Austurland - 31.01.1920, Side 1
4.
tbl.
Seyöisfirði, 31. janúar 1920
1. árg.
ísjenzk menning.
i.
Oft hefur veriö myrkt yfir þjóð
vorri, en aldrei svo, að eigi hafi
sést þar Ijósblettir og kyndlar,
sem af hefur staðið ylur.
Fyr var það, að þjóðin hafði
Mtið um sig, einkum út á við.
Verzlunin var öll í höndum út-
lendinga, og allur fjöldi manna
bjó íkyrþey búi sínu og þótti gott, ef
hann hafði í sig og á. Menn trúðu
í barnslegri einfeldni kristindómin-
um eins og hann var þeim kendur,
spunnu að vísu út úr honum ýmsa
hjátrú, einkum þó djöflatrúnni,
og létu hugann reika um ókunna
dularheima með hinu fjölsæja
ímyndunarafli hins óupplýsta nátt-
úrubarns. Þeir lásu sögu forfeðra
sinna, dáðust að hreysti þeirra og
hetjuskap, lifðu með þeim í sorg
þeirra og gleði, létu hugann sveima
í hóla og steina til dverga og
álfa, horfðu með hryllingi á draug-
ana sem, vitjuðu peninga sinna
nóttu hverja, og tröllanna, er námu
brott sauðamenn og vökustúlkur á
hinni helgu nóttu. Og sungnar voru
og kveðnar þjóðvísur, ferskeytlur
og rímur alþýðuskáldanna, þessara
óskabarna ógæfunnar, sem ráfuðu
eirðarlausir og hælisvana í heimi
hversdagslífsins bæ frá bæ og sveit
úr sveit, en báru þó með sér ein-
hvern töframátt og vörpuðu æfin-
týra og draumabjarma yfir alt
sjónarsviðið.
Og þjóðin fann sig nátengda
landinu, þar sem hún var borin.
Hún var ekki rótslitin, þess vegna
visnaði hún ekki, þótt eigi vökv-
aðist hún ávalt hlýrri morgundögg
(sbr. Qrímur Thomsen Ljóðm.) í
huganum bar hún minninguna
um forfeður sína, alt umhverfið
hlúði hjá henni að arfgeng-
um tilfinningum og kendum, og
annan lærdóm átti hún ekki en
þann, sem var af sömu rótum
runninn og hún sjálf, eða með
hennar mörkum, og þann lærdóm
hafði hún skilið og tileinkað sér
þegar í bernsku, fengið hann í
vöggugjöf, og hann var hennar
andleg, arfgeng eign, sem hún
síðar bætti við í sama anda. Og
alt umhverfið var í samræmi við
hana sjálfa og menningu hennar.
Þarna var því rót og festa, ekki
þur bókfræði, heldur lifandi andi
— sönn menning
En hvernig er nú? Hvað tengir
nú þjóðina við landið, og hversu
er menning hennar samræm eðli
hennar og anda?
Hinar fornu bókmentir vorar
lofa allir hástöfum, þótt þeir hafi
ekki einu sinni lesið þær, auk
heldur skilið þær og tileinkað sér
anda þeirra og auðæfi. Þær eru
reyndar all-víða ti! og gyltar á
kjöl, en það er af því að slíkt
þykir fínt
„að lofa það, guma’ af þvf,
láta það sjást
í loggyltu bandi hjá sér“.
Þjóðsögurnar lesa fáir, að minsta
kosti eru þær ekki lesnar með
'sama skiiningi og áður, menn sjá
ekki lengur lifandi fyrir augum
sér viðburði þeirra, þær eru ekki
lengur blóð af blóði þjóðarinnar
og hold af hennar holdi. Rímurn-
ar er fínt að fyrirlíta, ferskeytlan
lifir helzt í klámi og skömmum
og ljóðin, sem haía verið þjóð-
inni ómetanlegur harmaléttir um
hundruð ára, eru nú af sumum
talin landplága. Hreimur ljóða og
hreimur gulls, lætur líklega ekki
vel í eyrum saman. Upp í afdöl-
um má nú finria bændur, sem
líta á þjóðernið fyrirlitningaraug-
um, lesa fátt nema skammablöð
og hugsa um fjárverð. Nú eru
hjúin ekki framar árum saman
hjá sama húsbóndanum, nú eru
vetrarmenn og vetrarkonur, kaupa-
menn og kaupakonur, sitt af
hverju Iandshorninu. Sjómennirnir
líta stórum aðdáunaraugum á út-
lendingana, háttu þeirra og venjur,
mál þeirra og hugsanir, einkum á
,þetta sér þó stað um reykvísku
sjómennina. Ungir menn þyrpast
að sjónum og að verzlunarstörf-
um, studentar og lærðir menn
sem aörir, og jafnvel sumir efni-
legustu fræðimenn og kennarar
við æðri skóla snúa við fyrri
störfum sínum bakinu og gefa
sig á vald Mammoni. Og verka-
lýðurinn er gripinn af hreyfing-
unni. Hann flækist fram og aftur
um landið, rótlaus og heimilisvana.
Og jafnaðarmennskan, eins og vér
og flestar jojóðir þekkja hana í
verki, er ekki mannúðarstefna,
heldur gullstríð. Einkunnarorð
hennar eru, eins og blað eitt tók
réttilega fram nýlega, „þitt er mitt“,
en ekki „mitt er þitt“, eins og
sæmdi mannúðar- og kærleiks-
stefnu. Blákaldar varir öreigans
hrópa gull, og sælleg hefðarmærin
tæpir teprulega á því. Ef þjóðernið
stenzt ekki straum gullsins, þá
fari það veg allrar veraldar. Hver
er sá heilvita maður, er hafna
mundi fyrir þjóðerni sitt allsnægt-
um. Þessar tvær setningar eru
runnar frá gullhjarta gullmenn-
ingarinnar. Þær eru hennar eink-
unnarorð.
Menning vor er óþjóðleg, rót-
laus menning, sem fœrir þjóðina
ávalt fju r og fjcer anda sínum
og eðli, fjœr og fjcer því að vera
fsSenzk þjóð.
II.
Áður en vér minnumst írekar
á orsakir þær, sem að því liggja,
að menning vor er þannig orðin
og hvað gera megi til þess að
bæta um, teljum vér rétt að geta
þess, að þó vér teljum nútíðar-
menningu vora hættulega sem á
horfist, þá neitum vér því auðvit-
að ekki, að hún sé að mörgu
ágæt og æskileg og auk þess
eðlilegt og sjálfsagt að vér tileink-
um oss hana, en að eins það, að
vér verðum að íslenzka hana, gera
hana hold af okkar holdi og
blóð af okkar blóði og láta hana
verða til þess aö gera oss enn þá
styrkari sem íslenzka þjóð, af
hinum trausta og kjafngóða nor-
ræna stofni. — —
,------Er tekið var að veita
síraumum útlendrar menningar og
áhrifa inn í landiö, voru sumir
iorvígismenn hennar þeirrar skoð-
únar, að gefa þyrfti henni íslenzk-
an blæ og anda. Jurtafræðingar
hafa uppgötvað það, að þegar
hvítri og rauðri rós er sáð í
sarna jurtapott, og ræturnar látn-
ar fléttast saman, þá vex upp jurt,
sem ber einkenni og lit hinna
beggja. Þannig höguðu sumir
menningarfröinuðurnir starfsemi
sinni, þeir vildu blása nýju lífi í
hinn íslenzka gróður, þroska hann
og fegra í íslenzkri mold. Þeir
vildu hvorki uppræta hinn íslenzka,
né láta hann vaxa við hlið hins
erlenda, án þess að þeir vefðu
rótum sínum saman. En sumir
sintu þessu ekki. Og kröfur tím-
ans jukust, öldurnar urðu háreist-
ari, verklegu framfarirnar steypt-
ust örar yfir þjóðfélagið en svo, að
andlega, þjóðlega menningin næði
að setja á hugina mörk sín, er
útlendu, áhrifin gerðu á þá her-
hlaup. Skóiarnir voru sömu
fræðasyrpurnar, þurrir og and-
lausir. Og þessu hefur lítið farið
fram. Nöfn á löndum og borgum,
jurtum og dýrum, málíræðiheit-
um og öðru slíku rigndi og rignir
yfir neinendurna, en andann vant-
ar. Fátt eða ekkert hefur verið
eða er reynt, til þess að kenna
þeim að skilja sögur, ljóð og
sagnir þjóðar sinnar, stríð henn-
ar og þroskasögu, kenna þeim að
meta náttúruna, átthagana og ó-
sýnilegu böndin, sem tengja þá,
— nei allur þessi óljósi fræða-
grauíur hefur gert hið gagnstæða,
vakið óþreyju og óeirð, fégirnd og
rerrbing. Kennimenn kirkjunnar
hafa barist um trúarbrögðin, sumir
hafa haldiö í krossinn tveim hönd-
um og sagt hann helgan dóm,
gæddan kraftaverka og máttaranda,
hinir hafa brotið hann sundur
ögn fyrir ögn og reynt að sýna
fólkinu, að hann væri að eins tré,
að vísu trcv sem eins og önnur
tré væri írá guði runnin, en mann-
anna smíði hátt og lágt. Enn aðrir
hafa látið anda ganga ljósum
logum um horð og bekki, í mönn-
um og hlutum. Og ekkert hefur
verið reynt til þess að draga
úr hinum skyndilegu áhrifum, eða
beina þeim inn á réttar brautir.
Umhverfis hugi æskumannanna
hefur þotið hringiða staðhæf-
inga og hugarflugs, straumur
nýrra og óvæntra stefna og
atburða, fáir orðið ti! þess að
leiðbeina eða kryfja til mergjar, —
vorir fáu fræðimenn annaðhvort
staðið jafn áttaviltir og ruglaöir
eins og alj)ýðan, eða þá eigi haft
kjark til þess að leita móti
straumnum. Rætur fornu menn-
ingarinnar hafa því slitnað, straum-
urinn sópað blómskrúðinu burt,
og fátt verið reynt til þess að sá
því, er fest gæti rætur ög- átt
heima og borið blóm í íslenzkum
jarðvegi. Prh.
Brot
úr þingreiðar-annái.
„Sér þú mannareiöina, Vand-
ráður?“
„Sé eg víst“.
„Hverir ætlar þú að vera
muni? mælti Fljótráður „eða
munu þessir fara með ófriði um
sveitir vorar?
Vandráður mælti: „Það hygg ég,
að þar ríði goðar vorir og munu
þeir ætla að helga leið“.
„Eigi er venja að þeir fari svo
fjölmennir, og mun meira undir
búa“.
„Svo er víst“, anzaði Vandráður.
„Þú munt vera allheimskur, ef
þú veizt eigi, að konungur vor
hefur rofið þingið, og með því
frelsið er nú nögt í flcstum grein-
um, þá eigu vér aö kjósa tvo
nýja goða í haust fyrir þetta
hérað. Nú munu þarna vera í
ferð með hinum fyrrum goðum
garpar þeir, sem hyggja nú til
þingreiðar. Þeir munu ætla að
vinna sér hylli búenda og iýðsins
á leiðinni. \
Nú niunum við sitja hér eigi
alllangt frá veginum, unz þá ber
fram um, skal eg þá nefna þér