Alþýðublaðið - 28.05.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.05.1962, Blaðsíða 7
VISSA UM STJÓRN Framhald af 1. síðu. að I-listinn á Sauðárkrók (Alþýðufl. Alþýðubandalag og frjálslyndir) næðu manni til viðbótar og meiri hluti Sjálfstæðismanna hyrfi. í Vestmannaeyjum kom fram mis- talning og stóðu þá atkvæðin jöfn á öðrum manni Framsóknar og fimmta manni Sjálfstæðisflokksins. Vfð upptalningu úrskurðaði kjör- stjórn Sjálfstæðismönnum eitt at- kvæði; og héldu þeir því meirihlut- anum með einum fimmta hluta úr a'tkvæði, sém þannig féll á fimmta mann þeirra (þ.e. lieildar atkvæða- laia þeirra deild með 5) í Ilafnarfirði höfðu Alþýðuflokks jnfenh áður 4 og kömmúnistar 1, sem mynduðu meirihluta síðasta kjörtímabil. Nú unnu Framsóknar- menn einn fulltrúa af Alþýðu- flokknum og er meirihlutinn þann- ig rofinn, en óvissa um nýjan meiri hluta. Á Akranesi mynduðu Sjálfstæðis flokkurinn með 4 og Alþýðuflokk- urinn með 3 meirihluta frá miðju síðastá kjörtímabili. Nú unnu Fram sóknarmenn mikið á og feijgu einn mann frá Alþýðuflokknum. Þar hef ur ekki verið kosið eftir flokkum síöan 1950, en ávallt verið bandalög síðan. Á Norðurlandi unnu Framsókn- armenn lulltrúa á Siglufirði, Akur- eyri og í Ilúsavík. Á Norðfirði vann Alþýðuflokkurinn hins vegar full trúa frá Framsókn, en kommúnist- ar héldu hreinum meirihluta. miðað við 1958 hefur annar stjórn- arandstöðuflokkurinn tapað atkvæð um (kommúnistar) en hinn unnið (Framsókn), en nettóviðbót þeirra er nokkuð yfir 2000 atkvæði. Ann ar stjórnarflokkurinn (Alþýðu- flokkurinn) hefur bætt við sig yfir 1000. atkvæðum, en Sjálfstæðisr. flokkurinn tapað yfir 700. í Reykja- vík hafa stjórnarflokkarnir saman bætt við sig 861 atkvæði frá haust inu 1959, en stjórnarandstöðuflokk arnir saman tapað 180 atkvæðum. - ★ Samanburður við 1959. Hér hafa úrslitin verið borin sam an við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar, eins og eðlilegt er. Sé hins vegar borið saman við síðustu Al- þingiskosningar, verður nokkuð annað uppi á teningunum Um langt . árabil hefur Alþýðuflokkurinn allt- af haft lægri atkvæðatölur við bæj- arstjórnarkosningar en við Alþing- iskosningar, en Sjólfstæðisflokkur- inn hærri tölu til bæjarstjórnar en þings. Miðaá við Áiþingiskosning- arnar haustið 1959 hefur Alþýðu- 'ffo'k'kufi'nri í'R'éyk'javík táþáð 1885 atkvæðum, en Sjálfstæðisflokkur- inn unnið 2746. Þá hafa kommún- istar tapað 429 atkvæðum, en Fram sókn unnið 609. Miðað við vorkosn- ingarnar 1959, þegar Framsókri komst hæst, hefur hún nú unnið 263 atkvæði í höfuðstaðnum. Atkvæðaaukning Framsóknar er tiltölulega mest í Keflavík og á Akranesi, þar sem hún fer á báð- um stöðum töluvert upp fyrir Al- þýðuflokkinn. Einnig er sukning þeirra mikil í Kópavogi og Hafnar firði. Hefur Framsóknarflokkurinn nú um árabil farið vaxandi í kaup- stöðunum, og meira að segja 1958 "þégár vinstri stjórriar flokkárnir í heild töpuðu miklu, vann Fram- sókn yfir 1000 atkvæði f stærstu kaupstöðunum. Nú hefur orðið á- framhaid þeirrar þróunar. Jafnan er erfitt að draga álykt- anir um landsmál, af úr.slitiun. bæjr arstjórnarkosninga, enda kemur margt til greina og listar eru víða blandaðir. í kaupstöðunum öllum ★ KAUPTÚNIN í þeim kauptúnahreppum þar s.em kosið var, er miklum mun erf- iðara að draga ályktanir af úrslit- um vagna þess, hve víða listar eru blandaðir og hve ólík þau bandalög gru innbyrðis. Þetta eru athyglis- verðustu tíðindi sem í nótt bárust frá þessum stöðum: í Sandgerði vann Alþýðuflokk- úrinn hreinan meirihluta og Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði einum full trúa. í Grindavík hélt Alþýðuflokkur- inn hreinum meirihluta, en tapaði einum fulltrúa til Sjálfstæðis-! manna, þótt hann bætti við sig 32 ] atkvæðum. í Njarðvíkum tapaðí Sjálfstæðis- | flokkurinn meirihluta, en fékk imeirihluta á Seltjarnarnesi, þar sem ekki var kosið síðast. í Borgarnesi vann Framsókn hreinan meirihluta, en hafði hann áður i samstarfi við Alþýðuflokk- inn og kommúnista. Kommar komu ekki að manni. í Stykkishólmi misstu Sjálfstæð- ismenn hreinan meirihluta, sem þeir fengu 1958. Á Hellissandi héldu vinstriflokk- arnir hreinum meirihluta. Á Flatéyrí fértgú' Sjálfstæðis- menn hreinan meirihluta, sem vinstri flokkarnir höfðu áður, en J þeir buðu nú fram í tvennu lagi. . .1 Hníf.sdal hélt Sjálfstæðisflokk- urinn hreinum meirihluta en missti eipn. .fullt.rúa,..... Á Hvammstanga fengu andstæð- | mgar Framsóknar meirihluta, en i þeir buðu fram einn lista á inóti. Á Blönduósi hélt Sjálfstæ.öis- flokkurinn meirihluta sínum. Á Eyrarbakka hélt listi Alþýðu- flökksins og Framsóknar hrclnum meirihluta gegn Sjálfstæðismönn- um. 5:2. A Stokkseyri unnu Alþýðuflokks- menn einn mann af Sjálfstæðis- mönnum. - • Á Selfossi héldu samvinnumenn meirihluta sínum. . í Hveragerði misstu Sjálfstæðis- menn hreinan meirihluta sinn til 'sameiginlegs lista hinna flokkanna. Við drögum ekki dul á, að. úrslit kosninganna hafa orðið Alþýðuflokksmönnum mikil vonbrigði. Flokkurinn hafði fengið mjög góðar undirtektir fólks á ýmsum stöðum, sérstak lega í Reykjavík. En það virð- ast margir hugsa hlýtt til Al- þýðuflokksins, þakka honum baráttumál hans og vHja hon- um vel, en af einhverjum á- stæðum telja sig verða að kjósa aðra flokka. Alþýðuflokksfólk vann vcl fyrir þessar kosningar. Það var unun að. koma á kosniuga- skrifstofur þær, sem Alþvðu- blaðið gat ' héirtisott.' Þáf-' VaV fleira fólk en undanfarnar kosningar, að miklu leyti ungt Unga kynslóðin og gamla koma á kjörstað fólk og mjög áhugasamt. Það vann vel og skipulega. Fyrir það þakkar flokkurinn. Þetta fóík mun fá betri uppskeru vínnu sinnar síðar. • Alþýðuflokkurinn befur- vcr- ið ábyrgur flokkur. Hann hef- ur þbkáð fram áhúgamálúm sínum í samvinnu við aðra flokka. Svo virðist, scm sam- starfið, hvort, sem það er vinstra megin eins og 1958 eða hægra megin eins og nú, dragi dilk á eftir sér í kosningum. Afstaða manna til flokka virð- ist hafa meiri áhri.f á atkvæð- in en málefnin, sem þokað er áfram í samstarfi hvcrju sinni. Enda þótt úrslit kosninganna séu okkur vonbrigði, hljótum við að taka eftir þeirri stað- reynd, að við höfutn uiui’ð á yfir 1100 atkvæði í Reyk.javik frá bæjarstjórnarkosningunum 1958, og yfir 1 000 aikvæði um . land allt. Það er tmkilsverður árangur fyrir okkur og stefn- ' 'ir' í'réft'a' á'tt, þ'ótt við vildbin' hann meiri. Við fögnmn góð- um úrslitum eins og tvöföldun atkvæðamagns í Kópavogi og aukningu í Eyjum. Alþýðuflokksmenn munu eftir atvikum una vsl við að fá aðra beztu útkomu kosning- anna. Þeir munu halda starf- inu áfram ótrauðir, læra af fenginni reynsiu og sækja fram. til framtíðar, sem á í skauíi sínu mikil örlög fyrir jaínaðar stefnuna á íslandi. iuiimini &ABI HABi BHABi I5HAB; ÁBHAB ARHAB A15HAB IABHAB Al’HA B TiB HA.1I Svona breytast tolurnar ÞAÐ ER mjög athyglisverð póli- tísk staðreynd, að Alþýðuflokkur- inn hefur síðustu áratugi ávallt haft verulega hærri atkvæðatölur í Reykjavík við Alþingiskosningar en við bæjarstjórnarkosningar, og eru uppi lýmsar bollaleggingar um ástæður þess. Eftirfarandi yfirlit sýnir þessa þróun vel: Bæjarstj. 1946 ............... 3952 Þing 1946...................... 4570 Þing- 1-949. . ... 4420 Bæjarstj. 1950................. 4047 Þing 1953...................... 4936 Bæjarstj. 1954 ............... 4247 B.æjarstj, 1958,............... 2860 Þing 1959 I.........’.'.’.V.V 47ÓÍ Þing 1959 II................... 5946 Bæjarstj. 1962................ 3961 Á sama liátt sýnir samarjþufðjir. á tölum Sjálfstæðisflokksins, að hann hefur þetta tímabil - ávallt verið hærri við bæjarstjórnar- en Alþingiskosningar, þveröfirgt' við Alþýðuflokkinn. Þessu er ekki til að dreifa um hina flokkana. Framsóknarmenn hafa haft mjög breytilegar atkvæðatölur í Reykja- vík. Þeir komust-upp í-3615 í bæjar stjórnarkosningunum 1946, en fóru allt niður í 2321 alkyæði 1954, .en hafa síðan verið að vinna sig upp Þeir virðast færast í aukana i þétt býlinu, þegar þeir eru í stjórnar- andstöðu, en hrapa niður þess á milii. Kommúnistar mega muna sinn i fífil fegri í Reykjavík. Þeir kom- ust upp í 7501 við bæjarstjórnar- kosningarnar 1950, en hröpuðu nið ur í 6107 1954. Voru þeir þá á nið urleið, er myndun Alþýðubanda- lagsins lyfti þeim aftur upp í 8240 i Alþingiskosningunum 1956. Það ævintýri virðist nú vera fokið út i vcður og vind og þeir eru með Hannibal & Co. komnir niður í það, • sem þeiv voru. lægst, áður. en þeir tóku við honum. Þjóðvörn komst hæst í 2730 at- kva=ði við b.æjarstjórnarkqsningarn ar 1953, en hefur aldrei verið lægri en- nú,- svo- að- varla. lyítist undii'- fyrirætlanir þeirra um að stofna nýjan flokk. ALÞÝÐUBLAÐIÐ HABHl HABH\ HABIK HABH/Í HABHil HABH/ l!AB(j 11 ABÍvtDrmuuá BH A B HAB HABHABHABHABHABHAB HABHABHABHABHABHAB Munið HAB 7» X . juni m m m B AUKABLAÐ - 28. maí 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.