Austurland - 14.01.1908, Side 2
hefir litið mjög einhliða á málið og
jafnvel leyft sér dálítil ósannindi til stuðn-
ings skoðun sinni, og gat það orðið
óviljandi.— Hin skoðunin er sú, að
hvalaveiðar spilli í engu þorskveiðum,
en geti í stöku tilfellum spillt fyrir
síldarveiðum, og þó tæpast á þann veg
sem B. M. S. ætlar.
Astæður þessara tveggja flokka verða
eigi taldar í fám orðum. Hinn fyr-
nefndi segist byggja á reynzlu og lík-
indarökum. Hinn styðst öðrum þræði
við reynzlu og sögu fiskiveiðanna, en
hinsvegar við rannsóknir sérfróðra
manna í þessu efni.
Svo sem vænta má, er hinn fyrnefndi
flokkur sækjandi, liinn hefir eigi ástæðu
til að etja skoðun sinni nema þegar á
hann er ráðist. En kynleg fyrirbrigði
mega það heita, að sækjanda flokkur-
inn virðist aldrei glögt sjá þessa hættu
fyrir fiskiveiðarnar, nema þegar kosn-
ingar fara í hönd. Svo var það fyrir
síðustu kosningar, og svo er það enn.
Þess á milli eru þeir þolanlega bjart-
sýnir í þessu máli, og gefur þetta grun
um. að göróttr sé drykkrinn.
Qremja sjómanna út af hvalaveiðun-
um er víða megn, einkum þósíldveiða-
manna. Eti samt er engin ástæða til
að eigna hvalaveiðunum það feykna
tjón fyrir sjávarúthald sem B. M. S.
þykist sjá. Það er óneitanlegt, að
síldarvaða getur styggst og dreifst, ef
hvalur er skotinn mitt í henni; hitt er
og jafn augljóst, að síld getur styggst
á marga aðra vegu, og vita þetta allir,
sem síldveiði hafa stundað. Ef þetta
spillir síldveiði utan landhelgi, þá er
vandi við að gjöra, þó engin frágangs-
sök, þegar um samþegna er að ræða.
En fyrir þessa sök er óhugsanlegt að
banna hvalveiðar frá landi. Sú kenn-
ing, að hvalurinn fæli síldina úr djúpi
hafsins inn á firði og grynningar, er
orðin úrelt eins og sagnirnar um sjó-
skrýmsli.— Yfir höfuð liggur oft mikill
misskilningur í ályktunum, sem dregn-
ar eru af sögum eldri manna um
göngu hvala og fiskjar, jafnvel þótt
sagnirnar séu réttar. Annars er skoð-
unin um skaðsemi hvalveiða fyrir fiski-
veiðar ættuð frá Noregi. Hana vantar
stuðning frá hlið vísindanna og jafn-
vel frá hlið sögunnar, þegar hún er
lesin hleypidómalaust. Samt hafa óhlut-
vandir menn getað æst svo norska fiski-
menn með þessari kenningu, að þeir
hafa gripið til ofbeldisverka á Finn-
mörku og brotið og brent niður hval-
stöðvar (Medhavn), en hótað styrjöld,
ef eigi væri frekar aðgjöct. Þannig
komst á hvalveiðabann á Finnmörku
um 10 ár; en saga lögbrjótanna er
hryggileg, og óvirðing þykir Norð-
mönnum að þessari sögu, enda hefir
þetta atvik hvervetna verið talin vottur
um menningarskort og siðleysi. Sú á-
lyktun er röng, að norska þjóðin hafi
lögleitt hvalveiðabann vegna meirihluta
skoðana í því máli, heldur var það til
að firrast frekari vandræði og óeirðir,
og hefir árangurinn eftir sögn norskra
blaða orðið fjármunalegt tjón. Ekki hafa
vertíðir á Finnmörku verið betri síðan
bannið komst á, enda oft góðar áður.
Ferðamaður einn ritar frá Finnmörku
í júlímánuði næstl.: »Hér er feykna
ganga við vestanverða Mörkina, inni í
hverri vík. Mest ber á stórupsa og síld
sem veður með landssteinunum, — en
hvergi sést hvalur. Þetta virðist andæpa
þeirri skoðun, sem hér er ríkjandi, að
fiskur gangi eigi að landi néma hvalir
fyigi-«
Auðvitað hefur þessi ímigustur á
hvalveiðum sagt til sín víðar. Svo var
það á Vestfjörðum fram yfir 1890; en
þá þóttust Vestfirðingar komnir að
raun um, að kenningin hefði eigi við
næg rök að styðjast, ogtalsnienn henn-
ar voru svo hreinskilnir að kannast við,
að þeim hefði skjátlast enda hafa þeir
dregið taum hvalveiðanna síðan í hér-
uðum og á þingi.
Á Hjaltlandi hefir einnig bólað á
þessari kenningu, og Bretar, sem ráða
þar lögum í landi, hafa notað sér þá
hreyfingu til að þrengja að kostum
norskra hvalveiðamanna, sem þeir vilja
eigi hafa fyrir keppinauta. En sjálfir
eru Bretar að koma á fót hvalveiðum
við Eyjarnar.*)
Á Færeyjum hefur minnst borið á
þessari kenningu, enda hefir þar verið
minna um norska síldveiðamenn en
við Hjaltland.
Verði annars þeirri skoðun komiðinn
hjásjómönnumalmennt,aðatvinnuþeirra
sé bráð hætta búin af hvalveiöum, þá
má búast við æsingum og ofurkappi,
líkt og á Finnmörku; svo mundi og
verða um hvern atvinnuflokk, sem yrði
fyrir gjörræðisfullum árásum. Þessvegna
er viðurhlutamikið að beita öfgum
í þessu máli og ganga fram hjá öllu,
sem mælir á móti skoðun fiskimanna.
Að vísu álít eg fiskimenn hér um slóð-
ir miklu betur mannaða og hæfari til
að skoða þetta mál með skynsemi og
gætni, en Finnmerkinga, ef þeir fá að
njóta sín; en þá verða þeir að kynna
sér allar hliðar málsins og mega ekki
byggja alt á hálfsagðri sögu eins og
B. M. S. Aðalyfirsjón hans er það,
að hann dregur djarfar og órökstudd-
ar ályktanir út af sögusögnum og at-
burðum, sem skilja má og skýra á
marga vegu, að hann vekur tortryggni
fiskimanna á vísindaleguni rannsóknum
og fiskifræðingi vorum, að hann geng-
ur þegjandi fram hjá öllum þeim erf-
iðleikum, sem eru við að koma á
hvalveiðabanni og að hann segir rangt
frá þegar hann getur um arð þann,
sem hvalveiðar veita landinu.
I þessu máli má alls eigi sneiða hjá
því, sem rannsóknir hafsins hafa leitt
í Ijós um eðli og tildrög «göngunn-
ar». Vér látum vísindin búa oss í
hendur í landbúnaði, iðnaði, sigling-
um o. fl.; hví þá ekki í þessu máli?
Hví á að kasta rýrð á fiskifræðing
vorn og vekja tortryggni gegn honum,
þótt hann komist að líkri niðurstöðu
um samband hvalveiða og fiskiveiða,
sem útlendir sérfræðingar í þessari
grein?
Skilgreining B. M. S. á «göngu» er
annars nokkuð afrennd. Hefir eigi oft
orðið vart göngu með öðrum einkenn-
um en hann nefnir, og án þess síld
hafi vaðið uppi eða hvalur fylgt, og
það jafnvel áður hvalveiðar byrjuðu?
Hví vefengir B. M. S. vísindalegar
uppgötvanir um eðli og háttu veru
þeirra, sem hann nefnir síldaröggu**)
og gefur í skyn að «dýr» þessi séu svo
fullkomin, að geta flúið hættu þá, sem
þeim stafar af hval og síld? Hann
hefði vel mátt geta þess, að smáverur
þær, sem sjóinn lita, standa sumar
*) Skoskt félag hefir pantað 3 stóra og
vandaða hvalbáta frá Akets verkstæði í
Kristjaníu, sem eiga að vera til taks 1.
marz n. k.
**) Nafnið hefi ég eigi heyrt fyr.
engu nær dýrum en jurtum og auka
kyn sitt með «fræi», sem fellur til
botns þegar móðurveran deyr, t. d.
að haustinu, en vakna því að eins til
lífs á næsta ári, að hiti sjávarins nái
ákveðnu stigi, eða fræin liggi á svo
grunnu vatni, að sólarhitinn geti vakið
þau til lífs.
í þessu atviki einu liggur nokkur
skýring á fyrirbrigðum göngunnar.
Þegar heimskautsstraumurinn kælir svo
sjóinn við ströndina, að lífsskilyrðin
hverfa fyrir þessar verur og fleiri, en
sumardagarnir flestir eru sólarlausir, —
eins og lét nærri síðasta sumar, — þá
er skiljanlegt að dýr þau, sem af þess-
um verum lifa, leiti síður þangað, sem
kuldinn hefir rænt þau fæðunni. Ann-
ars er margt að athuga við gönguna
og tildrög hennar, sumt miður rann-
sakað, og er það verk vísindamanna
fremur en mitt, að skýra slíkt fyrir al-
menningi. Eg bendi á þetta til að
vekja eftirtekt þeirra sjómanna, sem
vilja kynna sér málið hleypidómalaust.
Kenning sú, að hnignun fiskiveiða
standi í beinu hlutfalli við aukning
hvalveiða, er nokkuð fljótfærnisleg.
Rétt eins og engin önnur ástæða geti
verið til fiskifækkunar en hvaladráp.
Eigi virðist þó óhugsandi að hin tak-
markalausa eftirsókn eftir fiskinum með
öllum nýtíszku veiðarfærum fækki hon-
um og fæli af miðunum. Hefir eigi
hvervetna orðið sú raun á, þar sem
þrálátlega hefir verið veitt. Eitt sinn
var Norðursjórinn og Skagahaf miklu
fiskauðugra en nú, og víster að 'nval-
veiðar eyddu eigi fiskinum þar. Saga
vors eigin lands getur líka oft um
Iangvinna fiskifæð á rniðum, áður en
hvalveiðar hófust hér.
B. M. S: gjörir mikið úr hinum svo
nefndu líkindarökum, er hann þykist
hafa fært fyrir kenningu sinni. Reyndar
er þetta nýyrði. notað fvrir líkur, af
því að sannanir voru of freklegt orð.
En benda má honum á, at líkindarök
geta verið viðsjál. Á miðöldunum
voru vitrir menn ofsóttir (Qalillei),
brenndir og bannfærðir, sem kenndu
að jörðin snerist og gangur himin-
tunglanna umhverfis hana væri sjón-
hverfing. Enn í dag eru sömu lík-
indarökin fyrir hinni fornu kenningu,
því að enn sjáum vér hreifingu himin-
tunglanna en eigi jarðar. Eftir Ukinda-
rökum voru flestar eða allar galdra-
brennur háðar, og af líkum toga voru
spunnar margar fiskiveiðasamþykktir á
næstl. öld, sem flestir sjá nú að var
handahóf, er hefti framkvæmdir dug-
andi nianna. Líkt er ástatt í fleiri efn-
um; mörgum er gjarnt að líta á yfir-
borðið og álykta eftir hugboði og
sýnum, — jafnvel missýningum.
Illa mun gefast að líta á hvalveiða-
málið frá hlið B. M. S. einni og haga
framkvæmdum þar eftir. Óskoðaðar
hliðar koma þá síðar í ljós. Athuga
verður erfiðleikana á að koma hval-
veiðabanni í framkvæmd og afleiðing-
arnar af slíku banni. Lögsókn frá
hvalveiðamönnum á hendur landsjóði
til skaðabóta fyrir atvinnuspjöll eru eigi
ólíkleg. Hitt er þó sýnu verra, að
flotstöðvaveiði mundi af því leiða hér
við land, jafnframt og hvalurinn yrði
veiddur frá Færeyjum og væn dráttar-
skip notuð. Mundi þá betra heima
setið en úr hlaði farið. — Eftirsóknin
eftir hvalnum er nieiri en svo, að vér
getum veitt honum griðastað eða
geymt hann niðjum vorum. Framh.
Skipstjórinn á Vestu og innsigl-
ingin á Reyðarfjörð.
Þegar Vesta kom hingað frá útlönd-
um í miðjum fyrra mánuði kom hún
fyrst tii Seyðisfjarðar og kom svo
hingað til Eskifjarðar á suðurleið; en
eftir áætluninni bar henni að koma
fyrst hingað og fara síðan til Seyðis-
fjarðar. Ýmsir hér, sem eru strangir á
réttinum voru gramir yfir þessum
áætlunarbrigðum. En þar seni jafn-
framt fréttist að skipstjóri hefði sagt
að hann myndi hafa farið aftur til
Seyðisfjarðar ef bein krafa hefði koinið
um það frá einhverjum, sem hefðuviljað
nota þá ferð, hættu menn að tala um
þetta, og einn eða tveir menn sem
ætlað höfðu með Vestu til Seyðis-
fjarðar liættu við ferðina, sem ekki var
svo áríðandi. En eftir að skýrslan, sem
«Austri» flytur eftir skipstjóranum á
Vestu um orsakir þess að hann hætti
við að koma fyrst á Eskifjörð, kom út,
hefir mörgum orðið gramt í geði við
skipstjórann á Vestu út af áætlunar-
breytingunni, af því hann þykir fóðra
hana með nokkuð undarlegu móti.
Skýrslan í «Austra» hljóðar þannig:
«Vesta» kom hingað frá útlöndum
14. þ m. (des.) Kom skipið beint úr
hafi, þar þoka var svo mikil að skipið
treystist eigi að fara inn á Eskifjörð,
þar sem innsigling er töluvert hættuleg
til Reyðarfjarðar, en hér (til Seyðis-
fjarðar) er innsigling aftur greið og
hœttulaus.» Þessa skýrslu hlýtur
«Austri» að hafa eftir skipstjóra, því
aðrir gátu naumast um það vitað, að
hann hafi ekki treyst sér að fara inn
á Eskifjörð. Jafnskjótt og skipstjóri
kom til Seyðisfjarðar fónaði hann hing-
að til Eskifjarðar, bæði til sýslumanns
og afgreiðslumannsins og mæltist til
að fá samþykki þeirra til að þurfa ekki
aftur á Seyðisfjörð, og þá bar hann
allt öðru við en að hann hafi eigi
treyst sér að fara fyrst hingað, og eftir
því hefir hann látið uppi allt aðra
ástæðu fyrir áætlunarbrigunum hér en
á Seyðisfirði. Hefir skipstjóri ef til
vill haldið að sú viðbára, sem kemur
fram í «Austra», mundu falla í góða
jörð og bera ávöxt á Seyðisfirði, um
að innsiglingin til Reyðarfjarðar væri
töluvert hættuleg, en greið og góð til
Seyðisfjarðar. Það vita margir merkir
skipstjórar og sjómenn, að téð um-
mæli í «Austra» um innsiglinguna til
Reyðarfjarðar og Seyðisfjarðar er eigi
á rökum byggð, og að innsiglingin
til Reyðarfjarðar verður eigi að öllu
samanlögðu talin hættulegri en inn-
siglingin til Seyðisfjarðar. Innsiglingin
til Seyðisfjarðar hefir að vísu kosti fram
yfir innsiglingu R.fj., en svo hefir líka
innsigling hér kosti fram yfir innsigl-
ing á Seyðisfjörð, sem fyllilega jafnast
móti kostum hins fjarðarins í flestum
kringumstæðum, enda hafa jafn merkir
og kunnugir skipstjórar og Hofgaard
og Jakobsen á Hólum sagt, að inn-
sigling til Reyðarfjarðar væri eins góð
og til Seyðisfjarðar. Á hvorugum
staðnum er innsiglingin hættulaus í
dimmu, og því væri gott að fá inn-
siglingavita á báða firðina. Nú hafa
Seyðfirðingar fengið von um smá-
vita á Dalatanga og svo þurfa Reyð-
firðingar að fá innsiglingavita á Þernu-
nes, og þá verður innsiglinginn á báða
firðina greiðari en nú er. Svo kemur
væntanlega innan skamms stór land-
tökuviti á Seley fyrir allt Austur- og
Norðurland. Það ætti öllum að vera