Austurland


Austurland - 31.01.1920, Qupperneq 3

Austurland - 31.01.1920, Qupperneq 3
AUStURLAND 3 AUSTURLAND kemur út vikulega. Aukablöð þegar ástæða þykir. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddægi 1. júií Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu- maður Guðm. G. Hagalín. Sími 6 c. Innheimtumaður Tryggvi Guðmundsson, kaupm. Sími 16. Þjóðverjar hafa nú fengið Suð- ur-Jótland í hendur Bandamönn- um, og hefur alþjóðanefnd þar stjórnina á hendi. Danska at- kvæðabaráttan hófst 17. þ. m. Verkamannaþing Norðurlanda hófst 21. þ. m. og er því nú lokið. Voru Bolsivikkar þar alger- lega útilokaðir. Símað er frá Kristíaníu, að ráðherrar Norður- lánda komi saman á fund í febrú- ar, til þess eingöngu, að ræða um bandalag Norðurlanda. Síðustu fréttir. Drepsótt mikil geisar nú í Berlín og spánska veikin er á ný komin upp í Kaup- mannahöfn. Mesti fjöldi sjúklinga hefur verið fluttur á sjúkrahús. Aukaskip frá „Hinu sameinaða gufuskipafélagi“ fer frá Kaup- mannahöfn 3. febr. til íslands. Vígin á Helgólandi hafa verið jöfnuð við jörðu. í Warnemúnde hafa verið brendar 70 flugvélar, sem afhenda skyldi Bandamönnum. Fréttir. Bœjarstjórnarkosning. Kosnir voru 5 menn í bæjar- stjórn Seyðisfjaðarkaupstaðar 24. þ. m. Komið höfðu fram 5 listar. Á A listanum voru-. Karl Finn- bogason, skólastjóri, Gestur Jó- hannsson, verzlunarmaður, Sig. Baldvinsson, póstmeistari, Guðm. Benediktsson, gullsm. og Friðrik Jónsson, búfræðingur. Á B lista: St. Th. Jónsson .konsúll, Einar Methúsalemsson, bankagjaldkeri, Ottó Wathne, verzlunarm., Thorvald ímsland, kaupm., og Gísli Lárus- son, símritari, Á C lista: Her- mann Þorsteinsson, kaupm., Ind- riði Helgason, rafmagnsfræðingur, Ingibjörg Sigurðardóttir, frú, Bogi Benediktsson, kennari og Bjarni Sigurðsson, gullsm., Á D lista: Sig. Arngímsson, kaupm., Friðrik Jónsson, búfr., Stefán Runólfsson, smiður, Páll Árnason, útgerðarm. og Jón Sveinsson, útgerðarm. Á E lista: Benedikt Jónasson verzlunarstj., Jón Sigurðsson, kennari, Kri’stján Kristjánsson, læknir, Jón Jónasson, málari og Pétur Sigurðsson, skósmiður. A listinn hlaut 82 atkv. B 73, C 25, D 22, E 30, A kom þannig að tveim mönnum, B sömuleiðis og E einum. Hdtíd verður haldin hér í bænum 31. þ. m. til minningar um 25 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstað- ar. Verður síðan í næsta blaði skýrt nákvæmlega frá hátíðahöld- unum og Seyðisíjarðar minnst. Sterling kom hingað laugardaginn 24. og fór héðan 26. Kom skipið fyrst á Djúpavog og Eskifjörð, og tók þar þingmennina Þorleif Jóns- son í Hólum og Sigurð lækni Kvaran. Hér tók það Svein Ólafs- son í Firði, Björn Hallsson bónda á Rangá og Þorstein Methúsalem. Með skipinu fór margt annara manna til Reykjavíkur. Jarðbönn mikil og harðindi í Héraði segir Víga-Glúmur sá, er grein hefur skrifað, sem nú er birt hér í blaðinu. Telur hann, að skamt muni til almennra vandræða, ef slíkri tíð fer fram, sem nú er. Jón Benediktsson stud. med. kom hingað til bæj- arins með skipinu Díönu, sern kom hingað eftir lýsi. Verður Jón læknir á Eskifirði meðan Kvaran er á þingi. Guðmundur Kamban, skáld hefur nýlega lokið leikriti, sem heitir „Vi Mordere" (Vér morðingjar). Hefur Dagmarleik- húsið í Kaupmannahöfn keypt það og leikur það í vetur. Kon- ungsglíman verður leikin í vetur á Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Barkskipið Eos rann mannlaust á land 22. þ. m. á Eyrarbakka. Mönnunum hafði brezkur botnvörpungur bjarg- að og flutt þá til Reykjavjkur. Skipshöfnin var íslenzk og skipið á leið til Svíþjóðar. Meiri afli er nú sagður í Sandgeröi en dæmi eru til áður. Botnvörpungur strandaði 20. þ. m. á Geröa- hólma syðra. Talið er víst að kosiö verði á ný í Reykja- vík, en búist samt við, að eigi verði hreyft við kosningu Sveins Björnssonar. Afsökun. Er rafmagnsstöðin bilaði um daginn, varð blaðið á eftir áætl- un og sakir mannfæðar sáum vér ekki annað vænna, en sleppa úr blaði til þess að ná réttum út- komudegi. Verður það bætt upp síðar, er vér fáum aukinn vinnukraft. M. b. Faxa hlekktist á á leiötil ísafjarðar 20. þ. m. Misti hann stýrið á Breiða- firði og komst við illan leik til Patreksfjarðar með bilaða vél. Góð segl björguðu. Hvar er bezt að verzla? Þar sem mest er úr að velja. Þar sem flest er til í sömu sölubúð- inni. Þar sem vörurnar eru fjölbreyttastar, og þar sem vörurnar eru ódýrastar. Engin verzlun uppfyllir betur þessi skilyrði en verzlun: St. Th. Jónssonar á Seyðisfirði. Bæjarbúar, útgerðarmenn og bændur! Gjörið yður ávalt að reglu að kaupa engan hlut, fyr en þiö hafið fengið að vita hvað hann kostar þar. Hringið upp í talsíma nr. 1 og 51, þið fáið strax svar. Auk allrar venjulegrar matvöru, nýlenduvöru, vefnaðarvöru og járn- vöru, hefur verzlunin ýmsar sérvörur, sem seldar eru með verksmiðju- verði að viðbættum kostnaði, svo sem: prjónavélar, saumavélar, skilvindur og strokka, hjólhesta, utanborðs bensínmótora í smáa báta og einnig stærri mótora. Byssur og allskonar skotáhöld. Ofna, elda- vélar, vasaúr, klukkur, baromet og fleira og fleira. Biðjið um sérstök tilboð og verðlista. St. Th. Jónnsson. Þýzkt skip, Undine, strandaði nýlega. Náði það sér þó út aftur og komst til Reykjavíkur til viðgerðar. Skipið var að koma frá Spáni, með salt til Proppébræðra á Þingeyri. Jón Laxdal, kaupmaður, hefur gefið ung- mennaskólanum að Núpi í Dýra- firði 500 krónur. Bæjarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavík í dag. Frétt er orðið um lista verka- manna og lista Sjálfstjórnar. Á lista verkamanna eru: Ólafur Friðriksson, ritstjóri, Jónína Jóna- tansdóttir, frú, Kjartan Ólafsson, steinsmiður og Hallbjörn Hall- dórsson, yfirsetjari. Listi Sjálf- stjórnar: Sig. Jónsson, kennari, Pétur Halldórsson, bóksali, Páll Gíslason, kaupm., Þórður Bjarna- son, stórkaupm., Þorsteinn Þor- steinsson, hagstofustjóri óg Sveinn Hjartarson bakari. Fyrsti fundur bæjarstjórnarinnar hér eftir kosn- ingarnar var haldinn síðastliðinn miðvikudag. Setti bæjarfógeti fund- inn og bauö hina nýju fulltrúa velkomna og æskti góðrar sam- vinnu framvegis. í fjárhagsneínd voru kosnir, auk bæjarfógeta, sem er sjálfkjörinn, Sigurður Jónsson og Jón Jónsson, með hlutkesti milli hans og St. Th. Jónssonar. Fasteignanefnd: Sigurður Jóns- son, Jón Jónsson, Eyjólfnr Jóns- son. Fátækranefnd: Bæjarfógeti, (sjálfkjörinn), Benedikt Jónasson, Sveinn Árnasson og Einar Methú- salemsson. Byggingarnefnd: Bæjar- fógeti og Slökviliðsstjóri (báðir sjálfkjörnir): St. Th. Jónsson og Eyjólfur Jónsson — utan bæjar- stjórnar: Stefán Runólfsson og Jóhann Hansson. Veganefnd: Ein- ar Methúsalemsson, Benedikt Jón- asson og Sigurður Jónsson. Brunamálanefnd: Slökkviliðsstjóri Sólar, bætir, saumar skó sumar jafnt og vetur, fáir munu finnast þó fljótvirkari en Pétur Býður nokkur betur? og bæjarfógeti (sjálfkjörnir), Gest- ur Jóhannsson, EinarMethúsalems- son og Jón Jónsson. í rafstöð- varnefnd var endurkosinn Sigurjón Jóhannsson. Sjúkrahússnefnd: Hér- aðslæknir (sjálfkjörinn), Karl Finn- bogason og Gestur Jóhannsson. Bókasafnsnefnd: Karl Finnbogason og Sigurður Jónsson. Skattanefnd: Eyjólfur Jónsson og Sigurður Jónsson. Einn maður var kosinn í Sóttvarnarnefnd og kosningu hlaut Jón Jónsson. Ellistyrktar- sjóðsnefnd: Jón Jónsson, Sveinn Árnason og Einar Methúsalems- son. Alþingiskjörskrárn.: Gestur Jóhannsson og Benedikt Jónasson. Síðan var tekið fyrir útsvars- kærumál. Hafði H. Schlesch cand. pharm. kært útsvarsitt. Var nokkuð deilt um málið, en útsvarið síðan lækkað úr 225 oían í 200. Þá kom Karl Finnbogason með þá tillögu að skipa nefnd til næsta fundar, til þess að athuga, hvort eigi væri tiltækilegt að bærinn keypti allmikið af kólum nú þegar, þar eð talið væri full-víst, að kol hækkuðu að miklum mun innan skams. Voru kosnir: Jón Jónsson, Karl Finnbogason og St. Th. Jónsson. Þá kom Einar Methú- salemsson með tillögu um að samin væru íundarsköp handa bæjarstjórninni. Var tillagan samþykt og kosin þriggja manna nefnd. Kosningu hlutu: Einar Met- húsalemsson, Jón Jónsson, Karl Finnbogason. Auk þessara mála var rætt um hátíðahöldin, í til- et'ni af 25 ára afmæli bæjarins. Prentsmiðja Austurlands.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.