Alþýðublaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 13
FYRIR átta árum sprengdu Ameríkumenn atomsprengjur yfir BikinieyjaKlasanum, sprengiafl þeirra sprengja, sem þeir sprengdu svaraði til 20 milljón tonna af TNT: þaS þykja smá- munir einir nú í dag, en aflei'S- ingar þeirra sprenginga, sem þá voru framkvæmdar eru óhugn- anlegar og sýna glöggt hvers vænta má af þeim sprengingum, sem nú eru framkvæmdar í marg falt stærri stíl. Það voru ekki mörg mannslíf, sem SDrengiurnar tóku á Bikini, en milliónir rivra létu lífið og aðr ar milljónir híutu sinn dauða- rióm. ítalskir kvikmyndatökumenn fóru fyrir skömmu til Bikini f þeim tilgangi að kynna sér hver áhrif sprengingarnar hefðu haft á dýralíf eyjarinnar. Þeir fundu eyju, þar sem náttúrulögmálin voru ö!l úr skorðum gengin, þeir fundu líf, sem er að renna sití skeið óafturkailanlega. Við fyrstu sýn virtist ailt eðli legt á Bikini, en raunin varð önn- ur og skeifilegri, þegar betur var að góð. Þúsundir haffugla svifu vfir evnni, létt og fagur- lega eins og yfir þúsundum ann arra evia. en eviarnar siálfar voru þaktar fnorlseirpiiim. einknm máva eggirnn MÁvarnir veltu þeim við. vermdu hau pg revndu allt, sem þeir pát» tji hess að hið eilífa und ur gerðist. að líf kviknaði í þeim. En á Bikini var lífið ekki lengur eilíft, fuglarnir voru orðnir ófrjó ir. Hafskjaldbökurnar eru ein þeirra dýrategunda, sem hefur lif að góðu lífi á Bikini öldum sam an, þeirra örlög hafa orðið þau, að uppi á eynni liggja þær þús- undum saman dauðr og deyj- andi. Venjulega skríða kvendýrin upp á ströndina á nóttu til þess að verpa og snúa til hafs fyrir dögun, en þetta er breytt. í stað þess að hverfa aftur í hafið, halda þær hærra upp á eyna og devja þar — þær fremja blátt á- fram sjálfsmorð. Á eftir þeim koma svo karldýrin og fara sömu 'eið. Á eyjunum lifir fiskur, sem ét ur skordýr og nefnist Periopt- halmus. Hann skreppur stöku sinnum á land og klifrar í trján um til þess að leita sér að æti. en hverfur jafnharðan til hafs á ný. Geislunin hefur líka ruglað þennan skrítna íbúa hafsins. í trjánum á Bikini er urmull af fiskinum, sem hefur gleymt að hverfa aftur til heimkynna sinna og dáið ömurlegum dauðdaga. — atóm- aldar félagið athafnasamt AÐALFUNDUR Skógræktar- félags Reykjavíkur var haldinn 16. maí s. 1. Formaður félagsins, Guðmund ur Marteinsson, og framkvæmdar stjórinn, Einar G. E. Sæmundsen, fluttu skýrslur um starfsemi fé- lagsins á umliðnu ári. Helztu framkvæmdir á árinu 1961 voru þessar: Gróðursettar voru á Heiðmörk um 205 þúsund trjáplöntur. Verulegan hluta af þessu magni gróðursettu með- limir hinna rúmlega 50 félaga sem hafa fengið úthlutað spildum þar efra, Heiðmerkurlandnemar. Vinnuflokkar telpna frá Vinnu- skóla Reykjavíkur gróðursettu um 89 þúsund plöntur, og vinnu- flokkar Skógræktarfélags Reykja- víkur gróðursettu nokkur þúsund plöntur. Unnið var að vegagerð sunnan Hjalla og Vífilsstaðahlíðar, og standa vonir til að unnt verði að opna leiðina gegnum Heiðmörk endilanga fyrir bilaumferð seinni hluta þessa sumars. Úr grððrarstöð félagsins í Foss vogi voru afhentar vorið 1961, hátt á f jórða hundrað þúsund trjá plötur, dreifsettar voru úr sáð- reitum í plöntubeð yfir 600 þús- und plöntur og sáð var allmörgum tegundum trjáfræs í rúmlega 1000 fermetra sáðreiti. Skégræktarfclag Reykjavíkur tók þáttt í Reykjavíkurkynning- unni sumarið 1961. Var þar komið fyrir litlum skógarlundi, svo og myndum og línurRum Framhald á 14. síðn. Stúdentaráð Háskóla íslands ræddi við fróttamenn í si. viku um starfsemi ráðsins á liðnu ári og fyrirhugað starf á hausti kom- anda. Formaður stúdentaráðs, Jón E. Ragnarsson, skýrði frá marg- þættu starfi ráðsins sl. vetur, cn það sá um bókmenntakynningu, studentafagnaði, útvarpsdagskrá, efndi til stúdentaþings, tók þátt í ráðstefnu formannastúdentaráð- anna á Norðurlöndum og formað ur fór á stúdentafund í HoIIandi. Ýmsir íslenzkir stúdentar hafa tekið þátt í stúdentamótum og stúdenahátíðum erlendis og nú er formaður stúdentaráðs og ritari utanríkisnefndar ráðsins á förum á stúdentaráðstefnur og þing, sem haldin verða í Danmörku, Banda- ríkjunum og í Kanada. Stúdentar sjá nú algjörlega um rekstur hótelsins að Garði og skýrði formaður hótelstjórnar, Styrmir Gunnarsson, frá starfinu þar. Sagði Styrmir að miklar gestakomur yrðu á hótelinu í sum ar, margar pantanir hefðu þegar borizt um lengri og styttri dvalir og gætu stúdentar litið glaðir WWWMWWWWMMWMMWWIWWWWMWWtlMMMWWWWtWIWIMMWMMMWMMMMM fram til hótelrekstursins í sumar. Ritstjóri Stúdentablaðsins, Steingrímur Gautur Kristjánsson, greindi frá því, að næsta hefti blaðsins kæmi út 17. júní. Blaðið verður til sölu á götum borgarinn ar þennan dag, en efni þess er hið fjölbreyttasta. Meðritstjóri Steingríms er Þorvaldur G. Ein- arsson. Loks greindi formaður frá ferðaþjónustu stúdenta, sem hefði tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að sjá um ferðir islenzkra stúdenta innan lands og utan og hins vegar að sjá um ferðir erlendra stúdenta til og um ísland. Formaður sagði, að vonir stæðu til. að hingað kæmi um 20 manna hónur erlendra stúdenta í sumar og mundu þeir þá ferðast um landið á vegum ferðaþjónust- unnar. Aðspurður um það, livað helzt væri unnt til að gera til að glæðc félagsiíf háskólastúdenta, sem heldur er í molum í Háskóla ís- lands, sagði formaður, að það, sem nauðsynlegt væri til að stú- Framh. á 14. síðu FYRSTU OAS-morðvargarn- ir, sem dæmdir hafa verið til dauða, voru teknir af lífi í gömlu virki, Trou d'Enfer, sem er skammt vestur af París, k>. 4,12 í dögun á fimmtudaginn. Menn þessir voru Albert. Do- ccvar og Claude Piegts. Do- cevar var liðhlaupi úr Útlend- ingahersveitinni og Austurrík- ismaður að þjóðerni, en fædd- ur I Júgóslavíu. Pigets var Al- sírbúi af frönskum ætturn. Þetta er í fyrsta sinn sem pólitískir fangar eru teknir af lífi í París síðan árið 1954, en þá voru þrír fyrrverandi Ges- tapomenn skotnir. Þeir Piegts og Docevar voru einnig skotnir. Þeir voru báðir með bindi fyrir augunum, og fyrir utan virkið mátti heyra, að tveim skotum var skotið. Docevar var klæddur cin- kennisbúningi falihlífaher- manns úr Útlendingahe.rsveit- inni og með græna einkennis- húfu á höfði. Þegar aftöku- sveitin mundaði hyssur sínar, hrópaði liann : — Lifi Austurríki! Piegts var aftur á móti borg- aralega klæddur. Að sögn lög- fræðings lians hrópaði hanu : Lifi Útlendingabersveitin * Þeir tvímenningarnir voru Auga fyrir auga dæmdir til dauða 1. apríl sl. fyrir að hafa skipuiagt morð á lögreglustjóranum Cavoury 31. maí í fyrra. Þeir voru undir- menn belgíska liðhíaupans De- gueldre, fv. lautinants, sem situr enn í fangelsi í París og hefnr verið dæmdur til dauða. En auk morðsins á Gavoury hafði Docever tekið þátt í 29 morðárásum. Fórnarlömbin voru aðallega Múhanieðstrúar- menn, en m. a. myrti hann flotamálafulltrúa Breta í Alsír, Alfred Fox, í september í fyrra. Fangarnir sátu í Fresnes- fangelsinu í París, þar sem Sal- an er hafður í haldi. Þeir vorn vaktir kl. 2,30 um nóttina og síðan var ekið með þá I fylgd með tveim prestum og undir öflugri lögregluvernd til virk- isins í Marly-skógi. Eftir af- tökuna voru líkin grafin í reit dauðadæmdra í Thialts kirkju. garði. Hinir afteknu: Claude Piegts og Albert Dovecar. twtwwmwwwwwvmwwwwMMw* wwwmwwwmmwwviwwmwwww ALbÝÐUBLAÐIÐ - 14. júní 1962 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.