Alþýðublaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 3
14 þús. mél veiddust í fyrrinótt:
Einn bátur fékk
verkunarhæfa síld
SÆMIIÆG síldveiði var í fyrrinótt. gær og var búizt við að einhver
Þá fengu 14 skip samtals 14.150 skip yrðu þar að veiðum í nótt.
tunnur. Síldin veiddist í Skeiðar- Yon var á að minnsta kosti fjór-
árdjúpi og á Síðugrunni, og virðist um af ofantöldum skipum til
hún hafa fært sig lítið eitt vestar. Reykjavíkur í gær.
Síldin var yfirleitt mjög smá, og í nótt eða gærkvöldi var búizt
fer í bræðslu. Einn bátur, Gunn- við eftirtöldum bátum til Reykja-
ólfur, fékk þó 650 túnnur af víkur: GUðmundi Þóröarsyni, Ólafi
vinnsluhæfri síld. | Magnússyni, Pétri Sigurðssyni og
Eftirtalin skip fengu afla í fyrri- Ólafi Bekk. Af miðunum er nú um
nótt: Guðmundur Þórðarsop 1500, 20—24 tíma sigling til Reykja-
Leó 1100, Kristbjörg 600, Gullborg víkur.
900, Yíðir SU 950, Ólafur Magnús- [ Vestmannaeyjabátar fóru til sinn
son 1500, Ófeigur II 800, Gunn- ar heimahafnar, en þar er nú orðiö
ólíur 800, þar af 650 mál af vinnslu erfitt um vik að taka á móti síld-
hæfri síld, Gjafar 1200, Erlingur inni.
III 650, Erlingur IV 800, Pétur Fjölmörg stúdentasamtök hafa
Sigurðsson 1400, Ólafur Bekkur sent stjórn Búlgaríu mótmæli
1150 og Meta 800. : vegna þeirra atburða, sem þar
Ágætis veður var á miðunum í hafa átt sér stað.
KEIÐFY
SÖGUMENN
NAMSKEIÐ fyrir leiðsögumenn
verður haldið á vegum Ferðaskrif-
stofu ríkisins á tímabilinu 25. febr-
úar til aprílloka. Námskeiðið verð-
ur í Háskólanum á mánudags- og
miðvikudagskvöldum kl. 8,30 til
10, en ferðir verða farnar öðru
hverju um helgar.
Sprautuöu skað-
vænum vökva í
augu drengsins
í FYRRAKVOLD um klukk-
an 9,30 var 14 ára gamall
drengur að leika sér í Gnoöa
vogi, er f jórir eldri piltar, lík
lega um tvítugt, komu að hon
um, og sprautuðu framan í
hann einhverjum vökva. —
Drengurinn fékk þegar óþol-
andi kvalir í andlit og augu,
og var farið með hann til
læknis.
Missti hann sjónina á tima
bili, og munu augun eitthvaö
hafa skaddast, en ekki vitað
í gær, hvort það yrði varan-
legt. Ekki hefur náðzt til pilt-
anna, sem frömdu þennan
andstyggilega verknað, en ef
einhver hefur orðið var við
þá, er hann beðinn aö láta
lögregluna þegar vita.
Þar verður kennt fararstjórn og
fjallað um helztu leiðir hér á landi,
og Reykjavík, söfn borgarinnar og
nágrenni hennar.
Leiðbeinendur verða: Árni Böðv-
arsson, Ásta Stefánsdóttir, Björn
Th. Björnsson, Bjöm Þorsteinsson,
Gísli Guðmundsson, Kristján Eld-
járn, Rósa Gestsdóttir, Vigdís Finn
bogadóttir o. fl.
Veturinn 1960 efndi Ferðaskrif-
stofa ríkisins til námskeiða fyrir
leiðsögumenn og sóttu það rúmlega
hundrað manns. Þá var aðaláherzl-
an lögð á fræðslu um náttúru ís-
lands og sögu. Margir þátttakendur
sóttu námskeiðið, einkuna. vegna
þeirrar fræðslu, en höfðu ekki bein
línis hug á að gerast leiðsögumenn,
enda er engin atvinna fyrir slíkan
fjölda fararstjóra hér á landi. Þó
hefur á síðustu árum verið vaxandi
eftirspurn eftir leiðsögumönnum.
Þetta námskeið verður með dálítið
öðru sniði. Leiðbeinendur verða
einkum þeir, sem mesta reynslu
hafa í fararstjórn hér á landi, og
þeirra á meðal era nokkrir, sem
sóttu fyrra námskeiðið og hafa síð-
an reynzt mjög traustir farar-
stjórar.
Lögð verður aðaláherzla á hag-
nýta fræðslu. Ferðir verða farnar
’um Rey/.javík og nágrenni og þátt-
takendur þjálfaðir í leiðarlýsing-
um.
; Nánari upplýsingar um námskeið
ið eru gefnar á Ferðaskrifstofu rík- |
i isins.
ÞÓ að oft hafi nú verið kalt
á íslandi, þá vitum við tæp-
lega til þess, að kvenfólk
hafi farið í „vatteraðar” sið-
buxur undir brúðarkjólinn.
En Englendingar íáta sér
ekki allt fyrir brjósti brenna,
þegar þeir reyna að forðast
kuldann. Hilda McCormack
heitir unga stúlkan hér á
niyndinni, en hún giftist
snemma í þessum mánuði
ungum rithöfundi, sem skrif
ar leikrit og aðra þætti fyrir
brezka sjónvarpið. Þau giftu
sig í St. Bride’s Church, en
það þykir enginn blaðamað-
ur, sem ekki lætur gifta sig
í þeirri kirkju. Eiginmaður-
inn Geoffrey Lancashire
valdi þessa kirkju, þar eð
hann var áður blaðamaður í
„Fleet Street”.
Leiðrétting
Á MÁNUDAGINN birtist mynd
hér í blaðinu af hinu nýja skipi
Eimskipafélags íslands. Var sagt,
að ljósmyndarinn hefði verið Þor-
steinn Svanlaugsson, en það var
rangt. Myndina tók Ragnar Mar.
Amsferdam, 19. febrúar
Á þriðjudaginn komu hingað sex
afrískir stúdentar frá Búlgaríu til
viðbótar þeim, sem áður voru
komnir. Á fundi með fréttamönn-
um sögðu stúdentarnir, að þeir
hefðu verið neyddir til að læra
kommúnistísk fræði og hlegið
hefði verið að þeim, þar eð þeir
játuðu guðstrú.
i
Einn stúdentanna, S. E. Twum,
sagði: „Ég vildi læra mina sér-
grein, tölfræði, en Búlgararair
vildu umfram allt kenna mér allt
um kenningar Lenins. Þeir héldu
því fram, að ekki væri til guð, en
ég sagði þeim, að ég vissi að guð
væri til.
Stúdentarnir, sem nú hafa flúið
Búlgaríu eru því orðnir 26, og ef-
laust eiga fleiri eftir að bætast í
hópinn.
Þeir sem síðast komu sögðu
fréttamönnum, að kynþáttamis-
rétti væri mikið í Búlgaríu. Búl-
garíumenn hefðu spurt Afríku-
stúdentana hvort þeir svæfu uppi
í trjám. Einnig sökuðu þeir afríku-
stúdentana um hroka, en þeir
kváðust hinsvegar aðeins vera
hreyknir ‘yfir því að vera frjálsir.
Um það bil 400 afríkustúdentar
munu nú vera í Búlgaríu, en mik-
ill fjöldi þeirra mun nú vera á för-
um til heimalanda sinna.
Vitað er að margir stúdentanna
munu eiga í erfiðleikum með að
komast heim til sín, fjárskorts
vegna.
GENF, 20. febrúar.
FORMAÐUR bandarísku sendi-
ncfndarinnar á afvopnunarráðstefn.
unni í Genf, lýsti því yfir í dag, að
Bandaríkin mundu gera allt sem í
þeirra valdi stæði til þess að tak-
ast mætti samkomulag á afvopnun-
arráðstefnunni.
Fulltrúi Sovétríkjanna stakk
upp á því, að Varsjárbandalagið
og NATO gerðu með sér sérstak-
an vináttusamning. Taldi hann að
slíkur samningur mundi mjög
stuðla að varðveizlu friðar í heim-
inum.
Fulltrúi Svíþjóðar kom með til-
lögu um það á afvopnunarráðstefn
unni, að eftirlitsferðirnar, sem
styrinn stendur um, verði ekki æv-
inlega jafnmargar á hverju ári.
Bandaríkin hafa eins og kunnugt
er krafizt þess, að eftirlitsferðir
innan landamæra Sovétríkjanna
verði 8—10 á ári hverju. Nú er
talið, að Bandaríkjastjórn muni
slaka til og sætta sig við 5—6
ferðir á ári. Stjórn Sovétríkjanna
hefur hins vegar alls ekki viljað
fallast á nema þrjár eftirlitsferðir
á ári innan landamæra Sovétríkj-
anna.
11885 GAMALMENNI
FENGU 165 MILLJÓNIR
ÁRIÐ 1961 fengu 11.885
manns í landinu ellilífeyri frá
Tryggingastofnun ríkisins, að
því er segir í skýrslu í tíma-
ritinu Sveitastjórnmál. Þetta
gamla fólk hlaut samtals 165,8
milljónir króna í lífeyri.
Ellilífeyrir hefur hækkað gíf-
urlega fyrir atbeina Alþýðu-
flokksins í tíð núverandi rík-
isstjórnar, og er nú meira en
100% hærri en hann var áður
en stjórnin kom til valda.
Samkvæmt skýrslunni hafa
3428 einstaklingar yfir 67 ára
aldrei fengið lífeyri árið 1961,
og 1728 hjón. Mestur fjöldinn
er eðlilega í Reykjavík, 6672.
Yfir 5000 gamalmenni voru
þetta ár á 2. verðlagssvæði og
fengu þess vegna 25% lægri
lífeyri en hitt gamla fólkið, sem
bjó á 1. verðlagssvæði. Nú hef-
ur þessi skipting verið afnum-
in og komið á fullkomnu jafn-
rétti, þannig að allt gamla fólk-
ið fær sama lífeyri, hvar sem
það býr. Hækkaði við það líf-
eyrir yfir 5000 manns.
Þá hefur þeim og fjölgað,
sem lífeyri fá, eftir að skerð
. ingarákvæðin voru afnumin og
hætt var að draga frá, þótt
menn hefðu einhverjar tekjur
af vinnu.
ALÞÝÐUBLAÐID - 21. febrúar 1963 3