Austurland - 09.08.1908, Blaðsíða 2

Austurland - 09.08.1908, Blaðsíða 2
En eins og vér drápum á í upphafi þessarar greinar eru miklar líkur til að stjórnmálamcnn Dana og íslendinga komi sér saman um viðeigandi fyrir- komulag á þessum málum eftir 25 ár þegar sambandslögin verða endurskoð- uð, sem báðir samningsaðilar geti þá vel við unað. Ska ttanefn din hefir nú lokið störfum sínum í bráð, hún sat á fundi á Akureyri, frá 4. til 19. þ. m. og starfaði daglega. Hún hefir samið 17 frumvörp alls og ýms álitsskjöl svo sem um gjaldþol lands- manna, fasta skatta, tolla,Jsveitagjöld og og fleira, og hefir nefndin falið það for- manni sínum, landritara Kl. Jónssyni að láta prenta öll skjöl málsins, og er svo tilætlunin að þeim verði útbýtt meðal almennings, og lagt fyrir næsta alþingi, en aðeins til athugunar. Er gert ráð fy'rir að þingið skipi nefnd í málið og að sú nefnd komi fram með sína til- lögu í málinu, að skattnaefndin því næst eftir þing 1909, taki máhð til fullnað- ar umræðu. Má því búast við að skatta- málið í heild sinni komi til meðferðar á þingi 1911, og hirr nýja skattalög- gjöf, nái hún annnars fram að ganga, komi til framkvæmda 1912. Nefndin gerði að þessu sinni all- miklar breytingar á frumvörpum þeim, sem hún samdi síðastliðin vetur, ogskal vísað til þess sem um þau stendur í Aust- urlandi í vor,ogeruþessarhinar helztu: Nefndin feldi alveg niður að taka skatt af skipum, eins og væru þau fasteign, það þótti ósanngjarnt, og ýmsum van- kvæðum bundið, hinsvegar þótti ekki rétt að sleppa þessum gjaldstofni alveg, og því var í þess sfað ákveðið að heimta vitagjald af öllum íslenzkum skipum. Þetta þótti og því sanngjarnara, sem ým- islegt hefir verið nýlega gert til þess að greiða fyrir skipagöngum, svo sem vit- ar bygðir, og má búast við að það fari í vöxt. Jafnframt var vitagjaldið sett á öllum skipum á 25 aura af tonni, af mótorbátum skal einnig heimt vitagjald minst 5 krónur. —■ F*á var fasteignaskatt- ur færðnr úr 3/io af hundraði ofan í 2/io, enjafnframt var eignaskattur færðurupp í 2/io úr ^/ío. Nefndin hafði ætlast til þess, að hluta- félög og önnur slík arðvænleg atvinnu- fyrirtæki gyldu sama tekjuskatt sem prí- vatmenn, með þcssu móti hefði skatt- urinn orðið tvígoldinn, bæði af hluta- arði þeirra, það þótti nú samt ekki rétt að sleppa hlutafélögum alveg og var því ákveðið að hlutafélög skyldu greiða 2°/0 af öllum skattskyldum tekjum. Nefndin samdi í vetur ítarlegt frum- varp um stimpilgjald bygtáþeirri grund- vallarregiu, að öll verðmæt skjöl skyldi stimpla, og auk þess yms önnur skjöl. Viðnánari athugun þótti nefndinni þetta of langt farið, áleit það mundi valda ýmsum óþægindum meðan fólkið væri að venjast við þetta gjald. Hún samdi því nýtt frumvarp, sem skylda stimpl- un á þau ein skjöl, sem yfirvöld hafa einhverja meðgerð með, svo sem þing- lestur, staðfestingar eða skrásetningu. Gjaldið er °/0 af upphæðinni, af afsalsbréfum öllum og skjölum sem snerta fasteignir, og af erfðaskrám, er */* °/o af öðrum skjölum, þar á meðal veðskuldabréfuur. Auk þess er fast gjald á ýmsum bréfum, sem yfirvöld gefa út. Loks tók nefndin aukatekjulögin til gagngerðar endurskoðunar, og leggur til að gjöldin séu yfirleitt hækkuð tals- vert með því að þau verða að teljast sem ný lög, sem enda eru óhæfilega lág í samanburði við það verk, sem unnið er. Ymsar aðrar breytingargerði nefnd- in á frumvörpum sínum, og höfum vér það eftir einumnefndarmanni að nefnd- in öll telji þær breytingar, sem yfirletti hafa verið gerðar, til verulegra bóta, og að nefndin því, sé allvel ánægð með störf sín. (Norðri.) Sambandskaupfélagið hélt aðalfund sinn á Hótel ,Akureyri‘ 19.— 21. þ. m., eins og getið er um í síðasta blaði. Hið helzta er gerðist á fundinum var þetta: Formaður sambandsins, Steingr. Jóns- son sýslum., skyrði frá starfsemi og fram- kvæmdum félagsins á síðastl. ári, sem aðallega var fólgið í útgáfu tímarits kaup- félaganna og ýmsu í þarfir kjötsölumáls- ins, ennfremur öðrum verkefnum er síðasti aðalfundur hafði falið honum. Sigurður Jónsson í Yztafelli skýrði nánar frá starfi sínu bæði til útbreiðslu kaupfélagskapar og við útgáfu tímarits- ins. Loks skýrði Jón Jónsson Gauti í Ær- lækjarseli frá ferð sinni til útlanda, er hann fór með styrk frá kaupfélögunum, en skýrskotaði að öðru leyti til skýrslu sinnar, er hann hefir ritað um hana í Tímaritið. Skýrsla og reikningar sambandsins voru framlagðir og samþyktir. Lagðar voru fram skýrslur um vöru- umsetning sambandsdeildanna á aðflutt- um vörum 1907 og hljóðaði þannig: Pöntunarfél Fljótsdalshéraðs 98 þús. kr. Kaupfél. Norðurþingeyinga 31 — — Þingeyinga 100 — — — Svalbarðseyrar 27 — — — Eyfirðinga 62 — — — Eyjafjarðar 48 — — — Skagfirðinga 72 — — Nokkrir fulltrúanna höfðu eigi ná- kvæma skýrslu um umsetning deilda sinna og var þeim veittur frestur til að koma fram með þær til septemberloka næstkomandi en þá skulu þær afhentar formanni sambandsins. Kjötsölumál sambandskaupfélagsins tók mestan tíma af fundinum. Var sett í það nefnd, og kom hún fram með álit sitt og tillögur síðari daginn. Voru þær síðan ræddar mjög ítarlega. Yfir- lýsing komfrá öllum deildum Sambands- ins að þær myndu láta mestan hluta af kjöti sínu í haust í hendur Sambands- ins til meðferðar og var áætlað að það myndi nema um 1600 tn, alls. ‘ Eftir tillögum nefndarinnar í málinu, voru samþyktar eftirfarandi ályktanir: Fundurinn felur framkvæmdarstjórn félagsins að gera sem fyrst hina ítrustu tilraun til þess að öll þau kaupfélög og samvinnufélög á landinu sem á næsta hausti hafa komið sér upp slátrunarhús eða þessháttar skýlum geri samband sín á milli um þessi atriði: a. Sameiginlega sölu í útlöndum af ein- um aðalmanni er framkvæmdarstjóri útvegar. b. Hver sambandsdeild eða sérstakt fé- lag hafi fastákveðið vörumerki er framkvæmdarstjóra sé tilgreint í tæka tíð, en hann tiltaki eitt sameiginlegt vörumerki. c. Hvert sérstakt félag skuldbindur sig til að hlýta öllum þeim reglum, sem Sambandsfélagið setur um slátrun, meðferð kjötsins, útbúnað og út- sending. t A næsta haugti sé kjötið greint í 3 flokka á þennan hátt. a. í einum flokki sé kjöt af veturgömlu fé og tvævetru geldfé. Lágmark skrokkþyngdar á veturgömlu sé 30 pund, en á hinu eldra 40 pund. b. í öðrum flokki dilkakjöt, lágmark skrokkþyngdar í þeim flokki 24 pd. c. I þriðja flokki sé það kjöt, er fellur úr hinum flokkunum, en er þó talið söluhæft, einnig af hrútum eldri en veturgömlum og geldum ám eldri en tvævetrum. Framkvæmdarstjórigefur leiðbeining- ar um nánari flokkun þessa kjöts. Tímaritinu var ákveðið að halda á- fram og ritstjóri þess Sigurður Jónsson í Yztafelli endurkosinn. Framkvæmdarstjóri Sambandsins end- urkosinn Steingr. Jónssonsýslumaður á Húsavík, en til vara Hallgr. Kristinsson kaupfélagsstjóri á Akureyri. Næsta aðalfund var ákveðið að halda í Reykjavík síðari hluta næsta vetrar, og bjóða til hluttöku í honum öllum kaup- félögum landsins, (Norðri.) Sjávarútvegurinn er orðinn geisimikill við ísland, og í vetur og vor hepnaðist hann mjög vel sunnan og vestan lands. Á sumr- um og haustum er sjósóknin meiri fyrir norðan og austan land. Af Eyja- firði. (þar sem mestur útvegur er norð- anlands) er þaðað segja að veiðiskapur á þilskipum hefirgengið sæmilega, bæði til hákarla- og þorskveiða og nú síð- ast til reknetaveiða. Porskfiski á mót- orbáta hefir verið fremur tregt, þó munu margir bátar bera kostnaðinn, sem ekki hafa orðið fyrir beinum ó- höppum. Á Húsavík eru líkur til að þorskveiðar á mótorbáta beri sig sæmi- lega í sumar. Á Austfjörðum er þorsk- veiði á mótorbáta í rýrara lagi, svo rýr að lítið útlit er til að sá útvegur beri sig þar alment, nema því að eins að haustafli verði góður. Engin síld hefir heldur gengið á Austfirði í sum- ar, svo það lítur út fyrir að Austfirð- ir muni vera lakast staddir með sjávar- útveg sinn þetta árið, þó er þetta ekki fullséð enn, því venjulega fiskast lengur fram eftir á haustin á Aust- fjörðum en á Norðurlandi Eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu varð herpinótarsíldveið- in ákaflega mikil í sumar frá Eyja- firði og Siglufirði, hættu nokkrir veið- unum 18. ágúst, af því þeim leizt illa á síldarverðið erlendis og og efuðust um að veiðin mundi svara kostnaði. Sumir halda enn áfram að veiða (28. ágúst þegar þetta er skrifað), og er nú síldin orðin betri vara en hún var fyrir mánuði síðan (þáð er minni áta í henni ávalt eftir miðjan ágúst) en er nokkur síld úti í fjarðar minni Eyjafjarð- ar að sögn bæði stórsíld og millisíld, og eru sumir að vona að hún gangi inn í fjörðiun í haust. Þykir það góðs viti að tveir stórir hvalir hafa haldið sig hér á Eyjafyrði um tíma, sáust þeir í Austurálnum í gær, og fá menn nú aðsjá ínæsta mánuði hvað þeir duga í síldarsmölun fyrir fjörðinn. Mætti vera að Eyfirðingar myndu þeim það ári lengur ef þeir fyltu nú fjörðinn af síld, og legðu þeim liðsyrði í friðar- málunum, móti morðvélum Norðmanna, sem væntanlega verður sótt á næstu þingum. Fossar i Skjá/fandafJjóti. Að undanförnu hefir Guðmundur Hlíðdal og noiskur lögfræðingur ver- ið að skoða fossana í Skjálfandafljóti. Hefir Norðmönnum komið til hugar að setja upp við fljótið stórfengan verksmiðjurekstur til þess að vinna í áburðarefni úr loftinu. Er það einkum við Barnafellsfoss og Aldeyjarfoss, sem þeir hyggja að koma þessu á. Hefir þeim komið til hugar að stífla Ljósa- vatn svo það hækki tvær eða þrjár álnir, og eiga þar vatnsforðabúr til að hleypa af í fljótið, þegar það er sem minst. Norski lögfræðingurinn, sem hefir verið að gera þessar athug- anir er íföðurættaf íslenzkri ætt, kom- inn af síra Gísla bróður Jóns Espó- líns. Veðrátta. 28. þ. m. brá til norð- anáttar og kulda um alt land, á norð- ur- og Austurlandi snjóaði töluvert í fjöll. Má nú búast við að nú sé lokið herpinótarveiði Norðmanna úti fyrir Eyjafirði að svo komnu. Reknetaveiði á þilskip verður sjálfsagt stunduð fyrri hluta september þegar veður leyfir. Kosningafundir halda áfram víðs- vegar um land. Jón Ólafsson og Jón í Múla hafa nýlega lokið fundum í Suður-Múlasýslu, héldu níu fundi alls, höfðu þeir flestir verið fjörugir því Þor- steinn skáld Erlingsson var með á öllum fundunum, til þessað andmæla frumvarpinu. Sveinn Ólafsson í Firði var með á tveim eða þrem fundum. Við Lagarfljótsbrú var fjölmennur fund- ur 23. þ. m. Þar hélt Jón Ólafsson tvær langar og snjallar ræður, mun þá frumvarpsandstæðingum eigi hafa lit- ist á að þreyta kappræður viðjón um frumvarpið, og fóru því nokkrir ung- lingar að syngja íslendingabrag, svo umræðum skyldi hætt. Þeir nafnar ætluðu til Reykjavíkur með «Hólum» eða «Ceres.» Fyrstu dagana í september halda þeir 4 eða 5 fundi í Norður-Múlasýslu Jón frá Hvanná og Einar frá Eiríksstöðum, líklega verða hin þingmannsefni sýsl- unnar á þeim fundum. Stefán kennari heldur þrjá fundi í Skagafirði núna fyrir kosningarnar. Ráðherra Hafstein helt 3 fundi í Austurskaftafellssýslu í þessum mánuði og skýrði frumvarpið og svaraði fyrir- spurnum. Á fundi í Nesjum töluðu þeir með hægð gegn sumum ákvæð- um Þorleifur í Hólum og séra Benedikt Eyólfsson en Þórarinn í Stórulág og fleiri eindregið með frumvarpinu. 23.þ.m.varfundur haldinn í Þórshöfn á Langanesi. Þar mættu 22 kjósendur voru 19 eindregið með frumvarpinu við atkvæðagreiðslu, en einungis 2 á móti. Aðalfundur Gránufélags var hald- inn 28. og 29. þ. m. á Akureyri. Hag- ur félagsins hefir mikið versnað næst- liðið ár. Hefir stórkaupmaður Holme þó gefið félaginu 16,000 kr. sökum þess að félagið beið stórskaða á verzl- un sinni síðastl. ár, ákvað fundurinn að borga ekki vexti af hlutabréfum 1908. Stórkaupm. Thor. E. Tulinius í kaupmannahöfn sendir gufuskip héðan beint til Spánar í næsta mánuði með fisk frá Norður- og Austurlandi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.