Austurland


Austurland - 31.01.1920, Qupperneq 2

Austurland - 31.01.1920, Qupperneq 2
2 AUSTURLAND Nathan & Olsen, S e y ð i s f i r ð i, fengu nú meO s. s. „Sterling“ 0 M A smjörlíki, „Kokkepige“ jurtaíeiti, Rjöltóbak, Skrotóbak, Eidspííur „Rowing“ Bréfpoka. þá, sem eg ber kensl á í sveit þessari". „Gerla þykjumst eg nú kenna þá, sem fyrstir fara. Þar fer Halldór Snorrason og við hlið hans Áskell goði, þeir hafa n'ú gert félag með sér af nýju, og þykir mér vel fara. Halldór hefur nú um hríð farið með goðorð vort á þingi, og getið sér góðan orðstír. Þó hefur hann eignast ýmsa óvildarmenn bæði utan héraðs og innan; veld- ur þar um mestu einurö hans og staðfesta, en það eru þó kostirnir, sem mest er um vert, og sérhver goði þarf helzt að hafa. Áskell goði er og hinn bezti drengur. Muntu oft hafa heyrt hans að góöu getið. Hann fór eitt sinn með goðorð vort á þingi með Halldóri Snorrasýni og reyndist dugandi. Þar fer Helgi Droplaugarson með flokk manna fyrir vestan Vatn. Það munu flest fulltingis- menn þeirra Halldórs. Þá gefur að líta Hróar Tungu- goða með flokk mikinn fyrir neðan Rangá. Hróar er hinn skörulegasti maður og mun fast fylgja Áskeli. Fleiri sé eg þar með eigi all lítið liö frænda og vina, en hirði þá eigi upp að telja, enda voru þessir ágætastir, sem nú nefndi eg. Nú koma þremenningarnir: í miði ríður Refur hinn skammi. Á aðra hönd hans er Bjólfur hinn gamli, en á- aðra Þórir þegjandi. Refur hinn skammi fór með goðorð vort næstum, og leikur ?ar á ýmsu, hvern veg tekist hafi. Sýnist mörgum, að hann aki rög seglum eftir vindi, og seti g eigi úr færi. Málsnjallur er nn sagður, og hvín þá oftlega g í bergsölum, er hann flytur ður skörulegar. Bjólíur hinn gamli fór eitt sinn neð goðorð úr Fjörðum, og þótti hinn nýtasti. All ólíklegt er, að hann hafi mikið fulltingi til þingreiðar úr þess héraði, enda gerist hann nú gamall og stirður í vöfum til ferðalaga og fylgisað- drátta. Þórir þegjandi er garpur mikill, þótt eigi hafi hann áður á þing- um setið. Einhverju sinni vildi hann til þings með Halldóri Snorrasyni, svo mun og hafa verið í þetta sinn, en Halldór synjaði nú sem fyr um atfylgi. Þá reiddist Þegjandi ákaflega, og skundaði þegar í fjandmannaliðiö Haildórs. Refur tók honum tveim höndum, og ætlar nú að ríða honum til þings ásamt Bjó|fi“. „Hver er sá hinn mikli maður, er næstur fer, og hefur yfir sér feld bláan“. „Þar get eg“, segir Vandráður, „að fari Egill rauði með all- mikla sveit norðanmanna. Hann og Refur eru vinir miklir. Þeir vilja láta í lögtaka, að landsmenn eigi engi kaup við Austmenn eður aðra fardrengi, en stofnanir, sem þeir veita forsjá, annist verzlun landsmanna. Egill mun því veita Ref brautargengi og svo Bjólfi. Fleiri sé eg þar virðingamenn í liði þeirra Refs. Mun eg nefna þér tvo, sem eru auðþekkiligstir, þótt eigi sé þeir ágætastir. Það er Ógautan málóði undan Smjörfjalli, og Ragnar refabítur úr Þorvaldsdal. Hann er orðgreppur mikill og víkingur; bellir hann ýmsu við kaupdrengi, en Ógautan veður elginn staflaust, og er óvíst hvert lið er að slíkum". Fljótráður tók til orða: „Eigi hefur þú nú fegrað mjög málstað- inn Refs, og þyklr mér einsætt, hvar þú iætur þitt atkvætii niður koma. Eg man þá segja þér, að eg mun ekki svo gera sem þú. Mér sýnist Refur muni vera fyrir margra hluta sakir hinn ágætasti maður, og vitur mjög. Eigi þykir mér illa, að hann aki seglum eftir vindi, ef þá tekst betur siglingin, og svo mun oft verða. Eg hef það og spurt, að Refur þykir hinn snjaliasti yngri manna á Al- þingi, sem raun ber vitni, er þeir kyru hann með einvalaliðum til þess að semja um rétt vorn við kongsmenn". „Eigi er mér um yglibrún þá“, kvað Vandráður, „en þú munt gera sem þér líkar“. „Þó má eg segja þér, að þá þykir mér betur siglt og djarf- mannlegar, ef eigi eru hefluð seglin, hverir sem fyrir kunna að verða af óvildarmönnum. Það þykir mér og óviturlegt að hlaupa eftir þeim sem fegurst galar, og svo sem flestir vilja heyra. Hversu mjög sem þú ágætir mann þenna, hann Ref skamma, þá má eg fyrir víst segja þér, að eigi þótti hann mjög orðnýtur á ráðstefnunni við „kongsmenn“ hið fyrra sumar, og „þóttu firn mikil“. En þú munt virða honum til vorkunnar, að þar var mælt á danska tungu“. — Víga-Qlúmur. Austurísku börnin. Eftirtaldir menn hafa boðist til að taka austurísk börn. Karl og Petra Guðmundsson, Stöðvarfirði 1, síra Guttormur Vigfússon, Stöðvarfirði 1, Þor- steinn Mýrmann, Stöðvarfirði 1, Björn Guðmundsson, S'töðvarfirði 1, Kristján Wathne, Fáskrúðs- firði 1, síra Stefán Björnsson Hólm- um Reyðarfirði 1, Björn Jónsson Sómastöðum 1, Páll Beck s. st. 1, Tómas Nikulásson Sómastaða- gerði 1, Sigurjón Gíslason Bakka- gerði Reyðarfirði 1, Pétur Bóas- son Reyðarfirði 1, Rolf Johansen Reyðarfirði 1, Óli Bjarnason Bakka Reyðarfirði 1, Jón Arn- finnsson Ósmei Reyðarfirði 1, Eiríkur Beck Reyðarfirði 1, Bóas Björnsson Reyðarfirði 1, Þorsteinn Jónsson Reyðarfirði 1, Jón Páls- son Reyðarfirði 1, Kristinn Beck Reyðarfirði 1, Jónas Eyjólfsson Selteigi Reyðarfirði 1, Herjúlfur Björnsson s. st. 1, Valdór Bóasson Reyðarf. 1, Jóhannes Þorvaldsson Eskifirði 2, Ólafur Hermannsson s. st. 1, Krístín Eiríksdóttir s. st. 1, Jón Brynjúlfsson s. st. 1, Guðm. Ásbjörnsson s. st. 1, Jón Aust- fjörð s. st. 1, Jón Arnesen s. st. 1, Þorgeir Clausen s. st. 1, Ragn- heiður Þorssteinsdóttir s. st. 1, Tómas P. Magnússon s. st. 1, Figved s. st. 1, Sigfús Auðunns- son Stóru-Breiðuvík Reyðarfirði 1, Páll Jónsson Sellátrum Reyðar- firði 2, hreppsnefndarmenn Vopna- fjarðarhrepps: Árni Jónsson Ing- ólfur Gíslason, Víglundur Helga- son, Einar Jónsson, Jakob Einars- son, Ingólfur Eyjólfsson 6, Gísli Lárusson, Seyðisfirði 1, Kristín Wíum s. st. 1, Þorsteinn Gísla- son s. st. 1, Lars Imsland s. st. 1, ónefndur 1, Einar Methúsalems- son s. st. 1, Indriði Helgason s. st. 1, Guðm. H. Pétursson s. st. 1,, Sigurður Pálsson s. st. 1, Jón Bergsson, Egilstöðum 1, Hallgrím- ur Þórarinsson, Ketilsst. 1, Gutt- ormur Vigfússon, Geitagerði 1, Gunnar Þorsíeinsson, Fossgerði 1, Jón Stefánsson, Hreiðarsstöðum 1, síra Þórarinn Þórarinsson, Val- þjófsstað 1, Ólafur og Björn, Fagradal Breiðdal 2, Ágústa Sig. björnsdóttir, Fáskrúðsfirði 1, Kon- ráð Hjálmarsson, Norðfirði hefur útvegað staði 11 börnum. Útlönd. Frá útlöndum berast nú stór- tíðindi — svo að segja dag hvern. Bandamenn halda fast við þær kröfur sínar, að fá Vilhjálm fyr- verandi Þýzkalandskeisara, fram- seldan. í þessum mánuði sendu þeir Hollendingum áskorun um að framselja hann. Var í áskor- uninni sérstaklega lögð áherza á siðferðisbrot keisarans gegn alþjóðarétti, en ekkert talað um sök hans á upptökum ófriðarins. Lík- lega er því Bandamönnum farið að skiljast það, að fáir munu svo blindir að kenna eingöngu Þjóð- verjum það, sem á rót sína að rekja, ef til vill lengra aftur í tím- ann, en vér getum gert oss grein fyrir. En Hollendingar neita að framselja keisarann. Vísa þeir til laga sinna og landsvenju og segj- ast ekki vilja bregðast þeim, er leiti í fullu trausti á náðir þeirra. Þýzk blöð dá mjög framkomu þeirra, enda mun hún mælast hvarvetna vel fyrir, þar sem menn líta sanngjarnt á málið. Banda- menn hafa sent þeim nýja áskorun, og er Bretum falið að fá kröfunni framgengt. í Frakklandi fór fram forseta- kosning í þessum mánuði. Var því fyrst opinberlega lýst yfir, að Clemenceau yrði í kjöri, en síðan fór fram prófkosning og fékk þá Clemenceau að eins 389 atkvæði, en Deschanel 408. Clemenceau lýsti því þá þegar í stað yfir, að hann gæfi ekki kost á sér. Var þá Deschanel kosinn með 734 atkv. af 889. Lloyd George var viðstaddur forsetakosninguna, og var hann sæmdur stórkrossi heið- ursfylkingarinnar. Eftir forseta- kosninguna sagði Clemenceau af sér forystu friðarþingsins. Frézt hefur að Bretar, Frakkar og ítalir hafi stofnað nýtt þríríkjasamband, sem sagt er að geri alþjóðabanda- lagið óþarft. Við Rússland hyggjast Banda- menn nú hefja verzlunarviðskifti af nýju. Setja þeir samt þau skil- yrði, að Bolsivikkar hafi hægt um sig, en standi Bandamenn fast við t}au skilyrði, er ekki ólíklegt að viðskiftin dragist, því að nú eru Bolsivikkar taldir einráðir í norðurhluta Síberíu, hafa unnið stórsigra í Ukraine og stefna óð- fluga til Odessa. Enda hafa Banda- menn nú sent her á móti þeim í Káukasus og brezki Miðjarðarhafs- flotinn verið sendur til Svartahafs- ins. Ennfremur vígbúa Pólverjar sig nú sem óðast gegn þeim. Nýtt bandalag er.stofnað milli Tékkó- Slava og Austurríkis. Stjórnmála- og fjármálamenn f Englandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Sviss hafa sent stjórn- um sínum áskorun um að kalla á fund fjármálafulltrúa sína, til þess að rannsaka hvern veg unt verði að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa eru. Skulu tillögurnar leggj- ast fyrir stjórnir Bandaríkjanna, Frakklands, Ítalíu og Spánar.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.