Arnfirðingur - 03.09.1902, Blaðsíða 3

Arnfirðingur - 03.09.1902, Blaðsíða 3
ARNFIRÐIN GUR. 103 sögu, en fleiri verða sagðar hér, sem sanna það enn glöggvar ef verða mætti, að bæði er dalur í Eyjafjallajökli austur af Al- menningam og í honum bygð úti- legumanna mjög blómleg og það alt fram á vora daga. Svo mun og verða sagt frá ýmsu hjer, bæði af austri og vestri, sem vottar það með skýrum rök- um, að bæði sje til svipir, vofur, draugar og galdur og það svo skýrt, að hjer eítir mun engum tjá móti að mæla, sem rjett mál vill verja. Eftlrmáli. í sambandi við þessa sögu má geta þess, að oft bafa þótt illar heimtur þar eystra, og sjerstak- lega í fyrra haust ber mönnum saman um, að heimtur væri mjög slæmar einkum úr Hrunamanna- hrepp, hafði þar vantað margt sauða og allan þorra fullorðinna hrúta, sagt að einn mann þar hafí vantað 6 sauði fullorðna og 2 hrúta. Nokkuð vantaði og um Skeið og Flóa og þó minna.Þótti ýmsum það varla einleíkið og benda til að eitthvað gæti verið ekki sem hreinast á fjöllunum. Skýrslur eru því miður ekki til um fjárvantanir það ár nje önnur. Ný-Valtýskan og' landsrjett- indin, heitir bæklingur, sem Ein- ar Benediktsson hefur gefið út ný- lega. Hann er framhald eða kó- róna fundanna um ríkisráðið, sem Einar átti hlut í að halda hjer í Rvík og það borið fram hjer sem þar, að báðir flokkar á þingi nú hafi með löggildíng ráð- gjafans í ríkisráðinu svift landið hinu sanna sjálfsforræði sínu og að hjer eftir verði ekki til að lög- um nein íslensk sjermál. Kverið er ekki sjerlega fræð- andi og hefði því nauðsynlega þurft að vera skemtilegra. Pað er rólega skrifað, skammalaust og illyrðalaust. Hvaðanæva. Tíð sögð afarköld nær um alt land. Frost á nóttum eystra fram eftir öllum Ágúst og þar snjóaði niður eftir hlíðum sumar nætur. Umbrotaófærð á heiðum. Orasvöxtur er sagður fram und- ir meðallag viðast um land, en nýtíng ágæt. FisMafli góður bæði eystra og vestra. Ágætisafli á skip P. J. Thorsteinsons & Co. á Bíldudai og Bjarki (13. Ág.) segir skip á Seyð- isf. afla þá vel, þau sem i nýja síld náðu. Slys. Bát hvolfdi á Seyðis- firði eystra Sunnudaginn 17. Ág. með 3 mönnum á, varð 2 bjarg- að an 1 drukknaði; hjet Haldór Jónsson frá Skólabæ bjer í Rvík en þeim varð bjargað: Jóhanni Pjeturssyni úr Rvík og Tómasi nokkrum úr Vestmannaeyjum. Sá sem bjargaði var Friðrik úrsmið- ur öíslason. (Eftir Bjarka). Achilles björgunarskipið norska og Modesta, sem Achilles náði hjer upp, fóruloks í fyrramorgun til Noregs. Með Achilles tóksjer far Ólafur Jónsson Ólafssonar bókavörður frá Chicago, sem dval- ið hefur hjer í sumar hjá foreldr- um sfnum í kynnisför. Dr. Valtýr Guifmundsson fór með Ceres 26. f. m. Varð að halda heim einsamall og skilja eftir konu sína veika hjer í Rvík hjá móður sinni. Með Ceros fór og fjöldi stúdenta til Khafnar og Einar Benediktsson til Einglands. Alþíngismenn munu nú allir farnir nema Guðjón Guðlaugsson, sem hjer dvelur eftir til að starfa í öreigamálsnefndinni, með þeim Páli amtmanni og Jóni landrit- ara. Þíngmenn Múlsýslínga fóru landveg, sveitir, þeir sem suður komu Sprengisand og Kjöl. Þeir fóru og víst sömu leið, Stefán i Fagraskógi, Ólafur Briem og Jósa- fat gamli, en með Lauru fóru norður, nú á Föstudaginn var, þeir Klemens, Stefán kennarii Hermann. (með konu sinni), sjera Sig. Stefánsson, sjera Sig. Jens- son og Lárus sýslum. Matmóðurstarfið á Laugarnes- spítalanum er laust frá því í gær, og verður víst bráðum slegið upp til umsóknar. Achilles kominn aítur með Mo- desta í nótt; komst til Vestmanna- eyja. Þar bilaði vatnspípa og kost- ar viðgerðin tveggja daga bið hjer. Gáta Þessir 20 menn skrifa und- ir „8tefnuskrá“ „Heimastjórnar- flokksins1*.: Ari Brynjólfsson, Árni Jónsson, Björn Bjarnason, Eggert Pálsson, Eiríkur Briem, Guðj. Guðlaugs- son, Gutt. Vigfússon, Hannes rit- stj. Hermann Jónasson, Jón Jóns- son, Jósafat Jónatansson, J. Jón- assen, J. Havsteen, L. H. Bjama- son, Ól. F. Davíðsson, Pétur Jónsson, Sighv. Árnason, Steíán Stefánsson þm. Eyf. Tr. Gunn- arsson. Kl. Jónsson (Með þeirri aths., að mjer var sýnt ávarp „framsókn- arflokksins" rétt áður en því var útbýtt prentuðu). Þessir 16 skrifuðu ekki undir þessa skrá: Hallgr. Sveinsson, Skúli Th., Sig. Jensson, Björn Kristjánsson, Ól. Briem, Þórður 40 Því er jeg að skrifa þjer alt þetta? Þetta stendur nú á pappírnum. Látum það fljóta til þín í þetta sinn. Þinn. P. B. Sjöunda brjef (frá sama til sama) 22. Agúst. Nú eru tíu dagar síðan að jeg skrifaði þjer síðast. Jæja kunníngi. Jeg get nú ekki þagað yfir því leingur. Jeg verð að segja þjer hversu þúngt mjer er niðri fyrir, svo vel sem mjer er við þig. Þú getur gert þjerí hugarlund með hvaða tilflnníngum jeg skrifa þessi óljósu orð, sem jeg set nú hjerna á pappírinn. Jeg er einginn únglíngur, ekkert barn. Jeg er ekki á þeim aldri nú, þegar það var óhugsandi að beita svikum við aðra menn og þegar svo hægt var að beita svikum við sjálfan sig. Jeg veit alt, sje altsaman. Jeg veit það, að jeg er nú hálf-fertugur. Jeg veit, að Yera er annars kona og að maður hennar er á lífl og að hún elskar hann. Jeg veit, að jeg á einskis von af þessari tilfinníngu sem hefur gripið mig, nema leyndra kvala og eyðileggíngu lífsfjörs míns. Alt það er mjer ljóst. Jeg vona ekkert og vænti einskis og þó finn jeg einga huggun í þess- ari fráleitn minni. Jeg hef fundið það nú í fjórar vikur að ást mín á Veru óx meir og meir, og var mjer það bæði sorg og sigur. En hvernig átti jeg að hugsa mjer, að einhver á- stríða ætti einhvern tíma að fara með mig á gandreið — á- stríða, sem er vön að hverfa eins og æskan og koma aldrei aftur? Hvað segi jeg þá? Svona hef jeg aldrei elskað — nei, aldrei elskað! Fyrirmyndir mínar voru Manon Leskát 37 kallaður atburður. En mjer var það svo yndislegt, svo hjart- anlega kært, að sæt og sæl tár komu fram í augu mjer. Og hugsa þú þjer eitt — þegar jeg kom morguninn eftir til laufskálans, þá heyrði jeg þýða kvennmannsraust sýngja kvæðið: „Njót aðeins lífsins". — Jeg kom nær, það var Vera. Ágætt! kallaði jeg upp. Jeg vissi ekki áður að þjer hefðuð svo fögur hljóð. Hún roðnaði oghætti að sýngja. Hún hef- ur ansi fallega rödd, en jeg er viss um að hún hefur aunga hugmynd um það sjálf. Hvílíka fjársjóði á hún ekki sem hún veit ekki neitt um? Hún þekkir sjálfa sig ekki hót. Er ekki þess háttar kvennmaður furðuverk á vorum dögum? 12. Agúst. 1 gær áttum við saman kynlegt samtal. Við töluðum um andasýnir. Vera trúir sterklega á, að menn sjái anda og svipi og segist hafa gildar og góðar ástæður til þess. Prímkoff hlýddi á og horfði niður í gólfið, en kínkaði kolli eins og til að staðfesta orð Veru. Jeg kom með svolítið nærgaungular spurníngar, en sá fljótt og glögglega að þetta var henni óþægilegt umtalsefni. Við fórum þá að tala um ímyndunaraflið og um það vald sem það hefur yfir okkur. Jeg sagði henni að í æsku minni dreymdi mig títt um ham- íngju (eins og flesta gerir sem lífið hefur ekki gefið og gefur ekki neina hamíngju). Yndislegastur var sá draumur, að búa eina viku í Feneyjum með konu, sem jeg elskaði. Eina hug- sjónamynd gat jeg sjeð svo lifandi sem jeg vildi, og nær sem jeg vildi, einkum á nóttunni; jeg þurfti ekki annað en láta aftur augun. Það sem jeg sá var þetta: Kyrr, túngl- björt nótt, full af ángan, ekki gulleplaángan, eins og þú lík- lega hugsar þjer, heldur af Helíótróp og Kaktus. Svo sá jeg

x

Arnfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arnfirðingur
https://timarit.is/publication/161

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.