „Af hverju læturðu svona", spurðu þau. „Þetta er of erfið mynd fyrir mann á þínum aldri“. „Ég veit það sagði Clark“, en ég hef ekki efni á að neita pen ingumunum. Ég fæ sjöhundruð og fimmtíu þúsund dala trygg- ingu eða tíu prósent af gróða og auk þess gfeitt aukalega ef taka myndarinnar dregst eitt- hvað. 23. Allt vorið hélt Clark áfram að leika golf og gæta sín í matar æði með það fyrir augum að léttast. Þegar Sonja Heine hélt veizlu fyrir fjörutíu vini sína mættu Clark og Kay þar skemmti gestunum með að syngja kú- rekasöngva. Allir urðu undrandi þegar þeir heyrðu hve vel hann söng. „Við vissum ekki að þú gætir sungið svon vel“, sagði einn vinur hans við hann. „Ég söng einu sinni til áð vinna fyrir mat mínum“, svaraði Cljijk. „Nú syng ég til að æfa mig fyr ir rnæstu mynd“. Taka „Utangarðsfólks" hófst 18. júlí. Clark lék þar hlutverk Gay Langland, harðjaxls af „gamla skólanum“, manns sem er utangarðs í lífinu. Marilyn Moroe lék fráskilda konu sem verður hrifin af Ciark en sem einnig er umsetin af öðrum „ut angarðsmönnum" þeim Montgo- mery Clift og Eli Wallach. Handritið var eftir Arthur Miller 0g Clark leist vel á það og honum fannst_ myndin hafa boðskap að flytja. Clark hafði einnig langað lengi til að vinna með John Huston. Þeir höfðu Ævisaga CLARK .eftir Jean Carceau rætt um að taka kvikmynd í Ind landi en af því hafði aldrei orð ið. Myndatakan fór fram í Reno og Harry Mines sem var auglýs ingastjóri kvikmyndarinnar seg ir að koma Clarks til Reno hafi haft gífurleg áhrif á almenning". Það leit helzt út fyrir að hver einasti borgari borgarinnar vildi láta taka af sér mynd með Clark“, segir Harry. Dag nokk. urn rakst Harry á Clark þar sem hann lá undir Merrcedes bif- reið sinni sem hafði bilað. „Það stóð hópur manni kring um hann og sagði honum hvað hann ætti að gera og hvernig hann ætti að gera það. Clark svitnaði og bölvaði". Harry veitti mörgum blaða- mönnum viðtal við Clark en hann vildi fátt eitt ræða um sjálfan sig. „Við fengum svei mér viðtalið við Clark“, sögðu blaðamennirn ir. „Allt um vélar í erlendum bílum og hvað Mercedes gæti gert á sléttum vegi“. Clark aðstoðaði Marilyn oft f blaðaviðtölum hennar. Hann bjargaði henni úr margri klíp- unni og aðstoðaði hann á ýmsan máta. Kvikmyndin var Clark mjög erfið og síðasta dag upptökunn ar var haldin veizla til að halda daginn hátíðlegan. Clark rétt leit inn og fór svo heim til sín og baðst undan ‘llum hátíðar- höldum næsta sunnudag. Snemma sunnudagsmorguns hringdi Kay í Stricklingshjónin og sagði að Clark hefði verði fluttur á sjúkrahús. Hann hafði fengið aðkenningu að hjartaslagi og hún ætlaði að vera þjá hon- um. Engir gestir voru leyfðir en upphringingar, símskeyti, bréf og bréfspjöld streymdu að úr öllum áttum. Eisenhower for- seti sem sjálfur hafði verið hjartasjúklingur sendi honum skeyti: „reiðstu ekki, hafðu ekki áhyggjur og fylgdu fyrirmæl um læknisins". Howard fékk daglega fréttir um líðan Clarks og ég hringdi oft til hans næstu viku. Hann sagði mér að Clark liði mun bet ur og að læknirinn áliti að eftir tólfta daginn yrði hann úr allri liættu. Okkur létti mikið við þessar fréttir og við vorum öll sæl í þeirri trú að . „Konungnum" myndi batna. Snemma þriðjudagsmorguninn 17. nóvember hringdi Howard til mín. „Jeanie“, sagði hann. „Við um búin að missa CIark“. „Nei“, veinaði ég. „Jú“, svaraði hann. „í gær- kveldi. Klukkan ellefu". Endirinn kom óvænt. Læknir Clarks hafði heim sótt hann og sagt honum hann mætti fara heim eftir nokkrar vikur ef hann gætti sín vel. „Hafið engar áhyggjur", svar aði Clark. „Ég ætla ekki að handtak fyrr en sonur minn er fæddur. Ég ætla að vera við staddur þegar hann kemur í heiminn og gæta hans og fylgj ast með uppvexti hans. Það get ur enginn hamlað mér frá því“. Um 11 leytið fór Kay, sem ver ið hafði hjá Clark allt kvöldið inn í næsta herbergi til að hvíla sig. Hjúkrunarkona bjó sjúkl- ing sinn undir. nóttina. Clark hallaði sér á koddana sína, varp öndinni og hvarf frá okk ur, sem lifum. Útför Clarks fór fram frá kirkju í Glendale. Bandaríski flugherinn heiðraði minningu Clarks undir stjórn Johnson E. West. Tíu flugmenn stóðu heið- ursvörð við kistu hans og fyrir ræðu pestsins gegn Richard Mealoy kapteinn og Darrel Harp er flugherprestur inn kirkjugólf ið til að leggja fána þann við hlið kistunnar, sem Kay fékk síð ar. A1 Meansce, Howard Strick- ling, Ed Mannix, Spencer Trácy, Ray Hommes, Robert Taylor, James Stewart, George Chasin og Ernie Dunlevie báru kist- una. j Rúss tók í hönd mér þegar moldin féll á kistuna þennan haustmorgun. Minningin .una gjafmildi Clarks, gæði hans og hugrekki fyllti huga minn. Svo skildi ég að lífið er eilíft og’. aU allir þeir hæfileikar sem við dá® um og elskuðum í Clark eru-el lífir og lifa alltaf. Þessari huga un fylgdi innilegur friður. John Clark Gable fæddist þeg ar klukkuna vantaði 2 minútur í 8 að morgni 20. marz 1961. Hann vóg sextán merkur og var með mikið dökkt liár. Hann et mjög líkur föður sínum. ■ ENDIR. HÉR er ævintýramaðurinn Clark Gable, maðurinn sem þeir köll- uðu „kónginn í Hollywood“, sem eigmaðist fjórar konur áður en lauk og sem átti trygga aðdáendur í öllum löndum veraldar. OG HÉR lýkur sögu Clark Gable. Ævintýrinu er lokið. Konan hans GABLE og vinir fylgja honum til grafar. Eiginkonan er fyrir miðju með prestinum. Þrír kunningjar hins látna standa næstir lienni. Þið kannist kannski við þá: Spencer Tracy, Robert Taylor og Jinuny Stewart. ‘ t ■ : j*4, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. maí 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.